Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. október 1982 þjóÐVILJINN — SIÐA 3 Maður gæti haldið að þetta væri karlakór, sem Kolbrún S. Kjarval krýpur þarna hjá. Mynd: - eik. Kolbrún Kjarval sýnir leirmuni í Listmunahúsinu Á morgun, laugardaginn 2. okt. verður opnuð í Listmunahúsinu, Lækjargötu 2, leirmunasýning Kolbrúnar S. Kjarval. Kolbrún er 37 ára gömul, Reykvíkingur, sonardóttir Jóhann- esar S. Kjarval, listmálara. Hún stundaði nám í leirmunagerð í Kaupmannahöfn og síðan í tvö ár við listaskóla í Edinborg. Eftir að námi lauk í Edinborg dvaldi hún eitt ár á íslandi en flutti þá til Dan- merkur og hefur verið búsett þar síðan. Kolbrún rekur nú eigið leirmunaverkstæði á Jótlandi. Velkomin Um þessi mánaðamót rann út ókeypis kynningaráskrift á blaðinu. Þjóðviljinn býður á annað þúsund áskrifendur velkomna í lesendahópinn. Kolbrún S. Kjarval hélt einka- sýningu í Reykjavík 1968 og hefur einnig tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýn- ingargripir Kolbrúnar í Listmuna- húsinu eru um 100 talsins. Nú hefur Kolbrún S. Kjarval bú- ið í Danmörku samfleytt í 13 ár og við spurðum hana hvort hún væri orðin rótföst þar ytra? - Já,hugsaðuþérbara,þettaeru orðin 13 ár og þó finnst mér þetta enginn tími þegar ég lít til baka. Og núna fer ég aftur út eftir tvo mánúði. Jú, auðvitað er maður all- taf á heimleið. Spurningin er bara hvað leiðin verður löng. Sýning Kolbrúnar S. Kjarval í Listmunahúsinu er sölusýning. Hún er opin virka daga frá kl. 10 - 18 en laúgardaga og sunnudaga frá kl. '14 - 22. Lokað á mánudögum. Sýningunni lýkurþann 24. októ- ber. - mhg. Deila undirmanna á kaupskipunum: Miðar í átt að samkomulagi Fimm skip stöðvast eftir helgi Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttasemjari bjóst við löngum og ströngum fundarhöldum í far- mannadeiiunni en að sögn kunnug- ra virðist eitthvað miða í samkom- ulagsátt. „Menn cru þó farnir að ræða pappírinn“, eins og einn við- mælenda blaðsins sagði í gær. Fundur viðsemjenda stóð til kl. 3 í fyrrinótt og hófst aftur eftir há- degið í gær. Var búist við fundi frarn á nótt. Sjómannafélagið hefur engar undanþágur veitt í þessari deilu, enda hefur verið veitt heimild til að losa öll þau 13 skip, sem nú hafa stöðvast í höfnum. Framkvæmda- stjóri Sjómannafélagsins sagði í gær að næstu skip sem stöðvuðust vegna verkfalls undirmanna væru Irafoss 3. október og Eyrarfoss og Selá 4. október. Þá væru tvö erlend leiguskip væntanleg, Barok 5. okt- óber og Berit 7. október. Þau skip sem Hafskip leigir verða ekki lestuð vegna samúðar- vinnustöðvunar Verkamannafél- agsins Dagsbrúnar frá 7. október sem þýðir að engin leiguskip skip- afélaganna verða lestuð eftir þánn tíma. Samdráttur í fataiðnaði Samdrátturinn er staðreynd í fataiðnaðinum og við erum hrædd- ir um að frekari samdráttur sé yfirvofandi, sagði Björn Bjarnason hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks, er blaðið lcitaði álits á tilkynningum um fækkun starfsmanna hjá nokk- rum fyrirtækjum í fataiðnaðinum. - Þegar hefur verkafólki verið sagt upp hjá Sportveri um 20 manns og Pólar-prjóni 18 manns. Þá hefur saumastofa Karnabæjar ekki ráðið í stað þeirra sem hafa hætt að undanförnu. Astæðan er alltaf sú sama, versn- andi samkeppnisstaða fataiðnað- arins og óhagstæð gengisþróun. Þessar saumastoíur hafa töluvert framleitt til útflutnings og fyrir nokkru var sá útflutningur blóm- legur. - Nei, það hefur ekki mikið bor- ið á því að fólkið leiti hingað. Bæði er það að uppsagnirnar eru fyrst að korna til framkvæmda nú eftir mánaðarmótin og svo hitt að rnarg- ir hafa lengri uppsagnarfrest, 2-3 mánuði. En ef svo heldur áfram er ég hræddur um að fari að þrengjast um á vinnumarkaðinum og geti orðið atvinnuleysi. - Sem betur fer mun ástandið ekki vera eins slærnt í öðrum grein- um iðnaðarins en menn verða að hafa gát á gangi mála, sagði Björn Bjarnason starfsmaður Iðju. - óg. Samið um leiðréttingu á launum fóstra Starfsmannafélag Reykjavíkur og launamálanefnd Reykjavíkur- borgar gerðu í gærmorgun með sér samkomulag um að byrjunarlaun fóstra hjá borginni verði 12. launa- flokkur, 2. þrep en í nýgerðum sér- kjarasamningi höfðu fóstrur vcrið lækkaðar í 1. þrep flokksins, eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær. Talsverð óánægja hafði komið fram á fundi fóstra hjá borginni, sem haldinn var í fyrrakvöld, með þessa skerðingu á byrjunarlaunun- um en jafnframt íá fyrir bókun launamálanefndar Reykjavíkur- borgar um að leitast við að leiðrétta þessa skerðingu. Það hef- ur nú verið gert. Þessi nýi sérkjarasamningur verður borinn undir atkvæði í starf- smannafélaginu í dag og á morgun og liggja úrslit í málinu fyrir eftir helgi. - v. AHS?>' nn ENn vöru1^1 verði fra 5am M __ ^/aipur.P^' ■ all>"ar' tfið <'‘> '‘“09 barnafatn 5°kka' * „ kjóla- P||S 9 . KvenkáPur' , ew"‘9=Kar uii. qiuggatiö d’ ***** éklæðiSefb' 9' 9 ^naeH ^ppi * «a SUllf Garni. loðWndl »8 ógleynld ' „;„nahúðir. i og i°Pa Nýiut'^ m° : TePP^fiitir’ s - V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.