Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. desember 1982 Myntsafnarar. Getur ekki ein- hver selt mér (eöa skipt við mig), þessa tvo eftirfarandi seöla: 100 kr útg. Seðlabanki íslands, undirskr. Vilhjálmur Þór-Jón G. Maríasson. 1000 kr. útg. Seðlabanki (slands, undir- skrift: Sigtryggur Klemenzson Jón G. Maríasson. Ef einhver hefur áhuga, hafðu þá sam- band við mig. Óskar Ólafsson, Álftarhóli, Austur-Landeyjum, Rang. Springdýnur- Springdýnuviðgerðir. Er springdýnan þín orðin slöpp? Ef svo er, hringið þá í síma 79233 og við munum sækja hana að morgni og þérfáið hana eins og nýja að kvöldi. Einnig framleið- um við nýjar springdýnur eftir 3 máli. Opið frá 8-19 virka daga og kl. 10-18 laugard. Dýnu- og bólsturgerðin hf. Smiðjuvegi 28 Kóp. sími 79233. Heilsuræktarstofnanir. Til sölu baðvog á 3000 kr. Kostar ný 8000 kr. Sími 10878 eftir kl. 7 á kvöldin. Ung hjón vantar íbúð frá ára-' mótum. Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið. Upplýs- ingar í síma 66538. síma 66538. Myntsafnarar Getur ekki ein- hver selt mér (eða skipt við mig) þessa tvo eftirtalda seðla: 100 kr. útg. Seðlabanki íslands. Undirskrift: Vilhjálmur Þór-Jón G. Maríasson. 1000 kr. útg. Seðlabanki íslands. Undirskrift: Sigtyggur Klemenzson -Jón G. Maríasson. Ef einhver hefur áhuga, þá hafðu samband við mig. Óskar ólafsson, Álftarhóli, Austur-Landeyjum, Rang. Til sölu 4 nýleg negld vetrar- dekk af stærð 165x13. Helgi í síma 42739. Lítið notuð ABC skólaritvél til sölu. Uppl. í síma 52967 eftir kl. 17. Óska eftir dúkkuvagni Sími 73668. Notuð RAFHA eldavél fæst gefins í Snekkjuvogi 3. Upplýs- ingar í síma 32798 kl. 4-6 í dag og á morgun. Til sölu grænn Fiat 128 Speci- al árg. 76 Upplýsingar í síma 10854. Bílskúr óskast til leigu um óá- kveðinn tíma. Uppl. í síma 33400 á kvöldin. Vantar útihurð, má vera not- uð. Sími 25958. Gömul sjálfvirk þvottavél fæst gefins. Hringið í síma 46488. Bráðvantar íbúð á leigu til 1. apríl. Við erum tvö og barn á leiðinni. Sími 18926 eftir kl. 17. Fataskápur til sölu Tilvalinn í barnaherbergi. Upplýsingar í síma 83737 eftir kl. 1. Hvolpar fást gefins á góð heimili. Uppl. í síma 67057. Ertu í vandræðum með gamla góða svart-hvíta sjónvarpið þitt eftir að þú fékkst þér litasjón- varp? Hringdu þá í mig í síma 19848. Óska eftir að kaupa hornsófa Ódýran, sími 19848. íbúð eða hús 5-6 herb. óskast* til leigu. Upplýsingar í síma 53996 eftir kl. 18. Barnastóll óskast Upplýsing- ar í síma 10798. Vandaður stór eikarbóka- skápur til sölu. Á sama stað óskast keyptur stór dúkkuvagn. Upplýsingar í síma 25553. Stólar, lampar, símaborð o.fl. til sölu. Upplýsingar í síma 35742. Húsbúnaður í Kvennaathvarf Við erum að fara að opna kvennaathvarf í desember og okkur vantar allan húsbúnað, svo sem húsgögn, heimilistæki, eldhúsáhöld, rúmfatnað og fleira. Ef þið eruð aflögufær, vinsamlegast hafið samband í síma 31575 milli kl. 13-15 og 21733 á kvöldin. Verður sótt heim. Samtök um kvennaat- hvarf. Ansi góður, gamall svefnsófi fæst gefins með aukadýnu. Upplýsingar í síma 25363 eftir kl. 7. Cortina ’71 model til sölu. Þarfnast smá viðgerðar. Ekki skoðuð. Selst ódýrt. Upplýs- ingar í síma 71624 e. kl. 8 á kvöldin. Bróðir okkar Kristinn Árnason frá Bakkastíg 7 Hraunbæ 46 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. desem- ber kl. 13.30 Guðrún Stefanía Margrét og Áslaug Árnadætur Minning Bjarnveig lóhannsdóttir frá Hólmavík Fædd 18.2, 1942 Dáin 17.11. 1982 Lát gróa sorgar sár lát sorgar þorna tár. Lát ástarásjón þína mót öllum þjáðum skína. Þessi fátæklegu orð sem hér fara á eftir, eru skrifuð í minningu um Bjarnveigu Jóhannsdóttur, eða Veigu eins og hún var ávallt kölluð. Hún lést 17. nóv. síðastliðinn á Borgarspítalanum aðeins 40 ára að aldri, eftir erfiða sjúkdómslegu. Þrátt fyrir hetjulega baráttu henn- ar og frábæra umönnun á sjúkra- húsum bæði á Hólmavík og í Reykjavík, sigraði maðurinn með ljáinn að lokum. Hver skilur þetta? Hvers vegna hún í blóma lífsins, það er spurning sem enginn fær svar við. Veiga var fædd á Gíslabala í Árneshreppi á Ströndum 18. fe- brúar 1942, ólst hún þar upp í stór- um systkinahópi þar til hún flutti með foreldrum sínum að Bassa- stöðum í Steingrímsfirði 13 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Jó- hann Andrésson sem er látinn og GuðmundaGuðjónsdóttir. Ungað árum giftist hún mági mínum Frið- riki Arthúri Guðmundssyni bif-i reiðastjóra á Hólmavík, Þau reistu sér hús að Vitabraut 15 sem síðar varð hornsteinn stórrar fjölskyldu. Börn þeirra hjóna eru 7, talin í aldursröð, Guðmundur sem býr á Grundarfirði ásamt Helgu unnustu sinni, Ólafur Jóhannes, Sigurður Kristinn, Röfn sem býrá Hólmavík ásamt Sigurði unnusta sínum, Fjóla Stefanía, Vala og yngst er Rut aðeins fjögurra ára, öll eru þau mikil efnisbörn. Þar er nú skarð fyrir skildi, sem vandfyllt verður, því heimilið var henni allt og hvergi vildi hún fremur dvelja en í faðmi fjölskyldunnar. Geta má nærri hvort starfsdagurinn hennar Veigu hafi ekki oftast verið ærið langur, því mörgu var að sinna á svo stóru Bodström Sameinuðu þjóðanna spilli fyrir málum á öðrum vettvangi," sagði hann. Þegar talið barst að samskiptum íslands og Svíþjóðar sagði Bod- ström að lsland væri Norðurlönd- unum mikilvægt í margvíslegu til- liti, meðal annars menningarlegu, og hann sagði að hann væri ekki vonlaus um að enn mætti bæta sam- skipti íslands og Svíþjóðar á við- skiptasviðinu. Sagði hann að sam- starf Norðuriandanna innan Efta benti til þess, að slíkt væri mögu- legt. Aðspurður um hvort Svíar væru reiðubúnir að láta af innflutnings- höftum á íslensku lambakjöti sagðist hann ekki reiðubúinn að svara því af eða á, en benti á að „ýmsir erfiðleikar“ væru á því að leyfa fríverslun á öllum matvælum. Hins vegar sagðist hann vel geta hugsað sér að slíkum hömlum yrði aflétt, en það hefði hins vegar ekki verið rætt innan ríkisstjórnarinnar. „En ég er reiðubúinn að ræða þetta við utanríkisráðherrann og bera hugsanlega málaleitan hans til ■ sænsku rfkisstjórnarinnar.Og þac'ý gildir ekki aðeins um landbúnaðar- afurðir, heldur samstarf á öllum sviðum verslunar, iðnaðar og í öðr-, um málum er upp kunna að koma í viðræðum okkar Ólafs Jóhannes- sonar, sagði Lennart Bodström ac) lokum. js.j./óig.. heimili og oft var lögð nótt við dag, en þrátt fyrir það gaf hún sér ævin- lega tíma fyrir þá sem sóttu hana heim, því mjög gestkvæmt var oft á tíðum hjá þeim hjónum, og sannast þar máltækið að þar sem er hjarta- rúm, þar er húsrúm, auk alls ann- ars vann Veiga mikið utan heimilis- ins. Það er ekki löng ævisaga svo ungrar konu, þó hún fylli nokkrar línur, en hún er björt og geymir mætar minningar um góða konu. Það sem var mest einkennandi í fari Veigu, og er mér ógleymanlegt var kjarkur hennar og dugnaður og hennar létta lund, engu að síður var hún ákveðin og óhrædd við að láta í ljós skoðanir sfnar og stóð fast á þeim. Daginn áður en Veiga lést, eignaðist hún sitt fyrsta barnabarn, sem hún talaði svo mikið um en auðnaðist ekki að líta augum. Elsku Arthúr minn. Ég vona að þessi litli saklausi sól- argeisli verði til þess að létta ykkur tregann, sem og augasteinninn ykkar hún Rut litla. Að lokum við ég senda þér Art- húr minn, fjölskyldu þinni, aldraðri móður og öðrum ástvinum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði Veiga mín og hafðu þökk fyrir allt. Hulda Óskarsdóttir. ALÞVÐUBANDALAGIÐ Baldur Helgi Sveinn Alþýðubandalag Héraðsmanna Árshátíð Alþýðubandalag Héraðsmanna heldur árshátíð laugardaginn 4. desem- ber n.k. í Tungubúð í Hróarstungu. Árshátíðin hefst kl. 20. Fjölbreytt skemmtidagskrá. - Baldur Óskarsson framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins flytur ávarp á samkomunni og þingmennirnir Helgi Seljan og Sveinn Jónsson verða til staðar. Alþýðubandalagið Hafnarfírði Fimmtudaginn 2. desember verður félagsfundur í Alþýðubandalaginu Hafnarfirði kl. 20.30 að Strandgötu 41. Dagskrá: 1. Ræddar hugmyndir um forval og uppstillingu fyrir alþingiskosningarnar. 2. Umræður um bæjarmálefni. Alþýðubandalagið á Akureyri Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði n.k. mánudag kl. 20.30 í Lárusar- húsi. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist Félagsvist verður haldin þriðjudaginn 7. desember n.k. kl. 20.00 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. (Gengið inn frá Njarðargötu). í kaffihléinu kemur Helgi Seljan alþingis- maður í heimsókn og spjallar við spila- menn, eða segir þingtíðindi. - Mætum öll. Helgi Seljan Alþýðubandalagið í Reykjavík Greiðum félagsgjöldin Stjón Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur alla félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld að greiða þau sem fyrst. Alþúðubandalagið í Reykjavík fjármagnar starf sitt einungis með félags- gjöldum og framlögum félagsmanna sinna. Stöndum því í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf félagsins. Markið er allir skuldlausir um áramót. stjorn abk • Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verötilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.