Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 12
16 SIÐA — ÞJÓÐVJLJINN Þriðjudagur 9. nóvember 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Seltjarnarnesi - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins Seltjarnarnesi verður haldinn í fé- lagsheimilinu þriðjudaginn 9. nóv- ember kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og kosn- ing í flokksráð. Helgi Seljan al- þingismaður kemur á fundinn og ræðir stöðuna í íslenskum stjórn- málum. - Stjórnin. Helgi Seljan Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins - í Suðurlandskjördæmi. Fundur kjördæmisráðs veröur haldinn í Vestmannaeyjum dagana 13. og 14. nóvember. Dagskrá: 1) Á að viðhafa forval? 2) Kosning uppstilling- arnefndar. 3) Kynntar niðurstöður starfsnefnda flokksfélaga. 4) Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldinn laug- ardaginn 13. nóvember n.k. í Alþýðuhúsinu og hefst hann kl. 13.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hafnarfirði - opinn fundur Álverið og Alusuisse Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til opins fundar þriðjudaginn 9. nóvember í Góðtemplarahúsinu og hefst kl. 20:30. Dagskrá: 1) Tilnefning fulltrúa AbH í Upp- stillingarnefnd fyrir alþingis- kosningar. 2) Tilnefning fulltrúa AbH í stjórn Kjördæmisráðs. 3) Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ræðir málefni Álversins í Straumsvík og stöðuna gagnvart Alusuisse og svarar fyrirspurnum fundar- manna. 4) Önnur mál. Alþýðubandalagið í Reykjavík Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar um at- vinnulýðræði miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20:30 í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. A fundinum verða emmg kjörnir fulltrúar félagsins á flokksráðsfund og kjörnefnd vegna alþingiskosninga. Tillaga kjörnefndar um fulltrúa á flokksráðsfund og tillaga stjórnar um kjörnefnd vegna alþingiskosninga liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 8. nóvember. Nánar auglýst síðar. Stiórn ABR. Alþýðubandalagið í Borgarnesi og nærsveitum - félagsfundur Félagsfundur verður haldinn sunnudaginn 14. nóvemberkl. 14.00. Fund- urinn verður í Hótel Borgarnesi. Fundaref'ni: 1) Inntaka nýrra félaga, 2) Kjör fulltrúa á flokksráðsfund, 3) Málefni flokksráðsfundar, 4) Undirbúningur forvals, 5) Frá stjórnarnefnd, 6) Áætlun um vetrar- starf. - Stjórnin. Greiðum félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld að nota tækifærið nú um mánaðamótin og greiða gjöldin. Verum minnug þess að Alþýðubandalagið í Reykjavík 4 fjármagnar starf sitt einungis með félagsgjöldum og framlögum félags- manna sinna. Stöndum því í skilum og eflum þannig starf félagsins í Reykjavík. - Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík Stjórn ABR boðar til félagsfundar um: ATVINNULÝÐRÆÐI OG LAUNÞEGASJÓÐI miðvikudaginn 10. nóvember kl. 20.30 í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Dagskrá: 1. Kosning kjörnefndar vegna n.k. al- • þingiskosninga. 2. Kosning fulltrúa ABR í flokksráð. 3. Atvinnulýðræði. Kostir og gallar. Framsaga: Kristín Guðbjörnsdóttir. 4. Launþegasjóðir og framkvæmd þeirra. Framsaga: Ásmundur Hilmarsson. 5. Önnur mál. Tillaga kjörnefndar um fulltrúa í flokksráð liggur frammi á skrifstofu félagsins svo og tillaga stjórnar um kjörnefnd vegna alþingis- kosninga. Stjórn ABR Ásmundur Hjörleifur Rannveig Fundarstjóri verður Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi AbH. Fundurinn er öllum opinn. Kaffi á könnunni. Hafnfirðingar fjöl- mennið. - Stjórn AbH. Líf og land: Matargerð og list Landssamtökin Líf og land taka upp á þeirri nýbreytni í starfi að halda reglulega félagsfundi í byrj- un hvers mánaðar. Fyrsti félags- fundur samtakanna verður haldinn á morgun, miðvikud. 10. nóv., kl. 20.30 í Skólabæ við Suðurgötu 26 (félagsheimili kennara). Gestur fundarins verður Sigmar B. Hauksson, og mun hann flytja erindi um matargerð sem list og vera með lítilsháttar tilraun í því sambandi. Fundargestir eru vin- samlegast beðnir að koma með blað og blýant. Veitingar verða á. boðstólum, allir velkomnir. Holtakexið rennur út Fyrstu níu mánuði þessa árs jókst sala Kexverksmiðjunnar Holts um 45,7% miðað við sama tíma á fyrra ári, að því er Snorri Egilsson aðstoðarframkvæmda- stjóri upplýsir. Frá ársbyrjun til septemberloka var salan í ár 34.606 kassar, en 24.718 kassarásamatímaífyrra. Á þessu ári byrjaði sala á Holtakexi til Færeyja. Þangað eru nú reglu- bundnar afskipanir í hverjum mán- uði. Það sem af er árinu nemur þessi útflutningur 1.420 kössum. -mhg Plasteinangrun hf,: Ný gerð ískassa Plasteinangrun hf. á Akureyri er nú byrjuð að framleiða 90 ltr. fisk- kassa úr plasti, en til þessa hafa eingöngu verið framleiddir 70 Itr. kassar. Gunnar Þórðarson verksmiðju- stjóri segir hina nýju kassa svipaða hinum fyrri, en heldur dýpri. Eru slíkir kassar fyrst og fremst notaðir af þeim, sem gera út stóra togara. Sagðist Gunnar vonast til að fyrir- tækið næði til stærri hluta af mark- aðnum með hinum nýju kössum. Fyrstu 2000 90 ltr. kassarnir sem fyrirtækið framleiddi, voru seldir til Grænlands. Kaupandinn er danska Grænlandsverslunin. Er þetta fyrsta sendingin til hennar, en vonandi fylgja fleiri í kjölfarið. -mhg Prestskosningar i Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi: Kosningin ólögmæt Atkvæði hafa verið talin í prest- skosningum sem fram fóru í Söðul- holtsprestakalli í Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Umsækjandi var einn, sr. Hreinn Hákonarson, sem þar er settur prestur. Á kjör- skrá voru 259, en atkvæði greiddu 124. Umsækjandi hlaut 95 atkvæði, en 29 seðlar voru auðir eða ógildir. Kosningin er ekki lögmæt. Matreiðslumenn Matreiðslumenn Stjórnunarnámskeið I verður haldið mánudaginn 15. nóv., þriðju- daginn 16. nóv., og miðvikudaginn 17. nóv. frá kl. 15:30-18:30. Leiðbeinandi: Höskuldur Frímannsson. NÁMSKEIÐ í NÆRINGARFRÆÐI OG SJÚKRAFÆÐI I verður haldið mánudaginn 22. nóv., þriðju- daginn 23. nóv., og miðvikudaginn 24. nóv. frá kl. 16-19. Leiðbeinandi: Kristinn Haraidsson. Þessi námskeið verða haldin að Óðinsgötu 7. Upplýsingar í síma 19785. Trúnaðarmannanámskeið verður haldið mánudaginn 22. nóv. til og með fimmtudeginum 25. nóv. frá kl. 9-17. Leiðbeinandi: Lárus Guðjónsson. Upplýsingar í síma 19785. Stjórn F.M. Blaðberaróskast Sörlaskjól Bárugata - Túngata DWÐMHNN Útvarpsvirki Véladeild Sambandsins óskar eftir aö ráða útvarps- og sjónvarpsvirkja. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 16. þessa mánaðar, er veitir nánari upplýsingar. SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉLAGA STARFSMANNAHALD Lögfræðingur Vinnumálasamband samvinnufélaganna óskar að ráða lögfræðing til starfa. Starfssvið hans er vinna við kjarasamninga og vinnumarkaðsmálefni. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfsmannastjóra Sam- bandsins fyrir 22. þessa mánaðar, er veitir nánari upplýsingar. VINNUMÁLASAMBAND SAMVINNUFÉLAGANNA Eiginmaður minn Sigurbergur Hjaltason Kaplaskjólsvegi 31 andaðist laugardaginn 6. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ingveldur Guðmundsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.