Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1982 GLÆSILEGUR SKÍÐAFATNAÐUR FRÁ ÍTALSKA FYRIRTÆKINU SPORTBORG H/F., Hamraborg 6, Kóp. — Sími 44577 Nýkomnir einlitir karlmannaskíðagallar í stórum númerum SPORTBORG H/F. Hamraborg 6, Kóp. - Sími 44577 Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa að Heilsugæslustöð Asparfelli 12, frá og með 1. febrúar 1983. Um er að ræða afleysingarstarf í 8 mánuði. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Heilsu- gæslustöðvarinnar Asparfelli 12, sími 75100. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 21. desember 1982 % • . , 1 ■V Auglýsið í y Þjódviljanum Island, svipur lands og þjóðar eftir Hjálmar R. Bárðarson Nú fyrir skömmu kom út bók, sem ástæða er til að vekja sérstaka athygli á, en það er bók Hjálmars Bárðarsonar „Island, svipur lands og þjóðar“. Hér er um mikið og glæsilegt rit að ræða, alls 428 blaðsíður með nálægt 650 ljós- myndum og teikningum; það er einnig gefið út í enskri og þýskri þýðingu. Þettaerfjórðamyndabók Hjálmars um ísland; áður hafa komið út „ísland farsælda frón“ (1953), „ísland" (1965) og „fs og eldur“ (1971). Ennfremur samdi Hjálmar á árum seinni heimsstyrj- aldar bók um Ijósmyndun, „Table- top fotografering", en sú bók var um tíma notuð sem kennslubók í Danmörku. „ísland, svipur lands og þjóðar" skiptist við efnismeðferð í tvo hluta. Fyrst eru fjórir^firlitskaflar sem nefnast: Fundur Islands, Vík- ingar og iandnám, Jarðsaga, og Þjóðarsaga. Síðan eru sextán kafl- ar um ýmis landsvæði; og er þar farið sólarsinnis um landið: Reykjavík og nágrenni, Reykja- nes, Faxaflói, Snæfellsnes, Vest- firðir, Norðurland vestra, Akur- eyri, Grímsey, Norðausturland, Herðubreið og Askja, Austfirðir, Vatnajökull og Öræfi, Óbyggðir - miðhálendið, Suðurland, Surtsey, og Vestmannaeyjar - Heimaey. Fyrri hluti bókarinnar gefur góða yfirsýn um þjóðarsögu og jarðsögu landsins, að því er mér virðist. Myndir eru valdar af smekk- vísi og myndatextar falla vel að aðaltextanum, þótt nokkuð sé um endurtekningar. Skýringamyndir eru allmargar og mjög til bóta, en höfundurinn hefur sjálfur teiknað þessar myndir. Það er vel til fundið að hafa sér- stakan kafla um jarðsögu íandsins í bók sem þessari, því að eins og höf- Eric Ncwby: Könnunarsaga vcraldar. Kjartan Júnasson íslenskaði. Orn og Orlygur, Rvík. 1982.' Bækur um landafundi og land- könnun eiga sér vísan lesendahóp. og vel er það. Það sem kalla mætti heildaryfirlit yfir sögu landkönn- unar hefur þó til þessa mér vitan- lega ekkert verið til á íslensku. Ai þeirri ástæðu einni væri fengur að þessari bók. Útgáfufyrirtækið auglýsir hana sem þriggja bóka ígildi sem má til sanns vegar færa. Með fremur sntáu letri og í stóru broti er bókin hátt í þrjú hundruð blaðsíður. Þetta er þannig einkar ýtarleg bók, það er bæði styrkur hennar og veikleiki. Hún er sannkölluð fróð- leiksnáma, full af nákvæmustu frá- sögnum og ferðalýsingum. En hætt er við að textinn verði nokkuð tor- meltur þeim sem ekki hefur þeim ntun meiri áhuga á efninu og bókin fyrir bragðið naumast sá skemmti- Iestur, sem þó mun til ætlast. Og víst er þetta gullfallegt rit, kortin sérlega aðgengileg og myndskreyting mikil án þess að verða yfirþyrmandi (Það er kann- ski vegna þess hve frágangurinn er að öðru leyti góður að ntanni hnykkir við að sjá „hóruunga" spilla prentverkinu). Það er mikill kostur bókarinnar að hún lætur ekki staðar numið við hefðbundna sögu heldur fjallar um landkönnun í rýmstu merking þess orðs. Hér er bæði fjallað um hafdjúp og hæstu fjöll jarðar og endað á því að segja ögn frá „síðustu landamærunum", þ.e. geimferðum. Þetta er „fjölþjóðaútgáfa" eða hvað það nú heitir, bókin „prentuð og bundin í Hong Kong hjá Mand- arin Offset International Ltd". Þetta hefur í för með sér heldur leiðan fylgikvilla slíkra rita, sem sé undur segir í lokaorðum bókarinn- ar: „Varla verður saga íslands sögð nema jarðsaga landsins sé rakin að nokkru“. Sérstaklega gerir Hjálm- ar sér far um að skýra frá landreks- kenningunni (réttará: botnskriðs- kenningunni) og tekst það vel. Smávegis ónákvæmni gætir þar að vísu á bls. 36, en reyndar er mjög erfitt að segja frá þessu efni í stuttu máli. Myndir þær sem prýða þenn- an kafla, bæði ljósmyndir og Sveinn Jakobsson skrifar um bækur teikningar eru flestar framúrskar- andi. I lok kaflans eru 3 nær- myndir af steintegundum; gæði þessara mynda eru eins og best ger- ist í erlendum steinabókum. Ekki varð ég var við neinar beinar mis- sagnir í þessum kafla bókarinnar. Þó er mjög vafasamt að segja að eldfjall sé virkt, hafi það gosið eftir landnám (bls. 49). Enda þótt jarðfræðingar séu ekki á eitt sáttir um hvenær telja beri eldfjall virkt eða útslokknað, þá er of snemmt að gefa því dánarvottorðið eftir 1100 ár, enda er þetta mjög stuttur tími miðað við aldur margra eld- fjalla, en hann er stundum talinn í hundruðum þúsunda ára. Þannig er heldur ekki hægt að fullyrða að Tindfjöll sé útkulnuð eldkeila (bls. 40). Órðið sprungusveimur finnst mér hvimleitt (bls. 36), heldur hefði ég kosið orðið sprunguþyrp- ing til að lýsa þessum þyrpingum sprungna eða gosstöðva. Hjálmar notar reyndar seinna orðið gos- þyrping (bls. 40) um þær eld- stöðvaþyrpingar sem sjá má í virku gosbeltunum. þann að annars ýtarleg bókaskrá miðast öll við engilsaxneska menn- ingarsvæðið og hver bókarbleðill á ensku, að því er séð verður, ef frá er talinn DTV Atlas zur Weltgesc- hichte vols I & II (1964)“ sem ein- hverra hluta vegna fær að fljóta með. Kjartan Jónasson hefur haft umsjón með útgáfunni. Það hefur verið mesta nákvæmnisverk en sýnist vel af hendi lýst. Jón Thor Haraldson skrifar um bókmenratir Ég hirði ekki að tína til dæmi, en ég er ekki alltaf sáttur við málfarið á þýðingu Kjartans. Kann þó að vera að það sem ég vildi kalla hnökra vaxi ntér í augum vegna þess að allajafna er ekkert uppá þýðinguna að klaga. Og þetta er mikið rit. Stundum styttir þýðandi sérleiö. Vandræðaformúlan gamla „Löndin fyrir botni Miðjarðar- hafs“ verður hjá honum stutt og laggott „botnlönd Miðjarðarhafs“, en einhvern veginn finnst rnér ósennilegt að nýmyndin festi rætur. Á blaðsíðu 60 og 61 mun unt smámisskilning að ræða. Á fyrri blaðsíðunni segir Kjartan innan sviga, það hlýtur að vera frá hon- um, þótt ekki sé það auðkennt, - að „Svarti dauði" sem geisaði í Evrópu um miðja 14. öld hafi lagt þriðjung íslendinga að velli. Sá „Svarti dauði" kom ekki til íslands, enda skýrist þetta strax á síðari blaðsíðunni að Kjart- Kaflarnir um hin ýmsu svæði landsins eru byggðir á myndum og ýtarlegum myndatextum. Ljós- myndir eru nær allar af bestu gerð, þó eru sumar svart-hvítu myndirn- ar fulldökkar fyrir minn smekk. Mörgum landssvæðum eru gerð ýt- arleg skil, eins og Reykjavík og nágrenni, og Norðausturlandi, þó er þetta misjafnt eins og gefur að skilja í svona bók. Nokkur svæði hafa orðið útundan, mest er þetta áberandi hvað varðar Breiðafjarð- areyjar og Dali. Á bls. 236-237 er mjög athyglisverð röð mynda, sem sýnir miðnætursólina frá kl. 23:00 til 03:30 þann 8.-9. júní 1980. Þá er greint frá öllum eldgosum á landinu frá 1963, sérstaklega þó Surtseyjareldum, Heimaeyjargosi og Kröflueldum. Góður fengur er að yfirlitinu um eldsumbrotin og önnur umbrot á Kröflusvæðinu, því að lítið hefur enn verið skrifað um þessa merkilegu atburði. Nokkuð kemur það á óvart, þegar fullyrt er á bls. 382, og aftur á bls. 416, að Herjólfsdalur í Heimaey sé gamall eldgígur, tíu þúsund ára gamall. í stuttu máli sagt, þá er ekki hægt að tína neitt það til sem styður þessa tilgátu. Hinsvegar eru Dalfjall og Háin (sem liggja að Herjólfsdal) sennilega mynduð við eldgos á síðasta jökulskeiði ísaldar, og hafa gosrásirnar verið þar sem fjöllin eru hæst. Nokkuð er um smávillur og prentvillur í bókinni, en ekki er ástæða til að tíunda þær hér. Þegar á heildina er litið þá er hér um að ræða glæsilega og fróðlega bók, sem er höfundi til sóma. Það er gífurleg vinna, sem liggur hér að baki, og þegar haft er í huga að Hjálmar Bárðarson hefur sjálfur tekið nær allar myndirnar, samið textann, hannað bókina og gefið hana út, þá er ljóst, að hér er um afrek að ræða. Sveinn Jakobsson an á við pestina sem kom til Islands 1402. Vandræðin við þetta er það að samtímaheimildir íslenskar nefna þá pest „Pláguna", „Pláguna miklu" eða e-ð því um líkt, og að því er ég best veit er með öllu óvíst að þetta sé sama pestin og „Svarti dauði“ frá miðbiki aldarinnar á undan. Á blaðsíðu 82 skýtur þýðandi inn athugasemd unt Kólumbus, að hann hafi „samkvæmt eigin sögn“ komist til íslands. Þessu er oft haldið fram hér heima. Helgi S. Briem segir fullum fetum að Kól- umbus segist „hafa komið til Hafn- arfjarðar í febrúar 1477,, (Lönd og lýðir XI). Slegið er á sama streng í tveimur nýlegum bókum þýddum, „Kólumbus" eftir Felipe Fernández-Armesto og „Landa- fundirnir miklu" eftir Duncan Castelreagh. Sjálfur hef ég reynt að malda í móinn án þess þó að hafa nokkra sérþekkingu til að bera: „Árið 1477 tók hann (Kólumbus) sér ferð á hendur til Englands og lengi var haft fyrir satt að hann hefði komið til íslands. Ekkert hefði þurft að vera þessu til fyrirstöðu því að miklar siglingar voru til íslands frá enskunt höfnum svo sem Bristol og Galloway. Þó rná nú telja fullvíst að Kólumbus hafi aldrei til íslands komið. Eina frásögnin af meintri Islandsferð hans er í ævisögu Kól- untbusar eftir Ferdínand son hans sem þýdd var á ítölsku árið 1571, en spænska frumritið er- glatað. Lýsingin á Thule, sem þá ætti að vera Island, er svo fjarri öllum sanni að þessi frásögn verður ekki tekin trúanleg, enda hefur Kólum- bus aldrei haldið neinu slíku fram svo að vitað sé, og frásögn Ferdí- nands mun á ruglingi byggð". Ég hafði þetta frá enskum fræði- manni, konu, sent reit ýtarlega um þetta mál allt í breskt landfræði- tímarit. Röksemdir hennar sann- færðu mig. - En þetta er sem sagt altént umdeilanlegt. Sé það svo að lokum áréttað, að það er umtals- verður fengur að þessu riti. Jón Thor Haraldsson Um ókunna stigu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.