Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 15
Föstudagur 1. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
RUV Ö
7.00 Veðurfregnir Fréttir. Bæn.
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur
Ólafs Oddsonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Guð-
mundur Hallgrímsson flytur.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Nýju fötin
keisarans” ævintýri H.C. Andersens
Þýðandi: Steingrímur Thorsteinsson.
Eyvindur Erlendsson les.
9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar.
10.30 Morguntónleikar: Létt lög eftir Ro-
bert Stolz Hljómsveit Roberts Stqlz
leikur; höfundurinn stj.
11.00 „Það er svo margt að minnast á”
Torfi Jónsson sér um þáttinn.
11.30 Létt tónlist „Nýja kompaníið”, Jó-
hann Helgason, Vangelis o.fl. syngja og
leika.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Á frívdktinni Sigrún Sigurð-
ardóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.10 „Kæri herra Guð, þetta er Anna”,
eftir Fynn Sverrir Páll Erlendsson les
þýðingu sína (15).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.20 Litli barnatíminn Heiðdís Norðfjörð
stjórnar barnatíma á Akureyri. Talað
við Arnar Stefánsson, sem er búsettur í
Svíþjóð, lesið úr bókum Astrid Lind-
gren um börnin í Ólátagarði í þýðingu
Eiríks Sigurðssonar. Umsjónarmaður-
inn talar einnig um afann, sem var afi
allra barna í Ólátagarði.
16.40 Hefurðu heyrt þetta? Þáttur fyrir
börn og unglinga um tónlist og ýmislegt
fleira í umsjá Sigrúnar Björnsdóttur.
17.00 Síðdegistónleikar Cino Ghedin og I
Musici hljóðfæraflokkurinn leika Víól-
ukonsert í G-dúr eftir Georg Philipp
Telemann / Lola Bobesco og Kammer-
sveitin í Heidelberg leika „Arstíðirnar”
eftir Antonio Vivaldi.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
20.00 Lög unga fólksins. Hildur Eiríksdótt-
ir kynnir.
20.40 Sumarvaka a. Einsöngur: Elísabet
Erlingsdóttir syngur lög eftir Sigvalda
Kaldalóns og Arna Björnsson. Guðrún
Kristinsdóttir leikur á píanó. b. Við eina
mestu gullkistu jarðar Þorsteinn Matt-
híasson flytur síðari hluta æviminninga,
sem hann skráði eftir Kolbeini Guð-
mundssyni á Auðnum á Vatnsleysu-
strönd. c. „Mörg er vist í vonheimi”
Gunnar Stefánsson les ljóð eftir bræð-
urna Sveinbjörn og Pétur Beinteinssyni.
d. Seglskipið Grána Guðmundur Sæm-
undsson frá Neðra-Haganesi flytur frá-
söguþátt um farkost Gránufélagsins
fyrir u.þ.b. öld. e. Sannkallað útgerðar-
basl Guðjón B. Jónsson bifreiðastjóri
segir frá veru sinni á fiskibát fyrir 50
árum. f. Kórsöngur: Kór Öldutúnsskóla
í Hafnarfirði syngur íslcnsk lög Söng-
stjóri: Egill Friðleifsson.
22.35 „ísland”, eftir IivariLeiviská Þýð-
andi: Kristín Mántylá. Arnar Jónsson
leikari byrjar Iesturinn.
23.00 Danslög.
■; RUV
Mikiö og gott efni á boðstólum
segir Tage Ammendrup í Lista- og skemmtideild
'age Ammendrup og Bryndis Schram á góöri stund niörl sjónvarpi. Bryndis veröur meö
Stundina okkar a.m.k. part úr vetri.
Vetrardagskrá
sjónvarpsins
hefst í dag
Sjónvarpið tekur nýja
stefnu i kvöld, þvi formlega
séð hefst vetrardagskráin 1.
október ár hvert. Ætla mætti
að starf sjónvarpsins breytt-
ist nokkuö með vetrardag-
skránni og þvi hringdi Þjóö-
viljinn til Tage Ammendrups
sem nú gegnir stööu for-
stöðumanns Lista- og
slemmtideildar sjónvarps-
ins.
„Ætli það veröi svo miklar
breytingar á starfsháttum
hér. Sannleikurinn er sá að
yfir sumarmánuðina er allt-
af verið að undirbúa vetrar-
dagskrána og helsta breyt-
ingin er sú, að nú fá menn að
sjá það sem þeir hafa verið
að vinna að. „Efnið hefur
verið kynnt talsvert i blöðum
en þó eru ýmsir athyglis-
verðir þættir sem litla pressu
hafa fengið. Eins og kunnugt
er byrjar á sunnudags-
kvöldum þáttur sem á að
leysa Vöku af hólmi og mun
þessi þáttur bera yfirskrift-
ina Glugginn. Umsjónar-
menn fjögurra fyrstu þátt-
anna verða þau Áslaug
Guöný Halldórsdóttir hefur
samiö fyrsta þáttinn af sex i
framhaldsmyndarööinni Fé-
lagsheimiliö.
Ragnarsog Sveinbjörn Bald-
vinsson.
Nýr framhaldsmynda-
flokkur sem heitir Private
Schiilzbyrjar nú i haust og er
ansi athyglisverður. Hann
fjallar um þá ráöagerð Þjóð-
verja i Heimsstyrjöldinni
Seinni, að dreifa fölskum
enskum pundum vitt og
breitt um heiminn i þvi
augnamiði að veikja stöðu
þess gjaldmiðils. Schillz.
slyngur sölumaður, hefur
með þetta hlutverk að gera
og fjalla þættirnir um sam-
skipti hans við yfirmanninn,
sem vill taka til sin allan
heiðurinn af starfi Schillz, en
kenna honum hinsvegar um
það sem miöur fer.
Að Derrick liðnum kemur
sænskur gamanþáttur
Sinkadusog fjallar hann um
mann sem verður þess var
að bilnúmeri hans hefur
verið stolið. Hann fer á stúf-
ana og kemur á daginn að
glæpaflokkur hefur stolið
númerinu. Kemst hann i
kynni við höfuðpaura flokks-
ins og áður en varir er hann
kominn i hringiðu vafa-
samra atburöa.
Félagsheimiliö byrjar I
haust og mun fyrsti þáttur-
inn heita Sigvaldi og sænska
lina, saminn af Guðnýju
Halldórsdóttur. Hún hefur
stundað nám i leikstjórn i
Sviþjóð og Englandi.
Tage sagði að kvikmyndir
þær sem sjónvarpið myndi
bjóða uppá i vetur væru
hreint frábærar. Þar væru
margar verðlaunamyndir,
bæði gamlar og nýjar.
Margt er enn á huldu með
jóladagskrá t.a.m. er ekki
ákveðið hvert jólaleikrit
sjónvarpsins verður, en
Tage sagði að nú væri gælt
við þá hugmynd að það yrði
leikrit Guðmundar Steins-
sonar, Stundarfriður.
Hann sagði ennfremur að
beinar útsendingar frá
áhugaverðum atburðum
yrðu auknar og ekki einasta
sýnt frá knattspyrnuleikjum.
A aðfangadag jóla verður
sýnt beint. frá degi Samein-
uðu þjóðanna, en um aðrar
beinar útsendingar allt óvist.
Útvarp kl. 20.40
Síðasta
sumarvakan
Sumarvaka verður á dag-
skrá Otvarps i kvöld og er
þetta siðasta sumarvakan i
ár. Sumarvakan er alllöng i
flutningi, tekur röskan einn
og hálfan tima og skiptist i
sex liði.
Fyrst á dagskránni er ein-
söngur Elisabetar Erlings-
dóttur á lögum eftir Sigvalda
Kaldalóns og Arna Björns-
son, en undirleik annast
Guðrún Kristinsdóttir.
Þá flytur Þorsteinn
Matthiasson siðari hluta
æviminninga sem hann hefur
skráð eftir Kolbeini Guð-
mundssyni á Auðnum á
Vatnsleysuströnd.
Gunnar Stefánsson mun
lesa ljós eftir bræðurna
Pétur og Sveinbjörn Bein-
teinssyni. Mörg er vist i von-
heimi er titillinn á upplestri
Gunnars.
Guðmundur Sæmundsson
frá Neðra-Haganesi flytur
frásöguþátt um skip Gránu-
félagsins frá öldinni sem
leið.
Bifreiðastjórinn Guðjón B.
Jónsson mun flytja erindi
um veru sina á fiskibátum
fyrir u.þ.b. hálfri öld óg gera
samanburö á þvi sem þá
gerðist og nú.
Að lokum er kórsöngur.
Það er kór öldutúnskólans i
Hafnarfirði sem mun syngja
islensk lög. Stjórnandi er
Egill Friðleifsson.
Sumarvöku lýkur um kl.
22.15.
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Á döfinni Þáttur um listir og
menningarviðburði. Umsjónarmaður
Karl Sigtryggsson.
20.50 Prúðuleikararnir Gestur þáttarins er
Jean Pierre Rampal. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.15 Singapore fellur Bresk heimildar-
mynd um einn mesta ósigur Breta í síð-
ari heimsstyrjöld þegar borgin Singa-
pore á Malakkaskaga féll í hendur Jap-
önum í febrúar 1942. þýðandi Bogi Arn-
ar Finnbogason.
22.05 Þrír bærður (Tre fratelli) ítölsk bíó-
mynd frá 1981. Leikstjóri Francesceo
Rosi. Aðalhlutverk Philippe Noiret,
Michele Pla Placido, Vittorio Mezzogi-
orno og Charles Vanel. Giuranna-
bræðurnir hafa hreppt ólíkt hlutskipti í
lífinu og greinir á urn margt þegar þeir
hittast eftir langan aðskilnað við útför
móður sinnar. Þýðandi Jón Gunn-
arsson.
23.55 Dagskrárlok
frá lesendum
Byrjun fátæka
mannsins
Eins og velflestir islend-
ingar aðrir, hef ég mikinn
áhuga á skák, og fylgist
grannt með skrifum um þá
góðu iþrótt og er það tilefni
þessara orða.
Það er aldeilis furðulegt
hvað þeir sem um skákina
skrifa eru fastir i sömu klisj-
unum.
Sem dæmi um þetta vil ég
nefna Karó-kann vörnina. Ef
skák með þeirri byrjun birt-
ist i islenskum blöðum, er
það nokkurn veginn undan-
tekningalaust, að skákskýr-
andinn lætur þess getið að oft
sé þessi byrjun kölluð byrjun
„fátæka mannsins”. Það var
svo sem allt i lagi, að lesa
þetta fyrir 20 árum, en að
lesa þetta aftur og aftur
getur verið nokkuð mikið
Þetta er aðeins eitt dæmi,
og vildi ég biðja skákskýr-
endur um örlitið frjórri
hugsun og meiri frumleik,
þegar þessi atriði eru á dag-
skrá.
Helgi ólafsson svarar:
Þakka bréfritara skrifið,
en vil þó benda honum á að
byrjun fátæka mannsins,
Caro-Kann vörnin er vitlaust
skrifuð. Nafnið er dregið af
indverskum skákjöfri Sultan
Khan sem gerði garðinn
frægan i byrjun þessarar
aldar.
Hvaö frumleik áhrærir, þá
verður það að játast að oft
kýs maður meiri tima til að
geta unnið verk sin og hygg
ég að það eigi við um vel-
flesta blaðamenn. Hitt er svo
augljóst að þótt menn remb-
ist við að halda i frumlega
hugsun hlýtur að fara svo að
sömu orðin og orðatiltækin
skjóti upp kollinum, öðru
hvoru a.m.k.
Ég er mér fullkomlega
meðvitaður um notkun mina
á þessum frasa, Byrjun fá-
tæka mannsins, en finnst
hann skemmtilegur, þvi
glöggir menn hafa fundið
það út að þeir sem notist við
þessa byrjun séu nægjusam-
ari en aðrir, hvað sem fátækt
og skorti líður.