Þjóðviljinn - 17.12.1982, Qupperneq 19

Þjóðviljinn - 17.12.1982, Qupperneq 19
Föstudagur 17. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun- orð: Ingibjörg Magnúsdóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 9.05 Morgunstund barnanna: „Komm- óðan hennar langömmu“ eftir Birgit Bergkvist Helga Harðardóttir les þýð- ingu sína (19) 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Til- kynningar. 11.00 Islensk kór-og cinsöngslög 11.30 Frá norðurlöndum Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Á frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.00 Miðdegistónleikar Arnold van Mill syngur atriði úr óperum eftir Nicolai og Lortzing með kór og hljómsveit undir stjórn Roberts Wagner 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK) Kristín Jónsdóttir segir frá jólahaldi í sveit fyrir 50-60 árum. Tvíburasysturnar Kolbrún og Katrín Harðardætur koma í heim- sókn og segja frá jólaundirbúningi heima hjá sér og kynna efni þáttarins. 17.00 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljómp- lötur. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 20.00 Lög unga fólkins Hildur Eiríksdóttir kynnir. 2.40 „ítölsk ljóðabók“ eftir Hugo Wolf; seinni hluti Luvia Popp og Hermann Prey syngja. Irwin Gage og Helmut De- utsch leika á píanó. - Kynnir: Porsteinn Gylfason. Lesari: Þórhildur Por- leifsdóttir. (Hljóðritað á tónlistarhá- tíðinni í Vínarborg s.l. sumar). 21.45 „Spor frá Gautaborg“ - Þáttur um íslendinga í Svíþjóð Umsjónarmaður: Adolf H. Emilsson. 22.35 „Skáldið á Þröm“ eftir Gunnar M. Magnúss Baldvin Halldórsson les (24) 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar 00.50 Fréttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Á næturvaktinni-Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli og aug- lýsingar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttirr 21.05 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Porgeirs Ástvaldssonar. 21.55 Kastjós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Helgi E. Helgason og Margrét Heinreksdóttir. 23.05 Konuandlit (En kvinnas ansikte). Sænsk bíómynd frá 1938. Leikstjóri Gustaf Molander. Aðalhlutverk: Ingrid Bergman, Tore Svennberg, Anders Henrikson, Georg Rydeberg og Karin Kavli. Söguhetjan er ung stúlka sem ber mikil andlitslýti og hefur leiðst á villigöt- ur. Atvikin haga því svo að henni býðst fegrunaraðgerð sem veldur straumhvörfum í lífi hennar. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 00.50 Dagskrárlok fjtvarp kl. 11.30 Jólahald „Það má segja að þessi pist- ill minn sem hlotið hefur yfir- skriftina Frá Norðurlöndum sé einskonar framhald af síð- asta þætti, en þá fjallaði ég um jólahald á Norðurlöndum. Þá tók ég fyrir allt tilstand tengt jólum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en nú fer ég á slóðir scm eru Islendingum ekki svo nákomnar sem þcssi lönd. Sem sé: jólahald á Álands- eyjum, Færeyjum og Græn- landi verður efni þáttarins í dag,“ sagði Borgþór Kjærnest ed umsjónamaður þáttarins frá Norðurlöndum sem er á dagskrá hljóðvarps kl. 11.30 í dag. „Ég mun fá mér til fulltingis þrjár heiðurskonur, þær Millu Isaksson, Benediktu Þor- steinsson og Silju Jóhannes- dóttur og þær munu halda sitt erindið hver. Benedikta ntun ræða urn jólahald á Grænlandi, en það sem gerir það líkt okkar ís- lendinga er sá ófrávíkjanlegi siður innfæddra að leggja sér rjúpur til munns á aðfanga- dagskvöld. 1 Færeyjum borða menn sitt skerpiket og halda þess utan í heiðri ýmsar ágætar matar- venjur, en Silja mun fræða okkur nánar um það. íbúar Álandseyja hafa marga siði skemmtilega og einn þeirra sem tengdur er aðeins einni eyjunni í klasan- um, er hin svokallaða jóla- kh'pa. Á aðfaranótt 2. jóladags gera menn sitt til að koma nágrannanum í klípu og sitja þá ýmis prakkarastrik í fyrir- rúmi. Milla mun ræða um jól- ahaldið á Álandseyjum." Sigríður Hagalín Valtýr Pétursson Útvarp kl. 23.00 Kvöldgestir Jónasar Þáttur Jónasar Jónassonar útvarpsmanns á Akureyri er á sínum stað í dagskránni í ,,kvöld. Kvöldgestir Jónasar verða að þessu sinni Valtýr Pétursson listmálari og Sigríð- ur Hagalín leikkona. 1937: Um svipað leyti og Ingrid Bergman lék í Konuandliti. Myndin var tekin þegar hún giftist tannlækninum Peter Lindström. Sjónvarp kl. 23.05 Konuandlit Leikkonan nýlátna Ingrid Bergman leikur aðalhlutvcrk- ið í sænsku kvikmyndinni Konuandlit sem sýnd er í sjón- varpinu kl. 23.05 í kvöld. Þetta var ein af fyrstu mynd- unum sem Ingrid lék í og er hún frá árinu 1938. Aðalsöguhetjan er ung kona sem hefur mikla útlits- galla. Andlit hennar er af- skræmt og í ofanálag hefur hún leiðst út á hálar brautir í lífsins ólgusjó. Það rofar til þegar hún á þess kost að fara í fegrunaraðgerð og veldur sú aðgerð hreinni byltingu í lífi hennar. / frá lesendum Stóriðja ekki endilega sama og stórgróði Ekki er hægt að segja að samstarf okkar íslcndinga við útlent stórauðvald og stóriðju sé þannig, að Ijóma leggi af. Er þar fyrst að taka álhring- inn. Þar stóðu fremstir í dansi sjálfstæðið og kratar og þótt- ust þar hafa höndlað gullkálf góðan, sem falla skyldi fram fyrir og tilbiðja og myndi þá smjör af hverju strái drjúpa. Og skyldi senr fyrst afla sér margra slíkra gullkálfa. En svo fór þó að ýmsum fannst að illa hefði verið hald- ið á spilunum í samningum við álhringinn og illt undir því að búa að innlendir rafmagns- notendur væru látnir borga að meiri hluta fyrir það raf- magn, sem álhringurinn fengi. Þetta töldu þeir, er sömdu, mestu firru, við græddum svo miklu meira á hringnum á annan hátt. Þann gróða sáu að vísu engir nema þeir. Og enn gaf á bátinn. Sannanir voru lagðar fram, sem sýndu að hringurinn beitti fölsunum við reikningsuppgjör, svo verri niðurstaða varð en vera átti og þar með urðu skattar, sem hringurinn átti að greiða hér litlir og jafnvel engir. I stað þess að áteija þessa framkomu hringsins, risu þeir upp sem lofsungu samningana við álhringinn, og helltu sér með óbótaskömmum yfir þá, er beittu sér fyrir því að reikningafalsið var upplýst, töldu þetta árásir og lognar sakir á þetta saklausa guðs- lantb, álhringinn. En af því að þeir finna að þeint er ekki lengur stætt á því að hamla á móti hækkun raforkuverðsins þá taka þeir nú þann kostinn, að skamma stjórnvöld og sér- staklega orkumálaráðherra, klaufaskapur hans hafi komið í veg íyrir það að hækkun næðist fram. O-jæja, máski þeir eigi eftir að upplýsa það síðar, að þeir hafi alltaf vitað um reikningsfalsanirnar en þeir hafi bara ekki komið frarn leiðréttingum af því að Hjörleifur var alltaf að flækj- ast fyrir þeim? Næsta ævintýri okkar á stóriðjusviðinu var alþjóðar- ómaginn á Grundartanga. Nú skyldi ekki detta í sömu keldu og álverið í Straumsvík lenti í. Nú skyldi ríkið eiga meiri hluta fjár í fyrirtækinu og þar með meirihluta í stjórn, sem að vísu er ágætt en þó því ntið- ur hæpið að verði í reynd. Forgangsmenn þessa rháls fundu fljótt ágætt verkefni, sem skila myndi þjóðinni stór- gróða, og fengu til samvinnu 15 ára gamall Ghanabúi hefur sent Þjóðviljanum eftir- farandi bréf þar sem hann óskar eftir að komast í bréfa- samband við einhvern ís- lending: Kæri lcsandi. Ég er 15 ára gamall Ghana- við sig norskan auðhring. En svo fór þó, er líða tók á fæðingarhrtðir, að allmjög fóru að rninnka gróðavonirn- ar og sýnt þótti, áður fæðingu lauk, að afkvæmi þetta yrði þjóðarómagi af dýrara tagi, en aðstendendur voru hinir hreyknustu og köruðu af- kvæmið með velþóknun. búi, nemandi við Sunyandi Day of Secondary School. Ég hef heyrt talsvert um Island svo ég kom nafni mínu og heimilisfangi á framfæri í þeirri von að mér auðnist að finna pennavin. Þannig að hver sá er sér nafn mitt í blaðinu getur skrifað mér. Og því miður fór svo sem andstæðingar þessa máls sögðu. Þessi fratnkvæmd þarf tugi, ef ekki hundruð milljóna í framfærslustyrk frá ríkinu ár- lega. Væri því ekki ólíklegt að einhverjum dyti í hug að segja við þá, er samþykktu þennan ómaga á þjóðina: Berið þið sjálfir djöíul ykkar. Mætti þetta kenna okkur að stóriðja er ekki endilega sama og stórgróði, jafnvel hið gagn- stæða, svo hyggilegra sé að huga að smærri fyrirtækjum, sem við ráðum við og byggjast á innlendum efnum og orku. Glúmur Hólmgeirsson. Áhugamál mín- eru lestur, bókmenntir, skipti á gjöfum, söfnun póstkorta og rnynda, knattspyrna, borðtennis og bréfaskriftir. Pennavinir skrifi á ensku. Með þökk. Am James Kiu Sunyand Day of Secondary School. PO Box 340, Sunyandi, B/A GHANA. Burtganga Guðmundar Lesandi Þjóðviljans hringdi fornti bréfs sem fauk fyrir fæt- og vildi koma á framfæri ur mér“, eins og hann orðaði tveim vísum sem hann kvaðst það: •hafa „hirt upp af götunni í Guðmundar er gengi sigið sem gekk úr vist hjá Hjörleifi, en eflaust fœr hann uppvid migið hjá Alusuisse í leiðinni. Gætu ei mútur mótað skoðun manns af hœnsnakynstofni, effrá ÍSAL bærist boðun um breytni á hœnsnarafmagni? 15 ára gamall piltur frá Ghana: Pennavinur óskast

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.