Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Ert þú með í Ölfusborgir um næstu helgi? Opin ráðstefna um í nútíð og framtíð Látið skrá ykkur strax í sima 17 500 fjölmiðlun Alþýðubandalagið efnir um næstu helgi, 6.-7. nóvember, til op- innar fjölskylduráðstefnu í Ölfus- borgum um fjölmiðla í nútíð og framtíð. Ráðstefnustjórar: Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Kristín Ólafs- dóttir. Umræðuefni Á ráð stefnunni verður fjallað í nokkrum umræðulotum og í hóp- starfi um sjónvarps- og fjarskipta- hnetti, tölvutækni, upplýsingaþjóð- félagið, vídeóvæðinguna, kapal- sjónvarp, landshlutaútvarp, svæðisútvarp, útvarpslagafrum- varpið, lýðræðislega fjölmiðlun, menningarstefnu og hlutverk fjölmiðla. Málshefjendur í hópi þeirra sem beðnir hafa verið að reifa þessi mál á ráðstefn- unni eru Vilborg Harðardóttir, fræðslufulltrúi, Jón Þóroddur Jónsson, verkfræðingur hjá Pósti og síma, Hörður Frímannsson, yfirverkfræðingur sjónvarpsins, Stefán Jón Hafstein, fréttamaður, Guðrún Hallgrímsdóttir,verkfræc ingur, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri, Hjalti Kristgeirsson, hag- fræðingur, Björn Vignir Sigurpáls- son, framkvæmdastjóri Framsýnar og Þorbjörn Broddason, dósent. Kvöldvaka Ráðstefnan hefst kl. 13 á laugar- dag og stendur til kl. 19. Henni verður framhaldið kl. 13 á sunnu- dag og lýkur kl. 19 á sunnudags- kvöld. Á laugardagskvöldið kl. 21 munu Alþýðubandalagsfélagar í Hveragerði og Selfossi standa fyrir kvöldvöku með þátttöku ráðstefn- ugesta. Á sunnudagsmorgni verð- ur frjáls tími til útivistar. Matur og gisting Ráðstefnugjald er kr. 100. Matur og kaffi kostar kr. 300 fyrir fullorðinn, kr. 150 fyrir 6-12 ára, og er ókeypis fyrir börn 0-6 ára. Einn- ig er hægt að fá keyptar einstakar máltíðir fyrir þá sem ekki gista, eða eru aðeins annan hvorn ráðstefnu- daginn. Hvert orlofshús í Ölfus- borgum kostar kr. 400 fyrir nótt-^ ina, en um það geta sex manns sameinast. Allur viðleguútbún- aður er fyrir hendi í Ölfusborgum. Ráðstefnan er opin öllu áhuga fólki um fjölmiðlun. Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa Al- þýðubandalagsins að Grettisgötu 3, Reykjavík, sími 17500. Hvenœr skyldi reynslan kenna okkurað á þessu sviði finnast líklega verstu kostirnir ínýrri fjárfestingu? Að orkufrekur iðnað- jur malar ekki gull - heldur bindur okkur níðþunga skuldabagga? Nýr þáttur að hefjast í stóriðju- harmleiknum Sá þáttur sem nú er að hefjast í stóriðjuharmleik þjóðarinnar lík- ist í mörgu því sem við höfum áður séð þegar tjaldinu var lyft frá því ábyrgðarlausa flani sem einkennt hefur stórvirkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu. Stjórnin og og framkvæmdastjór- inn leggjast í ferðalög. Til að kynna sér hagkvæmni rekstrarins og athuga möguleika á að slá lán! Gullleitar- leiðangurinn Að þessu sinni hefur Helgar- pósturinn tekið að sér að lyfta tjaldinu og leyfa almenningi að líta upp á sviðið og fylgjast með gullleitarmönnum með fullar hendur af gulli. Blaðið hefur síð- ustu vikur rifjað upp að ríkið ætli að leggja 25 miljónir í hlutafé væntanlegrar kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði og hafi þeg- ar reitt af hendi 5 miljónir. Stjórn fyrirtækisins, skipuð 7 fulltrúum stjórnmálaflokkanna, brá við skjótt og keypti bíl á 350 þúsund (fyrir síðustu gengisfellingu) og brá sér í tvær Evrópuferðir „til að kynna sér starfsemi verksmiðj a af þessu tagi“, eins og Þorgrímur Gestsson, blaðamaður, segir í Helgarpóstinum 22. okt. Um ferðirnar upplýsir hann þetta: „Samkvæmt heimildum okkar greiddi stjórnin sér ekki aðeins venjulega dagpeninga í ferðinni heldur líka hótelpeninga, risnu- peninga og 60% af taxta verk- fræðinga (230-250 krónur á tímann) ofan á venjuleg stjórnar- laun sem sstjómin hefur skammt- að sér sjálf, þvert ofan í það sem venjulegt er. Og samkvæmt heimildum okkar varð heildar- kostnaðurinn við þessi ferðalög 400 þúsund krónur“. Þjóðviljinn fræddi okkar á því 16. okt. að Páll Flygenring, ráðu- neytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu hefði beðið „framkvæmdastjóra Kísilmálmverksmiðjunnar, Egil Skúla Ingibergsson, um skriflega skýrslu strax í gær“. Þegar Helg- arpósturinn hefur samband við ráðuneytisstjórann nokkrum dögum síðar hefur hann fengið upplýsingar frá framkvæmda- stjóranum enn „ - finnst eðllegt að fengnar verði frekari skýring- ar hjá stjórnarmönnum". - Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, sagðist hafa fengið gögn um þetta mál en ekki hafa haft tíma til að kynna sér það. „Þetta verður athugað þegar tími gefst“, sagði ráðherra. Týndi fj'ársjóðurinn Nú skiptir auðvitað ekki höf- uðmáli hvað kemur frekar í ljós um heimsreisur síðustu stóriðju- greifanna sem þjóðin hefur eignast enda þótt fyrstu verk þeirra lofi ekki góðu. Mestu skiptir að ekki verði flanað út í enn eina virkjun, sem við ekki þurfum strax, og enn eina stóriðjuframkvæmd, sem engum arði skilar. Og kosta þarf af almannafé áratugum saman ef tímanna tákn rætast og reynslan verður hliðstæð því sem gerðist með málmblendiverk- smiðjuna á Grundartanga. Við megum ekki við því að týna fleiri fjársjóðum í skuldafen stórvirkjana- og stóriðjufram- kvæmda. Við verðum að vona í lengstu lög að Hjörleifur láti fara vandlega í saumana á „hag- kvæmnisathugunum" verk- smiðjunnar á Reyðarfirði - enda þótt æpt sé hátt á auknar virkjana- og stóriðjuframkvæmd- ir i mörgum kjördæmum. Og auðvitað sé þörf á atvinnuupp- byggingu á Austurlandi. Hvenær skyldi reynslan kenna okkur að á þessu sviði finnast líklega verstu kostirnir í nýrri fjárfestingu? Að orkufrekur iðnaður gefur ekki gull - heldur bindur okkur níðþunga skuldabagga. Hagsmunastreitan í þessunt málum stöndum við nefnilega frammi fyrir furðu- legum þverstæðum. Flokkurinn, sem samkv. öllum sólarmerkj- urn ætti að vara við meira af óarðbærri og vitlausri fjárfest- ingu af hálfu ríkisins, heimtar meira af svo góðu! Það eru að vísu til skýringar á því að Sjálf- stæðisflokkurinn lendir í því hlut- verki að gala hæst um meiri ríkis- fjárveitingu til virkjana og fleiri samninga við erlenda stóriðju- hringa. Málið gefur okkur nefnilega sýn inn í einn meginvanda hins lýðræðislega fulltrúakerfis okk- ar, sem m.a. gefur alþingi og ríkisstjórn vald til að ákveða allar stærstu og fjárfrekustu fram- kvæmdir í landinu. Þar með er alþingismönnum skákað í þá stöðu að þurfa að vera á þönum að útvega kjördæminu sínu virkjun eða verksmiðju. Hvað sem það kostar! Og þetta heitir ýmsum fögrum nöfnum eins og menn vita: atvinnuuppbygging í dreifbýlinu, sköpun nýrra atvinn- utækifæra, fjárfesting fyrir fram- tíðina o.þ.u.l. En sannleikurinn er hins vegar sá að hér hefur verið leikinn stórhættulegur leikur sem verður að stöðva. Það verður hins vegar ekki gert nema fjöl- miðlar og þeir stjórnmálamenn, sent meta þjóðarhag meir en þröngsýna hagsmunastreitu kjós- endahópa í nánd við virkjana- og verksmiðjusvæði sem eru í sigt- inu, taki af skarið. Þeir þurfa að lyfta umræðum um þessi mál á nýtt plan, setja þær í samhengi við veruleika vorra tíma og hætta að hugsa í líkingum sem tilheyra liðinni tíð. Skilningsleysið Hefur þú t.d. lesandi góður einhvern tíma heyrt stóriðjupost- ulana tala um kreppu eða lægð? Alltaf þegar ég heyri eða sé eitthvað haft eftir framkvæmda- stjóra málmblendiverksmiðjunn- ar á Grundartanga um verðið á framleiðslunni þá er það „í lægð“. Það hefur verið það síðan verksmiðjan hóf starfsemi sína. Það er engu líkara en þessir menn haldi að við lifum svipaða tíma og á fjórða áratugnum - kreppu af sama tagi og þá reið yfir! Þeir þurfa að læra lexíuna sína að nýju. Við erum nefnilega á leið út úr tímum þess iðnbyltingar- og hag- vaxtarskeiðs sem gerði stál og málmblendi að dýrri og eftirsóttri vöru og inn í skeið sem gefur allt öðrum iðngreinum möguleika. Því miður er ekki tækifæri til að fara nánar út í þá sálma hér. Ég verð að nota síðustu línurnar til að rifja upp fáein atriði sem miklu skipta. Örstutt yfirlit um helstu áfangana í stóriðju- og stórvirkjanaharmleik íslendinga. Höröur Bergmann skrifar Hrakfaliabálkurinn • Álsamningurinn var gerður vegna þess að hvorki sérfræðing- ar né stjórnmálamennirnir, sem þá réðu, skildu tákn tímanna. Þeir héldu að það væri síðasti séns að selja raforku úr vatnsafls- virkjunum því að kjarnorkuver myndu framleiða svo ódýra orku næstu árin! • Sá samningur er ein meginor- sök þess að raforkuverð til al- menningsveitna hefur meira en sexfaldast á föstu verði síðan 1969. (Sjá grein Kjartans Ólafs- sonar í Þjóðviljanum 23. okt.) • Hin meginorsökin er vitlaus fjárfesting og offjárfesting í raf- orkuverum og vegur Krafla þar þyngst á metunum. (Þetta er skoðun mín - en ef hún er röng verður hún vonandi leiðrétt af þeim sem betur vita). Enda þótt það komi þessu máli ekki beinlín- is við má geta þess að Alþýðu- blaðið upplýsir um Kröflu daginn sem þetta er skrifað, að í ár fari 220 miljónir úr ríkissjóði til að „ - greiða fjármagnskostnað af fyrir- tækinu“. 1000 kr. á nef, takíc! • Krafla er dæmi um annars konar mistök en álverið. 'Stjórn- málamennirnir sem Norðlend- ingar höfðu sent á þing urðu auðvitað að útvega þeim virkjun eftir að Laxárverkið var sprengt í loft upp - annars hefðu þeir varla átt von um endurkjör. Og það var ekki tími til að bíða eftir lokaniðurstöðum undirbúnings- rannsóknanna. Enda ekki bein- línis þörf á því. Peningarnir úr ríkissjóði koma jú svífandi niður úr loftinu eins og allir vita! • Málmblendiverksmiðjan á Grundartanga er dæmi um að bæði þeir stjórnmálamenn sem réðu ferðinni og sérfræðingarnir gátu ekki áttað sig á nýjum tím- um og veðjuðu á stál (efni notað í Vegaframkvæmdir á vcrksmiðjustæðinu við Reyðarfjörð. (Ljósm. - Lúðvík) Stjórn kísilmálmverksmiðjunnar á heimaslóðum. - Færhún hlutverk í lokaþætti stóriðjuharmleiksins? stál). Sennilega hefur líka ein- hver verið að tryggja endurkjör sitt með peningum annarra. Ég man þó glöggt að Jónas Árnason var ekki í þeirra hópi. Hann fór einn með sínu liði, sem skildi bet- ur en sérfræðingarnir, og sáði grasfræi í moldina sem búið var að róta úr grunni væntanlegrar verksmiðju. Því miður fékk það ekki að vaxa í friði. í byrjun októ- ber varð ríkið og Elkem að greiða 68 milljónir til að halda rekstrin- urn gangandi nokkra mánuði enn! • Til þess að kísilmálmverk- smiðja á Reyðarfirði geti borið sig þarf verðið á framleiðsluvör- unni að vera 1200 dollarar tonn- ið. Það er nú 800 dollarar. (Sjá Helgarpósturinn 22. okt.) Látum tjaldið falla Eftir að Landsvirkjun tilkynnti að heildsöluverð á raforku til almenningsveitnanna hækkaði um 35% 1. nóvember (álverk- smiðjan er auðvitað undanskilin) dettur vonandi engum í hug að halda áfram hagkvæmnisathug- unum á hinni raforkufreku kís- ilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Stjórnin getur fengið að vera heima um jólin. Egill Skúli getur fengið bílinn góða í sárabætur um leið og þessu fargani verður létt af okkur. Og fær tækifæri til að snúa sér að þarfari verkefnum - eins og fleiri. Um leið væri hægt að gefa staðarvalsnefnd fyrir ís- lenskt álver frí um alla framtíð. Verð á áli, málmblendi og kísil- járni er nefnilega ekki í neinni „lægð“ - það er fallið. Látum því tjaldið falla. Látum lokið þeim fjárhagslega harmleik sem stóriðjupostularnir hafa sett á svið fyrir þjóðina. Aðgöngu- miðarnir eru of dýrir. Við viljum ekki sjá meira.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.