Þjóðviljinn - 17.12.1982, Qupperneq 13
Föstudagur 17. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
bókmenntir
Ragnar í Smára
Straumhvörf
í listbóka-
útgáfu?
Það er ávallt mikið fyrirtæki að
gefa út listaverkabækur, einkum
vandaðar og vel gjörðar. Nú hefur
Listasafn alþýðu og bókaforlagið
Lögberg hleypt af stokkunum
metnaðarfullu ritsafni listaverka-
bóka og er það ætlunin að tvær
bækur komi út á ári. Sem próf-
steinn og frumraun lítur nú dagsins
ljós bók um Ragnar í Smára.
Reyndar er önnur bók komin út og
er hún um Eirík Smith listmálara.
Verður vikið að henni í annarri
grein síðar.
Það fer vel á því að hleypa slíkri
útgáfu af stokkunum með Ragnari
Jónssyni. Hann lagði grunn að
Listasafni ASÍ með eftirminnan-
legri málverkagjöf. En það er ekki
stofnun listasafnsins einvörðungu
sem tengir Ragnar við þessa nýju
bókaútgáfu, heldur og hitt að hann
var fyrstur til að gefa út listaverka-
bækur á skipulegan hátt, hér á
Skáldsaga
eftir Ómar
Halldórsson
Út er komin skáldsagan Þetta
var nú í fylleríi eftir Ómar Þ. Hall-
dórsson. Á bókarkápu segir:
Ungt fólk úr Reykjvík hyggst
eyða jóladögununt í gömlu sumar-
húsi í sveit sunnanlands. Svo náið
sambýli leiðir brátt í ljós breitt bil
milli lífsstíls og skoðana fólksins og
elur á tortryggni og óöryggi.
Mitt í samdrykkjunni gerast at-
burðir sem neyða viðstadda til að
kasta hversdagsgrímunni. En þrátt
fyrir góðan vilja sýnist bilið milli
manneskjanna lítið styttast þegar á
reynir.
Á draumkenndan hátt fléttast
inn í frásögnina saga manns sem
hefur villst af leið í lífinu. Hann
hyggst snúa til betri vegar en kemst
að því að sú leið er fæstum greið.
Þetta var nú í fylleríi er þriðja
bók höfundar.
Ragnar í Smára
landi. Það voru bækurnar um
Kjarval, Ásgrím og Jón Stefáns-
son. Þær komu út hjá Helgafelli og
voru óvenjulegt þrekvirki. Fleiri
bækur um íslenska list fylgdu í
kjölfarið, en segja má að svo veg-
leg útgáfa hafi á sínurn tíma verið
full snemmborin. En Ragnar lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna, hann
hélt ótrauður áfrarn að hlúa að ís-
lenskum listum og ávöxturinn er
Listasafn ASÍ og hinn nýi bóka-
flokkur „íslensk myndlist."
Bókin um Ragnar í Smára er
rúmlega 200 blaðsíðna stór. Hún er
byggð á viðtölum sem Ingólfur
Margeirsson átti við 14 landskunna
menn, sem þekktu Ragnar náið.
Fremst er æviágrip eftir Gylfa
Gíslason. Ljósmyndir eru eftir
Sigurgeir Sigurjónsson, utan ein
sem er eftir Leif Þorsteinsson.
Auk allra þessara viðtala, ljós-
mynda, eftirmála eftir Ásmund
Stefánsson, nafn- og myndaskrá,
eru 48 litprentaðar heilsíðumyndir
af listaverkunt, hluta af þeirri
miklu listaverkagjöf sem Ragnar
ánafnaði Alþýðusambandi íslands.
Það er því vart hægt að segja
annað en það, að þessi bók sé veg-
leg byrjun á listbókaröð sem
reyndar er byggð á brautryðjanda-
starfi Ragnars Jónssonar. Hún er
væntanlega einhver fegursta lista-
verkabók sem gefin hefur verið út á
íslandi. Litmyndirnar sem Kristján
Pétur Guðnason tók af listaverk-
unum og litgreining Kassagerðar-
innar er fullkomnasta verk af sínu
taki sem hér hefur sést. Setning,
filmuvinna, prentun og bókband er
unnin í Odda og er til sóma.
Ekki er auðvelt að höndla allt
ævistarf Ragnars í Smára, í þágu
menningar og lista. Slíkur allherjar
intpresario hlýtur að eiga sér jafn
fjölbreyttar liliðar og ntargslungið
starf hans bendir tii. Það er því vel
til fundið að safna sarnan vinum
hans og hafa við þá viðtal, svo
endurspeglað geti persónu Ragn-
ars og starf.
Því er það augljós kostur þessar-
ar bókar, hve texti og myndir eru í
miklu jafnvægi, þ.e. að bókin er
bæði ágæt heimild um Ragnar og
forkunnarfögur listaverkabók.
Verði framhald þessarar útgáfu lík
byrjuninni, er íslenskri list borgið
úr þeirri öskustó heimildarleysis.
sem hún hefur svo lengi setið í. E1
það verður, mun bókin um Ragnai
í Smára kallast tímamótaverk.
! Zva-UMJ-t&tSl
Heyrnar- og
Taimeinastöð
íslands
Heyrnar- og talmeinastöð íslands óskar að
ráða hjúkrunarfræðing til heyrnarmælinga
og hjúkrunarstarfa sem fyrst. Umsóknir
sendist fyrir 15. janúar 1983 til Stjórnar
Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands, Háa-
leitisbraut 1, Pósthólf 5265.
PÚTBOÐfp
Tilboð óskast í jarðstrengi fyrir Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á
skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Til-
boðin verða opnuð á sama stað, þriðjudag-
inn 25. janúar 1983 kl. 14 eftir hádegi.
INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Gjöfín
sem gefíur arð
Sodastream tækið er tilvalin
jólagjöf fyrir alla fjölskylduna
Gerið sjálf gosdrykkina og
sparið meira en helming.
Sól hf.
Þverholti 19. sími 91-26300
ROKK GEGN VIMU
p P 1
T áteJi
I HASKOLABIÓ 17. DES
kl. 18
og 23
Þcir sem talui þátt í hljómieikunum eru:
Bubbi Mortbens og EGO
Kimiwasa-banlagalist:
Haukur og Hörður.
Kynnir:
Þorgeir Ástvaldsson.
Trommur:
Sigurður karlsson
Gunnlaugur Briem -
Mezzoforte.
Bassi:
Jakob Garðarsson -
Tíbrá.
Gítar:
T ryggvi Húbner
Friðryk,
Björn Tboroddsen
H.B.G.
Eðvarð Lárusson - Start.
Söogvarar:
Pálmi Gunnarsson, EUen Kristjánsdött-
ir, Sigurður K. Sigurfcson, Sverrir
Guðjónsson, Björk Guðmundsd.
Kór:
Magnés Þor
HdgHM, Birgir Hrd.nn, Sverrir
Guðjónssen, Björk Gufcnundsdöttir.
Blásarar:
Sigurður Long, Einar Bragi,
Rúnar Gunnarsson,
Ari Haraldsson, Agúst
Eliasson,
Þorleikur Jóhannesson,
Konráð Konráðsson.
Rúnarog nýja Rimlarokkið koma fmm.
Hljómborð:
Hjörtur Hauser - H.B.G.
Eyþór Gunnarsson
- Mezzoforte
Eðvarð Lárusson - Start.
ágóði rennur til
irfástí
byggingar
«<w
ar SAA
MManum
Hlttwrá 150.-
STYRKTARFELAG SOGNS