Þjóðviljinn - 12.10.1982, Side 8

Þjóðviljinn - 12.10.1982, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. október 1982 Hinsíöbúnasýning Nýlistasafnsinsáverkum Dieter Roth markar viss tímamót. Hún er verðug viðleitni þeirra sem að safninu standa, til að kynna nokkra þætti listar þessa merkilega og yfirgriþsmiklalistamanns. Það dylst nefnilega allt of mörgum hvílík áhrif þessi svissneski listamaður hefur haft á íslenska nútímalist, ekki einungis með verkum sínum heldur með nærveru eigin þersónu, skoðunum og afstöðu. Sýninginstendurtil 17. þessa mánaðar og er oþin frá kl. 4-10 daglega, en 2-10 um helgar. Megin uppistaðan eru -grafík-verk og bækur, en einnig eru teikningar, „hlutir”, plaköt, póstkört og hljóðplötur til sýnis ásamt myndböndum. Halldór B.Runólfsson skrifar um_______ myndlist Gjafir Árið 1978 gaf Ragnar Kjartans- son myndhöggvari Nýlistasafninu um 50 listaverk eftir Dieter Roth. Þessi verk voru flest árituð með kveðju frá listamanninum, en þeir Ragnar og Dieter höfðu með sér náin tengsl á meðan Diéter var bú- settur hér á landi og héldust þau eftir að hann fluttist héðan. Hófst þessi rausnarskapurárið 1960, þeg- ar Dieter vann á leirkeraverkstæði Ragnars. Þá skiptust þeir á verkum og síðan hefur Ragnar fengið send- ingar af grafíkútgáfum og bókum alls konar sem birst hafa eftir þenn- an gjafmilda listamann. Þegar Dieter Roth frétti af fyrir- hugaðri sýningu Nýlistasafnsins á gjöf Ragnars, ákvað hann að draga saman fleiri verk til að gefa safn- inu. Þannig gaf hann hátt á fjórða hundrað titla til viðbótar, þ.a. eru 70 grafíkntyndir, hátt í hundrað bækur,o.fl. sem of langt rrtál yrði upp að telja. Það má því segja að auk þeirra áhrifa sem Dieter Roth hefur haft á yngri kynslóðir íslenskra lista- manna, hafi hann miðlað þeim af verkum sínum, örlæti og áhuga þess manns sem ber hag íslenskrar 1974/75. myndlistar fyrir brjósti. Þessi áhugi hans á viðgangi lista hér á landi hefur því miður verið í öfugu hlut- falli við áhuga okkar á verkum hans. Ef frá er talinn hópur örfárra manna, þekkir enginn til Dieters né hins óeigingjarna starfs hans hér. Tengsl við Island Dieter Roth er fæddur í Hanno- ver árið 1930, af þýskri móður og svissneskum föður. Eftir barna-f skólagöngu í Þýskalandi og fyrstu sporin á braut myndlistar, var Di- eter sendúr til Sviss árið 1943. Þar gekk hann í gagnfræðaskóla í borg- inni Zúrich og hélt áfram myndlist- arnámi, óhultur fyrir þeim ósköpum sem dundu yfir heima- landið. Frá þessu ári eru pastel- og blýantsteikningar og fyrstu Ijóðin. Eftir stríðið fluttu foreldrar Di- eters Roth til Sviss og settist fjöl skyldan að í bænum Herisau rétt hjá St. Gallen, þar sem Dieter hélt áfram skólanámi. Frá . 1947-51 stundaði hann nám í grafískri hönnun í Bern. Jafnframt lærði hann öll undirstöðuatriði grafík- listar, s.s. ætingu, steinþrykk, dúk- og tréskurð. Á þessum árum kemst hann í kynni við aðra listamenn, tekur þátt í útgáfu tímaritsins „Spirale” og lukkast með miklu stappi að koma sér undan herþjón- ustu. Er líða tekur á 6. áratuginn styrkir Dieter stöðu sína sem sjálf- stæður og skapandi listamaður. Hann gerir tilraunir á aðskiljanleg- ustu sviðum myndlistar og prent- listar. starfar með mönnum sem líkt og hann sjálfur áttu eftir að brjóta blað í listasögu nútímans. Auk þess gerir hann sína fyrstu kvikmynd, stofnar gallerí ásamt Bókasafn er upplýsinga- og menningarmiðill þeir sem eiga færri bækur fá.hlut- Notkun almenningsbóka- safna í Danmörku hefur stór- aukist á undanförnum ára- tugum eða úr 25% í 50.5% meðal fullorðinna á árunum frá 1955 til 1979, sagði Kristian Lindbo-Larsen, bókafulltrúi danska ríkisins, í viðtali við Þjóðviljann, en hann er nú hér á landi í boði Menntamálaráðu- neytisins. — Jafnframt nota 90% barna bókasöfnin að staðaldri þannig að búast má við aukinni aðsókn full- orðinna í framtíðinni. I samtalinu kom einnig í ljós að starfsemi danskra almennings- bókasafna hefur verið útvíkkuö á undanförnum árum, og tekur nú ekki bara til bókaútlána, heldur miðla þau einnig tónlist, myndlist og kvikmyndum og nú eru fyrstu tilraunirnar að hefjast með notkun video-myndbanda á bókasöfnum. — Við höfum nú komið á sam- ræmingu í uppsetningu og skipu- lagi allra almenningsbókasafna í landinu og stefnum nú að því að koma vísindabókasöfnunum undir sama skipulagið til þess að nýta betur möguleika okkar og auðvelda upplýsingaöflun og miðl- un, sagði Kristian Lindbo. — Oll útlán í dönskum bóka- söfnum eru ókeypis fyrir neytend- ur, en söfnin eru kostuð af ríkinu. Við höfum nýverið samið nýjar reglur um greiðslur til höfunda fyrir bækur á söfnum ríkisins. og voru þær unnar í samvinnu viö formann rithöfundasambandsins. Áður höfðu þær reglur gilt, að rit- höfundar fengu ákveðna upphæð fyrir hvert bókareintak setfi þeir áttu á söfnunum. Nú hefur hins vegar sú regla verið tekin upp. að fallslega hærri uppliæð á bindi en þeir sem eiga fleiri bækur. í reyndinni verður þetta til þess að jafna nokkuð út tekjum á milli höf- unda, en danska ríkið greiddi á síð- asta ári um 40 miljónir d.kr. til höf unda fyrir útlánsréttinn. Þá hefur sú regla einnig verið tekin upp, að greiða þóknun til þýðenda, því viö teljum það mikilvægt að eiga góöa þýðendur. Þá fá Ijósmyndarar einnig greitt fyrir útíánsréttinn sé um Ijósmyndabækur að ræða. Bókasofrii'n framkvæma talningu á bókum sínum einu sinni á ári til uppgjörs fyrir útlánsréttinn. Tónlist á bókasöfnum — Við erum nú um það bil hálfnaðir með að fullnægja þörf- inni fyrir tónlistarútlán í bókasöfn- unt okkar, sagði Kristian. Tónlistin er bæði lánuð út á kassettum og plötum, og við reiknunt með að ein plata dugi til 40 útlána. Það kostar ríkið álíka rnikið að lána út bók og plötu, en útlán þessi eru ókeypis fyrir neytendur eins og bókaútlán- in. Við höfum þrjá mælikvarða við 'val tónlistar á bókasöfnin, þ.e.a.s. gæði, fjölbreytni og nýjungagildi. Við höfum ekki dans- og skemmtit- ónlist, en alþýðleg tónlist, þjóðlög, jazz og sígild tónlist eru Itöfð á bo- ðstólnum. Það er gífurleg aðsókn í tónlistarsöfnin og' það hefur sýnt sig að þau eru góð aðferö til aö laða ungt fólk inn á bókasöfnin. Útlán á myndlist Mörg almenningsbókasöfn í Danmörku hafa einnig myndlist til útláns, og er þá aðallega um gráfík- verk að ræða, sem viðkomandi safn hefur keypt af listamánninum. Út- lán á grafík er einnig ókeypis. Þeg- ar bókasöfnin gangast fyrir ntynd- listarsýningum greiða þau daggjald í höfundarlaun til listamannsins, og er nú miðað við 2.50 d.kr. á dag á listaverk. Bókasöfnin gangast oft fyrir kvikmyndasýningum, bæði fyrir börn og fullorðna, en kvikmyndir eru hins vegar ekki lánaðar út. Myndbandaútlán á bókasöfnin? Viö erum nú að kanna það hvernig bregðast á við myndbanda- bylgjunni. sem nú ríður yfir. Myndböndin eru þegar orðin mikilvægur upplýsingamiðill fyrir skólana og væntanlega eiga þau eftir að koma inn á bókasöfnin líka. því ntargir leita sér einnig menntunar á bókasöfnunum. IJin hliðin á myndbandamálinu er skemmtanaiðnaðurinn, og því miður verður að viðurkennast að þar er framboðið ekki alltaf í háuni gæðaflokki. Að minnsta kosti ein- kennist framboðið í myndbanda- leigunum í Danmörku mikið af otbeldis- og klámmyndum, Það er ljóst að ríkið þárf aö marka á- kveðnari stefnu í notkun mynd-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.