Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Fimmtudagur 23. desember 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigriftur H. Sigurbjörnsdóttir' Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guðmundur Andri Thorsson. Áugíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Tillaga Hjörleifs • Hjörleifur Guttormsson hefur enn einu sinni sent for- ráðamönnum Alusuisse boð um heildarsamkomulag í deilumálum Islands og auðhringsins. • í skeyti sem iðnaðarráðherra sendi Alusuisse í fyrradag er forráðamönnum Alusuisse boðið til fundar þann 28. og 29. desember n.k. og fundarboðinu fylgir ýtarleg tillaga um heildarsamkomulag varðandi meðferð og lausn allra helstu deilumála milli aðila. • Helstu atriðin í tillögu Hjörleifs eru þessi: 1. Hinum gömlu deilumálum vegna skattgreiðslna af duld- um hagnaði dótturfyrirtækis Alusuisse á liðnum árum verði vísað til gerðardóms þriggja sérfróðra íslenskra lög- fræðinga. Einn gerðardómsmanna skal skipaður af hvor- um aðila og formaður sameiginlega af báðum. Takist ekki samkomulag um formann gerðardómsins skal hann skipaður af Hæstarétti íslands. « 2. Raforkuverðið til álversins hækki nú um áramótin úr 6,5 mill í 10 mill á kílówattstund og síðan í 12,5 mill frá 1. apríl n.k., nema samkomulag hafi tekist um annað fyrir þann tíma. - í viðræðum um endanlega ákvörðun raforku- verðsins skal tekið mið af þrennu: I fyrsta lagi raförku- verði til álvers í Vestur-Évrópu og Norður-Ameríku eins og það tíðkast í viðskiptum óskyldra aðila. I öðru lagi af framleiðslukostnaði raforku í vatnsaílsvirkjunum á ís- landi. í þriðja lagi af raforkuverði sem Alusuisse greiðir í álbræðslum sínum utan íslands og að teknu tilliti til sam- keppnisstöðu verksmiðjunnar hér. Fram kemur í tillögu iðnaðarráðherra að samkvæmt sameiginlegum niðurstöð- um starfshóps sérfróðra íslenskra embættismanna, þá ætti orkuverðið að hækka í 15-20 mill samkvæmt þessum viðmiðunum, og tekið er fram að hinn endurskoðaði raf- orkusamningur verði einnig að hafa að geyma viðeigandi verðtryggingarákvæði. 3. Á þessum forsendum er boðið upp á tafarlausar viðræður um öll þau atriði, sem varða samskipti Islands og Alu- suisse í bráð og lengd, bæði þau, sem nefnd hafa verið af öðrum aðila eða báðum í fyrri viðræðum og ný atriði, sem kynni að veróa óskað eftir. Lagt er til að aðilar einsetji sér að ná endanlegu samkomulagi fyrir marsiok á næsta ári. • Lokaorðin í skeyti Hjörleifs Guttormssonar til Alusuisse eru á þessa leið: • „Sem svar við fullyrðingu yðar um hið lagalega bindandi eðli samninganna (það er eldri samninga), sem þér hafiðsett fram til skjalfestingar, óskar ríkisstjórnin á sama hátt til skjalfestingar, að endurtaka afstöðu sína varðandi áhrif brostinna forsendna og breyttra aðstæðna á samningsskuld- bindingar aðilanna. Brostnar forsendur og breyttar aðstæð- ur veita ríkisstjórninni lagalegan rétt til að krefjast endur- skoðunar samningsákvæða með samningum eða að fá fram leiðréttingar á samningunum eftir öðrum löglegum leiðum“. • Morgunblaðið spyr í forystugrein í gær, hvað Hjörleifur vilji nú gera í því skyni að knýja fram viðunandi málalyktir í deilunni við Álusuisse. • Tillaga Hjörleifs, sem Þjóðviljinn birtir í heild á öðrum stað hér í blaöinu gefur væntanlega fullnægjandi svar við þeirri spurningu. Hjörleifur vill fyrst og fremst tryggja ís- lenska hagsmuni með því að semja til sigurs, en nú eru mál komin á úrslitastig og neiti Alusuisse enn að ganga til nokk- urs þess samkomulags, sem viðunandi megi kalla, þá er auðvitað óhjákvæmilegt að grípa til einhliða aðgerða í málinu. • Þeir sem gagnrýna Hjörleif GuttormsSon hér innanlands fyrir málsmeðferð ættu að hverfa frá dylgjum og óhróðri, en koma þess í stað hreint fram og segja skýrt og skorinort, hvaða atriði það eru í þessari tillögu Hjörleifs, sem þeir hefðu viljað hafa á annan veg, og þá hvernig. Sú tillaga að samkomulgi, sem Hjörleifur hefur nú sent Alusuisse var áður kynnt á ríkisstjórnarfundi og málin rædd þar. • Á þeim vettvangi var samkomulag gott um efni tillög- unnar. - k. klippt Sögur til gamans Héraðsblöö Alþýðubanda- lagsfélaga hafa verið að koma út í veglegum jólaútgáfum. Á rit- stjórnina hafa t.a.m. borist Bæjarblaðið á Selfossi og Röðull í Borgarnesi. I þeim er að finna margvíslegt gott efni, en við birt- unt hér til gamans þjóðsögu úr Röðli og dæmisögu eftir Krilof úr Bæjarblaðinu, sem gætu báðar verið, hvor á sína vísu, tilvísanir á hið pólitíska ástand hérlendis með óvissu, þrætubók og misvís- andi stefnuvitum: Hvað hét hún móðir hans Jesús? „Einu sinni voru tvær kerlingar á bæ, og hófst önnur þeirra upp úr eins manns hljóði urn jóla- leytið eftir lestur og sagði við hina kerlinguna: „Hvað hét hún móðir hans Jesús?“ „Og hún hét Máríá.“ „Og ekki hét hún Máríá.“ „Og hvað hét hún þá?“ sagði hin. „Og veistu ekki, hvað móðir hans Jesús hét? Hún hét Finna.“ „Finna?“ sagði hin. „Víst hét hún Finna. Heyrirðu ekki, hvað sungið varísálminum: í því húsi ungan svein og hans móðir finna. Hét hún þá ekki Finna?“ Kerlingin lét aldrei af sínu máli, að hún hefði heitið Finna, og séu þær ekki dauðar, eru þær að deila um þetta enn í dag. Þjóðsaga.“ Til hœgri, sagði uglan „Blindur asni ráfaði að nætur- lagi út af veginum og villtist í dimmum skógi. Veslings dýrið stóð milli trjánna og þorði hvorki að fara til hægri eða vinstri. Til allrar hamingju var ugla rétt hjá honum og hún bauðst til að vera leiðsögumaður asnans. Allir vita hvað uglan sér vel á nóttunni. Runna, tjarnir, síki, slétta og óslétta vegi gat hún séð eins og um hábjartan dag væri. Áður en birti af degi var hún búin að fylgja asnanum á veginn aftur. Hvernig átti asninn nú að vera án svona góðs leiðsögumanns? Asninn bað ugluna að vera hjá sér áfram og leiðbeina sér allan daginn. Uglan samþykkti það. Hún sat þóttafull á bakinu á asnanum og vinirnir tveir héldu af stað. En þegar sólin kom upp fór uglan að depla augunum og brátt gat hún ekkert séð í þessari sterku birtu. En hún var of hé- gómagjörn tili að láta af þessu nýja embætti, enda þótt hún væri ekki lengur hæf til að vera leið- sögumaður asnans. „Varaðu þig,“ kallaði hún. „Ef þú ferð til viristri þá detturðu nið- ur í pytt.“ Asninn flýtti sér að fara til hægri, hrapaði af klettabrún og dó. Krílofl" - e.k.h. fí „Eflum einn flokk til ábyrgðar“ Viðkvæðið er oft á tíðum í leiðurum Morgunblaðsins, að efla beri einn flokk til ábyrgðar. Geir Hallgrímsson tekur þetta á stundum upp, - Sjálfstæðisflokk- urinn á að vera valkostur gagn- vart hinum flokkunum. Nú er þar til að taka, að Sjálf- stæðisflokkurinn er ekkert óskaplega heilsteyptur flokkur (sem betur fer). Þannig er hluti hans í stjórn nteðan afgangurinn rembist einsog rjúpan við staur að gera þá ríkisstjórn tortryggi- lega. í því Ijósi er Sjálfstæðis- flokkurinn ekkert sérstaklega traustvekjandi frekar heldur en frá öðrum sjónarhornum. Gegn fjölflokka- lýðrœði Þá er það einnig íhugunarefni í þessu sambandi, að Sjálfstæðis- flokkurinn sem hefur þingræðið svo á vörunum sem raun ber vitni, skuli telja það raunhæfan valkost í lýðræðisríkinu að einn flokkur hafi alræðisvald. Morg- unblaðið og Flokkurinn eru með þessum málflutningi að gefa fjöl- flokkalýðræði langt nef. Þessum valkosti verður að hafna. Eins Yuri Andropov áður sjöundi í tignarröðinni í Kreml. Geir Hallgímsson sjöundi í prófkjörinu í Valhöll. flokksstjórn er ekki samboðin lýðræðisskilningi íslendinga. Geir einsog Andropov Það er líka alveg óhætt að hugsa þessa hugsun til enda. Þeg- ar alræði Sjálfstæðisflokksins er komið á þarf það að velja sér sinn Andropov. Það eru ekki svo ýkja- ntörg ár síðan Andropov var sjö- undi í tignarröð í Kremlannúr- um. Geir sjöundi gæti því allt að eins orðið íslands Andropov. Aftur á bak og út á hlið Árni Helgason Stykkishólmi gerir mikið grín að flokksforystu Geirsarmsins í Morgunblaðs- grein í fyrradag. Um flokksráðs- og formannafund Sjálfstæðis- flokksins segir Árni: „Svo kom yfirskriftin Ábyrgð í stað upp- lausnar. Eitthvað minnti þetta okkur á slagorðið Leiftursókn gegn verðbólgu", Síðan rekur Árni nokkur dæmi um „ábyrgð" Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- andstöðu: „Nei. Hvílík ábyrgð. Ég held að skynsamlegra hefði verið að láta fyrirsögnina heita: Aftur á bak og út á hlið, eins og við sungum í gamla daga um klár- inn sem dansaði kúna við“. - óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.