Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. nóvemþer 1982 Bætt sambúð Grænhöfða- eyja og Guinea Bissau Frú Guinea-Bissau; landbúnaðarverkamenn halda upp á 20 ára afmæli, PAIGC. Kortið sýnir afstöðu Guineu Bissau og Grænhöfðaeyja (Kapverde). því kærkomið tækifæri fyrir forset- ana fimm til að líta sameiginlega á nefndarstörfin og líta fram á við. Var ákveðið að koma á fót ráð- herranefnd sem ætti að hittast á milli hinna árlegu funda forset- anna. Kemur hún til með að ein- beita sér að fjármálum, menntun- armálum, samgöngumálum og ut- anríkismálum. Hvað alþjóðmál snertir, þá ák- váðu þau að samræma starf sitt innan þeirra alþjóðlegu samtaka sem þau eiga aðild að, sérstaklega innan Einingarsamtaka Afríku, Samtaka óháðra ríkja og Samein- uðu þjóðanna. Áþreifanlegast í slíkri samvinnu er sameiginleg bar- átta gegn S.-Afríku vegna yfir- gangs þeirra gagnvart Namibíu, Angóla og Mosambik. Lýst var yfir stuðningi við SWÁPO, frelsissamtök Namibíu, í baráttunni fyrir sjálfstæði. Álitu forsetarnir það íhlutun um innan- ríkismál Angóla að krefjast brott- flutnings hers Kúbana þaðan sem forsendu sjálfstæðis Namibíu. Einingar- samtök Afríku Forsetarnir lýstu yfir stuðningi við Arabíska lýðveldið í Sahara og Polisario, en innganga þess í Ein- ingarsamtök Afríku á þessu ári hef- ur leitt til mestu vandamála sem þau hafa staðið frammi fyrir. Komu þær ma. í veg fyrir toppfund samtakanna nú í ágúst í Tripoli, Líbýu. Hvöttu forsetarnir til að forystumenn allra ríkja Afríku bæru gæfu til að standa vörð um stofnskrá samtakanna. Að lokum var lýst yfir stuðningi við FRETILIN, þjóðfrelsissamtök Austur-Tiomor, en þau berjast erf- iðri baráttu gegn yfirgangi Indó- nesa. Er Austur-Timor gömul portúgölsk nýlenda í suð-austur Asíu. Sölsuðu Indónesar eyjuna undir sig er fasistaríki Portúgala var í upplausn eftir 25. apríl 1974. Eftir fundinn í Praia hafa vaknað vonir um að samstarf þessara ríkja eigi eftir að eflast. Næsti fundur leiðtoganna verður síðan haldinn hér í Bissau á ári komandi. Heimildir: „No Pintcha“ og „West Africa“ hélt í sína áttina. Hugmyndafræði CONCP reyndist þó ekki alveg dauð, og var fyrsti leiðtogafundur þessara fyrrverandi meðlima CONCP haldinn í Luanda í júní 1978. Þar var ákveðið að halda ár- lega fundi í hinum mismunandi höfuðborgum, og 1980 átti fundur- inn að vera haldinn í Bíssau. Vegna „14. nóvember“ varð ekkert af jseim fundi og 1981 var fundi frestað. Fundur í Praia Fundurinn á CHE nú í sept. var 2Vl»d. rt '' 2 16* " i ^ aft KAPVERDISCHE INS. ' O a& m S W un Guinea-Bissau í lok september hittust leiðtogar hinna 5 gömlu nýlendna Portúgala í Afríku (Angola, Sao Tome og Principe, Mosambik, Guinea- Bissau og Grænhöfðaeyjar). Var fundurinn haldinn í Praia, höfuð- borg Grænbhöfðaeyja. Leiddi hann til batnandi sambúðar þess- ara portúgölskumælandi landa í Afríku og þá sérstaklega á milli Guinea-Bissau og Grænhöfðaeyja. í tilefni þessa fundar er ekki úr vegi að líta nánar á samstarf þess- ara ríkja, sérstaklega þó Guinea- Bissau og Grænhöfðaeyja. Má geta þess hér, að íslendingar hafa verið með þróunarverkefni innan fisk- veiða á Grænhöfðaeyjum undan- farin ár. Þjóðfrelsis- barátta GUB og CHE Sameiginleg barátta Guinea- Bissau (GUB) og Grænhöfðaeyja (CHE) fyrir sjálfstæði hófst 1956 með stofnun PAIGC (Afríkanski flokkurinn fyrir sjálfstæði GUB og CHE). Stofnandi og helsti leiðtogi flokksins var Amilcar Cabral. Vopnuð barátta hófst síðan 1963 og stóð sleitulaust til 1974. Leiddi hún að lokum til falls fas- istastjórnarinnar í Portúgal 25. apríl 1974. Fylgdi nú sjálfstæði hinna port- úgölsku nýlendna í kjölfar blóma- byltingarinnar. Eftir nýfengið frelsi kom upp sú einkennilega staða að sami flokkur, PAIGC, var stjórnandi tveggja landa sem meira en 900 km skildu að, GUB á vesturhorni Af- ríku en CHE langt úti í Atlantshafi. Varð ritari flokksins Aristides Per- eira forseti CHE, en vararitarinn Luis Cabral, hálfbróðir Amical Ca- brals, sem myrtur var í stríðinu, varð forseti Guineu-Bissau. Luis Cabral var að hálfu Grænhöfðabúi. Fjöldi Grænhöfðaeyjabúa bjó enn- fremur í GUB og mátti sín oft betur í samfélaginu vegna meiri mennt- unar en Guinenar. Skapaði þetta smám saman ýmsa árekstra. Fór svo að lokum, að Luis Cabral var steypt af stóli í nær blóðlausri bylt- ingu 14. nóvember 1980. Settist þá í stól hans gömul bardagahetja úr stríðinu og núverandi forseti CUB, Joao B. Vieira, venjulega kallaður Nino. „14. nóvember“ „14. nóvember" eins og bylting- in er venjulega kölluð hér í CUB, var vinsæl af alþýðu manna, en andúð jókst á íbúum GUB með uppruna frá CHE. Voru þeir sak- aðir um ný-nýlendustefnu og leiddi þetta til að stjórnvöld CHE höfn- uðu „14. nóvember“ algerlega. Gerðist það jafnvel þó svo að margt í ásökunum byltingarmanna gegn Luis Cabral ætti við rök að styðjast. Við þessar aðstæður var nær ómögulegt fyrir þessi tvö ríki að leysa sjálf úr deilumálum sínum. í reynd var það síðan forseti Mo- sambik, Samora Machel, sem reyndi manna mest að sætta þessi tvö vinaríki. Fóru ýmsir háttsettir menn innan FRELIMO, þjóðfrels- ishreyfingar og stjórnarflokks Mo- sambik, til Praia og Bissau til viðræðna, en án árangurs. Helsta krafa CHE var að Luis Cabral, sem var í stofufangelsi í GUB, yrði sleppt ásamt öðrum flokksmönnum sem voru í haldi. Stjórnvöld GUB neituðu einnig að ræða málin og þá ekki fyrr en stjórnvöld CHE viðurkenndu bylt- Geir Gunnlaugsson skrifar frá Guinea Bissau ingarráð GUB sem var stofnsett 14. nóvember. Það flækti líka málin að í janúar 1981 ákváðu Grænhöfðaeyjabúar að afskrifa hugmyndina um sam- bandsríki GUB og CHE. Stofnuðu þeir því nýjan flokk, PAICV, þ.e. slepptu Guinea úr nafninu. Litu Guineanar á þetta sem svik. Köll- uðu þeir til flokksráðstefnu í nó- vember 1981 til endurnýjunar flokksins eftir „14. nóvember". Var ákveðið að halda í hið gamla nafn, PAIGC, Grænhöfðaeyjabú- um til mikillar reiði. Litu þeir á þetta sem tilraun til að fela staðreyndir gagnvart guineönsku þjóðinni og umheiminum. Fundur í Maputo 1. jan. 1982 var Luis Cabral skyndilega sleppt úr haldi og fór hann til Kúbu í útlegð. Þetta var það sem allir biðu eftir. Byrjaði Samora Machel strax að leggja drög að fundi GUB og CHE í Map- uto, höfuðborg Mosambik. Sá fundur fór síðan fram í júlí sl. og tókst þar fullt samkomulag á milli Nino og Pereira. Ákváðu þeir m.a. að vinna að því að koma á formlegu stjórnmálasambandi ríkjanna. CONCP Deilur GUB og CHE höfðu ekki aðeins áhrif á samskipti þessara ríkja. Löngu fyrir sjálfstæði port- úgölsku nýlendnanna höfðu þær frelsishreyfingar, sem seinna tóku völdin í Mosambik, Angóla, GUB og CHE, verið sameinaðar í sam- tökunum CONCP (Samtök þjóð- frelsishreyfinga í portúgölsku ný- lendunum). Þar höfðu þær ætíð reynt að samræma aðgerðir sínar. Er frelsið kom, datt þó CONCP að mestu upp fyrir og hvert land Fjárhagsstaða Landsvirkjunar Þegar nú Landsvirkjun tekur við nýjum verkefnum og orkuveitu- svæði sem tekur til landsins alls, er fjárhagsstaða fyrirtækisins langt frá því að vera í því horfi sem skyldi. Ef vel ætti að vera þyrfti Lands- virkjun að geta lagt fram talsvert eigið fé til framkvæmda, en á undanförnum árum hefur orðið að fjármagna framkvæmdir fyrirtæk- isins einvörðungu með erlendum lántökum, og á yfirstandandi ári er talinn rekstrarhalli sem nemur um 145 miljónum króna. Um það varð samkomulag milli stjórnvalda og Landsvirkjunar í apríl. sl. að í stað þess að fyrirtækið tæki þá stórt sökk í hækkun gjald- skrár yrði slíkum hækkunum dreift á nokkur tímabil með það að mark- tniði að rekstrarhallinn í ár fengist bættur með tekjuauka á næsta ári (1983). Gjaldskráin hefur hœkkað um 80% að raungildi á 3 árum Raunar hefur Landsvirkjun hækkað gjaldskrá sína um 80% umfram verðlagshækkanir á síð- ustu þremur árum, þ.e. um 539% á sama tíma og vísitala byggingar- kostnaðar hefur hækkað um tæp 260% og gengi bandaríkjadollara gagnvart íslenskri krónu um 280%. Þess má geta, að um 60% af skuldum Landsvirkjunar munu tengdar dollar. Horfurnar varðandi verðlags- forsendur Landsvirkjunar til að ná hallalausum rekstri á árunum 1982 og 1983 til samans eru því miður mjög alvarlegar með tilliti til hags- muna almenningsveitna. Meðal- verð á seldri orku Landsvirkjunar til almenningsveitna í ár er 36,6 aurar á kílóvattstund, en samkvæmt rekstraráætlun Landsvirkjunar fyrir árið 1983, sem gerir ráð fyrir 50% verðbólgu milli ára, þarf verð- ið að hækka í 94,8 aura á kílóvatt- stund eða um 159% til að ná fram- angreindum markmiðum. En 60% orkunnar selt til stóriðju á óbreyttu verði Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér, hvað valdi slíkri óheillaþróun hjá þessu undirstöðufyrirtæki í raf- orkuiðnaðinum. Meginástæðan er sú, að rúm 60% af orkusölu Lands- virkjunar fara til stóriðju sam- kvæmt sérstökum samningum, sem breytast lítið sem ekkert umfram gengisviðmiðun, en aðeins tæp 40% orkunnar renna til almenn- ingsveitna. Það er þessi minnihluti orkusölu Landsvirkjunar sem tekur að óbreyttu á sig megnið af kostnaðarhækkunum, og það ásamt háum fjármagnskostnaði af lántökum fyrirtækisins er megin- ástæða fyrir því í hvert óefni stefnir. Ég tel raunar óhugsandi að dæmi, eins og það sem hér hefur verið rakið, gangi upp í reynd og grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir slíka þróun með því fyrst og fremst að tryggja Landsvirkjun eðlilegan hlut fyrir orkusölu til stóriðju, sem eins og áður segir er um 60% af seldri orku fyrirtæk- isins. Óverjandi mismunun Síðastliðið sumar skilaði nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins, sem í áttu sæti fulltrúar frá Orkustofnun, Landsvirkjun, Rafmagnsveitum ríkisins og iðnaðarráðuneyti, skýrslu um athugun á raforku til stóriðju, einkum íslenska álfélags- ins h.f. Megninniðurstöður þessar- ar skýrslu hafa komið fram og hún er fáanleg í heild í iðnaðar- ráðuneytinu. Ég vil aðeins víkja að einu atriði, sem sérstaklega varðar þá sem hér þinga, en það er hlutfall raforkuverðs til almenningsveitna miðað við raforkuverð til stóriðju. Um þetta segir í niðurstöðum starfshópsins: „Að mati starfshópsins er munur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.