Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 6
6 SJDA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. nóvember 1982
Októberbyltingin 65 ára
Herskárri tónn til vestnrs
og fríðmælgi við Kína
Sextíu og fimm ára afmælis
Októberbyltingarinnar var
minnst á Rauða torginu í
fyrradag. Við það tækifæri og
önnur nýleg hélt Leonid
Bresjnef ræður, sem þykja
boða nýjan og herskárri tón I
afstöðunni til Bandaríkjanna og
vígbúnaðarstefnu Vestur-
veldanna.
Þetta gerðist samfara því, að al-
mennrar og versnandi svartsýni
hefur orðið vart á Vesturlöndum
um að árangur náist af viðræðum
þeim, sem nú fara fram í Genf á
milli Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna um takmörkun kjarnorku-
vopna og flugskeyta.
Bresjnef hefur í ræðum sínum
ásakað Bandaríkjastjórn fyrir
„ævintýramennsku, óbilgirni og
ódulbúna eigingirni“, að hún haldi
nú fram „hraðara vígbúnaðarkapp-
hlaupi en nokkru sinni fyrr“, og að
þetta kapphlaup stefni nú að því að
„varpa heiminum á bál kjarnorku-
stríðsins“.
Bresjnef hét því jafnframt í
ræðum sínum, að vopnabúnaður
Rauða hersins skyldi efldur, og að
öllum þörfum hans skyldi fullnægt.
Fréttaskýrendur hafa jafnframt
vitnað í nýlega ræðu Konstantíns
Tjerenkós, sem á sæti í fram-
kvæmdanefnd sovéska
kommúnistaflokksins, þar sem
hann segir að Sovétmenn séu bæði
nægilega sterkir og hafi nægan tíma
til þess að bíða eftir því að „hinn
frumstæði andkommúnismi", sem
nú ráði ríkjum í Bandaríkjunum,
líði hjá.
Aukin áhrif
hersins
Hinn nýi og herskái andi í máli
sovésku leiðtoganna þykir benda
til aukinna áhrifa Rauða hersins á
sovésk stjórnmál, en þar er þó í
mörg horn að líta.
Pravda, málgagn sovéska flokks-
ins, sagði nýlega um ræðu Bresj-
nefs, að hún hefði falið í sér „ná-
Bresjnef fordæmdi vígbúnaðar-
stefnu Bandaríkjamanna.
Júrí Andropov, fyrrverandi yfir-
maður leyniþjónustunnar KGB og
félagi í framkvæmdancd flokksins
er af ýmsum talinn líklegur eftir-
maður Bresjnefs
Áhrifavald hersíns aukið
í sovéskum stjómmáliim
kvæmt mat á stefnunni í innanríkis-
utanríkis- og varnarmálum“.
Þetta orðalag þykir benda til mats
sovésku forystunnar á mikilvægi
þeirra málaflokka sem nú knýja
dyra í Kreml: í innanríkismálum er
það efnahagskreppan sem lýsir sér
í skorti á matvælum og neyslu-
vörum, hin misheppnaða
landbúnaðarstefna sem orsakað
hefur fjórða uppskerubrestinn á
jafn mörgum árum, og sú stað-
reynd að Leonid Bresjnef er nú
orðinn 75 ára og farinn að heilsu,
þannig að leiðtogaskipti eru óum-
flýjanleg á næstunni.
I utanríkismálum er það bætt
sambúð við Kína, sem Sovétmenn
leggja hvað ríkasta áherslu á um
þessar mundir. Þar ber Póllands-
málið einnig hátt, sem og Afghan-
istan, og afstaðan til stjórnar Heng
Samrin í Kampútseu, en sem kunn-
ugt er halda Bandaríkin, Kína og
meirihluti aðildarríkja Sameinuðu
þjóðanna enn áfram að styðja
stjórn Pol Pot, sem hina einu lög-
mæfu stjórn Kampútseu.
í varnarmálum er það hið herta
vígbúnaðarkapphlaup og
viðræðurnar í Genf, sem mestu
máli skipta, sem og vígstaðan á
landamærum Kína, í Mongólíu og í
Afghanistan.
Valdaskipti í
Kreml
Enn hefur ekki verið séð fyrir
úrslitin af væntanlegum valdaaf-
skiptum í Kreml. Sumir fréttaskýr-
endur hafa bent á Júrí Andropov,
fyrrverandi yfirmann leyniþjónust-
unnar KGB, en hann jók mjög
áhrif KGB frá því sem var á
Krútsjef-tímanum á meðan hann
var yfirmaður þar.
Sjores Medvedev, sovéskur út-
lagi í London og sérfræðingur um
sovésk stjórnmál, telur að hvorki
Andropov né nokkur annar þekkt-
ur kandídat til aðalritarastarfsins
hafi að baki sér þann breiða
stuðning, sem nauðsynlegur sé við
núverandi aðstæður. Hann segir að
Bresjnef hafi aldrei haft sambæri-
leg völd við Khrútsjef eða Stalín,
þrátt fyrir umtalsverða persónu-
dýrkun. Styrkleiki hans hafi hins
vegar verið að tryggja tiltölulega
stöðugt ástand innanlands og bæri-
legan frið út á við. Nú séu þessi mál
hins vegar öll í deiglu, og hin flókna
staða heimsmálanna krefjist meðal
annars mikillar þekkingar á hinni
hernaðarlegu stöðu. Því telur Me-
dvedev og fleiri fréttaskýrendur að
herinn muni ráða meiru um valda-
skiptin nú en áður í sögunni.
Annar Sovét-sérfræðingur,
ítalsk-júgóslavneski ritstjórinn
Frane Barbieri, segir að „Bresjnef
láti eftir sig „á margan hátt ósam-
stæðari forystu en þá sem var er
hann tók við,“ og bætir við að hún
sé „mun opnari fyrir annars konar
lausnum“.
Sérfróðir fréttaskýrendur um
Sovétríkin virðast sammála því, að
hin auknu áhrif hersins feli ekki í
sér einhvers konar „pólska lausn“.
„Ustinov varnarmálaráðherra er
tæknilega sinnaður en ekki herfor-
ingjamanngerð“, segir Medvedev,
og Gretsjko marskálkur er eini
meðlimur framkvæmdanefndar-
flokksins sem á frama sinn hernum
að þakka.
Það er því niðurstaða sérfróðra
manna, að hver svo sem úrslitin
verði um aðalritarastarfið, þá muni
afstaða hersins vega þungt innan
flokksins, og að hin nýja forysta
muni í raun ekki verða í hendi eins
manns heldur fleiri, er í sam-
einingu brúi bilið á milli ólíkra
hagsmunahópa.
Samningaviðrœður í Genf
eru að sigla í strand
Urnrnæli sovéskra leiðtoga að
undanförnu, þess efnis að
afvopnunarviðræðurnar í Genf
væru að fara í stand, voru nýlega
ítrekuð af yfirmanna í Rauða
hernum, sem sagði að
„Bandaríkjamenn hefðu í rauninni
sett stopp á viðræðurnar og
krefðust nú eftirgjafar af hendi
Sovétmanna“. Ásakaði hann
Bandaríkin fyrir að hafa leitt
viðræðurnar inn í blindgötu með
einstrengingshætti sínum.
Yfirmaðurinn, sem heitir Tjerv-
ov, segir í nýbirtu viðtali að hin
svokallaða „núll-lausn“ Bandaríkj-
amanna sé krafa um einhliða af-
vopnun Sovétmanna, þar sem hún
feli í sér að Bandaríkin og NATO
hyggist ekki skera niður vopnabúr
sitt að neinu leyti á meðan allar
miðlungsdrægar eldflaugar Sovét-
manna skuli eyðilagðar. NATO
hefur hins vegar hótað að setja upp
572 nýjar miðlungsdrægar eld-
flaugar í Evrópu verði Sovétmenn
ekki við þessari kröfu.
Tjervov heldur því fram, að
Bandaríkin neiti að taka inn í dæm-
ið þau kjarnorkuvopn sem þau
hafa um borð í langdrægum flug-
vélum í Evrópu eða þau kj arnorku-
vopn, sem Bretar og Frakkar ráða
yfir, en þar er um 260 eldflaugar og
flugvélar að ræða, sem bera kjarn-
orkuvopn. Han heldur því fram, að
Bretar og Frakkar geti með einu
skoti sent 340 kjarnorkusprengjur
yfir Sovétríkin, og árið 1985 verði
þær orðnar 600 og 1990 verði þær
1200 með sama áframhaldi. Þá
segir hann, að þegar Bretar hafi
eignast Trident-2 eldflaugarnar,
sem Thatcher hefur ákveðið að
kaupa, muni Bretar búa yfir 900
hárnákvæmum sprengjuoddum, er
nái inn fyrir Úralfjöllin í Sovétríkj-
unum.
Tillögur Sovétmanna
Sovétríkin hafa komið með þá
tillögu í Genf, að núverandi fjöldi
miðlungsdrægra eldflauga verði til
að byrja með skorinn niður um
þriðjung. Þetta myndi bæði ná til
SS-20 eldflauga Sovétmanna og
eidflaugaforða Breta og Frakka.
Það mundi einnig þýða, að Banda-
ríkin drægju úr þeim flugvélakosti
hér í Evrópu, sem hefur langdræg
kjarnorkuvopn innanborðs.
1600 miljarðar dollara
Hin svokallaða núll-lausn
Bandaríkjanna hefur verið gagn-
rýnd af ýmsum stjórnmálamönn-
um á Vesturlöndum, en eins og
kunnugt er, hefur andstaðan gegn
staðsetningu nýrra eldflauga í Evr-
ópu verið mjög öflug.
Sá herskái tónn, sem undanfarið
hefur einkennt mál sovéskra leið-
toga vegna seinagangs
viðræðnanna í Genf hefur einnig
vakið viðbrögð í Bandaríkjunum. 1
flestum þeim ríkjum, þar sem kjós-
endur fengu að taka afstöðu til
spurningarinnar um „frystingu
kjarnorkuvígbúnaðar“ í nýaf-
stöðnum kosningum voru fylgjend-
ur hennar í yfirgnæfandi meiri-
hluta. Caspar Weinberger, varn-
armálaráðherra í stjórn Reagans
hélt því hins vegar fram að hinn
herskái tónn í nýlegum ræðum
Bresjnefs sýndi betur en nokkuð
annað, hvers vegna Bandaríkja-
menn ættu að hafna hugmyndinni
um „frystingu“. Hélt Weinberger
því fram á blaðamannafundi, sem
nýlega var haldinn í Pentagon, að
hinn herskái tónn Bresjnefs „rétt-
Samningaviðræðurnar eru að
lenda í blindgötu sagði sovéskur
herforingi.
lætti betur en nokkuð annað“ þá
ákvörðun Reagan-stjórnarinnar að
verja 1600 miljörðum dollara til
hernaðaruppbyggingar á næstu 5
árum. -ólg.
Hu Juobang: fordæmdi
drottnunarstefnu stórveldanna
tveggja.
Sambúðin við
Kína
Bresjnef hefur í ótal ræðum
hvatt til bættrar sambúðar Sovét-
ríkjanna og Kína. Ekki síst hina
síðustu mánuði, og virðist sem
nokkur hreyfing hafi komið á það
mál með nýlegum viðræðum vara-
utanríkisráðherra landanna í Pek-
ing. Árangur þeirra viðræðna var
að vísu ekki áþreifanlegur að öðru
leyti en því, að ákveðið var að
halda viðræðunum áfram síðar í
Moskvu.
Kínverjar hafa af sinni hálfu sett
fram skilyrði fyrir bættri sambúð,
en það hafa Sovétmenn ekki gert.
Skilyrði Kínverja eru einkum þau,
að Sovétmenn dragi herafla sinn til
baka frá landamærum ríkjanna og
að þeir viðurkenni „rétt“ Kfna til
umtalsverðra landssvæða innan
landamæra Sovétríkjanna í Asíu.
Þá hafa þeir krafist þess að Sovét-
menn hætti hernaðarlegum og öðr-
um stuðningi við Mongólska al-
þýðulýðveldið, en þar munu nú
vera um 50 þúsund sovéskir her-
menn. Þá krefjast þeir að Sovét-
menn dragi sig burt úr Afghanistan
og hætti stuðningi sínum við Víet-
nam og stjórn Heng Samrin í Kam-
pútseu.
Það hefur komið fram í ræðum
Bresjnefs, að Sovétríkin séu reiðu-
búin til raunhæfra aðgerða til þess
að bæta sambúð ríkjanna, „að því
tilskyldu að það komi ekki niður á
þriðja ríkinu", eins og Pravda hafði
það eftir flokksleiðtoganum.
Það er augljóst, að Sovét-
mönnum er það mikið kappsmál að
bæta sambúðina við Kína, og slíkt
mundi styrkja stöðu Sovétmanna
gagnvart Bandaríkjunum og Vest-
urveldunum í afvopnunar-
viðræðunum til muna. Talið er að
Sovétmenn hafi nú um 1/2 miljón
hermanna á landamærum ríkj-
anna. Eftirgjöf á þeirri víglínu væri
þeim sjálfsagt auðveldust, en ekki
er talið óhugsandi að nýir valdhaf-
ar í Moskvu geti tekið upp nýtt
frumkvæði til bættrar sambúðar
ríkjanna.
Ágreiningur
f nýlegri heimsókn Georges
Marchais, formanns franska
kommúnistaflokksins til Peking,
gáfu þeir Hu Jaobang út sameigin-
lega yfirlýsingu þar sem sagði að
„enginn einn flokkur hefði leið-
söguhlutverk eða væri þungamiðja
í hinni kommúnísku hreyfingu.“
Hins vegar sagði í yfirlýsingunni,
að á meðan franski kommúnista-
flokkurinn liti á Bandaríkin sem
helstu ógnunina við heimsfriðinn,
þá hvatti kínverski aðalritarinn
kommúnista í heiminum til þess að
snúast gegn „drottnunarstefnu
stórveldanna tveggja“.
Þetta bendir til þess að þrátt fyrir
að ákveðið hafi verið að halda
viðræðunum áfram, og þrátt fyrir
að kínverski sendiherrann í Mos-
kvu hafi verið viðstaddur hátíða-
höldin á Rauðatorginu í fyrradag í
fyrsta skipti í mörg ár, þá sé enn
djúpt og óbrúað bil á milli ríkjanna
tveggja. ólg. tók saman