Þjóðviljinn - 03.11.1982, Side 2

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. nóvember 1982 Athyglisverð búgrein Borgar- gæsir Tveir aðilar eru með alifugla- búskap á Borgarfirði. Selja þeir vöru sína undir merki Borgargæs- , arinnar. Hér er um að ræða þrjár teg. fugla: Aligæsir, grágæsir og endur. Grágæsaregg fengu þeir ofan af Héraði í vor og unguðu út ívélum. Þetta ervissulega athygi- isverð ný búgrein sem binda má góðar vonir við. Því fram að þessu hafa bændur yfirieitt haft skaða af gæsinni. Slátrun fuglanna hefur staðið yfir á annan mánuð og er búið að slátra um 2000 fuglum. Alifugla- bændur sem hér um ræðir eru Karl Sveínsson í Hvammstóði og Björn Jónsson og fjölskylda hans í Geitavík. Auk þessara tveggja er býlið á Hól með nokkur hundr- uð endur, sem verið er að slátra. (Ur Austurlandi) Þeir sjá um sorpið Féleysi íþróttahreyfingarinnar er gamalt og nýtt vandamál. Forráðamenn og félagar beita ýmsum betliaðferðum tii að halda starfseminni gangandi. I Degi á Akureyri lásum við á dögunum að leikmenn 3. deildar liðs Dalvík- inga beita ansi frumlegri en ör- uggri aðferð til að afla liðinu ' tekna til að standa undir ferða- kostnaði og rekstri deildarinnar. Leikmennirnir sjá um alla sorphreinsun í bænum. Þeir fara einu sinni í viku og fjarlægja rusl- apoka og setja tóma poka í stað- inn. Gæti þetta ekki verið lausnin víðar úti á landi. Gætum tungunnar Ýmist er sagt: tveim og þrem eða tveimur og þremur. Hvorttveggja er rétt. Leyst úr brýnum vanda Lyklaborð stöðluð Staðall um lyklaborð skrásetn- ingartækja, ÍST 125, er kominn út hjá Staðladeild ITI. Staðallinn er í samræmi við alþjóðastaðlana ISO 2126 og ISO 3243 með á- kveðnum frávikum vegna fjölda bókstafa í íslenska stafrófinu. Staðal þennan hefur vantað lengi, einkum eftir að farið var að nota tölvur hérlendis, bæði vegna misræmis á tölvuborðum milli tegunda, en þó fyrst og fremst til að samræma lyklaborð tölva og ritvéla, þannig að þeir sem læra vélritun séu jafnvígir á bæði tæki. Smávegis hefur einnig verið um ósamræmi á lyklaborðum mis- munandi tegunda ritvéla, þótt mörg ár séu liðin síðan ráðherra gaf út tilmæli til innflytjenda um samræmingu á staðsetningu ís- lensku bókstafanna á lykla- borðunum. Til gamans má geta þess, að það var reyndar einn af „stórnot- endum“ ritvéla hér á landi, blaðamaðurinn þáverandi og rit- höfundurinn Jónas Árnason, sem flutti tillögu um málið á Alþingi, er hann tók þar sæti nokkrar vik- ur sem varamaður. Staðallinn um lyklaborð er unninn af starfshópi með fulltrú- um skóla, innflytjenda og tölvu- fræðinga undir stjórn Björns Sveinbjörnssonar, forstöðu- manns Staðladeildar ITÍ. Hópinn skipa þau Auðun Sæmundsson frá SKÝRR, Kristján Auðunsson frá Einari J. Skúlasyni hf. og Þór- unn Felixdóttir, Verslunarskóla íslands. í vinnslu er nú hjá Staðladeild nýr íslenskur staðall um kerfisbundna ritvinnslu. Nýi staðallinn um lyklaborð svo og aðrir fáanlegir staðlar, ísienskir og erlendir, eru til sölu í af- greiðslu Iðntæknistofnunar, Skipholti 37 og hjá Tæknibókas- afni, sama stað. Berfættur geng ég í blómaskrúði undir birkitrjánum í morgundýrð frjáls og laus við steypu og stál stress og tækninnar tál.— Vísindi á íslandi Fjarskipta- samband við Grímsfjöll Vorið 1981 ákvað Eggert V. Briem að stuðla að auknum rann- sóknum á Vatnajökli með því að veita styrk til byrjunarfram- kvæmda, sem miðuðust við að koma á öruggu fjarskiptasam- bandi frá Grímsfjalli til byggða. Yrði það síðan notað til að senda upplýsingar frá sjálfvirkum mæli- stöðvum.. Fjögurra metra háum stál- grindaturni var komið fyrir við skálann á Grímsfjalli og á hann settur örbylgjusendir með sendi- geisla til vesturs. Merkið náðist í námunda við Veiðivötn, en var of veikt, þar sem jökullinn vestan við Grímsvötn reyndist 100 m hærri en reiknað hafði verið með. Jarðhitasvæðið á Grímsfjalli var einnig athugað með hliðsjón af hugsanlegri raforkuvinnslu fyrir sendi og mælitæki. Smíðuð hefur verið lítil rafstöð sem nýtir hitamuninn í sjóðandi gufu og köldu umhverfinu til að fram- leiða rafstraum fyrir sendi og mælitæki, en í henni er enginn hlutur á hreyfingu. Rafstöðin bíður nú uppsetn- ingar og einnig þarf að snúa send- inum svo að hann sendi til suðurs. Móttökustöðin verður þá í Skaftafelli með millistöð á Skeið- arársandi. Knattspyrnumenn á Tálknafirði Bjarni Jónsson og Guðjón Björnsson, ákveðnir í að sigra Patreksfjarðar-strákana næsta sumar. sumar Á ferð um Tálknafjörð á dög- unum, hitti blaðamaður Þjóðvilj- ans fyrir tvo snaggaralega stráka niður við höfn. Þeir kváðust heita Bjarni Jónsson og vera 10 ára og Guðjón Björnsson og vera 12 ára. Báðir sögðu Tálknafjörð vera besta stað á landinu og hvergi annarsstaðar vilja eiga heima. Þið vilduð þá ekki eiga heima í Reykjavík? Nei, ertu frá þér maður, það er ekki gaman í Reykjavík, þar er ekkert hægt að gera, en hér er allt hægt að gera, sögðu þeir félagar. Og hvað gera þá strákar á stað eins og Tálknafirði, þegar skóli eða Iærdómur er að baki? Við gerum allt mögulegt, , veiðum niður á bryggju, leikum okkur í fjörunni. Á sumrin spil- um við fótbolta og keppum við stráka frá Bíldudal og Patreks- firði. Það er mót. Hvernig gekk í sumar? Strákarnir á Patreksfirði unnu, þeir voru ofsa heppnir, við erum betri og við ætlum sko að vinna næsta sumar, það er alveg víst. Þeir sögðu að yfir veturinn færu krakkar á Tálknafirði mikið á skíði, enda væri komin skíðalyfta og ágæt aðstaða. Nei, það skyldi enginn halda að ekki væri nóg við að vera á besta stað landsins. Tálknafirði. - S.dór ætlum sigra næsta

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.