Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 3. nóvember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðámenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 KvöÍdsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Albert Guðmundsson: l Olympíu- skákmótið í Sviss Frá Helga Ólafssyni, frétta- manni Þjóðviljans í Sviss: íslensku sveitinni gekk vel í 4. umferð Ólympíuskákmótsins í Sviss í dag, sigraði sveit Nýja Sjá- lands 3:1. Að vísu fór skák Guð- mundar Sigurjónssonar á 1. borði gegn Small í bið en hún er steindautt jafntefli. Jón L. Árna- son sigraði Sarapu á 2. borði, Helgi Ólafsson sigraði Nokes á 3. borði en Jóhann Hjartarson gerði jafn- tefli gegn Smith á 4. borði. Kvennasveitin íslenska tefldi við skosku sveitina, Ólöf Þráinsdóttir og Sigurlaug Friðþjófsdóttir gerðu báðar jafntefli, en Áslaug Kristins- dóttir á óljósa biðskák. Eftir 4. umferð eru Tékkar efstir með 13 vinninga, en þeir sigruðu Svía 3V2-V2 í dag. Allar skákir So- vétmanna og Júgóslava í dag fóru í bið, og vekur athygli að Karpov stendur verr gegn Ljubojevic. Annars er röðin afar óljós vegna fjölda biðskáka. Þess má geta að fyrir umferðina í dag voru Sovétmenn efstir með 10,5 v. af 12 mögulegum, en ís- lenska sveitin var í 17. til 21. sæti með 11 vinninga. Eftir sigurinn í dag gæti ég trúað við værum nærri 10. sætinu. í kvennaflokki var kínverska sveitin efst fyrir 4. umferð og hefur frammistaða hennar vakið verðskuldaða athygli, en Kínverjar leggja nú ofurkapp á að ná á topp- inn í skák. A morgun (í dag) er frídagur á mótinu en 5. umferð verður tefld á fimmtudag. - Hól/S.dór. Síðustu fréttir Guðmundur gerði jafntefli eins og við var búist og Áslaug einnig í kvennaflokki. Islendingar og Skotar gerðu því jafntefli í kvenna- flokki IV2-.IV2. Hækkun hita og rafmagns Afgreiðslu frestað Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun var frestað að taka afstöðu til hækkunarbeiðna rafmagns- veitna og hitaveitna og málinu vís- að aftur til gjaldskrárnefndar. Nið- urstöðu er að vænta síðar í vikunni. - v. Framkvæmdir við fræsingu slitlagsins á Ártúnsbrekkunni hafa gengið mjög illa og verður að fara þrjár umferðir vegna þess hve steinsteypan er hörð. Ljósm. - eik. Ekki ætlunin að malbika yfir „Nei, það cr ekki ætlunin að mal- bika þar sem fræsarinn hefur farið yfir, því að þessi nýja aðferð kemur í rauninni í staðinn fyrir að mal- bika í hjólförin sem myndast í mal- bikið eftir nagladekkin", sagði Guttormur Þormar yfirverk- fræðingur umferðardeildar Reykjavíkurborgar í samtali við Þjóðviljann í gær. Vegagerð ríkisins og Reykjavík- urborg hafa í surnar staðið fyrir fræsingu á slitlagi vega víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Var leigð til verksins heljarmikil véla- samstæða frá Bandaríkjunum og verkið boðið út. Þar sem slitlag hefur verið lagt margsinnis hefur það smám saman náð upp fyrir gangstéttarbrúnir, auk þess sem vatn myndast og ísing hefur safnast í hjólför sem myndast í slitlagið vegna notkunar nagladekkja. Við spurðum Guttorm hvort ekki væri hætta á að bílar „flytu“ í vatni sem safnaðist í götunum, og hvort ekki væri hætta á að mikil ísing mynd- aðist þar. „Við teljum að þetta sé betri að- ferð en hingað til hefur verið not- uð, og mér sýnist að hið hrufótta yfirborð eftir fræsarann hljóti að vera betra í vatnsveðri og hálku, heldur en slétt yfirborð malbiksins. Ég hef nýlega verið á ferð úti í Evr- ópu og þar er mikið farið að nota þessa aðferð þar sem slitlög hafa oft verið lögð og þar er þetta talið gefast vel. Hitt er svo annað mál að þegar hálka er, verða menn auðvit- að að vera á varðbergi og slysa- hættan hlýtur að stóraukast“. Guttormur sagði að fram- kvæmdir við fræsingu slitlags í Ár- túnsbrekku í Reykjavík gengju illa og að verkið tæki mun lengri tíma en áður hafði verið reiknað með. Ástæðan væri sú að steinsteypan væri afar hörð og tennur í fræsaran- um vildu brotna. Tæki verkið því 12-14 daga í stað 4ra daga eins og búist hafði verið við. Sömu erfið- leikar komu upp við fræsingu Reykjanesbrautar í sumar. - v. Valdarán Seðlabankans „Seðlabankinn á ekki að fjarstýra ríkisstjórn landsins - þetta kalla ég valdatöku.“ Á þessa leið mælti AI- bert Guðmundsson í framhaldsum- ræðum í gær um vaxtaákvörðun Seðlabankans. Gagnrýndi Albert Seðlabank- ann harðlega fyrir aðgangshörku við viðskiptabankana. Seðlabank- inn hefði ætlað sér hærri vexti en hann gæfi innlánsstofnunum. Valdataka Seðlabankans í banka- kerfinu væri ekkert ný, en valdataka hans í pólitíkinni væri ný af nálinni. Harmaði Albert ráðstaf- anir Seðlabankans og lýsti allri ábyrgð af þeim til Seðlabankans. Samkvæmt lögum ætti Seðlabank- inn að framkvæma stefnu ríkis- stjórnarinnar þegar um ágreining væri að ræða, enda hefði þá verið búið að gera grein fyrir ágreiningi opinberlega. Sagðist hann ekki sjá annað en bankamálaráðherrann hefði beðið stjórn Seðlabankans á hnjánum, en engu að síður hefði stjórn Seðlabankans látið við ríkis- stjórnina einsog hún segði: Pið ntegið sitja í stólunum, en við höf- um völdin. Þarna hefði átt sér stað valdarán, og hann væri sammála félagsmála- ráðherra um að ný lagasetning þyrfti að koma til um þessi mál. Á þingsíðu í dag er sagt frá um- ræðum um vaxtamál á alþingi í umræðan í gær birtingar þar til á fyrradag, en að öðru leyti bíður næstunni. -óg Geir Hallgrímsson: Ekki fétt hjá Albert „Það er fjarri lagi að mínu mati”, sagði Geir Hallgrímsson í gær- kveldi á þingi, „að Seðlabankinn hafi verið að taka ráðin af ríkisstjórn- inni.” Þar með lýsti hann sig ósammála Albert Guðmundssyni, þannig að fleiri en eitt sjónarmið virðast uppi innan Sjálfstæðisflokksins um vaxtahækkun Seðlabankans. Þá sagði Geir að ríkisstjórninni hafði verið í lófa lagið að stöðva vaxtahækkunina. -úg Tímabundið atvinnuleysi á Ólafsfirði: „Bjartara framundan” segir Björn Þór Ólafsson formaður atvinnumálanefndar á Ólafsfirði „Vandinn er sá að einungis einn togari af þremur sem gerðir eru út frá Ólafsfirði er á veiðum, auk þess sem nú fara fram viðgerðir á vinnslusal annars frystihúss á staðnum“, sagði Björn Þór Ólafs- son formaður atvinnmálanefndar Ólafsfjarðar í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Nú eru 10 manns á atvinnuleysis- skrá á Ólafsfirði, en eftir daginn í dag mun fjöldinn verða á milli 140 og 160 að sögn Björns Þórs. Þar er þó að mestu um tímabundið atvinnuleysi að ræða, því að eftir helgina kemur togarinn Sigurbjörn af veiðunt og mun leggja aflann uppáÓlafsfirði. Þeir lOsemnú eru á atvinnuleysisskrá eru skipverjar af Ólafi Bekk, sem bilaði fyrir skömmu. Sólberg hefur hins vegar verið í slipp, en vonir standa til, að það komist á veiðar í næstu viku. „Hér eru fleiri vinnslustöðvar og engum hefur verið sagt upp í salt- húsunum til dæmis. Þessi vandi hefur verið blásinn út og hann er að mestu leyti tímabundinn sem betur fer. Hins vegar er gert ráð fyrir að viðgerðir á vinnslusal Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar taki hálfan mán- uð til þrjár vikur og þar mun hópur af konum missa atvinnuna á með- an“, sagði Björn Þór Ólafsson for- maður atvinnumálanefndar Ólafs- fjarðar að lokum. Næg atvinna hefur verið á Olafs- firði það sem af er ársins og gera menn nyrðra sér góðar vonir um að togarinn Sigurbjörn komi með vænan afla að landi nú fljótlega eftir helgina. Björn Þór Ólafsson Vaxtamálin: Bankastjóra- og ráðherra- fundur A ríkisstjórnarfundi í gær var á- kveðið að boða til fundar með bankastjórum Seðlabankans og ráðherrum atvinnumála innan skamms tínra um vaxtakjör afurða- lána. Þetta mun vera gert samkvæmt tillögu Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra, að því er hann sagði í umræðum á Alþingi í gær.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.