Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Þórarínn dugði ÍR ekki til sigurs Að viðstöddum 83 áhorfendum, (Hemmi Gunn taldi), sigruðuðu Vals- menn ÍR með 21 marki gegn 17 í 1. deild karla í handknattlcik í gærkvöldi. Leikurinn var tilþríf'alítill og fellur væntanlega fljótlega í gleymskunnar dá en stigin eru dýrmæt og Valsmenn þurftu lengi vel að hafa talsvert fyrir hlutunum gegn bitlitlu liði ÍR, sem þó skartaði gömlu kempunni Þórarni Tyrfingssyni. Það var jafnt á öllum tölum upp að 7-7 en þá tóku Valsmenn við sér og leiddu 10-8 í leikhléi. Þeir náðu fimm marka forskoti fljótlega í síðari hálfleik og eftir það var einungis formsatriði að ljúka leiknum. Varnarleikur beggja var með ágætum en sóknarleikurinn ekki glæsi- legur. Þó lífgaði Júlíus Jónasson verulega upp á sóknina hjá Val. Lítil ógnun er í sókninni hjá ÍR en vörnin er ágæt og Júlíus Guðjónsson varði vel í markinu, meðal annars þrjú vítaköst. Theódór Guðfinnsson 5, Júlíus, Jón Pétursson og Brynjar Harðarson voru markahæstir hjá Val en Guðjón Marteinsson og Björn Björnsson 4 hvor og Sighvatur Bjarnason 3 hjá IR S Unglingar til Irlands íslenska unglingalandsliðið í körfuknattlcik fer til íslands síðar í þessum mánuði, nánar tiltekið dagana 21.-25 október, og leikur þar þrjá landsleiki við jafnaldra sína, 17-18 ára. í liðinu eru eftirtaldir piltar: Kristinn Kristinsson, Eyþór Þ. Árnason. Jóhann Bjarnason, Ólafur Guðmundsson, Páll Kolbeinsson, Þorkell Andrésson, Lárus Thorlasíus, Björn Ottó Steffensen, Jóhannes Kristbjörnsson, Mattías Einarsson, Tómas Holton, Einar Ólafsson, Björn Zoéga, Matthías Matthíasson og Birgir Mikaelsson. Tveir þeir síðarnefndu eru að vísu í Bandaríkjunum við nám og fara tæplega til írlands. Aðalþjálfari piltanna er Einar Bolla- son en aðstoðarþjálfarar Jón Sigurðsson og Torfi Magnússon vs Biðja stjórnvöld að stöðva skrílsháttinn „Stór hluti ágóðans af knattspyrnugetraununum rennur til ríkisins og stjórnvöld gætu notað eitthvað af honum til að berjast gegn skrílslátum á knattspyrnuleikjum, þetta er vandamál allrar þjóðarinnar”, segir Ted Croker, ritari enska knattspyrnusambandsins. Ólæti og skrílsháttur hafa löngum verið fylgifiskar breskra knattpyrnuá- hugamanna og oft hafa félagslið og landslið lent í vandræðum þeirra vegna. Nú síðast voru 100 Englendingar handteknir í Kaupmannahöfn eftir leik Dana og Englendinga í Evrópukeppni landsliða og enska knattspyrnusambandinu þykir orðið nóg um. Það hefur snúið sér til stjórnvalda í leit að aðstoð en hingað til hafa þau litla viðleitni sýnt til lausnar vandans. Nú er nóg komið, segir Ted Croker, það er kominn tími til aðgerða. _vs Handknattleikur á íslandi: Ungllngastarfið án heildarmarkmiðs Unglingaþjálfun á íslandi er mjög misjöfn. Hjá sumum fé- lögum hefur verið unnið gott starf, en yfirleitt er það illa skipu- lagt og án heildarmarkmiðs. Oft veljast til starfa menn sem ekki hafa þekkingu né tíma til þess að geta þjálfað. Eitt aðalvandamálið í unglingaþjálfun er það, að of fljótt cr krafist árangurs, og þjálf- unar og lið dæmd eftir því hvort titill vinnst, en ekki eftir því hvort leikmenn kunna grunnatriði rétt. Oft ná lið góðum árangri án þess að kunna mikið, vegna líkam- legra yfirburða Hvað er til ráða? Leggja þar meiri vinnu í yngir flokkana. Fá hæfari þjálf- ara fyrir yngri aldurs f lokkana því lengi býr að fyrstu gerö. Æskilegt er að hvert félag komi sér upp áætlun, og fái einhvern til þess að fylgja henni eftir, til dæmis meistaraflokksþjálfara. HSI gæti hér komið til hjálpar með því að staðla áætlun, þar sem gerð væru drög að hvaö kenna ætti í hverjum flokki., Þetta myndi skapa meiri festu og minni hætta yrði á því að grunnkennslan yrði út undan. Það væri mjög æskilegur þáttur í framtíðarupp- byggingu landsliða að hafa sumarbúðir fyrir bestu leik- menn í hverjum aldursflokki, t.d. þrír frá hverju félagi. Það kæmi einnig félögum til góða. HSÍ þarf einnig að nýta betur sumartímann til uppbyggingar yngri landsliöanna. Til dæmis ér Noröurlandamót unglinga í nóvember og enn hefur landsliðshópur ekki verið valinn, þegar þetta er skrifað. Þorsteinn Jóhannes- son skrifar um unglinga- mál í íslenskum handknattleik íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Mich Channon, fyrrum leikmaður með enska landsliðinu í knatt- spyrnu, er hættur að leika með 2. deildarliði Newcastle eftir tæplega mánaðardvöl hjá félaginu. í stað- inn hefur Newcastle fengið annan kunnan kappa og landsliðsmanna, Terry McDermott, frá Liverpool en Liverpool keypti hann einmitt frá Newcastle á sínum tíma.~ VS. Staðan: Staðan í 1. deild karla í hand- knattleik eftir leik ÍR og Vals í gær- kvöldi: KR..............2 2 0 0 46-29 4 FH..............3 2 0 1 72-58 4 Valur...........2 2 0 0 42-33 4 Víkingur...... 3 2 0 1 60-60 4 Þróttur.........3 2 0 1 58-59 4 Stjarnan...... 3 0 0 3 56-69 0 Fram............2 0 0 2 33-46 0 |R..............2 0 0 2 31-44 KR og Víkingur leika í kvöld kl 20, Valur og Þróttur á morgun kl 15, Fram og FH á sunnudag kl. 14, ÍR og Stjarnan á sunnudagskvöld kl. 20 og KR og Valur á mánudags- kvöldiðkl. 20. Allirleikirfara fram í Laugardalshöll. Erfltt hjá Alkmaar Hollenska liðið AZ 67 Alkmaar lenti í vandræðum með Limerick frá írlandi í UEFA-bikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikið var í Alkmaar og sigraði heimaliðið 1-0 með marki landsliðsmannsins Chris Jonker í síðari hálfleik. Fyrri leiknum á frlandi lauk 1-1 og AZ 67 komst því naumlega áfram. Þá sigraði Porto frá Portúgal Utrecht frá Flollandi 2-0 og komast Portú- galirnir áfram samanlagt 3-0. VS. Vandræði í Kólombhi Háværar raddir eru nú uppi í Kólombíu um að landiö hætti við að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 1986 og sæki frek- ar um hana 1994. Gífurlegt átak þarf til að koma hlutunum þar í lag en alþjóða knattspyrnusam- bandið, FIFA, hefur sett sem skil- yrði að járnbrautarkerfi milli -þeirra tólf borga sem leikið yrði í verði stórlega endurbætt, svo og að allir vellir uppfylli kröfur um áhorf- endarými. Sem stendur eru aðeins þrír vellir af tólf reiðubúnir fyrir heimsmeistarakeppnina. Fari hún ekki fram í Kólombíu taka Brasi- líumenn við henni. vs VALUR Valsmenn verða í vetur með op- ið hús á laugardögum frá 10.30 til 13.00, þar sem menn geta keypt getraunaseðla og skilað af sér. Boðið verður uppá kaffi og sýndir leikir úr þýska boltanum og frá ís- landsmótinu í sumar á videó. Old Boys hafa æfingatíma í íþróttahús- inu frá kl. 9.00 til 10.30 og þangað eru allir velkomnir. Skorað er á alla Valsmenn að sameinast í átaki til að auka sölu getraunaseðla á vegum félagsins. Of stórt tap Fram í Dublln Allt hrundi í lokin og Shamrock sigraði 4:0 „Þetta var óþarflega stórt tap hjá strákunum. Framliðið lék vel lengst af en írarnir skoruðu þrívegis á síðustu átta mínútunum og botninn datt úr leik liðsins á þeim tíma. Guðmundur Torfason skoraði gott mark eftir 10 mínútur sem illa staðsettur línuvörður dæmdi af, taldi að Árni Arnþórsson hefði misst knöttinn út fyri hliðarlínu áður en hann sendi á Guðmund”, sagði Ólafur Orrason hjá knattspyrnudeild Fram þegar Þjóðviljinn ræddi við hann símleiðis eftir að Fram hafði tapað 4-0 fyrir írska liðinu Sham- rock Rovers í Evrópukeppni bikarhafa í Dublin í gærkvöldi. Framarar réðu gangi leiksins fyrsta korterið en síðan komu frarnir meira inn í myndina og nokkuð jafnræði var með liðunum. Gary O'Carr- oll skoraði á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og á síðustu átta mínútunum bættu þeir Liam Buckley. Jim Beglin ogTommy Gaynor þremur mörkum við. Fram er því úr leik í Evrópukeppni bikarhafa, tapaði samanlagt 7-0 fyrir írunum. Marteinn Geirsson var besti maður Fram og yfirburðamaður á vellinum að sögn Ólafs. Þeir Guðmundur Baldursson og Halldór Arason léku með að nýju eftir meiðslin og stóðu sig ágætlega, svo og Sverrir Einarsson. Framliðið heldur nú úr Evrópukeppni beint í slaginn í 2. deild næsta sumar og er ekki ástæða til að ætla að það dvelji lengurþar en nauðsynlegt er. - VS íslandsmótið í körfuknattleik: Stóríeikur strax í fyrstu umferð Körfuboltinn er að byrja. Um helgina fer fram fyrsta umferðin í úrvalsdeildinni og strax eru at- hyglisverðir leikir á dagskrá. I kvöld leika nýliðar IBK sinn fyrsta úrvalsdcildarlcik, án efa fyrir fullu húsi í Keflavík, gegn KR kl. 20. Efstu liðin frá því í fyrra, Fram og íslandsmeistarar Njarðvíkur lcika í Hagaskólanum á morgun, laugadag, kl. 14. og á sama tíma og sama stað leika Valur og ÍR á sunnu- dag. Fyrsti leikur 1. deildar verður á morgun f Njarð- vík en þá mætast Grindavík og Haukar kl. 14. Auk þeirra leika ÍS, Skállagrímur og Þör Akureyri í 1. deild. Þar er leikin fjórföld umferð. í 1. deild kvenna leika einnig fimm lið fjórfalda umferð. Þau eru ÍR, ÍS, Njarðvík, Haukar og Kr. Keppni þar hefst um aðra helgi. Fjórtán lið leika í 2. deild karla og er þeim skipt í fjóra liði. Esja, Breiðablik, Léttir og Reynir Sand- gerði leika í Á-riðli, Akranes, Tindastóll og Lauga- dælir í B-riðli, Bræður, Vík, HK og KFÍ í C-riöli og ÍME Egilstöðum, SE Eiðaþinghá og Sindri Horna- firði í D-riðli vs Fær Thorpe verðlaun- in eftir 70 ára bið? Forystumenn í bandarískum íþróttamálum berjast nú fyrir því að ætt- ingjar Jim Thorpe, stjörnu Ólympíuleikanna í Stokkhólmi 1912, verði afhent verðlaun hans frá þeim leikum á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Thorpe var sviftur verðlaunum sínum sjö mánuðum eftir Stokk- hómsleikana þar sem upp komst aö liann hafði þegið greiðslur, sem voru víst sáralitlar, fyrir keppni í „baseball" scm á íslensku útleggst víst horna- bolti. Til þessa hefur alþjóðlega ólympíunefndin neitað öllum slíkum beiðnum en þeir bandarísku eru samt vongóðir um að nú taksist þeini að hafa sitt fram. -vs Sveinn Egilsson efst- ur í firmakeppni GR Urslit í firmakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur fóru fram laugardag- inn 25. september. Alls tóku 224 fyriríæki þátt í keppninni en tólf komust í úrslit. Þar voru leiknar 18 holur án forgjafar og sigraði Sveinn Egilsson h.f., keppandi Sigurður Hafsteinsson, á 73 höggurn. Lög- fræðiskrifstofa Magnúsar Þórðar- sonar, keppandi Ragnar Ólafsson varð í örðu sæti á 74 höggum og Heildverslun S. Guðjónssonar h.f. keppandi Sigurður Pétursson, í þriðja sæti á 75 höggum. Daginn eftir var háður Haust- leikur unglinga módel 1965 og yng- ri. Leikfyrirkomulag var „Four- some“ þar sem tveir leika saman með einn bolta og slá annað hvert högg. í efsta sæti urðu Helgi Eirísksson og Heimir Þorsteinsson á 67 höggum, Böðvar Bergsson og Sigtryggur Hilmarsson aðrir á 68 höggum og Heiðar Gunnlaugsson og Sigurhans Vignir þriðju á 69 höggum. Um Nýiiðabikarinn léku til úrs- lita þeir Rósmundur Jónsson og. Yuzuru Ogino og vann Rósmund- ur, en þeir þurftu að leika 36 holur til að fá fram úrslit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.