Þjóðviljinn - 14.10.1982, Síða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1982
Úti um sveitir ganga aliar breytingar hægt.
Hægrisinnar eru fullir heiftar og þeir eiga marga hauka í horni í hernum
Spönsku þingkosningarnar 28. október
Hríkaleg vandamál bíða
nýrrar rOdsstjómar
Því er nú spáð, að þingkosningarnar, sem fram eiga
að fara 28. okt. n.k. muni valda straumhvörfum í
spönsku þjóðlífi, vegna þess að Sósíalistaflokki
Spánar er spáð miklum frama, jaf nvel hreinum
meirihluta á þingi, líkt og gerðist í héraðskosningunum í
Andalúsíu í vor er leið. Þá fékk Sósíalistaflokkurinn
53% atkvæðaog þvíhreinan meirihluta. En
hversvegna er þessi vinstri sveifla svo mikil á Spáni nú
og hvaða afleiðingar mun uppreisnartilraun hersins
sem kæfð var í fæðingu á dögunum, hafa fyrir þá
sveiflu?
FRETTASKÝRING
Margar ástœður
Ástæðurnar fyrir þeirri vinstri
sveiflu sem nú á sér stað á Spáni eru
margar. Ef rætt er við almenning á
Spáni kemur í ljós að fólki þykir
hafa verið illa stjórnað þau 6 ár sem
Miðflokkabandalagið, fyrst undir
forsæti Suares, en síðan Leopoldo
Calvo Sotelo, hefur setið við völd.
Hvorugri ríkisstjórninni hefur tek-
ist að ráða við hinn mikla efna-
hagsvanda sem Spánn á við að etja
og atvinnuleysi hefur vaxið hröð-
um skrefumtog er nú talið vera um
30% á landinu öllu. Ástandið er
misjafnt eftir héruðum, en lang-
verst er það á Suður-Spáni. Opin-
berar tölur segja atvinnuleysi
aðeins 14%, en virtasta dagblað
Spánar „E1 Pais“, segir það vera
fölsun. Og fölsunin fer þannig
fram, að einungis þeir sem missa
atvinnu eru skráðir atvinnulausir.
Ungt fólk sem kemur fullnuma úr
skólum landsins, en fær ekki
atvinnu fær sig ekki skráð atvinnú-
laust. Heimavinnandi húsmæður,
sem vilja fá vinnu utan heimilis, en
fá hana ekki, eru heldur ekki
Fóstrur
Viljum ráöa hressa fóstru frá 1. nóv. á skóla-
dagheimilið Langholt.
Upplýsingar í síma 31105.
Forstöðumaður
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Droplaugarstaðir
Heimili aldraöra Snorrabraut
58.
Eftirtalið starfsfólk óskast:
Hjúkrunarfræðingar á næturvaktir,
Sjúkraliðar á morgun og kvöldvaktir,
Sjúkraþjálfi í hlutastarf.
Nánari uplýsingar í síma 25811.
skráðar atvinnulausar. Þannig er
hægt að koma tölunni niður í 14%,
segir „E1 Pais“.
Þá er einnig ljóst að þær félags-
legu umbætur sem lofað var þegar
lýðræðí var endurvakið á Spáni
1977, hafa ekki nema að litlu Íeyti
náð fram að ganga. Foringi Sósíal-
ista, Filipe Gonzalez, hefur á
undanförnum árum bent á ýmsar
leiðir til úrbóta á þessum sviðum
báðum og svo virðist, sem fólk hafi
ákveðið að gefa honum tækifæri til
að sanna kenningar sínar, allavega
benda úrslit héraðskosninganna í
Andalúsíu s.l. vor,svoogþærskoð-
anakannanir sem fram hafa farið í
landinu að undanförnu, til þess.
Félagslegar
úrbœtur
Miðað við þau félagslegu rétt-
indi sem fólk í flestum löndum V-
Evrópu býr við, er langt í land að
spánverjar nái þeim. Atvinnuleys-
isbætur eru ekki nema rétt vísir að
því sem þekkist víðast hvar annars
staðar í V>-Evrópu. Maður sem
unnið hefur í 5 ár samfleytt og miss
ir vinnuna á rétt á 18 mánaða
atvinnuleysisbótum, en síðan fær
hann aldrei framar á ævinni bætur.
Sá er unnið hefur í 3 ár og missir
vinnuna fær bætur í 1 ár og sá sem
unnið hefur í eitt ár fær 6 mánaða
bætur. Sem sé 18 mánaða atvinnu-
leysisbætur er það hæsta sem menn
geta komist.
Almannatryggingakerfið er
einnig afar ófullkomið, kannski
rétt meira en vísir að slíku. En þess
ber að geta að allt hefur þetta kom-
ið til, eftir að lýðræði var endur-
reist á Spáni 1977. Eitt er það mál
sem verður mjög brýnt að taka til
gagngerrar endurskoðunar, en það
er skólakerfi landsins. Ríkisskól-
arnir eru svo lélegir, að hver sem
með einhverju móti ræður við að
setja barn sitt í einkaskóla gerir
það. En einkaskólar á Spáni eru
dýrir, og því má segja að það sé
ekki á færi annarra en efnafólks að
mennta börn sín svo viðunandi
megi teljast. Filipe Gonzalez for-
ingi sósíalista hefur heitið því að
leggja höfuðáherslu á að kippa
þessum málum í lag.
Atvinnuleysið
Eins og áður segir telur „E1 Pais“
atvinnuleysið vera nærri 30% í
landinu öllu. Sósíalistar hafa bent á
leiðir til að fjölgaatvinnutækifær-
um um allt að 800 þúsund manns á
einu ári, með því að lækka eftir-
launaaldur og stytta vinnuvikuna.
Þetta segir þó ósköp lítið fyrir þær
milljónir sem atvinnulausar eru, en
Spánverjar eru um 38 milljónir.
Það sem allir eru sammála um er að
þrýsta á þá sem fjármagninu ráða
til að leggja það í atvinnufyrirtæki,
en til þess hafa þeir verið tregir af
ótta við upplausnarástand í landinu
að Franco gengnum. Sagt er að
þegar hann lést hafi miljarðar ef
ekki tugir miljarða peseta verið
fluttir úr landi og Iagðir í banka í
Sviss. Þá binda Spánverjar einnig
miklar vonir við inngöngu í EBE.
Ailt er þó í óvissu um hvort af inn-
göngu Spánar í EBE verður, vegna
harðrar andstöðu Frakka og ítala
gegn því. Þessi lönd óttast enn
frekari samkeppni í vínsölu og ekki
síður sölu landbúnaðarafurða, en
Spánn er eitt af stærstu landbúnað-
arlöndum Evrópu, jafnframt því
að vera eitt af mestu vínfram-
leiðslulöndum álfunnar. Það eru
því ljón á veginum varðandi inn-
göngu Spánverja í bandalagið.
Fáist ekki fjármagn til þess að
reisa atvinnufyrirtæki er lítil von til
þess að hið hrikalega atvinnuleysi á
Spáni hverfi. Afleiðingar aukins
atvinnuleysis hafa verið auknir
glæpir, einkum innbrot og rán.
Þegar komið er að þeim punkti að
fjölskyldan sveltur, þá grípur fólk
til örþrifaráða, jafnvel óyndisúr-
ræða; slíkt er alþekkt.
Herinn
Og þá er komið að spurningunni
um hvað herinn gerir, komist Sósí-
alistar til valda. Herforingjar hafa
að vísu nýverið lýst því yfir að þeir
Gonzales foringi sósíalista: Flokkur
hans er líklegur til að vinna góðan
sigur
muni virða úrslit þingkosninganna,
hver sem þau verða. En loforðum
þeirra er vafasamt að treysta. Það
sýna tvær byltingatilraunir þeirra,
á innan við tveimur árum glöggt.
Enn eru Franco-sinnar í flestum
lykilstöðum í hernum og má vissu-
lega ásaka þær ríkisstjórnir sem
setið hafa síðan 1977, fyrir eð hafa
ekki skipt þar um menn. En sann-
leikurinn er sá, að bæði Suares og
Calvo Sotelo, stóðu báðir mjög
nærri Franco meðan hann lifði og
hafa því báðir veigrað sér við að
breyta til í æðstu stjórn hersins,
enda líka kannski óttast að slíkt
gæti orðið til þess að herinn gripi til
vopna. En ljóst er að lýðræði á
Spáni stendur afar veikum fótum,
og varlega skulu menn treysta
yfirlýsingum herforingjanna um að
þeir ætli að virða kosningaúrslitin.
Það gæti svo sannarlega dregið til
tíðinda þar suður frá að loknum
þingkosningum 28. október n.k.
-S.dór.
sll FÉLAGSMÁLASTOFNUN reykjavíkurborgar
Vonarstræti 4 - Sími 25500
Laus staða
Staöa fulltrúa í heimilishjálp er laus til um-
sóknar. Verksvið: umsjón meö launa-
greiðslum og almenn skrifstofustörf. Reynsla
í skrifstofustörfum nauðsynleg.
Umsóknarfrestur er til 25. okt. n.k. og liggja
umsóknareyðublöð frammi á skrifstofunni.
Upplýsingar um stöðuna veitir skrifstofustjóri
daglega fyrir hádegi.