Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Þriðjudagur 9. nóvember 1982 Sighvatur Björgvinsson: Alþýðu- flokkurinn er tíl vlnstri Alþýðuflokkurinn er vinstri floxkur og það var staðfest á flokks- þinginu, sagði Sighvatur Björg- vinsson formaður þingflokks Al- þýðuflokksins í viðtali við Þjv. í gær. Sighvatur sagði einnig að meg- inniðurstöður flokksþingsins væru þær, að lýst hefði verið yfir sam- stöðu með friðarhreyfingum og lögð áhersla á friðarpólitík. í öðru lagi hefði þingið lagt áherslu á framtíðarlausnir í efnahagsmálum í stað þess að reynt væri að búa til bráðarbirgðalausnir á þriggja mán- aða eða ársfjórðungsfresti. - óg Vilmundur tapaði kosningum: Móralskur sigur Ekki munaði miklu á Magnúsi Magnússyni og Vilmundi Gylfasyni í kosningu til varaformanns á flokksþingi Alþýðuflokksins um helgina. Magnús hlaut 126 atkvæði en Vilmundur 114 atkvæði. Hagvanir kratar túlka þessi úrslit sem mikinn sigur Vilmundar, því þarmeð hafi hann sýnt Jóni Bald- vin og öðrum hugsanlegum keppi- nautum um efsta sæti kratalistans í Reykjavík til þingkosninga í tvo heimana. Með þessum úrslitum er talið að Vilmundur hafi unnið orr- ustu í prófkjörsstríði hjá Alþýðu- flokknum. - ekh Hraðakstri lauk með dauða 15 ára stúlku Hörmulegt slys varð í Kópavogi sl. föstudagskvöld þegar hraðakstur réttindalauss bílstjóra endaði með þeim afleiðingum að bifreiðin valt og 15 ára gömul stúlka sem var farþegi í bílnum lést. Ein stúlka liggur á Borgarspítalanum en þrír aðrir sem í bílnum voru fengu að fara heim að lokinni skoðun. Tildrög slyssirjs munu hafa verið þau að lögreglan í Kópavogi veitti athygli bifreið sem ekið var á mikl- um hraða austur Nýbýlaveg og hóf lögreglan strax eftirför. Við Suður- hiíðarveg, austast í Kópavogi missti ökumaðurinn.semerlt- ára gamall og því án ökuréttinda, vald á bifreiðinni. Talið er að unga stúlkan, sem hét Ingunn Hildur Unnsteinsdóttir, hafi látist sam- stundis. Dauðaslysin í umferðinni í ár eru nú orðin 23 en allt árið í fyrra urðu þau 24. - v. Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins i' þessum Aðalsími Kvöíclsíiiii Helgarsími sínum: Ritstjóm 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ijósmyndir 81257. afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðámenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Grunnmynd af Skollhólahelli gerð af Árna Hjartarsyni. Manngerðir hellar á Suðurlandi: þessu tagi eru í Jarteinabók Þor- láks helga frá því um 1200 en þar er greint frá hellum á Odda á Rangárvöllum sem nú eru týndir. Munnmæli hér á landi, og rann- sóknir sem Guðmundur og Ant- on Holt gerðu á Kolholtshellis- helli í Árnessýslu 1976-1977 benda til þess að þar hafi verið búið frá landnámsöld og fram á 16. öld. Sá heilir er 4 metrar á breicid, 10 á lengd og 2 á hæð. í hellisvegginn eru höggnar holur og krot sent gætu verið rúnir og einnig er þar lítið krossmark. í Skollhólahelli eru sem fyrr segir tveir krossar og sagðist Guðmundur telja þá vera ætlaða til heilla, rétt eins og löngum var markaður kross á veggi eða í tré til að blessa fjárhúsin. Þeir eru rómanskrar gerðar og mjög skýrir. í Gegnishóiahelli hefur hins vegar fundist þrefalt kross- undirbúið spurningalista sem Krossmark og krot á vegg SkoII- mark, einn stór kross og tveir ætlað er að afla upplýsinga um hólahellis í landi Áss. minni, sem algengir voru á tíma- hellana hjá íbúum Suðurlands- Ljósm.-eik. bilinu 500-100C«e.Kr., og fundist undirlendisins. miklukrotiáveggjum. Þarmásjá hafa á írlandi og í Norðimbra- Þjóðviijinn slóst í för með rúnir, ártöl og áletranir auk landi. Guðmundur sagði að fara sagnfræðingunum Guðmundi J. tveggjakrossasemristirhafaver- þyrfti varlega í að draga ályktanir Guðmundssyni og Birni Þor- ið f hellisvegginn. af þessum upplýsingum og leita steinssyni að Asi í Holtahreppi til Að sögn Guðmundar veit eng- betur heimilda um slíka krossa aðskoðaþarhellanúumhelgina. jnn hversu gamlir þessir hellar frá öðrum löndum. Það sem Að Asi eru fjórir hellar og er eru,þvfafútlitinueinumáekkert brýnast væri nú væri að rannsaka Skoilhólahellir þeirra merkastur, um það ráða, mun frekar af slit- hellana til þrautar áður en þeir enda best varðveittur og með jnu. Elstu heimiidir um hella af skemmdust frekar. Fjárhagsstaða Landsvirkjunar slæm: Óverjandi mlsmunun — segir Guömundur J. Guömundsson, sagnfræöingur Á Suðurlandi hafa hellar, höggnir í sandstein, lengi verið notaðir sem fjárhús, Ijós og hlöður og eru til sagnir og sann- anir um að búið hafl verið í amk. tveimur þeirra. Þeir eru margir enn í notkun sem geymslur en þeir elstu sem lengst hafa staðið ónot- aðir liggja nú undir skcmmdum. Eru síðustu forvöð að rannsaka þá til hlítar og hefur Þjóðhátta- deild Þjóðminjasafnsins m.a. Á yflrstandandi ári er talið að rekstrarhalli Landsvirkjunar verði um 145 mil|jónir króna, þrátt fyrir að hún hafl hækkað gjaldskrá sína um 80% umfram verðlagshækkan- ir á síðustu þremur árum. Ef vel ætti að vera og Landsvirkjun að geta lagt fram verulcgt eigið fé til framkvæmda þyrfti gjaldskráin til almenningsveitna að hækka um 159% á næsta ári. Þetta koma fram í ræðu iðnaðarráðherra á vetrarfundi Sambands íslenskra rafveitna sem hófst í gær. „Meginástæðan er sú að rúm 60% orkusölu Landsvirkjunar fara til stóriðju samkvæmt sérstökum — sagði iðnaðar- ráðherra samningum, sem breytast lítið sem ekkert umfram gengisviðmiðun, en aðeins tæp 40% orkunnar renna til almenningsveitna. Það er þessi minnihluti orkusölu Landsvirkjun- ar sem tekur á sig að óbreyttu megnið af kostnaðarhækkunum, og það ásamt háum fjármagns- kostnaði af lántökum fyrirtækisins er meginástæðan fyrir því í hvert óefni stefnir", sagði Hjörleifur Guttormsson. Iðnaðarráðherra kvað þá mis- munun sem væri á orkuverði til stóriðju og almenningsnota vera óverjandi. Starfshópur á vegum ráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að raforkuVerð til al- menningsveitna ætti ekki að vera meira en 50% hærra heldur en til stóriðju. Nú væri þessi munur yfir 400% og stefndi í 650%. Rétt væri að vekja athygli á því að fyrir hverja tíu aura í kílówattstund sem raforkuverð til stóriðju væri hækk- að væri hægt að lækka raforkuverð til almenningsveitna um 15 aura á kwst., en það er nú 36,6 aurar á kílówattstundina. -ekh Prófkjör S j álf stæðisf lokksins í Reykjavík: Gunnar er ekki með enn Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra gaf ekki kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík vegna tilkomandi alþingiskosn- inga, en framboðsfrestur rann út síðdegis í gær. 17 aðilar tilkynntu framboð. Þar í hópi eru allir þingmenn flokksins í Reykjavík utan Gunnar og einnig fyrrverandi þingmenn, þau Guð- mundur H. Garðarsson og Ragn- hildur Helgadóttir. Hins vegar gaf Ellert Schram fyrrum þingmaður ekki kost á sér. Meðal nýliða í prófkjörsslagnum eru tveir úr ungliðaarminum. Jón Magnússon, fyrrum formaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna, eindreginn Gunnars- maður, og Geir Haarde núverandi formaður SUS og eindreginn Geirsmaður. Rétt er að taka fram að upp- stillinganefnd getur bætt við fram- bjóðendum fyrir prófkjörið. ->g- !.Hjörleifur ■Guttormsson rœöir um Álverið og Alusuisse i kvöld: Opinn fundur í Hafnar- firði í kvöld kl. 20.30 boðar Alþýðu- bandalagið í Hafnarflrði til opins fundar með iðnaðarráðherra Hjör- leifl Guttormssyni um málefni Ál- versins í Straumsvík og Alusuisse. Fundurinn verður í Góðtempl- arahúsinu og mun Hjörleifur flytja framsögu og síðan svara spurning- um fundarmanna. Fundarstjóri verður Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi AB í Hafnarfirði. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.