Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 1
þJOÐVIUINN Ljósmyndari Þjóðviljans brá sér á leik Tindastóls og Grindavíkur Í5. flokkidrengjaí körfuknattleik á sunnudaginn. Sjá 6. nóvember 1982 þriðjudagur 257. tölublað 47. árgangur 184 afgreiðslustaðir banka og sparisjóða í landinu VIIja stofna 30 ný útibú Bankakerfið á íslandi hefur þanist út á síðustu árum og nú er svo komið að afgreiðslustaðir banka, spari- sjóða og innlánsdeilda kaupfélaganna í landinu eru orðnar 184 talsins. Núna liggja fyrir óskir um stofnun 30 nýrra útibúa til viðbótar, en þegar er búið að veita þessum stofnunum 15 rekstrarleyfi á síðustu tveimur árum. Hvað gerist þegar embættismaður fær vitrun um að hann skuli boða andlegan þroska og kveða niður lífsþægindakapp- hlaup? Sjá ritdóm um „Spámaður í föðurlandi.“ Skipulögð andspyrna skæruliðahópa í Guatemala, sem byggir á stuðningi indíána í sveitunum, hefur mjög eflst hin síðari árin. Viðskiptabankarnir á íslandi eru 7 talsins. í eigu ríkisins að öllu leyti eru Landsbankinn, Útvegsbankinn og Búnaðarbankinn. Aðrir bankar eru í eigu hagsmunasamtaka- að öllu leyti utan Iðnaðarbankinn sem ríkið á 28% hlut í. Þessir 7 bankar reka tdag 111 afgreiðslustaði vítt og breitt um landið. Þar af eru 32 staðir hér í höfuðborginni. Lands- bankinn er með 9 staði í Reykja- vík, Búnaðarbankinn með 7, Verslunarbankinn með 4, Iðnaðar- bankinn með 4, Útvegsbankinn með 3, Samvinnubankinn með 3 og Alþýðubankinn hefur 2 af- greiðslustaði. Sparisjóðirnir eru alls með 43 af- greiðslustaði vítt og breitt um landið, einkum í hinum dreifðu byggðum. Þar við bætast svo inn- lánsdeildir kaupfélaganna sem eru 30 talsins, þar með talinn Söfnun- arsjóður Islands. 30 umsóknir. Eins og áður sagði liggja nú fyrir 30 umsóknir um stofnun útibúa bankanna til viðbótar. Mikil aukning hefur orðið á fjölgun leyfa til reksturs banka síðustu 5 árin. 1978 voru veitt 3 leyfi, 1979 3 leyfi, 1980 aðeins 1 leyfi, 19818 leyfi og á þessu ári er þegar búið að veita 7 leyfi fyrir nýjum útibúum banka og sparisjóða. Ef við skiptum íbúum landsins niður á þessa 184 afgreiðslustaði kemur í ljós að hver staður þjónar um það bil 1.250 íbúum. - v. Almannavamir í viðbragðsstööu Við erum búnir að hafa samband við allar almannavarnar- nefndir, frá Vestfjörðum, norður um til Austfjarða og þær eru nú allar að koma saman til að gera ráðstafanir, sagði Guðjón Peter- sen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann síðdegis í gær, vegna þess ofsaveðurs sem Veður- stofan spáði að ganga myndi yfir landið í nótt er leið og í dag. Djúp lægð gengur yfir Vestfirði Guðmundur Hafsteinsson, og kaupstaðina og láta fjarlægja veðurfræðingur, sagði að óvenju allt sem fokið gæti, tryggja báta í djúp lægð, sennilega fyrir neðan höfnum, og búið er að kalla inn öll 940 millibör, gengi nú uppað skip og báta fyrir Norðurlandi. landinu við Vestfirði og færi austur með landinu í nótt. Þetta er dýpri Á Norðurlandi er búist við stór- lægð en gekk yfir í febrúarveðrinu hríð, en snjóhraglandi gæti orðið mikla 1980. ‘ víða um land, samfara þessu ofsa- Guðjón Petersen sagði að veðri, en Guðmundur Hafsteins- almannavarnarnefndarmenn á son, sagðist eiga von á 11 til 12 landinu ætluðu að fara yfir þorpin vindstigum, víða um land. - S.dór Guðlaug náði á- Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins Rjúfa þlng og kjósa í janúar eða febrúar fanga að alþjóðleg- um meist- aratitli Friðrik Ólafsson kjörinn heiðurs- forseti FIDE „Afstaða okkar til ríkis- stjórnarinnar er óbreytt. Við teljum hins vegar að það eigi að ganga til kosninga eins fljótt og hægt er. Áður eigum við að reyna til hlítar að ná samstöðu á Alþingi um afgreiðslu mikil- vægustu mála. Ríkisstjórnin á að halda sínu striki og spila eftir eyranu. Ef stjórnarandstaðan ætlar að gera Alþingi óstarf- hæft, þá á að rjúfa þing strax og boða til kosninga í janúar eða febrúar,“ sagði Steingrímur Hermannsson formaður Fram- ef stjórnarandstaðan ætlar að gera Alþingi óstarfhæft sóknarflokksins í samtali við Þjóðviljann í gær, en 18. flokks- þingi Framsóknarmanna lauk á Hótel Sögu í gærkvöld. „Mér finnst of djúpt tekið í árinni að segja að utanríkisráð- herra hafi verið með mjög harða gagnrýni á ríkisstjórnina hér á flokksþinginu. Það er staðreynd að ríkisstjórninni hefur ekki tekist eins vel upp í baráttunni við verð- bólguna eins og vonir manna voru upphaflega. Þessi óánægja hefur komið fram hér á þinginu. Það er heldur engin launung að margir telja að Alþýðubandalagið hafi verið tregt til að taka á þessu máli af festu. Skrefin hafa verið of lítil og fá, eins og utanríkisráðherra sagði. Það hefur verið mismunandi þung óánægja hér á þinginu um hvað hefur náðst fram í þessari ríkisstjórn." Aðspurður um viðræðuslit Al- þýðuflokksins við ríkisstjórnina sagði Steingrímur, að það hefði komið sér á óvart. „Flokksþing þeirra ákvað að rétta fram hönd til sátta, og ég get ekki skilið þessa síðustu ráðagerð öðruvísi en ráð- leysi innan flokksins", sagði Steingrímur Hermannsson. -lg. Frá Helga Ólafssyni, fréttamanni Þjóð- viljans í Sviss: Guðlaug Þorsteinsdóttir náði frábærum árangri á 1. borði hjá íslensku kvenna- sveitinni á ÓL í skák. Hún hlaut l'h vinning af 11 mögu- legum og nær með þessum ár- angri fyrsta áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Á þingi FIDE í gær var Friðrik Ólafsson kjörinn heiðursforseti FIDE, en slíkt er venja þegar forseti lætur af störfum. -hól/S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.