Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 16
MÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1982 ÁðalsHni Þjóðviljans er 81333 kl. 9- 20 mánudag til föstudags!. Utan þess ■ - -líma'er'hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í. þessum . 'sínum:'Ritstjórn 81382. 81482 og 81527. umbrot 81285. I jósm'VndÍF 81257. ■ "Lau'gardaga kl. 9 - 12 er hægt’að ná'í afgréiðslu blaðsins'í sí’rria 81663. .'.Preritsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þár-á Vák't oll JtvöJdj 1 Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Inni í Laugardalshöll eru krakkar önnum kafnir við að undirbúa Jólaknallið sem Stuðmenn og Æskulýðsráð standa fyrir á 2. í jólum. l>ar á að reisa risajólasvein og höllin verður öll skreytt upp í „rjáfur“. Fjölskyldusk- | emmtun verður um daginn, en um kvöldið verður skemmtun fyrir unglinga. Ljósm. - Atli. Margar verslanir opnar til kl. 10, þrátt fyrir mótmæli VR: „Lokuðum kl. 18.00 vegna tílmæla VR” sagði Jónsteinn Haraldsson, hjá Máli og menningu „Við ætluðum okkur að hafa op-1 ið til kl. 10 og greiða þá okkuar starfsfólki næturvinnukaup en þcg- ar okkur varð Ijóst að Verslunar- mannafélag Reykjavíkur snerist gegn opnun verslana fram á kvöld, ákváðum við að fara að þeirra tilmælum og loka hjá okkur kl. 6 eins og samningar kveða á Dregið hefur verið í Happdrætti Þjóðviljans 1982 og komu eftirtald- ir vinningar á þessa ntiða: 1. Bifreið, Daihatsu Charade, nr. 14125. 2. Húsgögn frá TM-húsgögnum nr. 27075. 3. Nordmende litsjónvarpstæki nr. 18181. 4. Ferð frá Samvinnuferðum/ Landsýn nr. 14324. 5. Ferð frá Ferðaskrifstofunni Úrval nr.552. um“, sagði Jónsteinn Haraldsson hjá Máli og menningu í samtali við Þjóðviljann í gær. Verslunareigendur við Lauga- veginn tilkynntu í gær að verslanir þeirra yrðu opnar til kl. 22 í gær- kvöldi en án samráðs við verka- lýðsfélögin. Snerist Verslunar- mannafél. Reykjavíkur mjög gegn frekari opnun verslana og taldi að vinnuálag ú verslunarfólk fyrir jól- in væri nægt fyrir. Flestar verslanir voru opnar í gærkvöldi til kl. 10 þrátt fyrir mót- mæli verkalýðssamtakanna og höfðu margir verslunareigendur 6. Ferð frá Samvinnuferðum/ Landsýn nr. 12774. 7. Ferð frá Fcrðaskrifstofunni Úrval nr. 25446. Þjóðviljinn þakkar stuðnings- mönnurn sínum en vinninganna ntá vitja á afgreiðslu blaðsins, Síðu- múla 6, síma 81333. Skrifstofa happdrættisins að Grettisgötu 3 verður opin til há- degis í dag, Þorláksmessu, og er umboðsmönnum og innheimtu- mönnum, sent ekki hafa enn gert skil bent á að snúa sér þangað. tilkynnt sínu starfsfólki að í staðinn fengi það frí á mánudeginum eftir jól. Starfsmenn VR, sem gengu í allmargar verslanir, kváðu þó ein- sýnt að það loíorð yrði illa haldið miðað við ummæli fjölmargra verslunareigenda um það atriði í Jónsteinn Haraldsson: Við urðum við tilmælum VR og hluta okkar starfsfólks sem ekki vildi vinna lengur en til kl. 18 í gærkvöldi. Ljósm. - Atli. Happdrætti Þjóðviljans 1982: V inmngsnúmeriii Margir óverðugir fá launabætur: Endurspeglar galla skatta- framtalanna Uppbót á laun manna, en ekki verið að leysa framfærsluvandamál, segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ „Það er augljóst að allar greiðslur úr ríkissjóði af þcssu tagi endurspegla galla skattaframtal- anna þar sem byggt er á þeim við útrcikning launabótanna. Þess vegna Iiggur ljóst fyrir að margir óverðugir eru að fá launabætur nú“, sagði Asmundur Stefánsson forseti Alþýðusambands Islands í samtali við Þjóðviljann í gær. „Alvarlegasta veilan í þessu kerfi, og því var harðlega mótmælt af okkar hálfu, er það að sjálfstæðir atvinnurekendur virðast hafa jafn- an rétt til bóta og almennt launa- fólk þó þeirn sé gert að sækja um þær sérstaklega", sagði Asmundur ennfremur. „Hins vegar lá ljóst fyrir að erfitt yrði að finna heppilega leið sem öllum líkaði, ekki síst vegna þess að stjórnvöld fóru svo seint af stað með undirbúning málsins að skammur tími gafst til að skoða það mjög vel“. í viðræðunefndinni um út- reikning launabótanna nú voru ýmsar leiðir ræddar m.a. að finna ákveðin lágmarksmörk á hverja unna vinnustund líkt og gert var í nóvember 1981. „Þessi svokallaða fyrirtækjaleið kom vel til álita nú en til þess að tryggja sanngjarna og örugga dreif j ingu fjárins hefði orðið að koma á rríjög góðu eftirlitskerfi í fyrirtækj- unum. Til þes var of naumur tími. Aðalatriðið er það að hér eru á ferðinni launabætur en ekki verið að leysa tiltekin framfærsluvanda- mál. Allar leiðir til að tryggja sem réttlátasta skiptingu eru erfiðar og menn stóðu frammi fyrir þeirri spurningu hvar ætti að setja lág- markstekjumörkin. Það var miðað við 75.000 króna laun og þess má geta að meðallaun verkafólks það ár voru rúmlega 100.ooo krónur", sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. -v. Ríkisstarfsmenn fá desemberuppbót: Allt að 2,608 kr. Ákvæði í samningum þeirra síðan 1977 „ViS höfum haft þetta ákvæði í okkar samningum frá því haustiö 1977, en þá fengu starfsmenn sem höföu starfað í 10 ár sérstaka per- sónuuppbót í desembermánuði“, sagði Kristján Thorlacius formað- ur BSRB. Ríkisstarfsmenn eru þessa dag- ana að fá launauppbót sem nemur 24% af desemberlaunum rniðað við 3. þrep í 11. launaflokki. Rétt til að fá þessa uppbót fá menn eftir 3 ára starf og verða þeir að vera í starfi í desembermánuði. Full upp- bót nú er 2.608 krónur en annars í réttu hlutfalli við starf viðkomandi. Starfsmaður sem fór á full eftir- laun á þessu ári en hefði ella fengið greidda persónuuppbót nú, skal fá hana greidda engu að síður, enda hafi hann skilað, er svari til að minnsta kosti hálfs starfsárs í ár. -v. Hvers vegna kæst skata? hafi kæsta skötu á borðum þenn- an dag. Áður fyrr var notuð svonefnd lóðaskata, sem var stór skata, en nú veiðist hún varla og í staðinn nota menn tindabikkju, sem er smærri og fíngerðari skata og síst verri. Okkur þykir þetta skemmti- legur siður hér á Vestfjörðum og ég get sagt þér til gamans að ég hef borðað kæsta skötu í hádeg- inu á Þorláksmessu svo lengi sem ég man eftir mér, sagði Jón Páll Halldórsson að lokum. -S.dór Enginn veit hvernig sá siður komst á fyrir vestan í sjálfu sér þarf cngan að undra þótt íslendingar borði skötu, bæði nýja, saitaða eða kæsta, cn hvers vegna hefur sá siður komist á á Vestfjörðum að borða kæsta skötu á Þorláksmessu? Eg held að enginn viti það og ég hef mikið leitað að heimildum fyrir þessu en hvergi fundið. Hins vegar er þessi siður okkar Vestflrðinga eldri en elstu núlifandi menn muna, sagði Jón Páll Halldórsson fram- kvæmdastjóri Norðurtanga á ísafirði, er við röbbuðum við hann um þennan sið og ekki síst fyrir það að hjá Norðurtanga er mikið af skötu fyrir jólin. Jón sagði, að það væri sára ein- falt að kæsa skötu, hún ereinfald- lega sett í kös og látin vera í 2 til 4 vikur, eftir því hvert hitastigið er. Síðan er hún tekin úr kösinni og söltuð. Þegar hún er svo tekin úr salti er hún roðflett. Þegar kemur að eldamennsk- unni er hún soðin og síðan stöppuð í mörfloti og er þá tilbúin til átu og þykir lostæti. Þegar svo stappan er orðin köld verður hún að harðri hellu og þá gjarnan sneidd niður og notuð sem álegg á brauð. Ég hygg að mikill meirihluti heimila á Vestfjörðum hafi kæsta skötu til matar á Þorláksmessu og brottfluttir Vestfirðingar leggja mikið á sig til að fá kæsta skötu fyrir Þorláksmessu. sagði Jón Páll. Hann sagði að fyrir nokkr- um árum hefði nokkuð dregið úr þessum sið fyrir vestan en nú væri það orðið mjög algengt að fólk Jón Páll Halldórsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.