Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. nóvember 1982 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Utgefindi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Augiýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Eliasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaöaprent h.f. Þvílíkt heimilisböl! • Formaður Alþýðuflokksins hefur látið þau boð út ganga í fjölmiðlum, að hann muni ekki mæta framar til viðræðufunda við ráðherranefnd ríkisstjórnarinnar um framgang þingmála og tímasetningu kosninga. • Við lok síðasta viðræðufundar á þriðjudaginn var töldu allir aðilar viðræðnanna hins vegar sjálfsagt að þeim yrði haldið áfram, enda hafði verið tekið vel í hin svokölluðu skilyrði Alþýðuflokksins. • En nú hefur formaður Alþýðuflokksins kosið að söðla skyndilega um og vill ólmur feta í fótspor Geirs Hall- grímssonar, sem áður hafði hafnað öllum viðræðum við ríkisstjórnina um afgreiðslu brýnustu þingmála. Og Kjartan Jóhannsson ber því við að ekki hafi verið fallist á öll skilyrði Alþýðuflokksins nú þegar. • Hver voru þessi skilyrði: 1. - Að bráðabirgðalögin um efnahagsráðstafanir frá 21. ágúst í sumar yrðu lögð fram á Alþingi án frekari tafar. Þetta hefur nú þegar verið gert, svo ekki strandar á því máli. 2. - Að störfum stjórnarskrárnefndar yrði hraðað og reynt verði til þrautar á næstu vikum að ná samstöðu allra þingflokka um nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. - Allir aðilar eru sammála um að reyna að hraða störfum nefndarinnar eftir mætti, og þar hefur verið mikið um fundarhöld að undanförnu. í samþykkt Alþýðuflokksins, er talað um að reynt verði að ná samstöðu í stjórnarskrárnefnd „á næstu vikum“, svo varla getur það verið tilefni viðræðuslita þótt þetta hafí ekki tekist strax á þeim fjórum dögum, sem liðu frá því Kjartan Jóhannsson lagði skilyrðin fram og þar til hann lýsti yfír að viðræðunum væri lokið. 3. - Að nýjar alþingiskosningar fari fram eigi síðar en í aprílmánuði næstkomandi. • Þetta var þriðja og síðasta skilyrði Alþýðuflokksins. Því fór fjarri að ríkisstjórnin hafnaði þessu skilyrði fremur en hinum. Þvert á móti hafði ríkisstjórnin lýst því yfir, að hún stefndi að alþingiskosningum á fyrri hluta næsta árs og væri reiðubúin til viðræðna við Alþýðuflokkinn um endanlega dagsetningu í þeim efnum. Um þetta átti að ræða á fundinum, sem til stóð að halda í dag, en formaður Alþýðuflokksins neitar þá að mæta. • Það leynir sér ekki, að formaður Alþýðuflokksins hef- ur óttast það mest, að ríkisstjórnin byði upp á samkomu- lag um kosningar í aprílmánuði eða fyrr, og féllist þar með á öll þessi svokölluðu skilýrði Alþýðuflokksins! • Flokksþing Alþýðuflokksins, sem haldið var fyrr í þessum mánuði lagði forystu flokksins þá skyldu á herðar að halda áfram viðræðum við ríkisstjórnina um afgreiðslu brýnustu þingmála, að þeim skilyrðum uppfylltum, sem hér voru rakin. Á flokksþinginu var greinilega verulegur vilji fyrir því að semja við ríkisstjórnina um eðlilega af- greiðslu mála. Þingflokur Alþýðuflokksins með þá Kjart- an Jóhannsson og Sighvat Björgvinsson í broddi fylkingar virðist hins' vegar ekki mega til slíkra samninga hugsa. Þeir virðast ekki geta hugsað sér að víkja hænufet frá samstöðunni með Geir Hallgrímssyni. Þess vegna er fund- in upp tylliástæða til að slíta viðræðunum strax áður en neitt fengi að reyna á málefni. • Framkoma Kjartans Jóhannssonar í þessu máli er víta- verð, en hún á sína skýringu í því algjöra upplausnará- standi, sem nú ríkir í herbúðum Alþýðuflokksins. • Sá þingmaður Alþýðuflokksins, sem fékk nær helming atkvæða við varaformannskjör í flokknum fyrir fáum dögum hefur nú lýst því yfír, að hann verði alls ekki í framboði fyrir Alþýðuflokkinn í komandi kosningum og hótar Kjartani og félögum með sprengiframboði! • Meðan samningamálin ganga svona hörmulega í sand- kassaleik forystusveitar Alþýðuflokksins, þá er kannski ekki von að flokkurinn treysti sér í alvarlegar samninga- viðræður við aðra flokka um meginmál. • Þá er iíklega betra að allir séu bara á móti öllum! k. klippt Allt vald til Vinnuveitenda- sambandsins Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hátíðarstundum þóst vera nokk- uð sjálfstæður gagnvart sam- tökum atvinnurekenda, en þegar á reynir er sýnt að ekki gengur hnífsblaðið á milli flokks og hags- muna...Flokkurinn enda til orð- inn til að verja og styrkja hags- muni burgeisanna í þjóðfélaginu. Þannig rúlla menn á milli bás- anna í ofurveldi íhaldsins, á milli starfa fyrir flokkinn og atvinnu- rekendur. Tilkynnt hefur verið að Þor- steinn Pálsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins fari í prófkjör í Suðurlandskjördæmi. Þorsteinn var áður ritstjóri Vísis. Enn fremur var tilkynnt um helg- ina að Ellert Schram sem einnig hefur verið ritstjóri Vísis sé reiðubúinn í prófkjör hjá íhald- inu í Reykjavík. Það er gaman að þessum frjálsu og óháðu fjöl- miðlum. Vinnuveitenda- sambandið gegn Haukdal Hvað vill svo Sjálfstæðisflokk- urinn með framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins í ríki Haukdals í Sunnlendingafjórð- ungi?Það gengur fjöllunum hærra að Geirsklíkan hafi loíað Haukdal tiyggu þingsæti fyrirað gerast liðhlaupi í sumar. Það gæti orðið þröngt fyrir dyrum í efstu sætum þessa framboðslista áður en lýkur. Eða ætlar Geirsklíkan að smygla Haukdal út um bak- dyrnar af þingi? Þá færi illa fyrir ráðherraefninu, sem áður hamp- aði bréfi í túni. Stéttasamvinna um frjálshyggju Alvarlegri eru þau tíðindi sem berast frá stéttarfélagi verslunar- manna hér í Reykjavík. Sagt er að tímaritið Frjáls verslun, sem hef- ur verið aukabúgrein Sjálfstæðis- flokksins og atvinnurekenda- valdsins um langa hríð, eigi nú að rekast f sameiningu af Verslun- armannafélagi Reykjavíkur og Verslunarráði íslands ásamtmeð fyrirtækinu Frjálst framtak sem skrifað hefur verið fyrir þessari útgáfu hingað til. Hvar gæti slíkt gerst að menn rugluðu saman hagsmunum þeirra sem kaupa og þeirra sem selja vinnuafl annars staðar en á íslandi? Ekki er það nú til að fegra myndina að þetta tímarit hefur verið einkar ógeðfellt auglýsinga- rit fyrir forstjóra og hugmynda- fræðin í þeim dúr sem nafngiftir gefa til kynna; frelsi til að arð- ræna náungann. Vonandi sér Verslunarmannafélag Reykja- víkur að sér áður en alvara verður úr þessari fjarstæðukenndu ákvörðun. Því jafnvel þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hafi tögl og hagldir í verkalýðsfélagi er ekki hægt að ætla því svo dapurleg ör- lög, að daga uppi í þrotabúi frjálshyggjunnar. -óg Vísindaferðir ungra íhalds- manna í Vökublaði ungra íhalds- manna í Háskóla íslands segir frá því í gamansömum tón, að nú ætli félagið þeirra að efla með sér dáð og þjóðlega reisn: „Alkunna er að vísindaferðir deildarfélaga í H.í. hafa mælst mjög vel fyrir. Stjórn Vöku hyggst nú fara að fordæmi þeirra og efna til vísindaferðar fyrir Vökumenn. Áætlað er að farið verði laugardaginn 6. nóv. n.k. og stefnan tekin á aðsetur banda- ríska varnarliðsins á Miðnes- heiði. Munu Vökumenn kanna gaumgæflega hvernig vörnum landsins er háttað, skoða orust- uþotur, ratsjárflugvélar og margt fleira. Einnig er fyrirhugað að líta á hvernig framkvæmdum miðar í Helguvík. Svo er aldrei að vita nema Vökumenn bregði sér í Of- fiseraklúbbinn um kvöldið að loknum vísindarannsóknum." Frelsi gegn frelsi Komið er út á glanspappír 2. hefti tímarits frjálshyggjumanna, Frelsið undir ritstjórn Hannesar Ilólmsteins Gissurarsonar. En margt efni er í því um hann, með tilvitnunum í hann og eftir hann. í ritnefnd eru meðal annarra Matthías Moggaritstjóri og Jónas Haralz bankastjóri. Ráðgjafi er titlaður sjálfur Friedrich A. Hay- ek og forsíðumynd í lit er af Milt- on Friedman í sjónvarpskassa. Merkir dálkar í ritinu eru undir samheitinu Fréttir af hugmynda- baráttunni. Þar segir á einum stað: „Islenskir samhyggjumenn eru sjálfum sér verstir. Fyrst birt- ir Morgunblaðið af dæmafáu frjálslyndi sínu langan fyrirlestur eftir Þorstein Gylfason B.A. 5. og 6. september 1981, sem átti að vera um frjálshyggju en var það ekki“, Höfundareinkennin eru nokkuð glögg, hér er Hannes að gefa Matthíasi nótu fyrir frjáls- lyndið auk þess sem hann er að reyna að fá útrás fyrir innibyrgða gremjuna út í Þorstein Gylfason sem hefur á stundum snuprað þennan lærisvein sinn eftirminni- lega. Enda kemur í beinu fram- haldi af tilvitnuðum orðum þetta: „Hannes H. Gissurarson svaraði honum í sama blaði 12. septemb- er, eins og rakið erí 3. hefti Frels- isins 1981“. Sýnt er að fáir eru jafn vel að sér í greinaskrifum Hannesar, hvort sem það er um frjálshyggjuna eða annað ámóta geðslegt, en einmitt Hannes sjálfur. Skotmark sameignarsinna Annars staðar í „fréttum af hugmyndabaráttunni" stendur þetta: „Indriði G. Þorsteinsson hefur verið skotmark sam- eignarsinna í mörg ár, enda er hann framúrskarandi rithöfund- ur, hefur aldrei lotið aga þeirra og jafnvel leyft sér að svara þeim“. Síðan segir að það hafi komið mörgum á óvart „er Skírnir gamalt og virðulegt tíma- rit“ hafi birt „árásargrein" Vé- steins Ólasonar bókmenntalektors (umrædd grein heitr Frá upp- reisn til afturhalds). Síðan er spurt: „Var Þjóðviljinn ekki heppilegri til þess?“ Eitt af mörg- um dæmum sem í „Frelsinu“ má finna um að beint og óbeint sé hvatt til ritskoðunar - ein helsta aðferðin er einmitt sú að segja, að flest það sem lætur illa í eyrum Frelsismanna eigi hvergi að fá inni nema í einu tilteknu vinstri dagblaði. En sem fyrr segir: pappírinn er glansandi, myndir eru margar til að flikka upp á lata hugsun og auglýsingar svo margar frá furð- umörgum fyrirtækjum, að þetta markaðshyggjutímarit er kannski eina tímaritið á landinu sem ekki þarf neina lesendur til að komast af. ó8-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.