Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. nóvember 1982 Vísindi á íslandi Með stærstu gjóskugosum Rannsóknir á yngstu eldgosun-i um á Veiðivatnasvæðinu hafa leitt í ljós að tvö yngstu gosin eru basísk gjóskugos á mjög löngum gossprungum. Hvor gossprunga er um 40 km og gjóskumagnið í hvoru gosi er 4 km3. Yngsta gosið er frá því um 1500 en næstyngsta gosið frá því um 900. Þessi gos eru í hópi stærstu gjóskugosa, sem orðið hafa á ís- landi síðan land byggðist Hraungos voru ríkjandi þáttur í eldvirkni þessa svæðis frá því að jökultíma lauk og fram til um 900. Hraunin runnu í farvegi vatnsfalla og hækk- uðu farvegina, en það olli hækkun á gunnvatnsborði svæðisins og hugsanlega myndun víðáttumikils lóns í Veiðivatna- dældinni. Þetta tvennt virðist hafa valdið breytingum á eldvirkninni og vera meginorsök þess að tvö yng- stu gosin eru gjóskugos en ekki hraungos. Verkefnið er styrkt af Landsvirkjun og Vísindasjóði ís- lendinga. Að hugsa eins og... Siggi og Jói voru búnir að gera út sitthvorn togarann frá sama plássinu í fjöldamörg ár. Allan þennan tíma hafði Jói komið með mun meiri afla að landi en Siggi þótt aðstaða þeirra væri í öllu hin sama. Einu sinni þegar þeir voru í landlegu mannaði Siggi sig upp og spurði Jóa hvernig gæti eigin- lega staðið á því að hann aflaði alltaf minna, þrátt fyrir það að þeir sæktu á sömu mið á sams- konar togurum. ,,Jú sjáðu til Siggi minn“, sagði Jói „það er einfaldlega vegna þess að þú hefur aldrei getað hugsað eins og þorskur", Rugl dagsins „í bókinni kemur fram, að leikarinn var frá unga aldri af- skaplega upptekinn af kynlífi, þ.e.a.s. tilhugsuninni um að fara í rúmið með konu“. Dagblaðið-Vísir Aðeins 1834 handvirkir Aðeins 1834 símnotendur verða með handvirkt samband um næstu áramót. Flestir þessara notenda eru í strjálbýlustu byggðum landsins. Ahersla á öryggi í umferðinni framfylgja þeim reglum sem um- ferðinni eru settar og búa bæði sjálfan sig og farartæki sitt þannig út að óhætt er í akstri. Hér á eftir verður fjallað um einn þátt öryggismála sem oft er ekki nógu mikill gaumur gefinn en getur skipt sköpum, það eru öryggisstólar fyrir börn í bif- reiðum. Síðar verður fjallað um notkun öryggisbelta, öryggisút- búnað fyrir vélhjólafólk og þá sem eru á reiðhjólum. Slæm göt- ulýsing og sjónsvið ökumanna, vanskráð slys og ýmislegt fleira verður tekið til umfjöllunar. Bamaöryggisstólar í bifreiðir Mörgum er mjög ábótavant r r segir Olafur Olafsson landlœknir Næstu dagana ætlum við að helga hluta af 2. síðunni örygg- ismálum og slysavörnum í um- ferðinni. Það er því miður sorgleg staðreynd sem við komust ekki hjá að horfast í augu við, að á sama tíma og umferðarslysum fer fækkandi í næstu nágranna- löndum okkar fer þeim fjölgandi hér. Þetta er ískyggileg þróun sem verður að snúast gegn. Það verður að gerast með auknum skilningi og samtakamætti al- mennings, því það hlýtur að vera einlæg von allra að koma í veg fyrir umferðarslys. Það dugir ekki að segja slíkt, það verður að Á síðustu árum hefur það si- fellst aukist að barnafólk komi fyrir sérstökum öryggisstólum fyrir ungabörn í bifreiðum sín- um. Framan af var hins vegar ekkert eftirlit með innflutningi á slíkum öryggisstólum og ekki eru í gildi nein lög sem kveða á um að börn verði að véra í slíkum örygg- isstólum. Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í samtali að útbúnaði margra þessara stóla væri mjög ábótavant. Sumum væri aðeins smeygt yfir sætisbakið og lítil vörn íslíku þegaróhappyrði. Það þyrfti að bolta þessa stóla niður óg stólarnir sjálfir þyrftu að vera viðurkenndir af ábyrgum aðilum sem öryggistæki. Hérlendis giltu því miður engar reglur um þessa hluti en landlæknir sagðist vita til þess að í ýmsum ríkjufn eins og Florida væri skylda að 5 ára börn og yngri væru beltuð í öryggis- stóla þegar þau væru í bifreiðum. Hjá Bifreiðaeftirlitinu feng- um við þær upplýsingar hjá Lár- usi Sveinssyni skoðunarmanni að engar reglur giltu um skoðun á öryggisstólum, þegar bifreiðar kæmu til árlegrar skoðunar. Hann sagði líkt og landlæknir að þessir stólar sem hér væru í bif- reiðum væru mjög misgóð örygg- .istæki, aðallega væru festingar lé- Hún Melkorka er örugg í sínum öryggisstól enda er hann tryggilega festur, vandaður og viðurkenndur. Því miður er ekki hægt að segja það sama um alla aðra barnaöryggisstóla sem eru í umferð. Mynd-gel. legar. Engu væri líkara en allt seldist hversu lélegt sem það væri. Lárus sagði að sjaldan sæi hann barnaöryggisstóla í þeim bifreiðum sem hann skoðaði, kannski væri ástæðan sú að eigendurnir tækju þá úr bílunum fyrir skoðun, svo sæist ekki hvað þeir væru lélegir. Bílanaust í Síðumúlanum verslar með öryggisstóla fyrir • Ibörn. Gunnar Sigurðsson starfs- maður þar sagði að þeir versluðu aðeins með viðurkennda stóla sem væru breskir frá fyrirtækinu KL Jeenay. Hægt er að fá stólana í nokkrum tegundum, en ódýr- asta tegundin og jafnvel sú besta *d-sögn Gunnars kost«rt®<WW ■Þeir dýrustu kosta 1210 kr. Stól- arnir eru boltaðir í boddýið. Þeir eru úr harðplasti, sem er sveigjanlegt og brotnar ekki, bólstraðir og hægt er að fá þá með ullaráklæði. Miðað er við að börn séu í stólnum allt fram til 5 ára aldurs, en stólarnir eru gefnir upp fyrir mest 18 kg. Mik- ill kostur er að hægt er að stilla öryggisólarnar í stólnum eftir hæð barnsins. Gunnar sagðist eiga því láni að fagna að barn hans slapp algjör- lega ómeitt úr allhörðum árekstri sem hann lenti í fyrir nokkru. Barnið var í góðum öryggisstól og hló í stólnum sínum þegar árek- sturinn var afstaðinn. _ ig. Þessa skemmtilegu veggskreytingu rak blaðamaður augun í þegar hann var á ferð á Fáskrúðsflrði á dögunum. Hvort sem hér er kristals- mynstur snjókorns eða galdrarúm á húsveggnum j þá fellur skreytingin sérstaklega vel saman við snjóalögin í Hoffelli sem gnæfir tignarlega yfir byggðina. Mynd-lg Sífellt eykst pósturinn Póstmagn á íslandi hefur á undanförnum árum aukist að meðaltali um 10% og á 8 árum hefur það tvöfaldast. Póststarfsemin í Reykjavík hefur fyrir iöngu sprengt utan af sér allt húsnæði en nú horfir til betri vegar því von bráðar verður tekin í notkun ný póstmiðstöð í nýbyggingu Pósts og Síma við Suðurlandsbraut. —Það verður að vona að betur takist til en hjá frændum. okkar Dönum þegar þeir tóku loks í notkun nýja og fullkomna póst- miðstöð fyrir rúmu ári. Allt kerfið fór ur skorðum og margar póstsendingar sem fóru í gegnum nýju póstmiðstöðina hafa aldrei komið til skila. „Þó náttúran sé lamin með lurk...” Það bar til árið 1831 að Dani nokkur, Th. Barum, fyrirfór sér um borð í skipi sínu, sem lá á Reykjavíkurhöfn. Krieger stipt- amtmaður lagði svo fyrir að Dan- inn skyldi hljóta leg í vígðri mold, enda þótt hann hefði horfið af ' þessum heimi með áðurgreindum hætti. Sættu ýmsir sig illa við þennan úrskurð en svo varð, sem stiptamtmaður vildi Annars var Krieger vinsæll maður og vel látinn. Helst var það talið honum til ámælis að hann tæki of miklum silkihönsk- um á atferli, sem ekki þótti alls- kostar siðsamlegt, svo sem sambúð ógifts fólks. Leiddi þetta tii nokkurrar sundurþykkju með stiptamtmanni og Bjarna skáldi og yfirdómara Thorarensen, sem var maður mjög siðavandur og taldi það eitt af hinum þýðingar- mestu hlutverkum hins verald- lega valds að hefta eftir föngum og taka hart á aílri „ósiðsemi". En löngum hefur það nú samt viljað ásannast, að „þótt náttúran sé lamin með lurk leitar hún út um síðir“. - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.