Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 1
DJÚÐVHMN
' ' ■■■ ' ° : : .■ ■■ L - ■ " - - ,
Formaður
Svcinafélags
húsgagnasmiða
spáir þvíað eitt
íslcnskt fyrirtæki í
grcininni verði til
staðar eftir tvö ár ef
svo fer sem horfir!
Sjá 9
desember 1982
fimmtudagur
47. árgangur
287. tölublað
Iðnaðarráðherra í skeyti til Alusuisse:
Nýr samningsgrundvöllur
Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra sendi í
fyrradag skeyti til Alusuisse, þar sem hann ieggur
fram nýja tillögu að samningsgrundvelli milli aðila í
framhaldi af sáttatillögu þeirri sem hann lagði fram á
fundi með dr. Miiller formanni framkvæmdastjórn-
ar Alusuisse 7. desember sl. Tillaga þessi var kynnt og
rædd á fundi ríkisstjórnarinnar sl. fimmtudag og
send Alusuisse að því búnu.
Skattamálin í gerðadóm
í tillögu Hjörleifs er gert ráö fyrir að ísland fallist í
meginatriðum á óskir Alusuisse um að ágreiningsefni um
skattamál verði sett í 3ja manna gerðadóm og verði niður-
stöður bindandi fyrir báða aðila og verði Coopers & Lyb-
rand falið að endurákveða skattagreiðslur Islals í samræmi
við þær niðurstöður.
Byrjunarhækkun í 10 mills 1. janúar
Jafnhliða þessu samþykki Alusuisse byrjunarhækkun á
raförkuverði úr 6,45 mill í 10 mill á kílóvattstund frá og
með 1. janúar 1983 og að raforkurverð hækki í 12, 5 mill
þann 1. apríl 1983 nema um annað hafi verið samið áður.
Þegar í stað verði teknir upp samningar um endur-
skoðun og leiðréttingu á rafmagnssamningi aðila með það
að markmiði að ákveða raforkuverð með hliðsjón af eftir-
töldu:
1. Raforkuverði til áliðnaðar í viðskiptum óháðra aðila í
V-Evrópu og N-Ameríku.
2. Framleiðslukostnaði raforku hér á landi.
3. Raforkuverði sem Alusuisse greiðir í álbræðslum sínum
utan Islands.
4. Samkeppnisstöðu álbræðslunnar í Straumsvík
s/á~8.
Svavar um ummæli Steingríms
í sjónvarpi:
Engin áform um
kjaraskerðingu
„Það eru engin áform uppi um það innan ríkisstjórnar-
innar að skerða umsamda 2% kauphækkun 1. janúar n.k.
hvaða skoðun sem einstakir stjórnarþingmenn hafa í þeim
efnum“, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda-
lagsins í samtali við Þjóðviljann í gær.
Það vakti athygli í viðræðuþætti formanna stjórnmála-
flokkanna í Þingsjá í fyrrakvöld, að Steingrímur Her-
mannsson formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir að
enginn grundvöllur væri fyrir umsaminni launahækkun um
áramótin.
„Sú kjaraskerðing sem þegar er orðin er komin að fullu
og engin áform uppi um frekari kjaraskerðingu. Launa-
menn eru búnir að leggja sitt fram og það er komiö að
öðrum í þeim efnum“, sagði Svavar. - Lg.
Flestir kaupmenn
við Laugaveginn
ákváðu að hafa opið
til kl. lOígærkvöldi
þrátt fyrir mótmæli
VR
✓
Oánægja með launabæturnar?
Lítið kvartað við
verkalýðsfélögin
félagsins Dagsbrúnar fengust þær
upplýsingar að svolítið hafi verið
hringt og spurst fyrir um bæturnar.
Til fjármálaráðuneytisins hafa
menn hins vegar nánast ekkert snú-
ið sér og meginreglan virðist því
vera sú að tiltölulega fáir virðast
koma kvörtunum á framfæri enda
þótt bætur hafi verið sendar til 55
þúsund manna. En það skal ítrek-
að að kærufrestur vegna bótanna
rennurút 1. febrúar og senda menn
kærur til viðkomandi skatt-
yfirvalda. ~Vl
„Það hefur talsvert verið hringt
til okkar og kvartað yfir út-
rcikningi láglaunabótanna cða
spurst fyrir uin einstök atriði varð-
andi þær“, sagði Björn Björnsson
hagfræðingur hjá Alþýðusam-
bandi íslands í gær.
Menn hafa mjög furðað sig á því
að hafa ekki fengið láglaunabætur
enda þótt þeir hafi haft yfir 25 þús-
und krónur í tekjur ásl. ári. I reglu-
gerð um bæturnar segir að lág-
marksfjárhæð hverrar greiðslu lág-
launabötanna skuli vera 500 krón-
Kærufrestur
rennur
út 1.febrúar
ur og ef reiknaðar bætur við hverja
útborgun nái ekki því marki, falli
þær niður.
Á skrifstofu verkamanna-
Lög-
reglan
með
krana-
bíla
til að fjarlœgja bíla
sem er ólöglega lagt
Lögreglan í Reykjavík boðar að í
dag, Þorláksmessu muni hún vera
með tvær kranabifreiðir í sinni
þjónustu til að fja 'lægja bifreiðir
sem er ólöglcga lagt í borginni.
Eins og allir vita er mjög mikil
umferð jafnan á Þorláksmessu og
því má búast við þrengslum í um-
ferðinni, ekki síst fyrir þá sök að
götur borgarinnar hafa veriö mjög
illa hreinsaðar þannig að snjó- og
íshryggir eru við og í bílastæðum
hvarvetna. Þess vegna er bifreiðum
verr lagt en vanalega og þær bif-
reiðir á að fjarlægja í dag með
kranabifreiðum. Síðan geta eig-
endur vitjað þeirra á lögreglu-
stöðinni við Hverfisgötu og eiga þá
að greiða 350 kr. í kranaflutnings-
kostnað og 150 kr. sekt.
Hér er unt nýjung að ræða hjá
lögreglunni, því að fram til þessa
hefur hún ekki fengist til að fjar-
lægja bifreiðir sem er ólöglega lagt
í einkastæði í borginni og sagt að
lagaheimild skorti til þess. Því
vekja þessar nýju aðgerðir athygli
og þá ekki síður sú upphæð sem
mönnum er gert að greiða fyrir
flutninginn. - S. dór
Munið
friðar-
blysförina
í dag kl. 17.30 á Þorláksmessu
verður farin blysför urn Laugaveg-
inn. Það eru Samtök herstöðva-
andstæðinga sem fyrir blysförinni
standa undir kjörorðunum: Berj-
umst gegn helstefnu, snúum til lífs-
stefnu.