Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 12
16 SíÐA-.-»- ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. nóvember 1982 ALÞÝOUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Neshreppi Hellissandi Aðalfundur í Röst, fimmtudaginn 18. nóvember kl. 21.00. Dagskrá: l)Inntaka nýrra félaga, 2)kosning stjórnar, 3)kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund, 4)önnur mál. - Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Bæjarmálaráð heldur fund í Þinghóli miðvikudaginn 17. nóvember kl 20.30. Dagskrá: 1. Skipting í starfshópa 2. Undirbúningur fjárhagsgerðar 3. Önnur mál Stjórnin Fundir Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins Meginstarf Æskulýðsnefndar Alþýðubandalagsins mun í vetur fara fram á Vettvangi opinna starfshópa. Ýmis verkefni liggja nú fyrir hópunum, en að öðru leyti verða þeir mjög sjálfstæðir um val viðfangsefna sinna. Fyrstu fundir hópanna verða sem hér segir: Þriðjudagur 16. nóv.Menntamálanefnd - Félagsmálanefnd Miðvikudagur 17. nóv. Verkalýðsnefnd Fimmtudagur 18. nóv. Fræðslu- og útgáfunefnd Allir fundirnir verða að Grettisgötu 3 og hefjast kl. 20.30 Munið: Æskulýðsstarf Ab. er opið öllum ungum sósíalistum, flokksaðild er ekki skilyrði. Æskulýðsnefnd Ab. Borgarspítalinn Lausar stöður SÉRFRÆÐINGUR Staða sérfræðings í geðlækningum við Geð- deild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Væntanlegir umsækjendur skulu gera grein fyrir læknisstörfum þeim er þeir hafa unnið, vísindavinnu og ritstörfum. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar fyrir 12. des. 1982. SKRIFSTOFUMAÐUR Óskum eftir að ráða lipra manneskju til af- greiðslustarfa á Rannsóknadeild Borgarspít- alans. Vélritunarkunnátta ásamt kunnáttu í ensku og einu norðurlandamáli nauðsynleg. Upp- lýsingar um starfið veitir Brynjólfur Jónsson í síma 81200 - 368 milli kl. 10 og 12. Reykjavík, 12. nóv. 1982 Borgarspítalinn Útboö Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82052. 132 kV Suðurlína, jarðvinna svæði O. Opnunardagur: Mánudagur 29. nóvember 1982 kl. 14.00 í verkinu felst jarðvinna og annar frágangur við undirstöður, stagfestur og hornstaura, ásamt flutningi á forsteyptum einingum o.fl. frá birgðastöðvum innan verksvæðis, lagn- ingu vegslóða og byggingu grjótvarðraeyja. Verksvæðið nær frá vestanverðu Horna- fjarðarfljóti að Stemmu í A-Skaftafellssýslu alls um 46 km að lengd. Mastrafjöldi er 174. Verk skal hefjast 3. janúar 1983 og Ijúka 15. júní 1983. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi-118, 105 Reykja- vík, fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 16. nó- vember 1982 og kosta kr. 200.- hvert eintak. Reykjavík 11. nóvember 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Hitaveita Suðurnesja: Tók 480 mfljón kr. erlent lán Hitaveita Suðurnesja hefur undirritað samning um lán að fjár- hæð 30 miljónir dullara, en það er um það bil 480 miljónir íslenskra króna. Lánadrottnar eru nokkrir bankar í Japan, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Lánið er með sjálf- skuldarábyrgð íslcnska ríkisins. Lán þetta er veitt til 10 ára og er að hluta til ætlað að greiða upp eldri og óhagstæðari lán fyrirtækis- ins. Lánskjör eru afar hagstæð. -v Könnun á neyslu vímugjafa Landssamband mennta- og fjöl- brautaskólanema, LMF hélt nýlega landsþing sitt og voru þar gerðar ýmsar merkar ályktanir. Ákveðið var að húsnæðismál skólanna yrði eitt aðalbaráttumálið á næstunni og ennfremur að menningarleg tengsl milli skólanna yrðu aukin. Þá var fjallað um Háskólann og mótmælt að fjöldatakmörkunum verði beitt inn í skólann. Stjórn LMF hefur ennfremur á- kveðið að láta gera könnun á hús- næðismálum nemenda í þessum skólum, en mikill fjöldi þeirra býr fjarri heimilum sínum við nám og hafa húsnæðiserfiðleikar, einkum á höfuðborgarsvæðinu því komið mjög illa við þá. Þá verður einnig gerð könnun á neyslu vímugjafa nemenda þessara skóla og fer hún af stað nú á næstu dögum. Við ræddum stuttlega við nokkra stjórnarmenn í LMF, þá Svein Gíslason, formann samtak- anna, Harald Jónsson, gjaldkera, Vilhjálm Jens Árnason, ritara og Guðmund Auðunsson, varaform- ann og sögðu þeir að þessar kann- anir á húsnæðismálum og vímu- gjafaneyslu hefðu verið nokkuð lengi í undirbúningi og yrðu fram- kvæmdir í samvinnu við skólana, en samtökin myndu reyna að standa sem mest sjálf fyrir þeim. í ráði er að reyna að fastráða starfs- mann fyrir samtökin, en þau hafa aðsetur sitt í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. í samtökunum eru um 6500 nemendur og skiptast þeir nokkuð jafnt eftir kynjum. r Islenskir rafverktakar: greinum mismunað Á aðalfundi Landssambands ís- lenskra rafverktaka sem haldinn var fyrir skömmu, var m.a. fjallað um fyrirhugaða skuldbreytingu út- gerðar og var því mótmælt að einni starfsgrein sé með þeim hætti hjálpað á kostnað annarrar, allar atvinnugreinar í landinu eigi í erf- iðleikum einkum vegna mikils fjár- magnskostnaðar og óðaverðbólgu og því beri stjórnvöldum að ein- skorða ekki athafnir sínar í at- vinnumálum við sjávarútveg og landbúnað, segja rafverktakarnir. Á fundinum var einnig ályktað um menntunarmál og í því sam- bandi skorað á Iðnfræðsluráð að sjá um að kennsla fari fram sam- kvæmt fullgildum námsskrám og að verknám í skóla og á vinnustað verði gert sem jafnast, m.a. með framboði námskeiða við skóla í á- kveðnum verkþáttum sem meist- aranemar eigi ekki greiðan aðgang að annars staðar. „Okkar á milli” framlag íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin „Okkar á milli“ hefur að undanförnu verið sýnd á Film Forum í New York, vegna hátíðarinnar Scandinavia Today, ásamt átta öðrum myndum frá hin- um Norðurlandanna. Þessar myndir verða síðan sendar til Chic- ago og sýndar á Chicago Art Instit- ute í byrjun desember. Þaðan halda myndirnar svo til Baltimore, Cleveland, Denver, Minneapolis, Portland, San Francisco og Seattle. Leikstjóra myndarinnar, Hrafni Gunnlaugssyni, hefur verið boðið að vera viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Minneapolis, Den- ver og Los Angeles. Þá hefur „Okkar á milli“ verið valin sem framlag íslands til Óskarsverðlaunakeppninnar í Hollywood á þessu ári. Myndin nefnist á útlensku „Inter nos“, sem er latína yfir „Ókkar á milli“. Óskarsverðlaunanefndin útnefnir á hverju ári bestu erlendu mynd ársins og keppa um þann heiður ein mynd frá hverju þjóðlandi, sem þátt tekur í keppninni. Val myndanna fer þannig fram, að samtök kvikmyndagerðar- manna í hverju landi skipa nefnd í samvinnu við kvikmyndayfirvöld og útnefnir síðan nefndin bestu mynd ársins og er hún síðan send sem fulltrúi viðkomandi lands. í nefndinni, sem tilnefnd er af Félagi íslenskra kvikmyndagerðar- manna, sitja þeir Eiður Guðnason alþingismaður, Magnús Jóhanns- son og Knútur Hallsson skrifstofu- stjóri. verður haldinn miðvikudaginn 17. nóv. kl. 17. Fundarstaður Hótel Borg. Dagskrá: 1. Samningsmálin. 2. Önnur mál. Stjórn FBM „Flóamarkaður* Þjoðviljans Ný þjónusta við áskrifendur Á timmtudögum geta áskrifendur Þjóöviljans fengið birtar smáauglýsingar sér aö kostnaöarlausu. Einu skilyröin eru aö auglýsingarnar séu stuttorðar og aö fyrirtæki eöa stofnanir standi þar ekki aö baki. Ef svo er, þá kostar birtinqin kr. 100,- Hringið í síma 81333 ef þiö þurfið að selja, kauþa, skipta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þiö hafiö týnt einhverju eöa fundið eitthvaö. Allt þetta og fleira til á heima á Flóamarkaöi Þjóðviljans. ■■■■■■■■■■ PJOÐVIUINN Til sölu er 18 rúmlesta fiskiskip smíðað árið 1979. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands í síma 28055 og hjá Valdemar Einarssyni í síma 33954. Tilboð óskast send Fiskveiðasjóði íslands fyrir 1. des. nk. Fiskveiðasjóður íslands Hundahreinsun í Garðabæ Garöab»r fer fram þriðjudaginn 16. nóv. í áhaldahúsi bæjarins við Lyngás, kl. 16-18.30. Öllum hundaeigendum er skylt að koma með hunda sína. Hundaeftirlitsmaður Lausar stöður Umsóknarfrestur um áður auglýstar tvær hlutastöður lektora (37%) í sjúkraþjálfun við námsbraut í sjúkraþjálfun í Háskóla íslands framlcngist hér með til 1. desember n.k. - Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. - Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 12. nóvember 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.