Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 16. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Aðild að Alþjóðaorkustofnumnni gæti orðið dýrkeypt Olíuverð hækkar tll neytenda Þingmenn vara við samþykki Guðmundur J. Guðmundsson Guðrún Helgadóttir og Albert Guðmundsson mæltu á móti frum- varpi um aðild Islands að Alþjóða Orkustofnuninni (en frumvarpið ber yfirskriftina „um neyðar- birgðir olíu o.fl.“) en aðrir mæltu með samþykki þess i umræðum á alþingi í s.l. viku. Tómas Árnason mælti fyrir þessu frumvarpi sem áður hefur verið til umræðu í þing- inu. í umræðunum kom m.a. fram að ef íslendingar kæmu sér upp 90 daga neyðarbirgðum af olíu eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, Helgi Seljan Helgi Seljan spyr: Eru vanskil hjá tífeyris- sjóöum? Lögð hefur verið fram fyr- irspurn frá Helga Seljan til fjármálaráðherra um kaup lífeyrissjóða á skuldabréfum samkvæmt lánsfjáráætlun. Fyrirspurnin er svo- hljóðandi: „Hvernig hafa lífeyris- sjóðirnir staðið skil á kaupum skuldabréfa af opinberum fjárfestingarlánum í samræmi við lánsfjáráætlun þessa og síðasta árs? Ef um vanskil er að ræða, hverjir eru þá stærstu aðilarn- ir, sem ekki hafa staðið skil á þessum skuldabréfakaupum, og hversu háar upphæðir er þar um að ræða?“ -«g myndi það hafa i för með sér 1,6% hækkun á olíuvörum til neytenda. Tómas Árnason sagði í framsögu sinni að nú væru neyðarbirgðir til 60 daga í landinu og mikið öryggi fælist í því að auka þessar birgðir eins og gert er ráð fyrir með aðild íslands að Alþjóðaorkustofnun- inni. Aðildin tryggði íslendingum aðgang að samhjálp vestrænna þjóða á neyðartímum. Birgir Isl. Gunnarsson tók í sama streng og spurði hvort frumvarpið væri flutt með vitund og samþykki ráðherra Alþýðubandalagsins. Lýsti hann yfir stuðningi sínum við frum- varpið. þingsjá Guðrún Helgadóttir lýsti yfir harðri andstöðu sinni við megin- efni þessa frumvarps (sjá einnig annars staðar hér á þingsíðu). Vakti hún athygli á því að frum- varpið héti frumvarp um neyðar- birgðir olíu en ætti auðvitað að heita um aðild íslands að Alþjóða- orkustofnuninni, það væri jú merg- urinn málsins í þessu frumvarpi. Guðrún sagði að það væri erfitt að koma auga á nauðsyn aðgerða sem valda hækkun olíuverðs til neytenda á tímum eins og framund- an eru. Þá benti hún á að skýringar um þetta mál hefðu reynst vafa- samar og málið krefðist vandlegrar íhugunar og nákvæmrar athugun- ar. „Persónulega lýsi ég yfir and- stöðu minni við frumvarpið í heild, þar til haldbetri rök liggja fyrir um nauðsyn aðildarinnar fyrir íslend- inga af gagnsemisástæðum, svo og fyrir þeirri stefnu alþingis þjóðar- innar að eiga aðild að slíkum for- réttindaklúbbi, sem þessi stofnun er.“ Þá gagnrýndi Guðrún að í greinargerð eru langir kaflar á enskri tungu, sem væri nú ekki til að auðvelda öílum íslendingum að- gang að málavöxtum. Magnús Magnússon sagði frum- varpið í einu og öllu vera í samræmi við stefnu Alþýðuflokksins og styddi hann það heils hugar. Hins vegar væri hann sammála Guðrúnu um að nafni frumvarpsins ætti að breyta. Tómas Árnason viðskiptaráð- herra sagði að fullt samkomulag væri um að flytja frumvarpið innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar væri hér einungis um heimildarfrum- varp að ræða, þ.e. sem heimilaði ríkisstjórn að sækja um aðild að Alþjóðaorkustofnuninni ef gengið yrði að settum skilyrðum. Islend- ingar færu fram á ýmsa fyrirvara sem stofnunin yrði að fallast á. Tómas tók undir gagnrýni á nafn frumvarpsins og að greinargerð væri að hluta til á enskri tungu. Guðmundur J. Guðmundsson Magnús Magnússon Tómas Árnason Albert Guðmundsson Árni Gunnarsson Albert Guðmundsson lýsti sig andvígan frumvarpinu. Það tryggði okkur ekki öryggi eins og stefnt væri að. Vakti hann athygli á því að önnur aðildarríki fengju aðgang að olíubirgðum okkar. Sagði hann að með þessu fengju íslendingar aðild að klúbbi hinna stóru. Það væri enn eitt dæmið um að við værum að spila okkur stærri en við í raun og veru værum. Albert taldi einnig að við yrðum háðari Rússum með aðildinni eftir en áður. Aldrei lækkun hérlendis Guðmundur J. Guðmundsson lýsti sig einnig andvígan frumvarp- inu. Sagði hann að það væri neytendum hérlendis með öllu óskiljanlegt að þegar fregnir bær- ust af því að olíuvörur lækkuðu á heimsmarkaði, næði slík lækkun aldrei til íslands. Það virtist vera samfeild tilviljun og ógæfa, að ís- lendingar væru á öldutoppnum en aldrei í öldudalnum í verðlagi á olíuvörum. Embættismenn skýrðu ástæðurnar fyrir þessu gjarnan með því, að við værum með svo gamlar birgðir sem hefðu verið keyptar þegar heimsmarkaðsverð var hærra. Ekki myndi meiri birgðasöfnun auka líkurnar á lægra verði til neytenda. Við þetta bætt- ist vaxtakostnaður og annað sem ævinlega væri velt yfir á neytendur. Enda þýddi 90 daga birgðasöfnun um 1,6% hækkun beint til neytenda. Færri olíufélög Árni Gunnarsson lýsti á- hyggjum vegna síhækkandi olíu- verðs hérlendis og ítrekaði að fækkun olíufélaganna myndi leiða til lægra olíuverðs fyrir neytendur. í landinu væri þrefalt dreifingar- kerfi, sem reyndist dýrt og óskynsamlegt. Margir þessara þingmanna tóku oftar en einu sinni til máls. _óg Guðrún Helgadóttir um Alþjóðaorkustofnunina: Klúbbur hinna ríku Fátækustu þjóðir heimsins útilokaðar Nafnið Alþjóðaorkustofnunin er auðvitað fullkomlega villandi. Ein- ungis OECD-ríkin eru aðilar að þessari stofnun, að undanskildum Frakklandi, íslandi og Finnlandi. Aðeins 20% jarðarbúa eru því aðil- ar og það eru einmitt þau 20% sem yfir mestum auði ráða. Fátækustu þjóðir heimsins eru útilokaðar og því leyfi ég mér enn - eins og ég gerði í fyrra - að kalla þessa stofnun klúbb hinna ríku. Alþjóðaorkustofnunin var sett á laggirnar til þess að tryggja sam- eiginlega hagsmuni hinna ríku olí- ukaupaþjóða fyrir hugsanlegum aðgerðum fátækra og vanþróaðra olíusöluríkja. Forríkar þjóðir eins og Bandaríkin, Vestur-Þýskaland og fleiri vildu með henni mynda varnarmúr gegn OPEC-ríkjunum, sem seldu olíu, þegar þau vildu öðl- ast meiri arð af auðlindum sínum með hækkun olíuverðs til viðskipt- aríkjanna. Það er því siðferðileg spurning fyrir okkur hér í landi og hið háa Alþingi, hvort við sækj- umst eftir að vera félagar í þessum klúbbi, sem Nixon Bandaríkjafor- seti átti upptökin að árið 1974, sem einungis stuðlar að meiri fátækt hinna fátæku og meiri auðlegð hinna ríku. Þegar litið er til, hvert beint gagn íslendingar kunna að hafa af aðild að Alþjóðaorkustofnuninni - að öllum siðferðisvangaveltum slepptum - sýnist ýmislegt vanta í röksemdafærslu hæstvirts ráðherra og annarra áhugamanna um aðild- ina. Það er öllum ljóst að Alþjóða- orkustofnunin er fyrst og fremst byggð á þörfum hinna voldugu iðnríkja Evrópu og Bandaríkj- anna, sem hafa grundvallað orku- markað sinn á innfluttri olíu. Það er því skilyrðislaus krafa af hálfu íslands að á engan hátt sé gengið á rétt okkar og forræði yfir okkar eigin orkuauðlindum og ég dreg í efa að þessi réttur sé tryggður með þessu frumvarpi ef menn ætla sér að samþykkja það. I Noregi varð ýtarleg umræða um skilyrði Norðmanna fyrir aðild og menn hafa ennþá efasemdir um réttmæti þess að þeir gerðust aðil- ar. Innan Alþjóðaorkustofnunar- innar eru menn heldur ekki á eitt sáttir, hvort stefnumörkun hennar í orkumálum sé lagalega bindandi fyrir einstök aðildarríki eða ekki. Og Norðmenn settu einmitt þau skilyrði fyrir aðild að hvorki þeir né íslendingar, ef þeir gerðust aðilar, féllust á þann skilning að stefnu- mörkun stofnunarinnar hefði laga- gildi og voru þeir þá auðvitað með ónýttar auðlindir þessara tveggja þjóða í huga. Ótti manna um að aðild að stofn- uninni skerti verulega rétt ein- stakra ríkja til sjálfstæðra samn- inga við olíusöluríkin er einnig viss- ulega á rökum reistur. Slík skerðing réttinda íslendinga til samninga gæti verið alvarlegt áfall fyrir ókkar eigin markaði og því full ástæða til að hyggja að þessum þætti málsins. Þá er full ástæða til áð draga í efa gagnsemi þess ákvæðis frumvarps- ins, sem snýr að skyldum íslend- • inga til að miðla öðrum ríkjum olíu af varaforða sínum. Hætt er við að hagsmunir iðnríkjanna væru metn- ir meira en hagsmunir okkar ef til olíukreppu kæmi. Tillaga um að skipa nefnd til að rannsaka vélhjólaslys Til að fyrirbyggja sfys „Tillaga þessi er af hálfu okkar flutningsmanna ilutt til þess annars vegar aS vekja athygli löggjafans á vandamáli, viðkvæmu og erfiðu og hins vegar ef verða mætti til þess að leiðir fyndust til að því marki, að fyrirbyggja slys þessi svo sem í manniegu valdi stendur“, sagði Helgi Seljan þegar hann fylgdi úr hlaði tillögu sem hann flytur ásamt Guðrúnu Helgadóttur. Tillagan fjallar um skipun nefndar til að kanna tíðni, orsakir og afleiðingar vélhjólaslysa í umferðinni. Helgi Seljan benti m.a. á að síð- an þessi tillaga var lögð fram, hafi umferðarslysin yfirskyggt aðrar fréttir undanfarnar vikur, þar á meðal hin hörmulegustu banaslys. sögðu Helgi Seljan og Guðrún Helgadóttir Þá minnti Helgi á umræður sumarsins sem læknar hefðu tekið þátt í. Oft gleymdust fórnarlömb umferðarslysanna sem mega þola ævilöng örkuml og vandamenn fórnarlambanna þyrftu að þola erf- iðar stundir. Streita og þreyta í þjóðfélaginu Síðar í ræðu sinni vék Helgi að umferðarmenningu íslendinga: „Umferðarmenning er orð, sem oft heyrist, en er þó í raun aðeins fal- legt orð, en innihaldslaust sakir þess að svo fjarri eru umferðarmál okkar einhverri menningu sem hugsast getur. Við eigum mikið af ökutækjum, við nýtum þau ótæpilega, en um- fram allt við virðumst ekki kunna með þau að fara. Stundum eru ytri aðstæður orsakavaldur, en miklu oftar er það eigin sök sem mestu veldur. Ökuhraði er gífurlegur og jafn- vel í iðandi umferð borgarinnar má sjá akstur sem meira líkist öku- eða ofdirfskukeppni en nokkru öðru. Búnaður ökutækja er oft með eindæmum og kæruleysi þar yfirþyrmandi, jafnvel þó umveiga- mestu atriði sé að ræða. Ástand ökumanna er alltof oft með þeim hætti að hreinni vá er boðið heim og er furða að ekki hljótast þó af enn verri og fleiri slys en raun ber vitni um...“ „..Mönnum liggur óskaplega á og eflaust má rekja mörg slysin og óhöppin til þess álags streitu og þreytu sem einkennir okkar þjóðlíf öðru fremur.“ Þá fjallaði Helgi um vélhjólin sérstaklega og lagði áherslu á að ekki væri það ætlun flutnings- manna að fá þau bönnuð heldur einungis hitt að leita leiða til að koma í veg fyrir hin tíðu og hörmu- legu slys. Guðrún Helgadóttir sagði frá því að endurhæfingardeild Borgarspít- alans væri yfirfull af fólki sem hefði lent í umferðarslysum. Hún sagði að í umferðarlögunum væri lítið sérstaklega um bifhjól en í ná- grannalöndunum giltu mun ýtar- legri ákvæði um vélhjól og nefndi Guðrún Danmörku í því sam- bandi. Vonaðist hún til að niður- stöður nefndar gætu orðið til að draga úr og helst fyrirbyggja slys vegna vélhjóla. Guðrún sagði einn- ig að umferðarmenning hér á landi væri nokkurn veginn óþolandi. Al- exander Stefánsson lýsti yfir ein- dregnum stuðningi við þetta mál. -óg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.