Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 8
8 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. nóvember 1982 Fjánnunum er best varið í fiskeldi Mowi að verða stórt á laxamarkaði heimsins fiskimál eftir Jóhann E. Kúld Þeir mikiu framtíðarmöguleikar sem felast í fiskeldi og þá sérstaklega í eldi laxfíska hafa alveg farið fram hjá íslenskum stjórnmálamönnum og þeim sem ráðið hafa íslenskri fjárfestingu allt frá árinu 1970, en þá var skriður að komast 'á' fiskeldismál í nágrannaiöndum okkar. Þess I stað hafa framámenn í íslensku þjóðiífi fengið stóriðju á heilann sem framtíðar-atvinnuveg á Islandi. Á sama tíma hafa Norðmenn verið í óðaönn að byggja upp fískeldi hjá sér sem stóratvinnu- veg. í ár er gert ráö fyrir aó fram- leiðsla Norðmanna á laxi fari í 10.000 tonn og að 9000 tonn komi frá eldisbúum, en 1000 tonn frá hafbeit. Þá er reiknað með að framleiðsla Norðmanna á urriða fari í 2000 tonn, en það ersvipað og var á sl. ári. Reiknað er með að útflutningur Norðmanna á laxi í ár verði í kringum 500-600 miljónir n.kr. eða 1000-1200 miljónir ísl. kr. í fyrra notuðu Norðmenn 20 þús. tonn af loðnu í fiskeldisfóður, en í ár er gert ráð fyrir að þetta loðnumagn fari í 40 þús. tonn. Fyrir loðnu til fiskeldis er nú greitt í Noregi 1.40 n.kr. fyrir kg. Stærsti fiskfóðursframleiðandi í Noregi er fyrirtækið Skretting A.S í Stav- angri, sem var að byggja nýja fóðurverksmiðju nú í sumar. Við íslendingar hefðum fundið lítið fyrir gjaldeyrisvöntun nú, ef við hefðum haft 10 þúsund tonn af laxi til útflutnings. En það hefðum við hæglega getað haft hefðum við byrjað hér laxeldi á sama tíma og Norðmenn, því skilyrði hér til fisk- eldis eru mikið tryggari sökum þess hve sjór er hér hreinni en í Noregi og þar að auki höfum við jarðhita sem Norðmenn hafa ekki. Það er að segja af markaði Norð- manna fyrir nýjan lax að hann hef- ur vaxið jafnt og framleiðslan hefur aukist og er nú ekki lengur bundinn við Evrópu eina. Útflutningur á nýjum laxi frá Noregi til Banda- ríkjanna hófst um sl. nýjár flug- leiðis, og voru 20 tonn flutt á viku yfir 4 mánuði, eða þann árstíma sem laxveiðarnar vestra liggja niðri. í vetur er reiknað með að út- flutningur á þennan markað fari í 50-60 tonn á viku. Þá er einnig byrjað að flytja lax frá Noregi til Japans flugleiðis. Reiknað er með að úlflutningur Norðmanna á laxi í ár verði f kringum 500—600 milljónir norska króna, eða 1000—1200 milljónir íslenskra króna Þar sem Mowi hlutafélagið var eitt af þeim fyrstu fyrirtækjum sem hóf laxcldi í Noregi og umsvif þess hafa vaxið æ síðan og hafa nú náð hingað til íslands, þar sem það á 45% hlutafjár í fyrirtækinu Isno h.f. sem sett hefur á stofn laxeldistöð norður í Kelduhverfí þá er rétt að ég segi nokkur deili á þessu norska fyrirtæki, sem stofn- að hefur til samvinnu við íslend- inga um laxeldi. Árið 1965 seldi Norðmaðurinn Thor Mowinkel sultuniðursuðu- verksmiðju sem hann rak í Björg- vin og lagði söluverðið í laxeld- isbú sem hann stofnsetti úti í skerjagarðinum. Þetta þótti djarft teflt á þeim tíma, þar sem engin reynsla var fyrir hendi í Noregi afi fiskeldi, og Mowinkel- fjölskyldan lagði aleigu sína að veði fyrir því, að þetta brautryðjendastarf tækist. Árið 1969 gekk svo hlutafélagið Norsk Hydro í félag við þessa fjölskyldu og stofnað var hlutafélagið Mowi þar sem Hydro á 59% af hlutafé. En norska ríkið á hinsvégar yfir helming hlutafjár í Norsk Hydro. Nú rekur Mowi-hlutafélagið tvær mjög stórar laxeldistöðvar úti í skerjagarðinum og framleiddi þar 1000 tonn af laxi á sl. ári. Þá á Mowi tvær seiðaeldis- stöðvar sem framleiða samanlagt 800.000-900.000 sjógöngulaxa- seiði á ári. Framleiðsla Mowi er talin hafa verið upp á 60 miljón n.kr. sl. ár, og er þá átt við sölu- verð frá eldisbúum. Þá rekur Mowi nú laxeldistöð á íslandi í jfélagi við heimamenn hér. Og nú síðast hefur Mowi stofnað til lax- eldis norður í Kelduhverfi sem- [45% hluthafi í íslenska fyrirtæk- inu ísno h.f. Mowi er nú orðið eitt alstærsta útflutningsfyrirtæki Noregs á nýj- um laxi og telur sig hafa markað fyrir 3000 tonn á ári og auglýsir nú eftir laxi til útflutnings í norsk- um blöðum. Það verður því að teljast að Thor Mowinkel hafí verið mjög framsýnn þegar hann lagði aleigu sína í fiskeldi áður en nokkur reynsla var fengin af því í Noregi, og þar sem þetta norska jfélag er nú byrjað að miðla okkur 'íslendingum af reynslu sinni í lax- ieldi þá taldi ég rétt að segja frá lupphafí þess og umsvifum á sviði llaxeldis og sölu á heimsmarkaði. Sökum þess hve það hefur dregist lengi að við Islendingar gerðumst þátttakendur í laxeídi í stórum mæli, en skilyrði eru hér tvímælalaust fyrir hendi, þá verðum við að vinna þennan tap- aða tíma upp með því að tileinka okkur þá reynslu sem þegar er jfyrir hendi hjá fiskeldisþjóðum. Á þessu sviði stendur fvlowi-fyrirtækið í fremstu röð enda með langa reynslu að baki. Ég tel því líklegt að tíðinda megi fljótlega vænta frá laxeldi- stöðinni í Kelduhverfi, sem gefi innsýn í möguleika þá sem fyrir hendi eru í íslensku laxeldi í ná- inni framtíð svo ekki verði fram- hjá þeim gengið lengur. Fiskeldi þarf að verða ein grein sjávarútvegs Það má því ekki dragast mikið lengur að Alþingi setji heildarlöggjöf um fískeldi á íslandi sem eina grein sjávarútvegs. Eins og nú standa sakir þá er h vergi gert ráð fyrir neinni lánagreiðslu til þessa nýja atvinnu vegar í okkar víðferma bankakerfí. Þessu þarf að breyta með löggjöf. Hlutafélagið ísno sem hefur haf- ið stórrekstur í laxeldi í Keldu- hverfí fékk hinsvegar 3ja miljóna króna lán til starfsemi sinnar úr norræna fjárfestingarsjóðnum, og er það vissa mín að sú fjárfesting er ein sú allra skynsamlegasta sem stofnað hefur verið til hér á landi á löngu tímabili. Fjármagnsskortur til fiskeldis er hinsvegíir staðreynd hér á landi og hemiil á nauðsyn- legan framgang þessa máls. Þessu verður að breyta með heildarlög- gjöf sem viðurkennir fískeldi sem íslenskan atvinnuveg. Við skulum í bili spara fjárfestingu í ónauðsyn- legri steinsteypu sem getur beðið betri tíma en í þess stað fjárfestaí fiskeldi. Fiskeldi sem atvinnuvegur hér á landi fellur að okkar sjávarút- vegi og getur orðið ein af styrktar- stoðum hans þegar fram líða stund- ir. Frá fiskveiðum okkar og fisk- vinnslu á að koma fóðurefni til fisk- eldis þegar við höfum náð tökum á því verkefni sem ætti að geta orð- ið að stuttum tíma liðnum verði út í það farið í alvöru. Ég bið háttvirta alþingismenn hvar í flokki sem þeir standa að gera samanburð á fjárhagslegri stöðu landsins nú, annars vegar eins og hún birtist í dag og hins vegar ef við værum með útflutning á 10.000 tonnum af nýjum laxi á heimsmarkað sem skilaði í þjóðar- búið 1000-1200 miljónum króna á ári. En einmitt þannig gæti staðan verið nú ef að við hefðum borið gæfu til þess að hefja hér eldi á laxi á svipuðum tima og Norðmenn. Ennþá eigum við ómengaðan út- hafssjó við strendur landsins sem gerir stöðu fiskeldis hér sterka, auk jarðhita. Norðmenn hafa hinsveg- ar orðið að glíma við mikinn vanda í sínu fiskeldi vegna mengaðs sjáv- ar frá stóriðiu víða við ströndina sem orsakað nefur sjúkdóma í eldis- búum á ýmsum stöðum. En þrátt fyrir þetta er árangur þeirra í fískeldi svo glæsilegur sem raun ber vitni. Nú reynir á raunsæi í fjárfestingu á íslandi á næstu árum að stofnað verði til fyrirtækja sem auka út- tár er gert ráð fyrir að framleiðsla Norðmanna á laxi fari i 10 þúsund tonn og að 9000 tonn komi frá eldisbúum, en 1000 tonn frá hafbeit flutningstekjur landsins og skila arði í þjóðarbúið. Reynsla Norðmanna er sú, að þetta hefur fiskeldi þeirra gert. Með hliðsjón af þessari staðreynd ætti val í fjárfestingar hér á landi á komandi tíma ekki að vera svo erf- itt fyrir íslenska stjórnmálamenn. Fiskeldi mun styrkja stöðu okkar sjávarútvegs á næstu árum, komist það í framkvæmd í umtalsverðum mæli. Þess vegna ætti valið að vera auðvelt. 21/10 1982

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.