Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. nóvember 1982 Strengjabrúður heitir skáld- sagan, hún segir frá Regínu, frægri óperusöngkonu, sem er gift þekkt- um vísindamanna. Sagan er skrif- uð út frá hennar hugsunum, það er Regína sem leggur mat á það upp- gjör á öllum sviðum sem hún ratar í á þeim fjórum mánuðum sem eru sögutíminn - uppgjör í list hennar, í einkalífí. Atburðarásin verður hraðari og hraðari þar til ekki verður hraðar komist... Þaö er Jón Óttar Ragnarsson sem hefur oröið, nýbakaður skáld- sagnahöfundur, en annars mat- vælafræðingur, vísindanna þjónn. Að finna þræðina - Auðvitað erum við . öll strengjabrúður, segir hann, leiksoppar umhverfisins. Streng- irnir eru umhverfið, áhrif úr upp- eldinu. Það er ótrúlega margt fólk sem er ekkert annað en þver- skurður af því umhverfi sem það er sprottið úr. En þetta ástand er mér Árni Bergmann skrifar um ekkert sjálfsagt mál. Mér finnst miklu skipta, að menn finni þessa ósýnilegu þræði, sem halda okkur í fjötrum, og komist að því hver við í raun erum. Þekki sjálfa sig nógu vel til að þeir geti breytt sjálfum sér vísivitandi. Og til þess að menn geti áttað sig á sjálfum sér þarf lífs- reynslu. Kannski verður sú lífs- reynsla sem fellur undir þjáningu og sálarkreppu eins og ómeðvituð aðferð okkar til að gera okkur nægilega gagnrýnin á sjálf okkur. Og sögupersóna mín, Regína, fær margt að reyna. Enda er hún önnur manneskja í sögulok en í byrjun, þótt hún sé þá ekki nema rétt byrj- uð á langri vegferð. Ráðríki persónunnar En það er eins víst að ég skilji ekki lengur þessa bók. Ég var bú- Viðtal við Jón Óttar Ragnarsson um nýja skáldsögu hans inn að smíða mér persónu, og setja hana inn í ákveðið umhverfi. Þá tók hún allt í einu á rás og ég átti fullt í fangi með að fylgja henni eftir. Kannski getur ekki öðruvísi farið. Ef maður býr til persónu, sem fær eiginleika margra manna sem maður hefur kynnst, þá segir það sig sjálft að hún verður að fá að lifa sínu eigin lífi. Það kemur í ljós, að sitthvað sem höfundurinn ætl- aði að láta þessa persónu gera - til góðs eða ills, það passar henni ekki lengur. Hún tekur ráðin í sínar hendur. En auðvitað fer allt í hnút, auðvitað lendir hún í lffsháska, auðvitað hleypur hún beint fram af hengifluginu. Því ef þessi saga hefur einhvern boðskap þá er hann helst sá, að á misjöfnu þrífast börnin best. Vísindi og list Vísindi og list? Ég hefi alltaf haft mikinn hug á að tengja saman þessi skötuhjú. Vísindamenn og lista- menn þurfa mjög hver á öðrum að halda. Vísindamaðurinn þarf helst að vera rithöfundur til að geta skýrt fyrir almenningi hvað hann er að fara, til að vera ekki hrútleiðin- legur. Rithöfundur þarf helst að vera inni í því hvað er að gerast í ýmsum vísindum - til dæmis í sál- arfræði. Þessir tveir hópar manna hafa skilist að í sérhæfingarþróun- Það gengur s vona... Kurt Vonnegut. Sláturhús 5. Sveinbjörn 1. Baldvinsson þýddi AB 1982 Kurt Vonnegut var bandarískur herfangi í Dresden þegar sú fallega borg var afmáð í feiknarlegum loft- árásum sem kostuðu 135 þúsundir manna lífið. Allmiklu fleiri en kjarnorkusprengjan drap í Hiró- síma. Ekki nema von að sú lífs- reynsla sæki á rithöfund: til Dres- den liggur leiðin í þessari kynja- skáldsögu, sem sífellt er að leggja tímalykkjur á leið sína fram og aftur um ævi sögumanns og út í geiminn þar sem Trafalmadorar búa. Kurt Vonnegut hefur ratað í miðjum hnút þeirra dapurlegu staðreynda um samtímann sem sögumaður hans lýsir svo fyrir geimverum: „Ég hefi sjálfur séð lík skólastelpna sem höfðu verið soðn- ar lifandi í vatnsturni af lands- mönnum (sv( ' mínum, sem stærðu sig af því að vera að berjast gegn hinu illa um þær mundir“. Þetta var satt. Billy sá soðnu líkin í Dresden. „Og ég hefi haft kerti að lampa fóta minna í fangelsi og kertin voru gerð úr fitu mannvera (Gyðinga) sem var slátrað af bræðrum og feðrum skólastelpnanna sem voru soðn- ar“. Hvað á að gera við þessa Kurt Vonnegut reynslu? Satt að segja veit Kurt Vonnagut það ekki, sem varla er heldur von. Viðkvæði sögumanns- ins verður „það gengur svona“, einskonar axlaypping forlaga- hyggjunnar, það sem gerðist hlaut að gerastsegja þeir á Trafalmador. Nítsjevo, segja Rússar, shigata ga nai segja Japanir, hvað getur maður gert? „Það er ekki hægt að segja neitt af viti um fjöldamorð", segir svo í þessari skáldsögu hér. Vitanlega er Kurt Vonnegut að leggja sitt til að minna á ódæði, sem verið er að fela á bak við undar- legrar réttlætingar í opinberum annálum stríðsins - eins og hann líka sýnir í sögunni. Og það er líka haft í huga, að Víetnamstríðið geisar þegar bókin er skrifuð. En hann hefur bersýnilega ekki mikla trú á því, að rödd rithöfundar sé sterk, eða menn vilji hlusta á hana. Og hann bregður í staðinn á margs- konar ærsli, hann kann sannarlega að vera manneskja að leik, sem grípur fagnandi margar óvæntar uppákomur úr sálarkirnunni, hnoðar þeim saman og skýtur þeim snarlega í áttina að firnalegu vandamáli. Sláturhús 5 er skemmtileg bók og líklega í flokki þeirra sem geta æst unglinga til lestrar. Sveinbjörn I. Baldvinsson þýðir rösklega og oft skemmtilega. Synd- laus er hann ekki: af hverju eru landar Billy Pílagríms orðnir „landsmenn"?; og heldur er það framandlegt að segja að tilteknir Þjóðverja hafi „aldrei haft með Amríkana að gera“ eða byrjar setningu á þessa leið: „Talandi um fólk frá Póllandi...“ - ÁB. inni, en það er mikilvægt að reyna að koma þeim saman aftur. Ekki til að ýta undir fúsk, á hvaða sviði sem það væri, heldur til að efla menn til þroska sem byggi á gagnkvæmri virðingu vísinda og lista. Slíkt samband kemst ekki á milli söng- konunnar og lífefnafræðingsins, manns hennar, í skáldsögunni minni - þau eru hvort um sig ánetj- uð prímadonnukapphlaupi síns sviðs. Til hvers? Til hvers eina skáldsögu í viðbót? spyrð þú. Ætli hverjum þeim sem slík ritstörf prófar finnist ekki að einhverju lumi hann á sem ekki er í vörslum hinna? Mér finnst fullt af sögum í kring, sem gefa freistandi möguleika á að fjalla um manninn sem einstakling. Frekar en að fella mannfólkið undir einhverja af- strakt hugmynd eða inn í félagslegt mynstur sem er svo rammlega ofið að persónurnar hverfa. Ég held að áhugi sé aftur að aukast á mannin- um sem slíkum, takmörkunum hans og möguleikum á að slíta af sér þá fjötra sem umhverfið vill færa hann í. Ég hefi þennan áhuga og það er þessvegna að ég skrifaði söguna.... Leyfislaus maður fer í spámennsku Jón Óttar: Rithöfundur og vísindamaður þurfa hvor á öðrum að halda... Jón Ormur Halldórsson: Spá- maður í föðurlandi. Vaka 1982. Júlíus heitir hetja sögunnar, minniháttar deildarstjóri í atvinnuráðuneytinu, hvunndags- maður sem skuldar of mikið í rað- húsi, er hvorki sæll né heldur sér- lega vansæll, hefur ekki mikinn áhuga á heiminum og heimurinn þá ekki á honum. Júlíus verður fyrir þeim ósköpum að fá einskonar vitr- un um fánýti hans jarðneska amst- urs með streitu og lífsgæðakapp- hlaupi svonefndu. Hann tekur þá að sér að boða nýfundinn sannleika um innri þroska og frelsi undan því drasli sem mölur og ryð granda. Og eins og vænta mátti eru þeir sem boðskapinn heyra, fjölskyldan, jafnt sem starfsfélagar og yfir- boðarar, nokkuð tregir á að með- taka þessa visku. Jón Ormur skrifar léttan stíl og lipran, hann er fundvís á ýmislegt smálegt sem verður frásögninni til lyftingar, og Júlíus sjálfur er til dæmis fram borinn á einkar líf- legan hátt og nánasta umhverfi hans, taktar þess og málfar. Einn hagfræðingur í ráðuneytinu segir til dæmis svo um afdrifaríka fyrir- greiðslu tjl togarakaupa: „Ungur hagfræðingur benti á, að þó hér væri um jaðarframlag að ræða, sem í sjálfu sér skekkti ekki jákvæð gildi umræddra framboðsfalla með tilliti til markaðssamþjöppunar, þá yrði engu að síður að gefa gaum að leitnilögmálum í þessu eins og öðru, en ýmislegt benti til mis- vísunar þeirra og kjörstöðu nýting- arhagkvæmni framleiðslufalla". Verður semsagt ýmislegt til kátínu í skopfærslum af þessu tagi. Jón Ormur er sjálfsagt á skynsamlegum brautum í ærsla- kenndri samfélagslýsingu sinni, þegar hann lætur samferðamenn Júlíusar spámanns bregðast svo við sinnaskipum hans, að hann hafi barasta hrokkið upp af standinum. Það er ekki gert ráð fyrir svona frelsunartali nema menn hafi lög- gildingu til þess eins og til að mynda prestar: við lifum á tímum sérhæfingarinnar. En þegar líður á söguna verður fullmikið um það, að þessi viðbrögð við boðskap Jú- líusar breytist í fasta hryggjarliði og allt að því ofnotaða skrýtlu. Það verður einnig sögunni til trafala, að boðskapurinn sjálfur (ósköp elsku- legur reyndar, klipptur saman úr kristindómi, guðspeki og sjálfsagt mörgu fleiru), verður um skeið helst til dauflegur fyrir ítrekana sakir. En áður en sögunni lýkur nær höfundur sér betur á strik með því að hafa skemmtilega útfærð enda- skipti á stöðu Júlíusar: veraldar- Jón Ormur Halldórsson gengi hans og vinsældir hrökkva upp í nýjar hæðir meðan Sann- leikur hans, boðskapurinn, ein- hvernveginn glutrast niður í fjöl- miðlagný og æsifréttamennsku. Jú- líus ætlaði að birta opinberunar- pistil í Síðdegisblaðinu, en flæktist út í áhuga ritstjórans á hneykslan- legum fyrirgreiðslum til togara- kaupa og naglaverksmiðju. Og hann er maður dagsins, hann er sá sem flettir ofan af spillingu, hann er frægur og eftir kostulegan sjón- varpsþátt vilja öll blöð eiga hann. Adrepa Jóns Orms er meira í ætt við yfirburðakennd hlæjandi manns en þá grimmd sem kennd er við oddhvassa hnífa. En í þeim málalokum sem.nú voru nefnd hitt- ir hann best í mark. ÁB Lífsháskinn er mjög hollur strengbrúðum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.