Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 3. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 RUV Ö 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. Morgunorð: Gunnar J. Gunnarsson talar. 8.30 Forystugr. dagbl. (útdr.). 9.05 Morgunstund barnanna: „Kysstu stjörnurnar“ eftir Bjarne Reuter Ólafur Haukur Símonarson les þýðingu sina (2). Olga Guðrún Árnadóttir syngur. 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir 10.30 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón- armaður: Ingólfur Arnarson. Fjallað um 13. þing Sjómannasambands lsl. 10.45 íslenskt mál. Endurtekinn þáttur Jóns Hilmars Jónssonar frá laugardegi. 11.05 Lag og Ijóð. Þáttur um vísnatónlist í umsjá Hreins Valdimarssonar. 11.45 Ur byggðum Umsjónarmaður: Rafn Jónsson. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Dagstund í dúr og moll - Knútur R. Magnússon. 14.30 „Móðir mín í kví kví eftir Adrian Jo- hansen Benedikt Arnkelsson þýddi. Helgi Elíasson les (11). 15.00 Miðdegistónleikar: íslensk tónlist Sinfóníuhljónsveit íslands leikur. Stjórnendur: Páll P. Pálsson, Karsten Andersen og Olav Kielland. a. „Kans- óna og vals“ eftir Helga Pálsson. b. „Sólnætti", forleikur eftir Skúla Hall- dórsson. c. „Á krossgötum", svíta eftir Karl O. Runólfsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leifur heppni” eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundurinn les (2). 16.40 Litli barnatíminn Stjórnendur: Sess- elja Hauksdóttir og Selma Dóra Por- steinsdóttir. Þátturinn fjallarum vináttu og hjálpsemi. M.a. verður lesið úr bók- inni „Herra Hroki“ eftir Roger Har- greaves. Þýðandi: Þrándur Thoroddsen og „Hver bjargar Einari Áskeli" eftir Gunnillu Bergström. Þýðandi: Sigrún Árnadóttir. 17.00 Djassþáttur í umsjón Jóns Múla Árnasonar. 17.45 Neytendamál Umsjónarmaður: Jón Ásgeir Sigurðsson. 17.55 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Daglegt mál. Árni Böðvarsson flytur 19.50 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Áfangar. Umsjónarmenn: Ásmund- ur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 20.40 Samleikur í útvarpssal Howard Leyton-Brown leikur á fiðlu lög eftir Hallgrím Helgason; höfundurinn leikur á píanó. 21.10 Frá tónlistarhátíðinni í Vínarborg í sumar Kontrapunkt-kammersveitin, Georg Sumpik og Rainer Keuschnig leika tónverk eftir Igor Stravinsky. a. Pastorale. b. Tango og Piano-rag. c. Duo concertante. 21.45 Útvarpssagan: „Brúðarkyrtillinn“ eftir Kristmann Guðmundsson Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir les (13). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 íþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar. 23.00 Kammertónlist Leifur Þórarinsson kynnir. RUV TT 18.00 Stikilsberja-Finnur og vinir hans Fimmti þáttur. Sjóræningjarnir 18.25 Svona gerum við Fimmti þáttur. Raf- magnið 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Lífið við mér leikur Anne Marie Antonsen, Ágústa Ingimarsdóttir og Garðar Sigurgeirsson syngja lög af hljómplötunni „Kristur, konungur minn”. Útsetning: Magnús Kjartans- son. Stjórn upptöku: Andrés Ind- riðason. 21 05DalIas Bandarískur framhaldsflokkur um Ewing fjölskylduna íTexas. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.05 Yfir og undir jökul Endursýning Úr myndaflokknum Náttúra íslands. Skyggnst er um í Kverkfjöllum þar sem flest fyrirbrigði íslensks jöklaríkis er að finna á litlu svæði, allt frá hverasvæði til íshellis sem jarðhitinn hefur myndað undir jökli. Einnig er flogið yfir Vatna- jökul og Langjökul. Umsjónarmaðurer Ómar Ragnarsson. Sjónvarp kl. 21.50 Ofan- jarðar og neðan með r Omari Froöieg mynd og falleg verður í sjónvarpinu kl. 21.50 í kvöld. Nefnist hún Yfir og undir jökli og er úr mynda- flokknum Náttúra íslands. Litast er um í Kverkfjöllum en þar er að finna, á litlu svæði, flest fyrirbrigði íslensks jöklaríkis allt frá hverasvæði til íshellis, sem jarðhitinn hef- ur myndað undir jökli. Þá er flogið yfir Vatnajökul og Langjökul. Ómar Ragnarsson er um- sjónarmaður þáttarins og leiðsögumaður okkar í þessu ferðalagi. Og bregst ekki bog- alistin fremur en fyrr. Þessi þáttur var áður á dag- skrá sjónvarpsins 18. apríl 1981. -mhg Ætla má af svipnum á Ómari að hann hafi fundið þarna ein- hvern forláta skó. Útvarp kl. 16.20: 95 Leifur heppni Ný barna- og unglingasaga 11 Xlukkan 16.20 í dag byrjar lestur nýrrar barna- og ung- lingasögu í útvarpinu. Er það Ármann Kr. Einarsson.rithöf- úndur, sem þá hefur að lesa sögu sína „Leifur heppni“. Þetta er söguleg skáldsaga fyÚr börn og unglinga, byggð á sögu Eiríks rauða og Græn - lendingasögu, að því er höí- undur tjáði okkur. Sögusviðið er ísland, Grænland og Vín- landið góða og aðalpersón- urnar Eiríkur rauði, Leifur heppni, Þorfinnur karlsefni og Guðríður Þorbjarnardótt- ir. Fjallarsaganöðrum þræði, um ástir þeirra Þorfinns og Guðríðar og lýkur er þau, eftir umbrotasamt líf á stund- um, setjast í helgan stein að Glaumbæ í Skagafirði. „Leifur heppni" kom út fyrir 10 árum síðan. Varætlun höfundarins að fara til Græn- lands á meðan hann vann að samningu bókarinnar, til að kynna sér þar staðhætti en af því gat ekki orðið þá. Aftur á móti heimsótti hann Græn- land á sl. sumri og fannst landið fagurt en svipmikið og hrikalegt. Einna búsældar- legast sýndist honunt í Eiríks- firði og Brattahlíð af þeim stöðum, sem hann sá og bótti Ijóst, að Eiríkur rauði hafi kunnað að veija sér bústað. Ármann Kr. Einarsson hef- ur verið mikil- og velvirkur barna- og unglingabókahöf- undur. Munu bækur hans vera orðnar einar 32. Fyrsta saga hans kom út í Unga ís- landi árið 1932. „Leifur heppni" verður alls 12 lestrar, þrír í viku og endist mánuðinn út. -mhg Sjónvarp kl. 20.35: Sungið af Sam- hjálpar- plötu Meðal efnis á dagskrá sjón- varpsins í kvöld er þáttur, sem nefnist „Lífið við mig leikur nú“. Verður hann fluttur kl. 20.35. í þættinum syngja þau Anne Marie Antonsen, Ág- ústa Ingimarsdóttir og Garðar Sigurgeirsson lög af hljóm- plötunni „Kristur, konungur minn", sem kom út í maínián- uði sl Útsetningu laganna á plötu.ini annaðist Magnús Kjartansson en Andrés Ind- riðason stjórnaði upptökunni. Á plötunni koma einnig fram nokkrir hljóðfæraleikar- ar svo sem Þórður og Ásgeir í Þursaflokknum, Haraldur Þorsteinsson í Brimkló, Gra- ham Smith og fleiri strengja- hljóðfæraleikarar úr Sifóníu- hljómsveitinni, Björgvin Halldórsson, söngvari, auk Magnúsar Kjartanssonar sjálfs. Garðar Sigurgeirsson sagði okkur að það væru samtökin Samhjálp, sem stæðu að út- gáfu plötunnar og rennur á- góðiaf sölunni til starfsemi Vistheimilins að Skálatúni og til innréttinga í félagsmiðstöð Santhjálpar að Hverfisgötu 42. Hljómplatan verður ekki til sölu í verslunum en hinsvegar verður hvert heimili á landinu heimsótt og fólki þannig gef- inn kostur á að kaupa plöt- una. Þegar hafa 5000 plötur verið seldar. Hljómplötur hafa áður komið út á vegum Samhjálpar og verið tekið með ágætum, selst í 10 - 12 þús. eintökum. -Við vonum að þessi hljóti ekki lakari við- tökur en hinar fyrri, sagði Garðar Sigurgeirsson. - Og svo skulum við hlusta í kvöld. -mhg Útvarp kl. 17.45: Anna Bjarnason spjallar við neytendur Neytendamál verða á dag- skrá útvarpsins kl. 17.45 í dag. Um þennan þátt sjá þau til skiptis Anna Bjarnason, Jó- hannes Gunnarsson og Jón Ásgeir Sigurðsson. Anna Bjarnason annast þáttinn í dag og fjallar hann að mestu um kjötkaup fólks. Eins og neytendur vita eiga þeir bæði kost á því að fá kjöt keypt í hálfum eða heilum skrokkum ogsundurtekið. En hvort er fjárhagslega hag- kvæmara þegar allt kemur til alls? Þarna grípa óefað ýmsir þættir inn í og þá mun Anna Bjarnason rekja og greiða sundur í spjalli sínu við neytendur í dag. Oft berast Neytendamála- þættinum spurningar, sem lúta að ýmsu því, sem þar er fjallað um. Áð þessu sinni svarar Anna Bjarnason spurningu um meðfevðar- mcrkinguá fatnaðiogJóhannes Gu.nnarsson um skyldu mynd- bandaleiga til að hafa á boð- stólum góðar vörur og rétt leigutakans telji hann sig hafa keypt köttinn í sekknum. -mbg frá lesendum Alls góðs maklegur, en... Kópavogsbúi hringdi: Nýlega var birt lesendabréf í Þjóðviljanum þar sem skorað var á Svavar Gestsson, heilbrigðisráðherra að sjá til þess að einsetumaðurinn ágæti, Gísli á Uppsölum vestra fengi ókeypis rafmagn og Auðvitað er Gísli á Uppsöl- um alls góðs maklegur og sitt hvað það, sem bréfritarinn segir um hann og hans dyggðir aldrei nema satt og rétt. En mér dettur nú í hug hvort þetta sé ekki frekar innanrík- ismál þeirra þarna vestra. Þar sem rafmagn og sínti er lagt uin sveitir eru ntenn sjálfráðir að því hvort þeir vilja notfæra sér það eða ekki. Einhvers- staðar minnir mig að hafa les- ið að Gísli kærði sig nú ekki mikið um rafljósin nema hvað gott gæti kannski verið að hafa smáperu yfir orgelinu. Það er best að fólk fái að lifa eins og því sýnist, geri það engum mein, og til þess er Gísli á Uppsölum allra manna ólíklegastur. En mér sýnist hæpið að ætl- ast til að ráðherrann geti stað- ið í svona málum, hann hefur víst nóg á sinni könnu fyrir því. Og gæti ekki víðar staðið svo á í afskekktum byggðum, að ástæða þætti til að fólk þar fengi ókeypis þessi lífsþæg- indi? Síst er ég að andmæla því að svo yrði en hvort það er beint í verkahring ráðherra að ganga í það er annað mál. Og veita svo nokkur hvort Gísli á Uppsölum kærir sig nokkuð um svona gjafir?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.