Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.11.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. nóvcmbcr 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Það er meira gaman að skrifa bók — en að skrifa bók um bók... Viðtal við Njörð P. Njarðvík um sögulega skáldsögu hans um galdrafárið Dauðamenn heitir skáldsaga eftir Njörð Njarðvík sem Iðunn gefur út; hún fjallar um þá Kirkjubólsfeðga sem báðir hétu Jón Jónsson og séra Jón þum- lungur kærði fyrir galdra og fékk brennda árið 1656. í viðtali um skáldsöguna var fyrst spurt: Hvers vegna þetta efni? - Strax og ég komst í kynni við Píslarsögu Jóns Magnússonar þótti mér hún furðulesning og málið allt mjög merkilegt, segir Njörður. Svo er þess að geta, að atburðirnir gerðust í minni heimabyggð fyrir vestan og það hefur haft töluverð áhrif á mig að hafa haft þetta umhverfi fyrir augum. Galdrafárið er mjög einkenni- legur þáttur í okkar sögu, það er partur af okkar fortíð - og hlýtur það ekki að vera hluti af sjálfsleit hverrar þjóðar að kanna fortíð sína? Gamalt og nýtt Þetta efni er líka mjög dramat- ískt og freistandi að reyna að ráða í það hvernig þessir hlutir gátu yfirleitt gerst. Og þótt þetta sé sögulegt efni og virðist á ytra borði fjarlægt okkar tíma - ekki brennum við menn fyrir galdra - þá eru þarna að verki margir þeir mannlegir eðlisþættir sem enn stendur ógn af. Ég á við eðli valdsins og mis- beitingu þess; einnig hvað menn leiðast út í að gera í fylgispekt við ákveðinn málstað - og virðast um leið trúa því í einlægni að það sé rétt og gott sem þeir gjöra. Því það var í þessum hugarheimi ekki önnur leið til að frelsa galdra- mann undan eilífum kvölum en að brenna hann á báli - sú hreinsun þótti séra Jóni reyndar helst til skammvinn miðað við ei- lífan loga. Hér er líka spurt um útskúfun: feðgarnir áttu erfitt með að fá málsvara, fólk var hrætt við hugsanlegt vald þeirra illt, eða þá við að dragast inn í málaferlin. Allt þetta er jafngilt nú og á sautjándu öld, þótt það nú birtist í annarri mynd. Og í þeim skiln- ingi er söguleg skáldsaga alltaf saga um nútímann. Heimildir og frelsi - Hvað er erfiðast við að setja saman sögu sem gcrist fyrir þrem öldum? - Til þess þarf töluverða heim- Njörður: Þeir þættir mannlegs at- ferlis sem við sjáum í galdrafár- inu eru enn virkir þótt í annarri mynd séu.... ildasötnun. Píslarsagan liggur fyrir - en sú bók er réttlæting klerksins og ákaflega sjálfhverf heimild. Dómarnir yfir feðgun- um eru til. En auk þess þarf að leita allskonar heimilda um ytri atvik, um það hvernig messa fór fram, hverju menn klæddust og hvernig þeir unnu. En það erfiðasta er að reyna að lifa sig inn í þennan hugmynda- heim. Svo reyni ég að nota til- tækar heimildir, en vera um leið frjáls af þeim. Það geri ég með því að snúa sjónarhorninu frá heimildunum og segja sögu feðganna, en um þeirra viðbrögð og hugsun er lítið til. Þar fær maður frelsi til túlkunar og getur þar með dregið í efa ýmislegt sem stendur í heimildunum. Mín saga er saga feðganna brenndu, ekki saga séra Jóns. Málfar og hugsunarháttur Ég leitast svo við að fylgja mjög einföldum stfl, hafa setn- ingar stuttar. Bókfest höfum við málfar yfirstéttarmanna, orða- forða séra Jóns og lögfræðilegt tungutak. Þetta lærðra manna tal nota ég, leyfi mér til dæmis að taka beint upp úr Píslarsögunni þegar séra Jón er að prédika í kirkjunni. En um tungutak al- þýðu manna höfum við engar heimildir - það fólk talar í sög- unni einfaldara mál en hinir, mál sem ekki er svo ólíkt okkar tungutaki - í því eru líka hafðir vissir vestfirskir drættir. En málfarið er ekki það erf- iðasta, heldur freistingar hugsun- arháttar okkar tíma. Enda varð ég oft að spyrja sjálfan mig: Get- ur sautjándu aldar maður hugsað einmitt svona? Maður verður að gera sér það ljóst, að hér er um að ræða bil sem verður aldrei brúað til fulls; að endanlega eru það hugmyndir tuttugustu aldar manns um sautjándu öldina sem fara á bók. - Finnst þér þú hafir fundið hclstu rökin fyrir þvi sem gerðist? - Mér fannst ég finna grundvöll þessara átaka í einni aukasetn- ingu í Píslarsögunni og nota hana talsvert mikið. En ég segi söguna af ásettu ráði þannig, að ég held mjög aftur af höfundinum, forð- ast útskýringar og vangaveltur, reyni að segja söguna með því að sýna hana í mynd þessara per- sóna í þessu hrikalega landi og í þeim tíðaranda sem þar ríkir. En íáta lesandanum eftir að draga sínar ályktanir. Kenning og praxis - Enn ein spurning: Um bók- menntafræðinginn sem gerist skáldsagnahöfundur...? - Kennsla mín við Háskólann hefur mikið snúist um eðli bók- mennta, aðferðafræði, greiningu og þessháttar. Mér finnst ég hafi í þessari kennslu lært töluvert um handverk. Og það er kannski ekkert undarlegt þótt menn sem eru að fást við slíka kennslu fyllist nokkru óþoli og vilji prófa eitthvað sjálfir. Það lærir enginn að verða skáld, en það er hægt að læra aðferðir sér til nokkurs gagns. Enginn verður tónskáld án þess að vera vel að sér í tón- fræði, og rithöfundar þurfa að vita ýmislegt í bókmenntafræði - þótt þeir svo þurfi alls ekki að læra þá hluti í skólum, mikil ósköp. Svo er hinu ekki að leyna, að það er meira gaman að skrifa bók en að skrifa bók um bók.. áb Sjötugur í dag Pétur Gunnlaugsson irá Geitafelli Áar okkar við upphaf þessarar aldar gátu ekki mælt velmegun sína í húsum eða dýrum innfluttum mublum. Ekki tókst þeim heldur að flytja inn nær 10.000 bíla eða 400 tonn af tertum. Hins vegar voru það þeir öðrum fremur sem lögðu grunninn að því þjóðfélagi sem gerir mönnum fært að veita sér slíkan munað og óhóf. Framtíðar- sýn þeirra var þó fæstra sú sem birt- ist í dæmunum hér að framan, heldur fremur að meira rynni til menningar inn á við en yfirborðs- legrar velmegunar neyslunnar. Fæddur inn í heim ungmennafé- lagshreyfingar, samvinnstefnu og jafnaðarhugsjóna verkalýðshreyf- ingar á morgni aldarinnar er Pétur Gunnlaugsson sem í dag fyllir 7. áratuginn. Þekktastur mun hann undir nafninu Pétur frá Geitafelli, þar sem foreldrar hans bjuggu mestan sinn búskap, þótt Pétur hins vegar. fæddist við upphaf nokkurra ára búskapar þeirra í Kraunastöðum í Aðaldal, 9. nó- vember 1912. Hér verður ævisaga Péturs ekki rakin, en þess má geta að eftir nám í Laugaskóla vann hann við bygg- ingar og lauk múraraprófi 1938. Nokkur ár var hann búsettur í Reykjavík en fluttist alkominn til Akureyrar árið 1948, og kvæntist þar ári síðar Heiðrúnu Jónsdóttur. Þau eiga tvö börn, Gunnlaug og Heiðrúnu. Pétur hefur alla tíð starfað að iðn sinni og var lengi formaður Múr- arafélags Akureyrar. Þó að hann hafi nú fyrir nokkru sleppt yfir- vinnunni og látið sér dagvinnuna nægja, er það ekki vegna þess að karlinn sé nokkuð farinn að slakna. Hann hefur aldrei kunnað að hlífa sér og lærir það tæpast héðan af. Hann er ákafamaður til allra verka, hugurinn ör og einlægnin mikil. Hann hefur því haft ærið að I. starfa auk múrverksins og for- mennsku í múrarafélaginu sem ég áðan nefndi. Lengi var Pétur einn af ötulustu áhugamönnum Ferðafélags Akur- eyrar í öræfaferðum ásamt með vini sínum Jóni á Helluvaði. Mun það einkum hafa verið fyrir þeirra atbeina að brú var smíðuð á Jök- ulsá inn í Krepputungu og þar með gert bílfært í Hvannalindir og Kverkfjöll. Þessi brú skemmdist síðar í flóði á Jökulsá á meðan fjöldi manna var innan við, og fóru þeir þá ásamt fleirum til að bjarga fólki og bílum yfir og tókst giftu- samlega. En brú hefur ekki verið byggð þar aftur. Það segir sig sjálft um svo ein- lægan áhugamann um þjóðfélags,- mál að pólitík hefur Pétur aldrei getað látið afskiptalausa, þótt ekki hafi hann hugsað til að hlaða undir sjálfan sig á þeim vettvangi. Lengi var hann einn af dyggustu baráttu- mönnum Framsóknarflokksins á Akureyri, og mörgum snúningum sinnti hann fyrir flokkinn og safn- aði drjúgum atkvæðum. En þar kom að leiðir þeirra skildu. í íhaldssamvinnu flokksins á síðasta áratug þótti Pétri bikarinn orðinn fullur og vék honum frá sér. Gekk hann þá til liðs við Alþýðubanda- lagið þar sem honum fannst mál- stað félagshyggjunnar betur kom- ið. Síðustu árin hefur Pétur því ver- ið einn af áhugasömustu félögum Alþýðubandalagsins á Akureyri. Einlægni hans og áhugi á öllum þeim málum er til framfara horfa, mælt á annan kvarða en tækni- hyggjunnar, hefur þar komið vel fram, en auk löngunar sinnar til bættrar afkomu launafólks hefur Pétur einkum látið að sér kveða í umhverfismálum, bæði náttúr- legum og félagslegum. Það hefur sennilega ekki alltaf verið kyrrt í kringum hann hér á Akureyri þeg- ar Laxárdeilan stóð! Þá er fórnfýsi Péturs, sú sem birtist bæði í fram- lagi á tíma sínum í kosningabaráttu og fjármunum þegar þarf á að halda - og það er oft - fordæmi sem okkur yngri félögum er vert að taka tillit til. Hann veit og skilur að án fórna og ósérhlífni verða engir þeir sigrar unnir sem máli skipta fyrir þá sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Við Sigga sendum Pétri okkar bestu kveðjur á sjötugsafmælinu og vonum að við og félagar okkar fáum notið krafta hans sem lengst. Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni RIKISSPITALARNIR lausar stödur LANDSPITALINN SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á Kvenna^ deild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri spítalans í síma 29000. RÍKISSPÍTALARNIR Reykjavík, 7. nóvember 1982. Land- Hafnarfjörður AÐSTOÐARMATRÁÐSKONA óskast á dagheimilið Hörðuvöllum. Starfsreynsla í mötuneyti æskileg. Ennfremur óskast starfsmaður til afleys- inga í forföllum starfsfólks. Upplýsingar í síma 50721. ALÞYÐUBANDALAGIÐ í REYKJAVÍK FUNDARÖÐ UM VERKALÝÐSMÁL Samskipti verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðubandalagsins er yfirskrift lokafundarins í fundaröð Alþýðubandalagsins í Reykjavík um verkalýösmál. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 9. nóvember kl. 20:30 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Frummælendur: Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ og Svavar Gestsson, fórmaður Alþýðubandalagsins. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki um verkalýðsmál. Stjórn ABR Ásmundur Svavar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.