Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Skákunnendum gefið langt nef Nokkur orð um fyrirhugað einvígi Spasskís og Friðriks ✓ Olafssonar Helgi Ólafsson skrifar Sagt hefur það mér maður að þegar hann hafi lokið erfiðum vinnudegi sé það ein hans besta skemmtun og jafnframt hvíid að halda til þeirra samkomustaða höfuðborgarinnar sem bjóða upp á skákmótahald af ýmsu tagi. Skákmót hafa verið haldin hér á landi allt frá bernskudögum þess- arar aldar og fram á þennan dag, en nú hin siðari ár hafa þau verið æ tiðari og jafn- framt haldin á hærra plani. Tindum var náð sumarið 1972 fyrir röskum 10 árum þegar Fis- cher og Spasski börðust um hcimsmeistaratitilinn i sögu- frægu einvigi. Skákunnendur og aðrir minnast þessa einvigis, hver með sinum hætti. t kjölfar þess tók að bera á ýmsum aðilum sem töldu sig geta og gátu unnið skáklistinni nokkurt gagn; gengið var i að halda svæðamót i skák, einvígi Spasskis og Horts fór hér fram veturinn 1977, alþjóðleg mót með nýju sniði, helgarmót og annað fleira mætti nefna. Skák- hreyfingin hefur eflst I réttu hlut- falli við áhuga manna og er nú orðin eitt heljarins bákn sem áhugamenn og leikmenn hafa vart tök á að sinna. Til þarf einn eða fleiri starfsmenn sem sinna málefnum skákarinnar daglangt. Hér á landi hafa menn verið hugmyndarikir þegar skákmóta- hald er á annað borð. Þar er t.a.m. skemmst að minnast hug- mynda um að halda hér Olympiu- mót sem gæti hæglega orðið raunin á 1984 eða 1986. Þar væri enn einum viðburðinum i skák- sögu tslendinga bætt við fallegt safn. Einn ánægjulegasti þáttur þessarar þróunar er þegar stór- fyrirtæki, stöndugir og áhuga- samir einstaklingar leggja skák- hreyfingunni lið með ýmsum hætti. Flugleiðir hafa stutt veg- lega við bakið á skáklistinni, bankar landsins margir hverjir, ótal sveitarfélög. Það vakti þvi óneitanlega for- vitni margra þegar það kvisaðist út að Almenna bókafélagið og Iceland Review hygðust gangast fyrir einvigi milli Boris Spasski fyrrum heimsmeistara i skák og Friðriks Ólafssonar forseta FIDE — þess íslendings sem lengst hefur náð i skáklistinni. Margt var á huldu um framkvæmd þessa atburðaren fyrir hugskots- sjónum manns leit dæmið þannig út að hér væri á ferðinni prýðileg skemmtun, sem gæti orðið að- standendum öllum til mikils sóma. Hinn margumtalaði einkaréttur Fljótlega kom þó i ljós aö ekki var allt með felldu um fram- kvæmdina. Það er nefnilega ætlun bókaforlagsins og timarits- ins aö þessir frægu kappar skul i tefla fyrir luktum dyrum. Skák- irnar verði siðar gefnar út með skýringum eftir skákmeistarana i nýju timariti, Storð, sem mein- ingin er að komi út i ársbyrjun næsta árs. Nú er það svo að skáklistin hefur''það ágætlega einfalda tjáningarform að með tiltölulega litilli fyrirhöfn má renna yfir teflda skák i dagblaði. Tilkostn- aður er litill. Hitt tekst dagblað- inu ekki nema að takmörkuðu leyti að endurskapa það and- rúmsloft sem var á vettvangi at- burðanna. Skák sem tefld er fyrir luktum dyrpm og er siðan birt I einhverju blaði nokkrum mán- uðum siðar hefur einfaldlega misst úr sér allan safa, hún getur að sönnu fært skákunnendum ánægju en hefur engu að siður verið rúin stærstum hluta tján- ingarmáttar sins. Undanfarin ár hefur það verið til umræðu hvort ekki sé kominn timi til að skákmenn fái höf- undarrétt að skákum sinum, likt og tónlistarmenn fá nokkrar krónur til viðbótar heyrist lag eftir þá i (Jtvarpi. Þessar hug- myndir eiga vissulega allan rétt á sér ef staðið er vel að málum. Þaö kann að vera að ætlun Almenna bókafélagsins og Iceland Review að nýta sér þessar hugmyndir, en það eru bara til svo margar aðrar hugmyndir. Ein er að selja birt- ingarrétt, önnur hugmynd er taka atburðinn uppá myndband og selja videóleigunum o.s.frv. En umfram allt verður að gefa fjöl- mörgum unnendum skáklistar- innar kost á að fylgjast með. An þeirra væri samúð fyrir skák- listinni engin. Þessar skorður sem þessu einvigi eru settar, verða til þess að engu nýju er bætt við i skáksögu tslendinga, tið- indamenn Iceland Review geta skrifað greinarnar sinar, Storð fær e.t.v auglýsingu og skák- mennirnir sem þarna mæta til leiks gerjt það i sjálfsbetrunar- skyni, án þess að gefa neitt frá sér sem er hlutverk listamannsins; á stundum skuld hans við velviljað samfélag. Það stendur eftir að i hinum leiðu haustvindum sitja þeir að tafli Friðrik Ólafsson og Boris Spasski — fyrir utan eru þúsundir skákunnenda sem missa af eftirsóknarverðum atburði. Ég hef með þessum orðum lýst- óánægju minni með þennan við- burð sem ég tel vera fjandsam- legan skákinni. Með fullri vin- semd vil ég benda öllum aðstand- endum einvigsins á að endur- skoða hug sinn, hvort ekki megi breyta til þannig aö öllum mætti vel lika. ✓ ,,I tíð þessarar ríkisstjórnar og með samþykki stjórnarandstöðunnar, hefur þegjandi og hljóðalaust, verið framkvæmd umtalsverð lifskjaraskerðing sem bitnar á heilli kynslóð ” Hávaðalaus lífskjara- skerðing í opinberri umræðu heyrast stundum þær raddir, að mjög út- breiddur sé kvilli einn hér á landi, sem kallaður er „lífsþæginda- græðgi“; heimtufrekja fólks sé með eindæmum og algengt van- þakklæti í garð þeirra, sem leggja nótt við dag til að verja og bæta hag landsmanna. Við sósíalistar ættum raunar að fagna þessari „heimtufrekju" þjóðarinnar, því að við vitum, að útbreidd óánægja með ríkjandi ástand getur orðið málstað okkar til framdráttar - við viljum jú annars konar þjóðfélag. En af hverju skyldi vera kvartað? Lífskjörin skert Sjálfsagt er erfitt að mæla kjör launafólks og vísast er kaupmátt- ur taxtakaups ekki einhlítur mælikvarði. Hið sama gildir raunar einnig um kaupmátt ráð- stöfunartekna, sem getur t.d. hækkað þegar vinnutími lengist - eins og hefur raunar gerst undan- farin ár. Engu að síður er í póli- tískum deilum þvælt um kaupmátt fram og aftur. Það er einblínt á tengsl framfærsluvísitölu og kaupgjaldsvísitölu. Það er spurt um tengsl framfærslukostnaðar og launa - löngu eftir að ljóst er1 að vísitalan er hætt að mæla það sem henni var ætlað að mæla. Raunar ætlaði ég ekki að gera vísitöluna að umræðurefni hér, svo rangsnúin sem hún annars er. Það sem er enn rangsnúnara er þetta: í tíð þessarar ríkisstjórnar, og með samþykki stjórnarand- stöðunnar, hefur þegjandi og hljóðalaust verið framkvæmd umtalsverð lífskjaraskerðing, sem bitnar á heilli kynslóð. Nú hefur ungt fólk minni möguleika en áður til að eignast eigið hús- næði. í þessu felst auðvitað ekk- ert annað en kjararýrnun, sem fyrir þenna hóp fólks skiptir miklu meira máli en sveiflur í kaupmætti um fáein prósentustig á tilteknum ársfjórðungi - miðað við tiltekinn ársfjórðung fyrir ár- atug eða svo. f íslenska „velferðarríkinu", sem sagt er að við ættum að vera þakklát fyrir, lánar hið opinbera innan við 10 prósent af íbúðar- verði, þegar keypt er eldra húsnæði. Er þá miðað við að kaupandi eigi ekki húsnæði fyrir. Útborgun er vanalega á bilinu 75- 80 prósent (hér á höfuðborgar- svæðinu a.m.k.). Mestan hlutann verður að fá lánaðan hjá bönkum og lífeyrissjóðum. Öll lán eru nú að sjálfsögðu með fullri verð- tryggingu og vöxtum að auki. Kaupmátturinn helst óbreyttur eða minnkar jafnvel. Lánin eru hins vegar ekki miðuð við laun heldur við lánskjaravísitölu, sem hækkar langt umfram laun. Þannig er verið að loka ungt fólk inni í vítahring, þar sefn af- borganir og vextir verða sífellt þyngri byrði. Það hefur verið framkölluð lífskjaraskerðing, sem heldur sjálfvirk áfram og bitnar fyrst og síðast á launafólki af yngri kynslóðinni. Græðgi eða nauðsyn? Af hverju er nú sumt ungt fólk Svanur Kristjánsson skrifar haldið þeirri undarlegu áráttu að vilja endilega eignast eigið húsnæði? Skyldi það ekki stafa af óslökkvandi eignaþrá og græðgi hinsvanþakkláta lýðs,semtrylltur stígur dansinn kringum gullkálf- inn æpandi: „Við viljum meira! Meira!“? Svarið er raunar mjög einfalt - það eru engir aðrir kostir fyrir hendi. Húsaleiga er svimandi há og, umfram allt, staða leigjenda er mjög ótrygg. Hér á landi er undantekning að húsnæði sé leigt í lengri tíma. Venjulega leigja menn frá sér vegna þess að hús- eigandinn kýs ekki að nýta húsnæði fyrir sig eða sína ein- hvern takmarkaðan tíma. * Urbóta er þörf Allt er þetta svo sem gamal- kunnugt og margendurtekin saga, en ekki eru samt í sjónmáli neinar markverðar úrbætur. Vís- ast verður ekkert gert nema fyrir frumkvæði verkalýðshreyfingar- innar og stjórnmálaflokka henn- ar (uppbygging verkamannabú- staðakerfisins er mikilvæg og nauðsynleg en leysir samt ekki vanda þorra fólks). Raunar stafar verkalýðsflokk- um sérstök hætta af því að sinna ekki brýnni þörf fyrir úrbætur - nægir þar að minna á úrslit síð- ustu borgarstjórnarkosninga. Lágmarkskrafa ungs fólks er,að lífskjaraskerðing sú, sem verð- trygging íbúðarlána hefur valdið, verði bætt. Það þýðir ekki að bjóða launafólki upp á það, að á sama tíma og „vandi útgerðarinnar“ er leystur með því m.a. að undan- skilja útgerðarmenn frá verð- tryggingarkerfinu, sé klipið af kaupinu enn og aftur - og þar með búið. Herðum róðurinn, kröfugerð- armenn. Svanur Kristjánss. prófessor. Svanur Kristjánsson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Is- lands. Lagði stund á þau vísindi í Bandaríkjunum.Hann er ættað- ur frá ísafirði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.