Þjóðviljinn - 02.12.1982, Page 15

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Page 15
Fimmtudagur 2. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 RUV Ö 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morg- unorð: Pórður B. Sigurðsson talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Kommóð- an hcnnar langömmu“ eftir Birgit Berg- kvist Helga Harðardóttir les þýðingu sína (8). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.30 Iðnaðarmál Umsjón: Sigmar Ár- mannsson og Sveinn Hannesson. 10.45 Vinnuvernd Umsjón: Vigfús Geirdal. 11.00 Við pollinn Gestur E. Jónasson velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Helgi Már Arthúrsson og Helga Sigurjóns- dóttir. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R. Jóhannes- dóttir. 14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns- son sér um lestur úr nýjum bókum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. Jón Hnefill Aðalsteinsson mun sjá um þátt- inn Almennt spjall um þjóðfræði, sem er á dagskrá útvarps kl. 21.45 í kvöld. 15.00 Miðdegistónleikar Alicia de Larroc- ha leikur á píanó „Fimm spænska söngva" eftir Isaac Albéniz/ Sinfóníu- hljómsveitin í Bournemouth leikur Inn- gang og Allegro op. 47 eftir Edward Elgar; Sir Charles Groves stj. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Leifur hcppni“ eftir Ármann Kr. Einarsson Höfundur les (11). 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Anne Marie Markan. 17.00 Bræðingur Umsjón: Jóhanna Harðardóttir. 17.55 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barða- son (RÚVAK). 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói Einleikari: Edda Erlendsdóttir. Leif Segerstam stj. a. Orchestral Diary Sheet Nr. 114, eftir Leif Segerstam. b. Píanókonsert nr. 2 í B-dúr op. 19 eftir Ludwig van Beetho- ven. - Kynnir Jón Múli Árnason. 21.45 Almennt spjall um þjóðfræði. Dr. Jón Hnefill Aðalsteinsson sér um þáttinn. 22.35 Franski vísnasöngvarinn Yves Mont- and syngur á tónleikum í París á s.l. ári. 23.00 „Fæddur, skírður....“ Umsjón: Be- nóný Ægisson og Magnea Matthías- dóttir. Hávaði á vinnustöðum og fyrirbyggjandi ráðstafanir Þátturinn Vinnuvernd er á dagskrá útvarps í dag og hefst kl. 10.45. Þátturinn er í umsjá Vigfúsar Geirdal og Auðar Styrkársdóttur. Þátturinn tekur um stundarfjórðung í flutningi. „Við munum taka Einar Sindrason forstjóra Heyrnar- og talmeinasambandsins tali. Umræðuefnið er fyrst og fremst hávaði á vinnustöðum og fyrirbyggjandi aðgerðir sem miða að því að starfs- menn haldi óskertri heyrn. Við munum ræða niðurstöður af ráðstefnu sem Vinnueftir- litið hélt nýlega, en þar kom fram að margt er ábótavant varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir, og víða hafa starfs- menn orðið illa úti af þeim sökum,“ sagði Vigfús í stuttu spjalli við Þjóðviljann. Útvarp kl. 10.45. — Vinnuvernd Vigfús Geirdal starfsmaður Vinnueftirlits ríkisins sér um þáttinn Vinnuvernd sem er á dagskrá útvarps kl. 10.45 í dag. frá lesendurv Páll Hildiþórs:_ Pólitískur hanaslagur Það fer ekkert á milli mála að innan Alþýðuflokksins er nýafstaðinn grimmilegur han- aslagur. Vart þarf að present- era þessa herra, svo kunnir eru þeir nú þegar á vettvangi stjórnmálanna, en það eru þeir Vilmundur Gylfason og Jón Hannibalsson. í þessum slag hefur „Hanni- balinn" borið af „Gylfanum" í fyrstu lotu og arkar nú um sem sigurvegari með rauðan kamb og stóra sepa, en hinn hyggur á hefndir þó reyttur sé og fjaðralítill. Skömmu eftir ó- sigurinn fór hann á stjá og gerði hosur sínar grænar fyrir kvennaframboðinu, en þar stóðu allar fjaðrir út á forustu- liðinu, svo hann átti fótum sínum fjör að launa, enda munu kvensurnar ætla að verða hanalausar við næstu kosningar. Upphafið að þessum hana- slag í Alþýðuflokknum á sér nokkurn aðdraganda. Þegar tveir sterkir og grimmir ein- staklingar eins og þeir Vil- mundur og Jón eigast við, verður eitthvað að láta undan. Afbrýðisemin og heiftin milli þeirra í flokksapparatinu hef- ur verið slík að meinlausum og hægfara krötum hefur of- boðið slíkur gauragangur þar innan veggja. En þó Jón hafi hrakið Vil- mund úr flokknum, og sé með pálmann í höndunum eins og sakir standa, þá mun Vil- mundur ekki láta deigan síga og hefur þegar safnað að sér liði og mun leggja út í kosn- ingar á eigin vegum, ef Guð lofar. Vilmundur Gylfason er að mörgu leyti merkilegt fyrir- bæri í íslenskri pólitík. Hann komst sem ungur maður fljót- lega til áhrifa í Alþýðuflokkn- um, með dáh'tið furðu- legum hætti. Hann skrifaði t.d. ekki alltaf í sitt málgagn, heldur fór hann eins og hvirf- ilvindur um síður Dag- blaðsins, sem nú hefur endur- fæðst og heitir DV. Vilmund- ur er klókur og snjall áróðurs- maður. Hann réðst á spilling- una og ósómann í þjóðfé- laginu með slíkum látum, að hárin risu á frómlyndu fólki sem hélt jafnvel að sjálfur myrkrahöfðinginn léki laús- um hala í kerfinu. Með þessum aðferðum að ráðast á spillinguna með skömmum og ólátum, beina ljóskösturum sínum inn í skúmaskot eyðslu og bílífis tókst honum að fá stóran hluta af kjósendum til að trúa að upp væri risinn heiðarlegur hreinlífismaður er færi eins oe sterkur stormsveipur um óþrifabæli íslensks fjármála- lífs. Og Vilmundur komst á þing og varð meira að segja ráðherra. En kerfið reyndist seigt undir tönn. Allskonar svik og prettir héldu áfram að Vilmundur Gylfason blómstra í þjóðfélaginu þó þessi vindmylluriddari héldi áfram þjóðfélagsstórskömm- um sínum og reyndi að teija fólki trú um að hann væri hinn eini rétti frelsari íslenskra stjórnmála. Þegar Vilmundur stóð í þessum stórskömmum á kerf- inu sat Jón Hannibalsson í skólameistarasæti vestur á ís- afirði og stýrði sínum skóla með pompi og prakt, en hefur sjálfsagt hugsað sér stærra hlutverk en innilokaðs skóla- manns í smá-bæjarfélagi til æviloka. Jón Hannibalsson hefur margt sem prýðir ungan mann. Hann hefur reisn og glæsimennsku föður síns í rík- um mæli, er hraðmælskur og ófeiminn að láta skoðanir sín- ar í ljós. Hann hefur ekki orðið ráð- herra, eins og Vilmundur, en hefur áreiðanlega ekkert á móti því en maðurinn er fram- gjam úr hófi og ætlar sér Félagsmál og vinna kl. 11.40 Félag íslenskra símamanna kynnt Þátturinn Félagsmál og vinna er dagskrá útvarps í dag og hefst kl. 11.40. Að þessu sinni verða þau Helga Sigur- jónsdóttir og Helgi Már Arth- ursson umsjónarmenn þáttar- ins. „Við höfum hingað til hald- ið okkur við einstök réttinda- mál innan BSRB, en gerum uú þá breytingu á, að til liðs wo okkur kemur Þorsteinn Óskarsson símvirki og við munum spyrja hann út í Félag íslenskra símamanna sem er félag um margt ólíkt öðrum félögum innan BSRB. Kynn- ingin á félaginu er m.a. um fræðslu- og félagsmál með- limanna. Skipulag félagsins kemur einnig til umræðu, en félagið er deildaskipt, og innan vébanda þess munu vera 12 deildir, 6 hér í Reykja- vík og 6 úti á landi. Hver deild hefur allmikið sjálfdæmi, enda finnast þess dæmi að ein sérstök deild hafi dregið sig út úr öðrum deildum Félags ís- lenskra símamanna þegar kjarasamningar eru á dag- skrá,“ sagði Helgi í samtali við Þjóðviljann. Ýmis réttindamál sem símamenn hafa náð fram verða til umræðu í þessum þætti. T.a.m. má nefna að símamenn náðu tiltölulega snemma því réttindamáli að koma á fót starfsmannaráð- um, ' " ' t Jón Baldvin Hannibalsson ekki svo lítinn hlut áður en lýkur. Hann var aðalsprautan í prófkjöri flokksins nú og ætl- ar sér áreiðanlega fyrsta sæti á listanum í höfuðborginni. Það yrði fyrsta skrefið. Síðan koma viðreisnarstjórnar- draumar með íhaldinu, og auðvitað svo ráðherra. Því all- ir mega vita, að æðsta ósk kratanna er að komast í flat- sæng með Sjálfstæðisflokkn- um, svo að bitlingatímabilið geti hafist aftur. Og nú heyja þeir kappar Vilmundur og Jón pólitískan hanaslag á hinu hála svelli stjórnmálanna. Hver afdrif þeirra að lokum verða vil ég ekkert fullyrða um, en ekki er það gæfulegt fyrir Jón að vera í flokki sem kominn er að því að hverfa úr íslenskum stjórn- málurn, og Vilmund að vera orðinn utangarðsmaður sem reynir að fylkja liði með því ótrygga tætingsfólki úr þeim flokki sem hann er nú að yfir- gefa.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.