Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 16
Föstudagur 1. október 1982
AÖ8‘ tmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utá.i þess tlma er hsegt a6 ná I blaðamenn og a6ra starfsmenn blaösins I þessum slmum : Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt 36 ná i af greiöslu blabsins I slma 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Raforkuverðið til
húshitunar kdkkar
í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 5. maí 1982 og
21. ágústs.l. um jöfnun upphitunarkostnaðar í áföngumhefur
verið ákveðin lækkun á gjaldskrám 5 orkuveitna frá og með
deginum í dag að telja. Lækkunin tekur til taxta fyrir upphitun
íbúðarhúsnæðis með raforku hjá Rafmagnsveitum ríkisins,
Orkubúi Vestfjarða, Hitaveitu Hafnarhrepps, Hitaveitu
Seyðisfjarðar og Rafveitu Siglufjarðar.
í fréttatilkynningu frá iðnaðar-
ráðuneytinu um málið segir að
lækkun þessi sé áfangi að því marki
að kostnaður við upphitun með
raforku verði svipaður og gerist hjá
nýjum og hagkvæmum hitaveitum,
sem teknar hafa verið í gagnið á
undnförnum árum. Miðað við að
húshitunarkostnaður meðalíbúðar
með óniðurgreiddri oiíu á núgild-
andi verði (5,20 krónur á lítra) sé
talinn 100, Iækkarrafhitun hjá Raf-
magnsveitum ríkisins úr nálægt
70% í 58% og svipað hjá Orkubúi
Vestfjarða. Hjá fjarvarmaveitum á
Vestfjörðum, Höfn og Seyðisfirði,
verður hlutfallið eftir lækkun 53-
54% af olíukyndingarkostnaði. Til
samanburðar má geta þess, að taxti
hjá Hitaveitu Akraness og Borg-
arfjarðar er 47% af upphitunar-
kostnaði rneð olíu og hjá Hitaveitu
Akureyrar 51%. Niðurgreiðsla á
olíu verður áfram við það miðuð,
að kynding með olíu verði 5-10%
hærri en rafhitun, en þeim fækkar
ár frá ári sem þurfa að nota olíu til
upphitunar.
Kostnaður við þennan áfanga í
jöfnun hitunarkostnaðar er talinn
nema 7,5 milljónum króna til ára-
móta og er gert ráð fyrir að veitu-
fyrirtækjunum verði endurgreidd-
ur sá kostnaður við framvísun
orkusölureikninga. Ábyrgist ríkis-
sjóður þær greiðslur næstu 3 mán-
uði. Lækkun þessi nær til um 9500
íbúða á orkuveitusvæðum framan-
greindra veitufyrirtækja.
Iðnaðarráðherra hefur skipað
nefnd fjögurra manna til að fjalla
um framtíðarfjáröflun í þesSu
skyni. í henni eiga sæti: Kjartan
Ólafsson, ritstjóri, formaður,
Gunnar R. Pétursson, rafvirki,
Guðmundur Bjarnason, alþing-
ismaður, Porvaldur Garðar Krist-
jánsson, alþingismaður.
Gylfi ísaksson verkfræðingur, er
ritari nefndarinnar og jafnframt
Lækkunin
nœr til 9500
íbúða á flmm
orkuveitu-
svœðum
ráðgjafi, en hann hefur um skeið
unnið mikið að þessum málefnum
fyrir stjórnvöld. Þess er vænst að
nefndin skili áliti fyrir 1. desember
næstkomandi.
Nokkrar hitaveitur eiga nú í e'r-
fiðleikum af tæknilegum ástæðum
og vegna mikils fjármagnskostn-
aðar. Gjaldskrár þeirra eru hærri
en þeirra veitna sem nú fá lækkun á
rafhitunartöxtum. Gert er ráð fyrir
að málefni þessara veitna, hverrar
fyrir sig, verði athuguð á næstunni
til að leita leiða til úrbóta með sam-
ráði viðkomandi veitustjórna og
stjórnvalda.
Kaupum yfir 2000 lestir af
rækju frá Sovétríkjunum
Rækjan fullunnin hér heima
og síðan seld til Þýskalands
Sölustofnun lagmetis er þcssa
dagana að ganga frá kaupum á
rúmlcga 1000 lestum af ópillaðri
rækju sem vcidd er af Sovét-
mönnum í Barentshafi. í vor sem
leið voru keyptar 1100 lestir af
Sovétmönnum af ópillaðri rækju,
sem síðan var pilluð og soðin niður
í nokkrum rækjuverksmiðjum hér-
lcndis og seld til Þýskalands og
nokkurra annarra Evrópulanda.
„Viö höfum ekki getað fengið
allt það hráefni sem við vildum hér
innanlands. Bæði er að þó nokkuð
er selt af hálfunninni rækju úr landi
og aflakvótar duga ekki til, miðað
við okkar framleiðslugetu og þá
samninga sem við höfum gert um
sölu á niðursoðinni rækju. Því höf-
um við gripið til þess að fiytja inn
frysta rækju úr Barentshafi og full-
vinna hana hér“, sagði Eyþór
Ólafsson sölustjóri hjá Sölustofn-
un lagmetisins í samtali við Þjóð-
viljann í gær.
Búið er að gera samninga um
sölu á niðursoðinni rækju fyrir 100
niiljónir á þessu ári en ljóst er að í
ár verður ekki hægt að afgreiða hé-
ðan nema sem svarar 80 miljónum
króna. Langstærsti markaðurinn er
í V-Þýskalandi auk þess sem nokk-
uð er selt til Bandaríkjanna og ann-
arra Evrópulanda.
Rækjuveiðin hér á heimamiðum
dugir ekki til að vinna upp í gerða
samninga um sölu á niðursoðinni
rækju til Þýskalands og annarra
Evrópulanda. Framleiðendur og
fískifræðingar eru sammála um að
auka vcrði leit að nýjum rækjumi-
ðum við landið.
4 rækjuverksmiðjur munu vinna
úr þeim 1000 tonnum sem verið er
að kaupa frá Sovétríkjunum. Það
eru Siglósíld, K. Jónsson á Akur-
eyri, Niðursuðurverksmiðjan h/f á
ísafirði og Arason í Sandgerði.
„Með þessum kaupum tryggjum
við samfellda vinnu í þessum verk-
smiðjum allt árið um kring, en allt
að 180 manns vinna í verksmiðjun-
um fjórum", sagði Eyþór Ólafs-
son. Hann sagði söluhorfur á rækj u
áerlendum mörkuðum mjög góðar
og þess væri vænst að hægt væri að
auka viðsjiptin enn frekar. . Neysla
á rækju færi vaxandi í heiminum.
„Þrátt fyrir að veiðikvótar hér
heinta hafi verið hækkaðir eins og
t.d. við ísafjarðardjúp í fyrra, þá
dugir veiðin alls ekki til. Ég held að
það mætti gera meira af því að leita
að rækjumiðum hér við landið“,
sagði Eyþór Ólafsson.
-lg-
Járnblendifélagið fær 65 milljónir í hluthafalán:
Skásti kosturinn
/ Z1* oc • j •• v\
i erfiori stoðu
„Þetta var talinn skásti kostur-
inn í erfiðri stöðu og framlag ís-
lenska ríkisins er um 44% af
þeirri heimild, sem Alþingi veitti í
vor“, sagði Hjörleifur Guttorms-
son, iðnaðarráðherra í gær er
rætt var við hann, vegna tilkynn-
ingar um að hluthafar íslenska
járnblendifélagsins h.f., íslenska
ríkið og norska fyrirtækið ELK-
EM, hefðu greitt inn til félagsins
jafngildi 32,6 milj. norskra
króna, eða um 65 miljónir ís-
lenskra króna sem hluthafalán til
þess að bæta eigin fjárstöðu fé-
lagsins.
í frétt frá Járnblendifélaginu
kemur fram, að ástæðan til þess
að grípa þarf til hlutafjár-
segir Hjörleifur
Guttormsson
iðnaðarráðherra
aukningar nú strax í haust, en
ekki í lok ársins eða á næsta ári
eins og ætlað var í vor, sé sú að til
viðbótar sölutregðu og lágu af-
urðaverði hafi komið tvær geng-
isfellingar á norsku krónunni og
styrking dollarans. Lán verk-
smiðjunnar munu einkum vera í
dollurum, en afurðir greiddar í
norskum krónum.
Þessi gengisþróun hefur leitt til
þess að skuldir félagsins, mældar
í norskum krónum, hafa vaxið að
mun og valdið því að eiginfjár-
hlutfall hefur farið niður fyrir
umsamin mörk við lánastofnanir.
Allt það fé, sem hluthafar hafa
nú lagt fram og meira til hefur
verið notað til þess að greiða nið-
ur rekstrarlán félagsins og rétta
þannig efnahag þess og minnka
vaxtagreiðslur.
Hjörleifur Guttormsson sagði í
gær,aðímarss.l. hefði veriðgerð
úttekt á fjármögnun Járnblendi-
félagsins í ljósi þeirra erfiðleika
sem að því steðja vegna krepp-
1 unnar í þungaiðnaði, sem ekkert
. lát er á. Þar hefði verið gert ráð
fyrir að heildarfjárþörf fyrirtæk-
isins fram til 1985 gæti orðið 160
til 240 miljónir norskra króna. Á
næstunni færu fram viðræður
milli eigenda Járnblendifélagsins
um fjárhagsvanda þess og í þeim
yrði metið til hvaða ráðstafana
væri eðlilegast væri að grípa,
Ljóst væri að allur vandinn yrði
ekki leystur með framlögum hlut-
hafa, en af þeim leggur íslenska
ríkið fram 55% í samræmi við
eignarhlutdeild.
- ekh.
Þarf að
leita frekar
á djúpslóð
segir Unnur
Skúladóttir
flskifræðingur
„Ég er alveg sammála því að ekki
sé nóg að gert í lcit að nýjum
rækjumiðum hér við land, sérstak-
lega á djúprækjuslóð“, sagði Unn-
ur Skúladóttir fiskifræðingur í
samtali í gær.
Unnur sagði að þegar væri vitað
um rækjumið á Berufirði, Reyðar-
firði, Seyðisfirði og Tálknafirði
sem hægt væri að nýta mun betur.
Sum væru alls ekki nýtt.
Á Austurlandi er engin rækju-
verksmiðja og þess vegna sinntu
menn þessum veiðum ekki að
neinu marki, þótt hægt væri að
flytja frysta rækju á vinnslustaði
annars staðar á landinu.
„Það vantar fyrst og fremst meiri
fjárveitingar til rækjuleitar, því
þetta eru dýrar rannsóknir", sagði
Unnur. Djúpslóðina út af Austur-
landi, þyrfti að kanna sérstaklega.
Hitt væri þó ljóst að djúprækjan er
dreifðari en innfjarðarrækjan og
því ekki eins hagkvæm til veiða
vegna olíukostnaðar þrátt fyrir
hærra verð, sem fyrir hana fæst.
Ekki er búið að ákveða endan-
lega veiðikvóta fyrir komandi inn-
fjarðarveiði sem hefst eftir mán-
aðamótin en Unnur taldi víst að
veiðikvótinn fyrir ísafjarðardjúp
yrði minnkaður frá því í fyrra, en
þá leyfði sjávarútvegsráðherra
meiri veiðar en Hafrannsóknar-
stofnun hafði lagt til. Stofninn í
Öxarfirði er hins vegar á uppleið og
aðrir stofnar hafa haldist í góðu
jafnvægi og því má búast við að
leyfð verði svipuð veiði úr þeim og
undanfarin ár, sagði Unnur.
Rækjuveiðin á síðasta ári var
tæplega 8000 lestir, en það sem af
er þessu ári hafa veiðst tæplega
7000 lestir.
-Ig.