Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. október 1982
Það cr ekki að sjá að krakkarnir í „Litla sótaranum" séu neinir
viðvaningar á óperusviðinu. Mynd: - gel
Litli sótarinn
Fjórða verkefni íslensku óper-
unnar er „Búum til óperu“ og vcrð-
ur frumsýningin í Gamla bíói
laugardaginn 2. okt. kl. 17
„Búum til óperu“ er söngleikur í
tveimur þáttum, eftir þá Benjamín
Britten og Eric Crozier. Fyrri þátt-
ur leiksins lýsir þvf uppátæki vina-
hóps barna og fullorðinna að koma
saman óperu og öllu, sem til þess
þarf að setj a hana á svið. Efni óper-
unnar er einföld saga, sem sótt er í
tvö kvæði enska skáldsins Williams
Blake, um lítinn sótarastrák. í síð-
asta þætti söngleiksins er óperan
síðan flutt og heitir hún „Litli sót-
arinn“. Þeir, sem koma fram í sýn-
ingunni, einsöngvarar, kórfólk og
leikarar eru: Elísabet Erlingsdótt-
ir, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Ás-
rún Davíðsdóttir, John Speigth.
Stefán Guðmundsson, Sólveig
Arnarsdóttir, Guðný Helgadóttir,
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir,
Þorbjörn Rúnarsson, Halldór Örn
Ólafsson, Hrafnhildur Björnsdótt-
ir, Gísli Guðmundsson, Elísabet
Waage, Signý Sæmundsdóttir,
Marta Halldórsdóttir, Sigurður
Bragason, Árni Sighvatsson,
Gunnar Freyr Árnason, Steinunn
Þórhallsdóttir, Ragnheiður Þór-
hallsdóttir, Ólafur Rúnarsson,
Arnar Kristjánsson og Guðbjörg
Ingólfsdóttir. I kórnum er ætlast til
að áhorfendur syngi vegna mann-
fæðar á sviðinu. Eitt af því, sefn
fram fer í fyrra þætti, er að hljóm-
sveitarstjórinn kynnir áhorfendum
kórsöngvana, sem á þarf að halda í
óperunni.
Verk
Dieters
Roth í
Nýlis
safnin
Tómas Guðmundsson skáld hef-
ur þýtt „Litla sótarann“ á íslensku,
en fyrri þátt leiksins hefur Þórhild-
ur Þorleifsdóttir staðfært til þess að
hann hæfi íslenskum aðstæðum.
Flún er jafnframt leikstjóri
sýningarinnar. Sviðsmynd er eftir
Jón Þórisson., en hljómsveitarstjóri
er Jón Stefánsson. Æfingar byrj-
uðu í vor, en lágu niðri í sumar og
hófust á ný 1. sept.
Benjamín Britten, sem lést árið
1976, var í hópi kunnustu tón-
skálda 20. aldar. Hann er einn um
það meðal tónskálda á síðustu ára-
tugum, að hafa samið fjölmargar
óperur, sem sýndar hafa verið og
náð vinsældum víða um heim.
Meðal hugðarefna Brittens var að
stuðla að síauknum óperuflutningi
og sem víðast og í því skyni samdi
hann óperur, sem flytja mætti við
hinar fjölbreytilegustu aðstæður,
t.a.m. í kirkjum. í sama skyni
samdi hann einnig óperur handa
börnum, og er söngleikurinn „Bú-
um til óperu“ lang-kunnast þeirra
verka. Hann var fyrst sviðsettur
1949 óg hefur síðan verið fluttur
um allan heim við bestu undirtekt-
ir. Söngleikurinn hefur verið flutt-
ur í Ríkisútvarpinu, en er nú svið-
settur í fyrsta sinn á íslandi.
„Búum til óperu“ er fjölskyldu-
skemmtun öllu öðru fremur, enda
lýsir leikurinn því hvernig börn og
fullorðnir geta tekið höndum
saman um að skemmta sjálfum sér
og öðrum.
-mhg
Sýning á listaverkum eftir Dieter Roth
verður opnuð í Nýlistasafninu við Vatnsstíg
föstudaginn 1. október og verður hún opin til
17. október. Hér eru um að ræða grafík-
myndir, bókverk, skáldverk, teikningar,
póstkort, plaköt og margt fleira, en Dieter
Roth hcfur undanfarið safnað saman verkum
sínum héðan og þaðan úr heiminum og gefur
hann safninu þau á sýninguna. Þá eru á sýn-
ingunni um 50 listaverk sem Ragnar Kjart-
ansson gaf Nýlistasafninu árið 1978, og cru
flest þcirra aðeins til í einu eða tvcimur ein-
tökum.
Hér er ekki um sölusýningu að ræða, en
hægt er að panta ýmis verk Dieters Roth eftir
skrám sem þarna verða, sagði Niels Hafstein,
hjá Nýlistasafninu, þar sem hann var aö
ganga frá sýningunni.
Dieter Roth, sem nú er búsettur í Sviss,
hefur um langt árabil verið í fremstu röð
framsækinna listamanna og hefur haldið sýn-
ingar nánast um allan heim.
Innan skamms taka þau Guðjón B. Ketils-
son, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Sigríð-
ur Guðjónsdóttir við rekstri Gallerísins hjá
Nýlistásafnínu, og sýna þau Guðjón og Guð-
rún Hrönn verk sín í október.
Mikil aðsókn er að þessu húsnæði, og má
Niels Hafstein raðar verkum Dieters á sýning-
unni. Ljósm.-eik
segja að það sé bókað meira og minna allt
næsta ár. Meðal þeirra sem sýna á næstunni
er danski múrarinn og ljóðskáldið Jörgen
Bruun Hansen, sern margir fslendingar
kannast við.
- þs
Rúna barnfóstra (Elísabet Erlingsdóttir) og
Litli sótarinn (Gísli Guðmundsson). Mynd:
-gel
Sinf óníuhlj óm-
sveit Islands
berst höfð-
ingleg gjöf
Sinfóníuhljómsveit íslands hefur
borist höfðingleg gjöf úr dánarbúi
hjónanna Páls Hallbjörnssonar og
Sólveigar Jóhannsdóttur, Leifsgötu
32, Reykjavík.
í arfleiðsluskrá er þess sérstak-
lega getið að gjöfin sé þakklætis-
vottur fyrir störf hljómsveitar-
innar, sem þau mátu mikils og
virtu. Ennfremur er þess óskað, að
framangreind gjöf renni til eflingar
tónlistarflutnings Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands út um land.
Stjórn Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands vill koma á framfæri ínnilegu
þakklæti fyrir þessa gjöf og þá vel-
vild og hlýhug, sem henni fylgir.
-mhg
íbúðalán tfl
bænda miðfst
víð 7 manna
fjölskyldu
Það liggur í augum uppi að ekki
eru möguleikar á því í sveitum að
skipta um húsnæði þó að breyting-
ar verði á stærð fjölskyuldunnar,
svo sem unnt er að gera í þéttbýl-
inu. Er eðlilegt að til þessa aðstöðu-
munar sé litið við lánveitingar til
íbúðarhúsbygginga og fyrir því var
samþykkt svolátandi ályktun á síð-
asta aðalfundi Stéttarsambands
bænda:
Fundurinn „leggur áherslu á að
tekið verði tillit til sérþarfa á bú-
jörðum varðandi stærð íbúðar-
húsnæðis og einnig þess, að ekki er
fyrir hendi í sveitum möguleiki á að
skipta um húsnæði eftir fjölskyldu-
stærð svo sem í þéttbýlinu.
Fundurinn beinir því til stjórnar
Húsnæðisstofnunar ríkisins að lán
til fbúðarhúsa í sveitum miðist jafn-
an við 7 manna fjölskyldu og verði
þannig staðið við fyrirheit, sem
gefið' var varðandi þessi mál við
yfirtöku húsnæðislána til
Húsnæðisstofnunar 1978“.
-mhg
Emma fnim-
sýnd í kvöld
í kvöld verður frumsýnd í Regn-
boganum franska kvikmyndin
„Madamc Emma“ í leikstjórn
Francic Girod. Það er menningar-
deild franska sendiráðsins sem haft
hefur miiligöngu um að fá kvik-
myndina hingað til lands, en í titil-
hlutverkinu er hin nýlátna leik-
kona, Romy Schneider.
Myndin byggir á sönnum viðburð-
um um hugrakka fjármálakonu
sem varð hálfgerð þjóðsaga í París
á þriðja tug aldarinnar. Hún var af
fátækum komin, ómenntuð en
hafði frábærar gáfur, sérstaklega
varðandi kaupsýslu. Hún einsetti
sér að reyna að hjálpa hinum efna-
minni gegn voldugu bankaveldinu
og tókst það að nokkru leyti - en
ekki átakalaust.