Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Stinson Voyager 1 hreyfils flugvél. Síðar eignaðist hann 1 hreyfils- vél, Super Cup, þá vél gerði hann upp sjálfur. Síðast átti hann hlut í 2ja hreyfla 5 sæta flugvél, Piper Apache, í fyrra sumar eignaðist hann vélina einn. Honum þótti vænt um þessa vél, sem bar ein- kennisstafinaTF-MAO, hann kall- aði vélina „Mao formann“. Hann var óspar á að nota hana, ef skreppa þurfti inn í Djúp vestur á firði eða til Reykjavíkur, enda var hann kallaður „kaupfélagsstjórinn fljúgandi". 1977 gerist hann kaupfélags- stjóri hjá Kaupfélagi Saurbæinga í Dölum, reyndist hann mjög vel í því starfi. Vorið 1980 er Kaupfélag Isfirðinga í miklum vanda, kaupfélagsstjórinn hafði sagt upp starfi, en hann var sá fjórði á fáum árum. Félagið var illa farið eftir sí- felldan taprekstur og mannaskipti. Með milligöngu forráðamanna Samb. ísl. Samvinnufélaga var Hafþór beðinn að fara til ísafjarðar og freista þess að drífa félagið upp. Þetta ákveðna verkefni tók hann að sér. Og þá fóru hlutirnir að snú- ast, 1981 ári eftir komu hans kaupir kaupfélagið Fiskiðjuna Freyju á Suðureyri, ásamt Sambandinu og Suðureyrarhreppi, kaupfélagið átti fyrir hlut í þessu fyrirtæki. A sama ári kaupir kaupfélagið Steiniðjuna h/f, sem rak steypustöð, timbur- sölu o.fl. Árið 1981 kom svo út með góðum hagnaði. Nú í haust kaupir svo kaupfélagið vörumarkað Ljónsins á ísafirði. Þessi umsvifa miklu eignakaup vöktu mikla at- hygli og juku trú manna á félaginu. Það var skoðun Hafþórs að vænleg- asta leiðin til að rífa félagið upp, væri að renna fleiri stoðum undir reksturinn. Því voru tækifærin gripin þegar félaginu buðust þessar eignir til kaups. Auk þessa var fyrirhugað að byggja vörumarkað á ísafirði og sláturhús. Undirritaður hefur haft náið sam- starf við Hafþór síðan hann kom til ísafjarðar, ég er ekki í neinum vafa um að allt þetta hefði tekist á skömmum tíma, ef hans hefði not- ið lengur. Hafþór var slíkur atorku- og dugnaðar maður, að leitun mun að öðrum slíkum, hann lagði sig allan í starfið, annað komst ekki að. Hafþór hreif fólk með sér og sá margar leiðir til ávinnings og líka til sparnaðar, ekki síst. Hlutur hans í uppgangi Kaupfélags ísfirðinga er ómælan- lega stór. Hann var glaðlyndur og á góðum stundum eða þegar starfs- fólkið gerði sér dagamun, var hann hrókur alls fagnaðar. Við kaupfélagsmenn höfðum vænst þess að halda honum í starfi í nokk- ur ár í viðbót, eða eins og hann sjálfur sagði á meðan hann væri að hressa upp á félagið. Það var mikið áfall fyrir okkur að missa hann og ekki síst á þennan hátt. Þó er þetta miklu meiri missir fyrir eiginkonu hans og drengina ungu, sem treystu á handleiðslu hans og forsjá. Að leiðarlokum þakka ég af alhug góðum dreng fyrir mikið starf og góð kynni og bið guð að blessa hann og varðveita. Við hjónin vottum Guðnýju og drengjunum, móður hans og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúð. Konráð Jakobsson Það var „þrútið loft og þungur sjór“ og stormur í lofti yfir Vest- fjörðum þriðjudaginn 26. október. Þann dag stýrði Hafþór Helgason kaupfélagsstjóri á ísafirði flugvél sinni hinsta sinni á loft - í ferð sem lokið hefur í hafinu úti fyrir sunn- anverðum Vestfjarðakjálkanum. Þannig er lífið - menn vita aldrei fyrirfram hvenær skyndilega kann að verða klippt fyrirvaralaust á lífs- þráðinn. En sárt er þó alltaf þegar ungum og hraustum mönnum, í blóma lífsins og með fulla starfs- orku er kippt burtu jafn snögglega og hér gerðist. Hafþór Helgason fæddist í Reykjavík 12. janúar 1945, sonur Helga J. Hafliðasonar bifvéla- virkja og Sigurbjargar Jónsdóttur. Hann lauk gagnfræðaprófi úr verknámsdeild 1962 og hlaut skip- stjórnarréttindi á 30 tonna bát sama ár. Árið 1965 lauk hann einkaflugprófi, og atvinnuflugprófi með blindflugsréttindum á árunum 1975-76. Hann vann ýmis störf framan af, en var framkvæmda- stjóri og einn eigenda flugfélagsins Vængja hf. árin 1973-76. At persónulegum ástæðum seldi hann hluta sinn í því fyrirtæki og lét af störfum fyrir það. í framhaldi af því réðist svo að hann fluttist vestur í Saurbæ í Dölum og tók þar árið 1977 við starfi kaupfélagsstjóra hjá Kf. Saurbæinga. Við erum margir sem minnumst þess að þegar í byrjun vakti þessi nýi kaupfélagsstjóri á sér talsverða athygli innan samvinnuhreyfingar- innar. Það var ekki aðeins sú sér- staða hans að vera lærður atvinn- uflugmaður og fara allra sinna ferða milli landshluta um loftsins vegi. Það kom fljótt í ljós að hann var hörkuduglegur til vinnu, á- kveðinn og atorkusamur, en kom sér jafnframt vel við menn, svo að hann ávann sér snemma virðingu félagsmanna og viðskiptavina Kf. Saurbæinga. Það fór heldur ekki á milli mála að hann var góður leið- togi og einlægur samvinnumaður, sem vel kom fram í þátttöku hans í umræðum á fundum hreyfingar- innar. Þessir eiginleikar réðu því svo að árið 1980 var leitað til Hafþórs um að taka við kaupfélagsstjórastarfi hjá Kf. ísfirðinga, sem þá hafði átt við erfiðleika að etja um nokkurt skeið. Það vill svo til að ekki eru nema örfáar vikur síðan rækilegt viðtal við hann birtist í einu af dag- blöðunum (Dagblaðið og Vísir 12. okt.), og þar segir hann nokkuð frá þessu máli og verkefnum sínum vestra. Ég má kannski leyfa mér að taka hér upp lýsingu hans sjálfs á eigin viðbrögðum við beiðninni og afstöðu sinni til starfsins, en þessu lýsti hann þannig: „Snemma árs 1980 er leitað til mín að koma til ísafjarðar og tók ég því fálega í fyrstu. Ég vissi vel að það yrði erfitt enda búin að vera lognmolla yfir þessu lengi. Það voru búin að vera tíð kaupfélags- stjóraskipti sem segir sína sögu. Aftur á móti hefur alltaf heillað mig að takast á við hlutina og helst reyna eitthvað sem hefur gengið skrykkjótt. Ég sló því til og lít á það sem verkefni mitt að koma fyrir- tækinu á toppinn. Ég er einlægur samvinnumaður og trúi því að fólk- ið eigi að hafa hönd í bagga með verslunarrekstri og ekki sé væn- legri leið en að kaupfélögin reki myndarlega verslun á öllu landinu. Ég ann þó öllum að reka verslun ef þeir vilja.“ Það var burt frá þessu verkefni, sem hann tók svo alvarlegum tökum, að honum var kippt fyrir- varalaust. Um störf Hafþórs fyrir Kf. ísfirðinga, þann skamma tíma sem hann stýrði málum félagsins, er það annars í stuttu máli að segja að hann sýndi þar afburðahæfni og var stórvirkur í starfi jafnt sem framkvæmdum. Framkvæmdasaga félagsins síðustu tvö árin skal ekki rakin hér, enda er hún alkunn þjóðinni úrfjölmiðlum. Umhverfis þá uppbyggingu hefur á stundum orðið stormasamt, eins og oft vill verða þar sem ráðist er af stórhug í miklar framkvæmdir. En í öllum þeim stormum lét Hafþór engan bilbug á sér finna. Hann var þar hvarvetna hinn öruggasti í öllu og stýrði uppbyggingunni með gætni og lagni hins fædda leiðtoga. Það fer ekki á milli mála að Hafþór var kominn vel á veg með að gera það sem hann kallaði sjálf- ur að koma fyrirtækinu á toppinn. Honum var að takast að leysa það verkefni, sem nú verður annarra að leiða til lykta. En samvinnumenn hafa misst úr röðunt sínum einn af bestu mönnum hreyfingar sinnar, og skaði þeirra er mikill. En þó er hann kannski lítill mið- að við það skarð sem er fyrir skildi í fjölskyldu hans. Eiginkona hans, Guðný Kristjánsdóttir, og synir þeirra þrír hafa misst góðan eigin- mann og föður. Hjá þeim hlýtur hugur okkar hinna að dvelja á þess- um erfiða tíma í lífi þeirra mæðgin- anna. Megi það verða þeim nokkur huggun harmi gegn að í hópi okk- ar, sem kynntumst honum í starfi hjá samvinnuhreyfingunni, skilur Hafþór einungis eftir sig góðar minningar. Eysteinn Sigurðsson. Konsúlshúsið, Urðargata 2 á Patreksfirði, sem í framtíðinni verður hótelið í þorpinu. Gistihús á svona stað er nauðsyn Þótt Patreksfjörður sé ekki stórt þorp, þá er það nú svo, að hingað kemur fólk til að vinna í lengri eða skemmri tíma; hingað kemur fólk sem stoppar fáa daga einhverra er- inda vegna, og svo er alltaf tals- verður ferðamannastraumur hingað yfir sumarið. Því er það staðreynd að þörf fyrir gistihús, með fullkominni aðstöðu, er mikil, sögðu þau Erla Hafliðadóttir og Kristján Jóhannesson á Patreks- firði, en þau reka matsölu og gisti- aðstöðu í þorpinu. Okkar draumur er að koma upp hóteli og í því skyni höfum við keypti þetta hús (Urðargata 2 sem kallað er Konsúlhúsið á Patreks- firði). En það þarf mikið að gera við húsið til þess að hægt sé að taka iað í notkun og okkur vantar pen- inga til þess. Við höfum leitað til Ferðamálasjóðs og var vel tekið, lannig að vonandi getum við hafist handa áður en langt um líður, sögðu Erla og Kristján. Þau sögðust hafa byrjað með lennan rekstur sinn fyrir 14 árum í húsnæði sem hreppurinn átti. Síð- an keyptu þau húsið Aðalstræti 15 og ráku þar matsölu og höfðu smá gistiaðstöðu. En nú, eftir að þau keyptu Konsúlshúsið reka þau matsölu í því, en hafa nokkur her- bergi sem þau leigja út heima hjá sér. Og þannig verður það að vera, Rabbað við Erlu Hafliðadóttur og Kristján Jóhannesson sem reka matsölu og gistiaðstöðu á Patreksfirði þar til lagfæring hefur farið fram á Konsúlshúsinu. Yfir sumarið er, eins og áður segir, all-mikill ferðamanna- straumur um Patreksfjörð. Þar eru engin ákveðin tjaldstæði og því er þörf fyrir svefnpokapláss mikil, og sögðust þau Erla og Kristján hafa leigt fólki slík pláss sl. sumar og hefði það líkað vel. Sögðust þau ákveðin í að gera slíkt áfram. Talið barst að slæmum sam- göngum við Patreksfjörð, og sögðu þau að Patreksfirðingar almennt væru undrandi á þeim ummælum eins fréttamanns sjónvarpsins fyrir skömmu að samgöngur þangað væru svo góðar að ný ferja yfir Breiðafjörð væri óþörf. Sann- leikurinn er sá að þörf fyrir nýtt skip, sem sigli á milli Stykkishólms og Brjánslækjar er mjög brýn. Það er að vísu rétt að flugáætlun Flug- leiða h.f. gerir ráð fyrir 3 ferðum í viku til Patreksfjarðar, en það líður stundum vika eða tvær, sem ekki er hægt að fljúga vegna veðurs. Og þá er engin leið til nema Baldur yfir Breiðafjörð, því að vegir eru meira eða minna ófærir yfir vetrarmán- uðina. Þá er því við að bæta, að skip Ríkisskips taka ekki lengur farþega, fólki er meira að segja meinað um far milli fjarða hér fyrir vestan, sögðu þau Ería og Kristján. f þeirri viku sem þetta rabb fór fram var aðeins hægt að fljúga tvisvar til Patreksfjarðar, mánudag og föstudag. Og sama dag og við ræddum saman var manni neitað um far með einu skipa Ríkisskips til Þingeyrar frá Patreksfirði. Sá maður og undirritaður, sem var veðurtepptur á Patreksfirði, hefðu ekki átt margra kosta völ ef mat- sala og gistiaðstaða þeirra Erlu og Kristjáns hefði ekki verið til stað- ar. -S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.