Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 8
8 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. nóvember 1982 Miðvikudagur 3. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 íííííííídfi WM vXv: ^/XvXv/XvXvXv/X’XwXv.v.v.'. iwHWSíwXívXv XOX’Xjmftv.; innistæðum í bönkum, þykir ekki ástæða til að hafa reglur um endur- greiðslu svo rúmar sem nú er. Ættu því viðbótarlán til þeirra sem geyma skyldusparnað sinn inni hjá Byggingarsjóði ríkisins að c/va til sparnaðar. Lœgri vísitalan notuð Verðtrygging afborgana og vaxta húsnæðislána verði ætíð bundin við þá af vísitölunum tveimur, kauplagsvísi- tölu (samkvæmt útreikn. kjararann- sóknanefndar) og lánskjaravísitölu sem er lægri. Hins vegarvcrði eftirstövar iánsins reiknaðar upp eftir lánskjara- vísitölu. Ef t.a.m. lán sem veitt var til 26 ára er ekki að fullu greitt (vegna bind- ingar eftirstöðva við lánskjaravísitölu) verði veitt nýtt lán sem framlengir þvi gantla eftir þörfum. Með þessu móti er tryggt að afborganir af húsnæðislánum hækki ekki úr hófi fram á tímum lífs- kjarasamdráttar. Þessari tillögu er ætlað að tryggja að greiðslubyrði húsnæðis- lána þyngist ekki á tímum kjara- rýrnunar. Samkvæmt riti Seðla- bankans, Hagtölum mánaðarins hefur til dæmis hækkun vísitölu kauptaxta launafólks síðan 1969 verið minni en hækkun lánskjara- vísitölunnar. Þetta hefur gerst all- an þann tíma síðan farið var að miða verðtryggingu við lánskjara- vísitölu. Hins vegar er það einróma álit allra að þegar til lengdar lætur muni lánskjaravísitalan hækka ívið minna en launatekjur fólks. Þessi tillaga þýðir í raun að á tím- um lífskjararýrnunar er slakað á verðtryggingunni enda þótt sjóðirnir verði ekki látnir gjalda þess heldur gefist lántakandanum kostur á að lengja lánstímann - dreifa greiðslum á lengra tímabil. Skipulegar byggingar leiguíbúða Hafnar verði skipulagar byggíngar leiguíhúða og verður lögð áhersla á eftirtalda liði: Félagsmálaráðherra, Svavar Gestsson, skipaði á s.l. hausti starfshóp til að fjalla um fjárhagsvanda hinna opinberu byggingarsjóða, Byggingasjóðs ríkisins og Byggingasjóðs verkamanna. Einnig var starfshópnum ætlað að kanna og gera tillögur um ýmsa þætti húsnæðismála. í starfshópnum voru þessir: Alexander Stefánsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Jón Ormur Halldórsson, Olafur Jónsson og Þorvaldur Mawby. Með hópnum störfuðu sem sérfræðilegir starfsmenn þeir Ingi Valur Jóhannsson og Jón Rúnar Sveinsson. Tillögur starfshópsins, sem félagsmálaráðherra starfaði náið með, litu dagsins Ijós fyrir helgina og vöktu allmikla athygli. Hér skal á eftir gerð grein fyrir heistu tillögum starfshópsins til lausnar vanda húsbyggjenda. óhæfa á örfáum árum að gegna hlutverki sínu. Samrœming lánakerfisins Ríkisstjórnin beitir sér fyrir samkomii lagi við viðskiptabanka og sparisjóði um samræmda þátttöku í fjármögnun húsnæðislána. í þessu skyni verði stofn- aðir nýir húsnæðisreikningar í viðskipta bönkum og sparisjóðum þar sem inn- lán í 2-4 ár veiti rétt til 15 ára viðbótar- láns við lán frá Byggingarsjóði ríkisins. Upphæð láns ákvarðaSst af reglum sem taka mið af innlánstíma. Það fjármagn kvæmdaaðila í tvennu lagi, fyrri hlut- ann einum mánuði cftir fokhcldisstig, seinni hlutann 6 mánuðum síðar. Viðskiptabankarnir veita nú byggingasamvinnufélögunum og öðrum framkvæmdaaðilum lán í vaxandi mæli til starfsemi sinnar. Að því er stefnt að bankarnir taki að fullu við veitingu framkvæmda- lána á byggingatímanum en Bygg- ingasjóður endurgreiði þau síðan með lánurn til kaupenda íbúðanna með venjulegum hætti. Með þessu losnar Byggingasjóður undan víxla í fyrsta lagi verði veitt lán til bygg ingar sérhannaðra leiguíbúða fyrir aldraða með hlutafjárþátttöku leigjenda. I öðru lagi verði gert sérstakt átak í leiguíbúðarmálum námsmanna og skal stefnt að því að byggðar verði eigi færri en 150 námsmannaíbúðir á næstu 3 árum. Leitað verði eftir þátttöku eftir- talinna aðila, auk Húsnæðsstofnunar í fjarmögnun þessa átaks: Byggðasjóðs, Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og Lána- sjóðs sveitarfélaga. Þörf aldraðra fyrir smærri íbúðir ellegar sérhannaðar fer vaxandi. Til lausnar þessum vanda hafa komið fram hugmyndir í starfs- hópnum um hluthafaíbúðir fyrir aldraða. Slíkt fyrirkomulag er alg- engt á N orðurlöndum og felur það í sér að íbúðarhafinn á hluta í þeirri íbúð sem hann býr í, sem að mestu er þó í eigu sameignarfélags eða fyrirtækis sem hann greiðir venju- legar leigugreiðslur til. Hlutaeign íbúðarhafans tryggir honum hins vegar ótakmarkaðan seturétt og mjög rúman ráðstöfunarrétt yfir íbúðinni. Stofna mætti hlutafélög um húsnæði fyrir aldraða og væri í byrjun auglýst eftir þátttakendum, sem legðu til dæmis fram 20% af verðmæti væntanlegrar íbúðar. Ávöxtun þess fjár og endurgreiðsla væri tryggð. Sveitarfélag legði fram 20% og opinberir lánasjóðir lán- uðu síðan þau 60% sem á vantaði. Varðandi námsmenn er starfs- hópurinn sammála um að þörf sé sérstakra aðgerða til að bæta úr húsnæðisvanda þeirra. Gerir hóp- urinn því tillögur um tiltekinn lág- marksfjölda námsmannaíbúða og framkvæmdahraða. Byggingasj- óður ríkisins mundi fjármagna allt að 65% byggingakostnaðar. Frumvarp strax í vetur Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins sem flutt var á síðasta alþingi verði flutt á yflrstandandi löggjafar- þingiað lokinni endurskoðun sem taki mið af þeim tiUögum setn komið hafa fram hér að framan. Þá verði núgildandi lög unt bygging- arsamvinnufélög (V. kafli laga nr. 591 1973) endurskoðuð og felld inn í frum- varpið sem sérstakur kafli. Þetta voru helstu atriði tillagna starfshóps um húsnæðismál og er þess að vænta að umræða um tillög- urnar verði ýtarleg og gagnleg. í Þjóðviljanum er vettvangur fyrir slíka umræðu. —v. Betri nýting f jármagns í þágu núsbyggj endanna Lán til þeirra sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð hækki verulega á næstu árum og eigi minna en um 25% að raungildi þegar á árinu 1983 frá og með næstu starfsáætlun Húsnæðis- stofnunar. Fyrir 1984 skal tekin ák- vörðun um frekari hækkun. Gert er ráð fyrir að nýbygginga- lántil þeirra sem eru að byggja í fyrsta skipti verði 400 og lán til þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð verði 1200. Þá er einnig gert ráð fyrir því að útgjöld sjóðsins til frar kvæmdalána hækki um 6 milljón- ir en lán til framkvæmdaaðila mið- ist við nýbyggingalán og myndi því 25% hækkun lána til þeirra sem ekki eiga íbúð, gæta þar. Þessi 25% raungildishækkun þýðir að 29 milljónir króna bætast við til nýbygginga, 44 milljónir til kaupa á eldri íbúðum auk þeirra 6 milljóna sem fyrr eru taldar í formi framkvæmdalána. Tvöföldun framlaga Framlag ríkissjóðs til Byggingarsjóðs ríkisins verði tvöfaldað að raungildi frá árinu 1982. Byggingarsjóður vcrkamanna haldi óskertum tekjum sínuni samkvæmt lögum, þ.e. eigi lægri tekjum en sem nemur 1% launaskatti, eins og hann er að raungildi 1982. í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er framlag ríkis- sjóðs áætlað 71,5 milljónir króna. Tvöföldun þess jafngilti 143 mill- jónum króna. Samkvæmt lánsfjár- lögum er framlagið í ár til Bygginga sjóðs ríkisins 53,8 milljónir og ef við reiknum með tvöföldun þeirrar upphæðarog42% verðlagshækkun yrði raunverulegt framlag úr ríkis- sjóði til Byggingasjóðsins 152,8 milljónir á næsta ári. 45% úr lífeyris- sjóðunum Öllum lífeyrissjóðum á landinu verði skylt að kaupa skuldabréf fyrir eigi lægri fjárhæð en sem nemur 45% af ráðstöfunartckjum sínum af Bygging- arsjóði ríkisins, Byggingarsjóði verka- manna, ríkissjóði, Framkvæmdasjóði eða öðrum fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna sem viðurkenndir eru af fjármálaráðuneytinu og samkvæmt þeirri skiptingu sem ákvcðin er í fjár- lögum. Seðlabankinn geri tillögur um fyrirkomulag, sem tryggi betur en nú er, aðild lífeyrissjóða að húsnæðislán- akerfinu. Eins'Og kunnugt er af fréttum nýverið hafa lífeyrissjóðirnir í heild ekki staðið við fyrirheit um kaup á skuldabréfum byggingasjóðanna enda þótt fjölmargir einstakir sjóðir hafi staðið við sinn hlut. Sala á skuldabréfum til lífeyrissjóðanna hefur á liðnum árum verið einn hel- sti tekjuliður byggingasjóðanna. Bent er á að þar sem allir eigi sama rétt á lánum hjá Byggingasjóði ríkisins, en réttur manna til lána úr lífeyrissjóðum sé misjafn, skapist misrétti milli sjóðsfélaga ef ekki verði komið á föstu skipulagi á skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna. Þá er gerð um það tillaga að regl- um lífeyrissjóðanna verði breytt á þann veg að lán verði aðeins veitt til húsnæðismála. Verði gengið til viðræðna við lífeyrissjóðina um þessi mál. Binding útlánsvaxta afnumin Fellt verði niður ákvæði í lögum nr. 51/1980 um Húsnæðisstofnun ríkisins sem kveður á um bindingu útlánsvaxta Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingar- sjóðs verkamanna. Ákvörðun um vcxt ina tekur ríkisstjórnin að fengnum til- lögum húsnæðismálastjórnar og Seðla- banka ísiands. Vextir á nær öllum útlánum Byggingarsjóðs ríkisins eru nú bundnir við 2% og vextir af meg- inhluta Byggingarsjóðs verka- manna við 0,5%. Öll þau skuldab- réf sem sjóðirnir selja eru hins veg- ar með 3,5% vöxtum og til 15-16 ára, sem er styttri lánstími en á obbanum af útlánum sjóðanna. Með þessu er því verið að grafa undan fjárhag sjóðanna og gera þá sem bankarnir lána til lengri tíma í þessu skyni verði heimilt að draga frá bindiskyldu viðkomandi banka hjá Seðlabanka íslands. Jafnframt verði kannað hvort unnt sé að beita skattfríðindum til að hvetja til sparnaðar í bönkum í þágu húsnæðis- mála. Stór hluti útlána banka og spari sjóða fer til að fjármagna íbúðar- húsnæði. Mest er þó um að ræða skammtímalán sem flestum reynist erfitt að standa undir. Með stofnun sérstaks húsnæðisreiknings í þágu húsnæðismála væri hægt að auka samvirkni fjármagns- og húsn- æðiskostnaðar. Þá er til athugunar að beita skattaívilnunum í þágu sparnaðar til íbúðabyggingu og íbúðakaupa. Lán greidd út á skemmri tíma Viðskiptabankarnir taki að sér að veita framkvæmdaaðilum í byggingar- iðnaði framkvæmdalán á byggingar- tímanum sem Byggingarsjóður ríkisins endurgreiðir þegar íbúðirnar eru láns- hæfar samkvæmt reglum sjóðsins. Jafnframt því sem framkvæmdalán frá Byggingarsjóði ríkisins falli niður verði tekinn upp sá hátur að sjóðurinn grciði nýbyggingarlán til byggingar- samvinnufélaga og viðurkcnndra fram- viðskiptum sem fylgja fram- kvæmdalánum en á móti kemur að framkvæmdaaðilar fá lán sín frá Byggingasjóði greidd út á skemmri tíma en áður. Aukin þjónusta við lántakendur Til hagræðingar og einföldunar fyrir lántakendur húsnæðistengdra lána leiti Húsnæðisstofnun samstarfs við banka, sparisjóði og lífeyrissjóði um nýtt fyrir- komulag lánveitinga og afliorgana húsnæðislána. Fyrirkomulag þetta byggi á því, að lántakandi eigi aðgang að upplýsingum og gögnum frá öllum ofangreindum aðilunt í sínum eigin viðskiptabanka, þar sem útborgun og innheimta húsnæðistengdra lána fari sömuleiðis fram. Með aukinni samvinnu þeirra sem lána er stefnt að bættri þjón- ustu við lántakendur varðandi al- mennar upplýsmgar um húsnæðis- lán.útborgun lána og afborganir. Þannig verði fyrir hendi hjá Húsn- æðisstofnun og viðskiptabönkum og sparisjóðum almenn þjónusta sem veiti upplýsingar um réttindi og möguleika til lána hjá húsn- æðislánakerfinu ásamt ráðgjöf við útreikning á greiðslubyrði lána og gerð greiðsluáætlana. Þá verði gjalddögum fjölgað og greiðslu- byrði dreifist jafnar yfir árið. Viðbótarlán vegna skyldusparnaðar Innheimta skyldusparnaðar ungs fólks til húsnæðismála verði bætt og reglur um endurgreiðslu hertar, auk þess sem að efld verði kynning á ávöxt unarkjörum og skattfríðindum sk j ldu sparnaðar. Heimilt verði að veita við- bótarlán til þeirra sem taka út skyldusp- arnað sinn til að byggja eða kaupa íbúð. Viðbótarlán miðist við innlánstíma og upphæð skyldusparnaðar. Húsnæðis- málastjórn setji nánari reglur um þess- ar lánveitingar. Innheimta skyldusparnaðar er í mjög úreitu formi í dag og vantar rnikið á að hann komist allur til skila. Þar sem ávöxtun skyldusp- arnaðar er nú betri en af öðrum :-«t * 25% hækkun lána fyrir unga húsbyggjendur Tvöföldun f jár til húsnæðismála Aukin binding fjár lífeyrissjóða Skipuleg bygging , leiguibúða Róbert Arnfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir voru í nánum tengslum við anda leiksins... (Ljósm. - eik -). Hjálparkokkamir Höfundur: George Furth. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. Leikstjóri: Helgi Skúiason. Leikmynd: Baltasar. Búningar: Helga Björnsson. Lýsing: Kristinn Daníeisson. Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudagskvöld bandarískan gamanleik, nýjan af nálinni, sem hlotið hefur heitið „Hjálpar- kokkarnir“ í íslenskri þvðingu Óskars Ingimarssonar, en nefnist á frummálinu „The Supporting Cast“. Höfundurinn, George Furth, er kunnur leikari og leikritahöfundur og hefur getið sérgott orð vestan liafs uudanfar- in tíu ár eða svo, ekki síst fyrir framlag sitt til vinsælla söngleikja á Broadway. Meginhugmyndin í „Hjálpar- kokkunum“ er einföld og ekki óhnvttilega útfærð. Hún gefur höfundinum tilefni til að henda góðlátlegt gaman að lífsstílog láí- æði efnaðra góðborgara sem tengdir eru frægu fólki, afhjúpa veikleika þeirra og minnimátt- arkenndir, fordild þeirra og hég- ómaskap, en undirniðri gríninu er einhverskonar jákvæður og háleitur „boðskapur" um hetjur rúmhelginnar, dulin afrek þeirra miðlungsmanna sem aldrei kom- ast í forsíður dagblaðanna en halda veröldinni gangandi og gera stjörnunum fært að spegla sig í frægðarljóma og aðdáun múgsins. Allt er þetta gott og blessað, og vísast á svona leikrit brýnt erindi við og greiðan aðgang að vestur- heimskum leikhúsgestum, sem bæði þekkja til hlítar félagslegan bakgrunn verksins og kunna að rneta að verðleikum græskulausa ádeilu hans' á bandaríska lífs- hætti. Mér er afturámóti talsverð ráðgáta, hversvegna svo stað- bundinn leikur er talinn eiga er- indi við reykvíska leikhúsgesti, þó aldrei nema ýmsir nýríkir ís- lendingar beri sterkan keim af hliðstæðum sínum vestan hafs. Það hlýtur að vera ein meginfor- senda þessaðgamanleikur hæfi í mark, að leikhúsgstir þekki að einhverju marki þá mannlífsþætti og þær persónugerðir sem skopast er að. Það er væntanlega grínið í leiknum sem ráðið hefur valinu í þetta sinn, og enginn neitar því að full þörf sé á léttleika og nota- legheitum í skammdegissortan- um. Ég heyrði ekki betur en þorri frumsýningargesta skemmti sér bærilega á föstudagskvöld, og sjálfur hló ég ósjaldan hjartan- lega að smellnum athugasemdum og tilsvörum, en þó ekki nærri eins oft og mér fannst efni standa til, því mörg fyndnin féll gersam- lega flöt til jarðar, vakti ekki þau viðbrögð sem vænta hefði mátt, og þá er hætt við að maðkur sé í mysunni. Þó gamanleikir á borð við „Hjálparkokkana“ séu sjaldan merkileg eða djúpsæ verk, þá eru þeir engu að síður vandmeðfarn- ir, útheimta mikla nákvæmni í hrynjandi og blæbrigðum, eigi þeir að hafa tilætluð áhrif. Oft má engu skeika um tón og tímasetn- ingu tilsvars, svo það líði ekki máttvana útí tómið. Það þótti ntér of oft brenna við á föstudags- kvöldið, þó margt væri vel um túlkun einstakra hlutverka, og er vissulega umtalsverður ljóður. Helgi Skúlason hefur sett leikinn á svið og kvatt til liðs við sig fimm trausta og reynda leikara, sem hver urn sig stendur Sigurður A. Magnússon skrifar um leikhús fyrir sínu og sumir gott betur en samt var einsog í uppfærsluna vantaði eitthvert það bindiefni sem fengi hana til að ioða saman og hæfa beint í rnark. Atburða- rásin var hröð og óvíða dauðir punktar, en samt fann maður til einhverrar ófullnægjutilfinning- ar, sem ég held að hafi stafað af því að í sýninguna vantaði bæði samtengingu og umframallt lyft- ingu, sem hrifi áhorfendur mef. Hvort sem um er að kenna æfingaleysi eða einhverju öðru, þá var því líkast sem sýningin væri ekki fullunnin, þó leikendur kynnu texta sína og flyttu þá snurðulaust. Helga Bachmann fór með aðalhlutverkið í leiknum, hlut- verk rithöfundar og gestgjafa serir kvatt hefur fjóra vini sína á vettvang til að fagna nýútkom- inni bók, þó sá fögnuður sé að vísu galli blandinn. Ellen er að jafnaði hress, fjörleg, bjartsýn og ánægð,að því er höfundur upp- lýsir, en í leiknum er hún kvíðin og taugaóstyrk útaf bókinni og leitast við að dylja það. í túlkun Helgu var Ellen hljóðlát og íhug- ul, greinilega kvíðin og stundum annarshugar, einsog eðlilegt var, en það var einhver angurvær þreytu- eða þyngslablær yfir henni sem stakk mjög í stúf við aðrar persónur leiksins og gerði henni afartorvelt að draga fram skoplegu þættina í fari gestgjaf- ans, sem vissulega eiga að koma fram. Þessi mishljómur kann að hafa ráðið einhverju um það, hve mikið af fyndni leiksins fór for- gorðum,en þar kom fleiratil eins- og fyrr segir. Herdís Þorvaldsdóttir lék Mae Risian, þróttmikla, örgeðja og afareinlæga konu sem hefur brennandi áhuga á öllu í kringum sig. Herdís dró upp verulega hnyttna og heilsteypta mynd af þessari alkunnu amerísku mann- gerð og var ásamt Róbert Arn- finnssyni í nánustum tengslum við anda leiksins. Róbert fór með hlutverk Arn- olds, eina karlmannsins í leiknum, veikgeðja og teprulegs eintrjánings, sem er bæði upp- stökkurogtaugaspenntur, en eigi að síður viðfelldinn í öllum sínum kjánaskap og smásmygli. Fannst mér Arnold lifandi kominn í meðförum Róberts. Edda Þórarinsdóttir lék Sally, , litríkasta og fyndnasta hlutverk leiksins. Henni eru lögð í rnunn mörg óborganleg tilsvör, sem fóru því rniður mörg hver fyrir ofan garð hjá lcúhúsgestum. Þó niargt í túlkun Eddu væri prýöis- vel gert, ekki sist æðisköstin og drykkjuatriðin, þá var einsog hana skorti þá ofgnótt tilfinning- anna, þann óhamda lífsþrótt sem fyllti útí hlutverkið og gerði þéssa kæringarlausuogmótsagnakennd- u konu heila og ómótstæðilega á sviðinu. Loks fór Margrét Guðmunds- dóttir með hlutverk Florrie, hinnar samviskusömu, heima- kæru, óhefluðu og sístarfandi húsmóður og fimm barna móður, sem leitast við að halda manni sínum, kvikmyndastjörnunni, á mottunni. Florrie varð í túlkun Margrétar heilsteypt og aðlað- andi persóná, einföld en þóttafull þegar a reyndi. Margrét fór hægt af stað, en náði sér verulega á strik í seinna þætti þegar hún var að munnhöggvast við Ellen og bölsótast útaf bókinni. Ég fékk ekki betur séð en hvörfin í leikskok yrðu leikend- unt talsverð þolraun og alveg á takmörkum að þeim tækist að gera þau „trúanleg“ - jafnvel innan ramma gamanleiksins. Helga Björnsson gerði bún- inga fyrir sýninguna, sem eru einkar smekklegir og sérgreina hinar ýmsu manngerðir skemmti- :lega. Leikntynd Baltasars var einföld og snyrtileg, en gaf satt að segja ekki rétta mynd af því glæsi- húsi sem um er rætt í texta leiksins. Húsakynnin voru björt, mikið gler í stað veggja og hús- gögnin ljós og falleg, en glæsi- leikann sá ég hvergi. Kannski er það sparnaðarráðstöfun. Þýðing Óskars Ingimarssonar virtist ntér lipur og mátulega menguð slanguryrðum. Hún lét vel í eyrum þó sumir orðaleikir frumtextans ættu erfitt uppdrátt- ar á ástkæra, ylhýra málinu. Sigurður A. Magnússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.