Þjóðviljinn - 14.10.1982, Side 12

Þjóðviljinn - 14.10.1982, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1982 ALÞVÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Garöar Sigurösson alþingismaður veróur meö viö- talstíma aö Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardag 16. okt- óber kl. 14.0». Stjórnin. Garðar. Alþýðubandalagið í Reykjavík - Fundaröð um efnahagsmál VALKOSTIR í EFNAHAGSMÁHJM - TILLÖGUR ALÞÝÐUBANDALAtiSINS er yfirskrift þriöja fundarins í fundaröö Alþýðubandalagsins í Reykjavík um efnahagsmál, sem haldinn verður í kvöld, fimmtudag, kl. 20:30 í Sóknarsalnum að Freyjugötu 27. Frummælendur: Ragnar Arnalds og Björn Arnórs- son. Félagar og stuðningsmenn, fjölmennið. Stjórn ABR Ragnar Björn Hverjir ætla norður? Fyrirhugaö er aö efna til hópferöar frá Reýkjavík til Akureyrar á ráö- stefnu ABA 30.-31. október. beir Alþýöubandalagsmenn á Reykjavíkur- svæöinu sem hyggjast taka þátt í ráðstefnunni á Akureyri eru beönir aö liafa samband viö skrifstofu ABR sem allra fyrst. síminn er 17500, - ABR. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Alþýöubandalag Selfossog nágrennis heldur félagsfund aö Kirk juvegi 7 laugardaginn 16. október kl. 16.00. Fundarefni: Kosning fuiltrúa á flokksráösfund. Efnahags- og utanríkismál. Framsögu hafa þeir: Ragnar Arnason og Pétur Reimarsson. Félagar fjölmenniö. Orðsending til styrktarmanna Alþýöubandalagiö hvetur styrktarmenii flokksins til aö greiöa útsenda gíróseöla hið allra fyrsta. — Alþýðubandalagið. Þessir hlutu vcrðlaun hjá Skýrslutæknifélaginu. F.v.: Sigurjón Pétursson varaformaður félagsins en hann veitti verðlaun, Hannes R. Jónsson Háskóla íslands, Bjarki Karlsson Verslunarskóla íslands, Hjörleifur Kristinsson Iðnskólanum í Reykjavík, Bjarni Kristjánsson Menntaskólanum við Sund, Sveinn Baldursson Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Friðrik Skúlason Menntaskólanum við Hamrahlíö, Vilhjálmur Þorsteins- son Tölvuskólanum og Jón Þór Þórhallsson formaður Skýrslutæknifélags íslands. A myndina vantar Ólaf Jóhann Ólafsson Menntaskólanum í Reykjavík sem ekki gat verið viðstaddur afhendingu verðlaunanna. Sýndu frábæran árangur á sviði tölvufræða: Hlutu viðurkenningu Skýrslutæknifélagsins Fyrir stuttu veitti Skýrslutækni- félag Islands nokkrum skólanem- endum viöurkenningu fyrir aö hafa náð frábærum árangri á sviði tölvu- fræöa, gagnavinnslu og skyldra greina. Þaö var Jón Þ. Þórhallsson for- maður félagsins sem veitti nem- endunum átta viðurkenninguna sem er í formi skjals og valinnar bókar um tölvufræðiefni. Voru nemendurnir tilnefndir af skóla- stjórum þeirra skóla sem hafa tölvu- og gagnavinnslugreinar á kennsluskrá sinni. Nemendurnir eru: Bjarki Karlsson, Verslunarskóla íslands, Bjarni Kristjánsson, Menntaskólanum við Sund, Frið- rik Skúlason, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Hannes Rúnar Jóns- son, Háskóla íslands, Hjörleifur Kristinsson, Iðnskólanum í Reykjavík. Ólafur Jóhann Ólafs- son, Menntaskólanum í Reykja- vík, Sveinn Baldursson, Fjöl- brautaskólanum Breiöholti og Vil- hjálmur Þorsteinsson, Tölvuskól- anum. Tilgangur Skýrslutæknifélags- ins, með því að veita þessar viður- kenningar, er m.a. sá aö vekja at- hygli nemenda, skólayfirvalcla og annarra á þessurn námsgreinum, sem stutt er síðan aö fóru aö sjást á kennsluskrám íslenskra skóla. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar í Hreyfils- húsinu við Grensásveg miðvikudaginn 20. október kl. 20:30. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. -Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík - Baknefndir B orgarmálaráðs Baknefndir Borgarmálaráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafa nú allirhafiðstörf. Ibaknefndumsitjaaðal-ogvarafulltrúar ABRínefndum og ráðum borgarinnar og þeir flokksmenn sem óska eftir að taka þátt í starfi nefndanna. f vetur munu eftirtaldar nefndir starfa: 1. Baknefnd félags-, heilbrigðis- og menningarmála. 2. Baknefnd fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmála. 3. Baknefnd umhverfis-, umferðar- og skipulagsmála. 4. Baknefnd framkvæmda- og atvinnumála. Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur flokksmenn til að taka virkan þátt í starfi baknefnda. Skráið ykkur strax í þá baknefnd sem þið viljið starfa í. Síminn á skrifstofu ABR er 17500. Baknefndir Borgarmálaráðs eru opnar öllum félagsmönnum. Skráið ykkur til þátttöku. Síminn er 17500. Stjórn ABR. Alþýðubandalagið í Reykjavík - opið hús Alþýðubandalagið efnir til opins hús í Sóknarsalnum við Freyjugötu þriðjudaginn 26. ok'tóber. I. deild ABR t) mroskahjálp Landssamtökin Þroskahjálp halda ráðstefnu 16. október n.k. að Hótel Heklu í Reykjavík og hefst hún kl. 10. f.h. Fjallað verður um: Framtíðarhlutverk sólar- hringsstofnana. Ráðstefnan er öllum opin. Sauðfjárfækkunin Svör að berast Til þessa að hamla gegn offram- leiðslu á sauðfjárafurðum hefur verið talað um að fækka fullorðnu fé á landinu um 50 þús, nú í haust. Á annað hundrað bændur hafa gef- ið í skyn, við Framleiðsluráð, sím- leiðis, að þeir hefðu hug á að fækka fé sínu. Var þeim öllum sent bréf, þar sem óskað var ákveðinna svara. Ennfremur sauðfjáreigendum í þéttbýli, bændum, sem búa við riðuveiki í fé sínu, bændum í þeim sveitum, þar sem Landgræðslan telur að um ofbeit sé að ræða og þar sem Skógræktin telur gengið á skóglcndi. Arni Jónasson, erindreki Stétt- arsambands bænda, taldi enn of snemmt að fullyrða nokkuð um ár- angur þessara bréfaskrifta, en svör væru að byrja að berast. Vera kynni einnig að ýmsir fækkuðu fé án þess að hafa samráð við Fram- leiðsluráð. -mhg Tannviðgerð- ir og tekju- skattur Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á lögum um tekju og eignskatt- frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur og fleirum. f frumvarpinu felst sú breyting að ef maður hefur haft veruleg útgjöld vegna tann- viðgerða og gjaldþol hans skerðist verulega af þeim sökum sé skatt- stjóra heimilt að lækka tekjuskatt- stofn viðkomandi. -<>g Búnaðar- blaðið Freyr Meðal efnis í nýjasta Frey er þetta: Ritsjórnargrein, þar sem bent er á að hingað til hafi ekki veriö kraf- ist sérstakrar menntunar til að fá aö stunda búskap en Stéttarsamband bænda vinni nú að því að setja regl- ur um starfsréttindi í landþúnaöi. Viðtal er við Halldór Jónsson á Leysingjastöðum þar sem hann segir af sér og búskap sínum. Hólmgeir Björnsson greinir frá helstu tegundunt og stofnum tún- grasa, sem ræktuö eru hér á landi og eiginleikum þeirra. „Stofnanir eða heimili handa illa stöddum börnum", nefnist þriðja grein Björns S. Stefánssoirar um börn, send í sveit. Stefán Aðálsteinsson segir, í máli og myndum, frá fjár- hundinum Rex í Kýrholti í Skaga- firði. Trausti Eyjólfsson, kennari á Hvanneyri, segir frá ferðalagi Hvanneyrarbúfræðinga til Norður- Noregs vorið 1981. Jón Viöar Jón- mundsson birtir skýrslu um hrúta, sent notaðir verða á sæöingar- stöövunuin á þessu ári og upplýs- ingar unt þá. Ottar Geifsson ræðir viö Sigurö H. Richtcr um ormasýk- ingu í nautgripum. Loks er áætlun um girðingakostnað í ágúst 1982. eftir Kristján Bj. Jónsson. Laus staða Staða bifreiðaeftirlitsmanns við Bifreiðaeftir- lit ríkisins á Húsavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík- isins. Umsóknir berist Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bílds- höfða 8, fyrir 28. þ.m. á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem stofnunin lætur í té. Reykjavík, 11. október 1982. Bifreiðaeftirlit ríkisins Blikkiðjan t Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 - mhg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.