Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hiö „skítuga stríð” gegn indjánum Öiyggismálaráðstefnan ÍMadríd: Óvæntir vindar blása Skjótt skipast veður í lofti. í sömu vikunni og ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu er framhaldið í Madrid eftir 8 mánaða hlé gerast fleiri atburðir er haft geta ófyrirsjáanlegar afleiðingar á þróun mála: Leiðtogaskipti verða í Sovétríkjunum er Júrí Andropov tekur við að Leoníd Brésnjef látnum. Samdægurs ákveður herstjórnin í Póllandi að láta verkalýðsleiðtogann Lech Walesa lausan. Daginn eftir ákveður Ronald Reagan að aflétta því viðskiptabanni er hann hafði sett á evrópsk fyrirtæki er versluðu með tæknibúnað í gasleiðsluna miklu við Sovétríkin. Við þetta mætti bæta, að í síð- ustu viku var ný stjórnarskrá samþykkt í Tyrklandi er tak- markar mjög rétt verkalýðsfé- laga. Þótt þau úrslit hafi ekki komið á óvart, þá tengjast þau óneitanlega þeirri umræðu, sem átt hefur sér stað á ráðstefnunni í Madrid. Pólland Það eru nú rúmir átta mánuðir síðan viðræðunum í Madrid var slegið á frest að kröfu Bandaríkj- anna vegna þróunar mála í Pól- landi. Madridráðstefnan er hald- in í framhaldi Helsinki- samkomulagsins um frið og ör- yggi og hafa Vesturveldin sett mannréttindamál á oddinn á meðan Sovétríkin og A- Evrópuríkin hafa lagt meiri áherslu á hina hernaðarlegu hlið öryggismálanna. Bandaríkin höfðu krafist þess, að ráðstefnunni í Madrid yrði frestað í 2-3 ár vegna ástandsins í Póllandi, en nú segja heimildir að Vesturveldin hafi náð innbyrðis samkomulagi er feli í sér að ekki verði lagst gegn umræðu um lok- aályktun, sem Svíþjóð og önnur óháð ríki í álfunni hafa undirbú- ið. Hins vegar hefur danska blað- ið Information það eftir banda- rískum heimildum að Bandaríkin hafi fengið bandamenn sína inn á að setja slík skilyrði fyrir sam- komulagi, að ólíklegt sé talið að úr því geti orðið. Hér mun fyrst og fremst vera um að ræða kröfu um að öll aðildarríki að samkom- ulaginu skuldbindi sig til þess að leyfa frjáls og óháð verkalýðsfé- lög, að einstaklingar séu hvattir til að fylgja eftir mannréttindaá- kvæðum Helsinkisamkomulags- ins og að ekki verði truflaðar út- varpssendingar á milli landa. Walesa frjáls Lech Walesa, leiðtogi Einingar í Póllandi, hafði setið í varðhaldi síðan 13. desember s.l., er her- lögin gengu í gildi. Frelsun hans kemur í kjölfar þess að verkföll þau er leiðtogar Einingar boðuðu til 10. nóv. s.l. runnu út í sandinn. Jafnframt sagði talsmaður pólsku stjórnarinnar að Walesa hefði skrifað Jaruselski hershöfðingja bréf, þar sem hann lýsti sig reiðu- búinn til samninga. Skömmu áður en tilkynrit var um frelsun Walesa var einnig tilkynnt að fyrirhuguð heimsókn páfans til Póllands yrði hinn 18. júní á næsta ári. Að baki þessarar ákvörðunai pólskra stjórnvalda liggja flóknai innri og ytri aðstæður: 13. desem- ber n. k. er ár liðið frá því herlögin tóku gildi. Efnahagslegur og póli- tískur þrýstingur utanfrá vegur þungt. Pá kann það að vera mat stjórnvalda að forysta Einingar hafi glatað trausti meðal fjöldans og að hin nýja vinnumálalöggjöí komi smám saman til með að hljóta viðurkenningu sem orðinn hlutur vegna efnahagslegrar nauðsynjar. En hvað sem öðru líður, þá verður ákvörðunin um frelsun Walesa til þess að liðka fyrir samkomulagi í Madrid. Sama má segja um ákvörðun Reagans um að aflétta viðskipta- banninu á v-evrópsk fyrirtæki sem tóku þátt í byggingu gas- leiðslunnar miklu. Sú ákvörðun er af mörgum túlkuð sem viður- kenning á eigin mistökum og frumhlaupi af hálfu Reagan- stjórnarinnar. Valdaskipti í Kreml Fráfall Brésnjevs er ekki talið boða skjótar breytingar í afstöðu Sovétríkjanna. Þvert á móti er það álit manna að nýir valdhafar muni þurfa langan frest til þess að undirbúa nýtt frumkvæði í átt til bættrar sambúðar. Valdaskiptin í Kreml eru því ekki talin auka lík- ur á árangri af Madrid- ráðstefnunni. Ekki verður heldur sagt að nýja stjómarskráin í Tyrklandi auðveldi lausn hnútsins í Madrid. Að vísu hafa Sovetríkin ekki sett það mál á oddinn, en sú gagnrýni sem Vesturveldin hafa haft í frammi vegna Póllandsmálsins hittir þau sjálf í Tyrklandi, en Tyrkland er aðili að Evrópuráð- inu og Nato. Að öllu samanlögðu þá má segja að þrátt fyrir mikla undir- búningsvinnu séu fáir er bindi miklar vonir við öryggismála- ráðstefnunni í Madrid, en heyrst hefur hins vegar að Svíar muni á ráðstefnunni bjóða til afvopnun- arráðstefnu Evrópuþjóða í Stokkhólmi. Hvort af slíkri hug- mynd verður, er m.a. komið undir andanum í Madrid. ólg Allt frá því að Guatemala hlaut sjálfstæði frá Spáni 1821 hefur saga þessa Mið- Ameríkuríkis einkennst af of- beldi og harðstjórn, og síðustu áratugina hafa verið þar við völd til skiptis herstjórnir eða kjörnar stjórnir hægrimanna. Af um það bil 7.4 miljónum íbúa eru um 60% indíánar, en um 4% er blanda indíána og fólks af evrópskum uppruna. Þótt landið sé betur iðnvætt en önnur Miðameríkuríki, þá er útflutningurinn að mestu hefðbundnar landbúnaðaraf- urðir eins og bananar, kaffi, bómull og sykur. Núverandi forseti, Efrain Rios Montt, kom til valda með valdaráni sem gert var eftir kosningarnar í mars sl., þar sem sigurvegararnir voru sakaðir um kosningasvindl. Skipulögð andspyrna skæru- liðahópa er byggir á stuðningi indíána í sveitunum hefur eflst hin síðustu ár og segja má að nú ríki borgara- styrjöld í landinu. Samkvæmt nýlegri skýrslu frá Amnesty International munu um 2.600 indíánar og bændur hafa verið teknir af lífí á tímabilinu frá mars til júlí á þessu ári, þ.e. eftir að núverandi forseti hrifsaði völdin. Fyrir þann tíma ríkti einnig ógnaröld í landinu, en nú hefur sú breyting orðið á, að ógnaröldin sem áður ríkti inni í borgunum hefur flust út á landsbyggðina þar sem bændurnir lifa í stöðugum ótta og þar sem stjórnarherinn hefur hvað eftir annað orðið uppvís að því að framkvæma fjöldaaftökur. Stjórnarherinn hefur beitt gam- alkunnri aðferð: til þess að upp- ræta skæruliðana er fólkinu smal- að frá þeim fjallabyggðum þar sem grunur leikur á að skæruliðar hafi viðhafst inn í bæi eða búðir þar sem herinn telur sig geta haft stjórn á fólkinu. Stjórnarherinn í Guatemala, sem nýtur stuðnings frá Bandaríkj- unum, er skipaður 25 þúsund mönnum, en talið er að skæruliðar geti veri á bilinu frá 4 til 8 þúsund. Vitnisburður um fjöldamorð Undanfarið hefur sænskur í Choatalum hefur stjórnarherinn safnað saman 4000 índíánum sem hér taka við fatasendingum frá Rauða krossinum. Stjórnarhermenn frá Guatemala vaka yfir búðunum. Ljósm. Bengt Albons. blaðamaður, Bengt Albons, verið á ferð um Guatemala og skrifað um reynslu sína í Dagens Nyheter. Hann hefur heimsótt búðir, þar sem indíánum hefur verið safnað saman svo þúsundum skiptir, og samtöl hans við indíána benda til þess að tölur Amnesty séu síst ýkt- ar: við sólarupprás hinn 13. sept- ember sl. voru 380 menn, konur og börn tekin af lífi í þorpinu Agua Herforingjaþríeykið undir forystu Efrain Rios Mont, sem stendur fyrir fjöldamorðum á indíánum með stuðningi Bandaríkjastórnar. Fria. Aðeins tveir lifðu fjölda- morðin af sem vitni. - Fólk deyr ekki af matarskorti hér, heldur af sorg og þjáningu, segir Angelina, tæplega þrítug indíánakona á markaðnum í Rabi- nal. Stjórnarhermenn höfðu tekið 60 karlmenn af lífi í þorpinu henn- ar, þar á meðal eiginmann hennar, og síðan höfðu þeir komið á ný og rænt frá henni bústofninum. Hún og börn hennar lifa nú á maísmjöli, chiliávöxtum og vatni. Bengt Albons segir að hvarvetna megi sjá uppflosnað fólk á flótta. Samkvæmt heimildum ríkisstjórn- arinnar munu um 400 þúsund vera á vergangi, en aðrir nefna töluna 1.5 miljónir. Flóttafólkið í neyð Flóttamannastraumur yfir til Mexíkó hefur farið vaxandi á síð- ustu mánuðum og er talið að á milli 30 og 40 þúsund flóttamenn hafi komið yfir til Chiapas á síðustu mánuðum. Það er stefna Mexíkóstjórnar að skaffa þessu fólki atvinnu við land- búnað eða landnám í frumskógun- um. Flóttamannabúðir hafa engu að síður verið byggðar, og hefur hvað eftir annað komið fyrir að stjórnarherinn í Guatemala hefur gert innrásir úr lofti í slíkar flótta- mannanýlendur.Hafa hermennirn- ir komið í þyrlum og skotið á allt kvikt. Hefð er fyrir því á þessum árs- tíma að landbúnaðarverkamenn frá Guatemala komi yfir til Mexíkó til þess að vinna í kaffiuppsker- unni. Nú hefur straumur slíkra farandverkamanna verið meira en helmingi meiri en venjulega, eða um 150 þúsund, hefur danski blaðamaðurinn Jens Lohmann eftir landamæravörðum, og létu margir þessara landbúnaðarverka- manna í það skína að þeir ættu ekki afturkvæmt heim. Þeir fá hins veg- ar ekki nema 90 daga dvalarleyfi. Jens Lohmann, sem heimsótti flóttamannabúðirnar í Mexíkó við'- landamæri Guatemala segir að fólkið sé þjakað af malaríu, iðra- kveisum næringarskorti og ótta og hafi gefið herferðinni gegn skæru- liðum ýmis nöfn: „Victoria 82“, (Sigur 82) „Journada de la paz“ (Friðargangan) og „Frijoles y Fusi- les“ (Baunir og byssur), en ofursti sem flaug með hortum í eftirlitsferð í þyrlu um fjöllin í Quiché sagði einfaldlega: þetta er skítugt stríð - „una guerra sucia“. ólg. DN/inf. Góð matarkaup KINDAHAKK pr. kg. 38.50 10 KG. NAUTAHAKK pr. kg. 79.00 LAMBAHAKK pr. kg. 49.50 HVALKJÖT pr. kg. 27.00 NAUTAHAMBORGARAR pr. stk. 8.00 1/2 FOLALDASKROKKUR pr. kg. 48.00 1/2 NAUTASKROKKUR pr. kg. 72.00 1/2 SVÍNASKROKKUR pr. kg. 79.00 LAMBASKROKKAR pr. kg. 45.90 Athugið - skrokkar, merktir, pakkaðir og niður- sagaðir. Tilbúnir í frystikistuna KJÖTMIÐSTÖÐIIV Laugalæk 2 sími 86511

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.