Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 3. nóvember 1982 DJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjórl: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Blaöamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. (þróttafréttaritari: Víöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Simavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavik, simi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Sigur spænskra sósíalista • Úrslit kosninganna á Spáni eru víða túlkuð sem ein- dregin stuðningsyfirlýsing við lýðræði og þar með óbein fordæming á valdaránsbrölti herforingja af ýmsum gráðum. Vafalaust er það rétt. í annan stað heldur á Spáni áfram sú vinstrisveifla sem setur svo sterkan svip á Evrópu sunnanverða. í þriðja lagi gerist það sem sjaldgæft er í öðrum löndum: í einni svipan gjörbreytist flokkakerfið sjálft. Miðjubandalagið, sem hafði farið með völd, þurrkast út eða svo gott sem og í staðinn kemur upp vísir að tveggja flokka kerfi. Annarsvegar stendur íhaldsflokkurinn AP, Bandalag alþýðu, sem rúmar reyndar marga þeirra sem í efri sætum trónuðu á valdatíma Francos. Hinsvegar er svo Sósíalíski verkamannaflokkurinn, sem fékk hvorki meira né minna en 201 þingsæti af 350. Aðrir flokkar verða jafnvel enn smærri á þingi en fylgi þeirra segir til um, því að kosningakerfið ýtir undir stærri flokka en sker utan af þeim minni. Kommúnistaflokkur Spánar, sem var eitt öflugasta andófsaflið á dögum Francos fyrir sakir góðrar skipulagningar, hefur nú beðið verulegt afhroð m.a. vegna ágreinings um forystumenn, Lenín- isma og Evrópukommúnisma, sem hefur sett flokkinn í mikla vistkreppu. • Þegar blöðum er flett kemur það fljótt í ljós að menn eru ekki á einu máli um það, hvaða áhrif sigur sósíalista á Spáni muni hafa. Morgunblaðið hér heima leggur til dæmis á það mikla áherslu, að Gonzales, foringi sósíal- ista, sé til hægri við bæði Mitterrand og Olof Palme. Slíkur samanburður er reyndar nokkuð erfiður. Hér mun líklega átt við það fyrst og fremst, að spænskir sósíalistar ætli ekki út í víðtækar þjóðnýtingar eins og þær sem franskir sósíalistar hafa þegar byrjað á. En hitt er ekki eins ljóst, hvort eigi að rekja það til „hægri- kratisma“ eða ekki. Spænskir sósíalistar verða, nauð- ugir viljugir, að taka tillit til þess, að enn er spænskt lýðræði ungt, og enn er fullt af ævintýrasinnuðum herforingjum á kreiki. Þeir verða að fara með gát ef þeir ætla ekki í opinskátt stríð við drjúgan hluta hersins og stórauðvaldið, sem að undanförnu hefur verið að auka á efnahagsvandræði Spánverja með gífurlegum fjárflótta. En talið er að á undanförnum árum hafi ríkismenn Spánar komið tuttugu miljörðum peseta úr landi og í banka í Sviss og Bandaríkjunum. Hvort sem menn eru bjartsýnir eða svartsýnir á þjóðfélags- breytingar á Spáni verða menn að hafa í huga, að þingmeirihluti er ekki nema hluti þess valds sem teflt ér með í þjóðfélaginu, og þetta á alveg sérstaklega við um spænskar aðstæður. • Gleymi menn því ekki heldur, að á Spáni er mjög margt ógert í félags- og menntunarmálum, sem sósíal- istar einir geta og vilja takast á við, hlutir sem eru róttækir og allt að því byltingarkenndir á Spáni, en eru sjálfsagðir orðnir fyrir löngu norðar í álfunni. Verkefni spænskra sósíalista eru blátt áfram mjög sérstök. Þeirra bíður til dæmis að hreinsa til í embættismannakerfinu, sem er sjálfsagt mikið til óbreytt frá dögum Francos. Og þeirra bíður að reyna að standa við kosningafyrir- heit um 800 þúsund ný störf á næstu fjórum árum, en mikið atvinnuleysi er einn höfuðvandi Spánverja. • Morgunblaðið vonar bersýnilega, að Sósíalistar láti Spán vera áfram í Nató, en þangað hafði fráfarandi miðflokkastjórn dregið landið. Gonzales, sem nú verð- ur forsætisráðherra, hefur ítrekað, að hann vilji láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál. Þegar krafa um þjóðaratkvæði var borin fram árið 1949 er ísland var tosað inn í Nató, þá þótti Morgunblöðum heimsins sú krafa kommúnisk vélabrögð, til þess fallin að veikja vestrið. klippt Marques í Mogganum Höfundur Reykjavíkurbréfs byrjar pistil sinn á sunnudaginn með því að víkja að Nóbelsverð- launum í bókmenntum til Gabri- el Garcia Marquez. Nokkuð skrýtin lesning reyndar: höfund- ur bréfsins játar það reyndar, að Marquez sé vel að þessum heiðri kominn, en með miklum semingi þó. Honum finnst Marquez nefnilega ekki réttu megin í pólit- íkinni. Ástæðan er sú, að Marqu- ez hefur aðrar skoðanir á Kúbu en Morgunblaðið getur sætt sig við. Og höfundur Reykjavíkur- bréfs lætur að því liggja að það sé ekki mikið að marka viðleitni Marquezar til að fá pólitíska fanga lausa í Argentínu úr því hann hafi ekki hjálpað kúbanska skáldinu Valladeres, sem nýlega var sleppt úr haldi hjá Castro eftir firnalanga fangavist. Vegna þess að í Reykjavíkur- bréfi var vitnað í viðtal við Marqu- ez, sem var endursagt hér í Þjóð- viljanum, er rétt að tilfæra allt það sem rithöfundurinn hafði að segja um þá umdeildu Kúbu. Þar kom að Kúbu, að gerður var samanburður á afstöðu ev- rópskra menntamanna og suður- ameríksra til ýmissa mála. Gabri- el Garcia Marquez segir á þessa leið: Leppríki? „Munurinn á ykkur og okkur er í sjálfum forsendunum. Fyrir ykkur er Kúba bara leppríki So- vétmanna. En það gildir ekki um okkur. Kúba hefur náið samband við Sovétríkin og hefur tekið samstöðu með þeim. En eyjan hefur einnig sjálfstæða stefnu. Þið haldið að Kúbumenn sem hafa barist í Angóla og Eritreu séu rússneskir málaliðar. Ég get fullvissað þig um það - og ég hefi góðar heimildir - að helst hefðu Rússar viljað að Kúbumenn væru þarna ekki, þessir Kúbumenn sem börðust í Angóla:þeir voru stórháskalegir fyrir slökun spennu (að Rússa dómi). Kýs aðra þróun - En Kúba á einnig í vanda að því er varðar innanlandsþróun? - Það er mjög alvarlegt vanda- mál. Ég get sagt þér að fyrir fimmtán árum þegar Kúba var í tísku voru þar 20 þúsundir póli- tískra fanga og enginn minntist á þá. En fyrir tveim árum var 3600 sleppt í einu og þeir voru með þeim síðustu - ég get fullvissað þig um að ég lagði fram mikið starf til að fá þessa menn lausa. Af ótal ástæðum, en fyrst og fremst vegna viðskiptabanns (Bandaríkjanna) er Kúba neydd út í þróun sem er utan við það landfræðilegt, sögulegt og menn- ingarlegt samhengi sem er landinu eiginlegt. Þetta er þver- stæða. Einnig vegna þess að við- leitni Kúbumanna er í raun og veru sú að framkvæma byltingu. Það er því ekki auðvelt verk með því að tæknimennirnir eru Rúss- ar, hugmyndafræðingar eru Rússar og svo framvegis. Von mín er sú að Kúba geti snúið aftur til þyngdarsviðs sem er náttúr- legra. Undir stjórn Carters hafði þetta næstum því gerst. Heyrðu mig: með því að heimurinn telur ntig agent Kúbumanna skal ég segja þér eina sögu. Kvöldið sem úrslit urðu kunn í forsetakosning- unum í Bandaríkjunum var ég samferða Fidel Castro í bíl inn til Havana. Fidel tók upp símann og rödd sagði: „Það var Reagan“. Fidel skellti á. Hann barði af afli á hné sér og sagði öskuvondur: „Sá djöfuls ajatollahórusonur“. Þú sérð hvað hann var að fara...“ Suðuramerískt sjónarhorn Með öðrum orðum: Marques þykir miður, að Kúbumenn skulu svo háðir Sovétríkjunum sem raun ber vitni, en telur að áratuga viðskiptabann Bandaríkjanna og viðleitni til að einangra þá sem mest í Rómönsku Ameríku séu höfuðástæðan fyrir því að Kúbu- menn séu ekki „á eðlilegu þyngd- arsviði". Hann minnti líka á það, að Kúbumenn geta aldrei orðið sovéskt leppríki fyrst og fremst í augum umbótasinna í Rómönsku Ameríku. Ekki aðeins vegna þess sem Kúbu- menn hafa gert til að bæta hag snauðra manna heima fyrir - heldur vegna þess að þeir hafa verið Bandaríkjunum nokkuð stór þyrnir í augum. Og menn þurfa ekki að vera ýkja fróðir um sögu Mið- og Suður-Ameríku, í sögu sambúðar hákarlsins og sar- dínanna, til að skilja, að hver sem lendir í andstöðu við Stóra bróður í norðri - hann mun all- miklar vinsældir hljóta í álfunni, hver svo sem hann annars er. - áb. Davíð byggir á sandi Hvítasunnumenn í Reykjavík standa sem kunnugt er að allmik- illi bókaútgáfu. Nýlega kom frá þeim Dæmisagan um tvö ný hús og er þar sem vænta mátti rakin frásagan af ipanninum sem byggði hús sitt á bjargi og hinum sem byggði á sandi. Þar er þó fleira á ferðinni en Biblíuboðskapurinn einn. Þegar rakin hefur verið sagan af húsinu á bjarginu segir: „En það voru ekki öll hús sem stóðust storminn þessa nótt. Maður sem hét Davíð var nýbú- inn að byggja sér hús á sandinum fyrir utan borgina. Hann hafði beðið bóndann að selja sér land alveg eins og Símon hafði gert. „Komdu með mér“, sagði bóndinn. „Ég ætla að sýna þér landið sem ég hef til sölu“. Fyrst fór hann með Davíð að klettasvæðinu. Hann sýndi hon- um hve mikið land Símon hafði keypt og hve mikið land var eftir. „Hér er fallegt útsýni“, sagði Davíð, „en þetta er langt frá þorpinu. Sýndu mér hinn hluta svæðisins sem þú átt.“ Bóndinn fór með Davíð niður að sandsléttunni. Davíð leist strax vel á það. „Þetta er mjög fínt“, sagái hann meðan hann leit í kringum sig. „Vatn rétt hjá, sléttlendi og jörð sem auðvelt er að grafa - mennirnir mínir geta byrjað strax. Ég ætla að kaupa þessa jörð.“ Sögulokin eru öllum kunn. Óveðrið kom og áin flæddi yfir bakka sína. „Með miklum hávaða hrundi hús Davíðs til grunna. „Sandur! Ó, hvers vegna byggði ég á sandi?“ hrópaði Davíð út í myrkrið“.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.