Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1982
Þorsteinn Sigurðsson skrifar:_
Hugleiðingar um fyrir-
hugaða Greiningarstöð í til-
efni erfiðra ríkisf jármála
Geir Gunnarsson, formaður
fjárveitinganefndar Alþingis skrif-
ar athyglisverða grein í Þjóðviljann
18.-19. des. sl. þarsemhann bend-
ir enn einu sinni á nauðsyn aðgæslu
í meðferð takmarkaðra fjármuna
ríkissjóðs til samfélagslegrar þjón-
ustu. í kaflanum Nýbyggingar og
nýting eldri stofnana kemst hann
svo að orði:
„Það kom fram í sjónvarpi fyrir
skemmstu að gamlar stofnanir,
eins og Kópavogshæli sem annast
þjónustu við erfiðar aðstæður og
knappt mannahald, svo að ekki sé
meira sagt, fá í raun ekki svo fljótt
sem skyldi úrbætur í þessu efni,
vegna þess m.a., að ríkissjóður
þarf á ári hverju að sjá fyrir nýju
starfsliði í nýjar stofnanir, þar sem
allt aðrar og meiri kröfur eru
gerðar um húsrými og fjölda starfs-
liðs.
Og framundan hjá þeim sjóði
sem aö þessum vissulega
bráðnauðsynlegu framkvæmdum
stendur, er að hrinda í framkvæmd
þeirri fyrirætlan að við þeirri starf-
semi sem nú fer fram í Kjarvalshúsi
og ekki er nægilega fyrir séð, taki
nýbygging sem kosta mun 75.0
millj. króna með 54 manna starfs-
liði.
Hverjir verða möguleikar til að
bæta úr, þar sem starfsemi er nú
rekin við illan aðbúnað, þegar
kemur að því að sinna þeim út-
gjöldum sem fylgja sh'kum nýbygg-
ingurn?"
Hér hreyfir Geir við máli sem
varðar framtíðarhorfur fjölda
stofnana sem nú sinna þroskaheft-
um með ýmsum hætti - að ekki sé
minnst á möguleika hinna þroska-
heftu sjálfra á að njóta viðunandi
aðbúnaðar í samfélaginu.
Umfang málsins má marka af
því, að væntanleg húsbygging
myndi gleypa allar fjárveitingar úr
Framkvæmdasjóði þroskaheftra í
tvö ár og sjá yrði fyrir a.m.k. 40
nýjum starfsmörínum auk mikils
annars rekstrarkostnaðar.
Ég les það út úr grein Geirs að
óhugsandi sé að gera hvort tveggja
í senn: tryggja nauðsynlegar fjár-
veitingar til eldri stofnana og setja
nýjar á laggirnar á sama sviði, eink-
um ef augljós hætta er á skörun
verkefna.
Þessi alvarlega staða vekur upp þá
spurningu hvort ekki sé hægt að
leysa þau verkefni sem Greiningar-
stöð ríkisins er ætlað að sinna jafn
vel eða betur í þeim stofnunum
sem þegar eru fyrir í kerfinu (og
spara með því umtalsverða fjár-
muni)?
Tökum verkefnin lið fyrir lið (Ég
kýs hér fremur að styðjast við hug-
myndirnar úr Frumvarpi til laga
um málefni fatlaðra þar sem þær
eru mun skýrari en í gildandi
Lögum um aðstoð við þroskahefta.
Lesendur eru beðnir að hafa í huga
að orðin þroskaheftur og fatlaður
eru hér notuð í sömu merkingu):
1. Skráning og varðveisla upplýs-
inga um fatlaða.
Spjaldskrá af þessu tagi mætti
sjálfsagt finna víðar en á einni
slofnun í núverandi kerfi. Mér
sýnist að hún væri t.d. allvel
staðsett í þeirri deild félagsmál-
aráðuneytis sem fer með stjórn
málefna þroskaheftra og
traustast samband hefur við
svæðisstjórnir.
2. Rannsókn á fötluðum börnum
og unglingum í því skyni að á-
kvarða æskilcga meðferð fyrir
viðkomandi.
Tilvísanir til meðferðaraðila.
Ráðgjöf fyrir löreldra/
forráðamenn og ineðferðar-
aðila.
Hér er komið að meginverkefni
Greiningarstöðvarinnar og jafn-
framt því sem foreldrar hafa bund-
ið mestar vonir við. Skoðum nú
þennan þáttinn örlítið. Greiningar-
starf er þríþætt: "læknisfræðilegt,
b,uppeldislegt og °félagslegt.
a) An alls vafa er læknisfræðileg
greining á fötluðum best komin á
sérhæfðum deildum sjúkrahúsa og
þarf ekki frekar orðum að því að
eyða. Allt starf af slíku tagi á
Greiningarstöð ríkisins yrði því
einber tvíverknaður.
b) Hugmyndir manna um uppeld-
islega greiningu kennslu og með-
ferð fatlaðra hafa þróast ört á síð-
ustu árum. Tilhögun sem þótti góð
og gild fyrir áratug er dæmd úrelt í
dag. Þetta ber að hafa í huga þegar
metið er gildi hugmyndarinnar um
Greiningarstöð ríkisins.
Uppeldisleg greining sem stendur
undir nafni að tiltölulega einfaldri
frumgreiningu lokinni, er stöðugt í
gangi í því uppeldisumhverfi sem
einstaklingum er búið, hvort sem
það er heimili hans, aimenn dag-
vistarstofnun, venjuiegur grunn-
skóli, sérdeild á slíkum almennum
stofnunum, sérstakt dagheimili
fatlaðra barna, sólarhringsstofnun
eða sérskóli af einhverju tagi.
Vönduð uppeldisfræðileg/sál-
fræðileg greining er órofa þáttur í
langtíma kennslu/meðferðar/þjálf-
un áætlun - sem að sjálfsögðu er í
sífelldri endurskoðun - og felur í
sér náið samráð allra þeirra sem
eru í daglegum samskiptum við
hinn fatlaða einstakling.
Þetta eru í örstuttu máli nútíma
hugmyridir um uppeldislega
greiningu. í þeim felst m.a. það að
sérfræðingar eru ráðnir til starfa á
hinar ýmsu meðferðarstofnanir þar
sem börnin eru.
Er líklegt að fyrirhuguð starf-
semi Greiningarstöðvar ríkisins
uppfyllti nútíma kröfur um uppeld-
islega greiningu? Nei, alls ekki. Þar
eru á ferðinni allt aðrar hugmynd-
ir; rneð leyfi að segja úrelt viðhorf
sem eru í hrópandi mótsögn við
blöndunar- og dreifingarmarkmið
laganna um aðstoð við þroskahefta
(og Frumvarps til laga um málefni
fatlaðra). í stað þess að dreifa 50-
60 starfsgildum út á hinar ýmsu
meðferðarstofnanir yrði þeim safn-
að saman á einn stað og þangað
þyrftu fötluðu börnin að koma
hvaðanæva að af landinu, fyrst f
forrannsókn, þá f 6-8 vikna athug-
un og síðan í stuttar heimsóknir á
nokkurra mánaða fresti. í áætlun-
unum um starfsemina er gert ráð
fyrir að 800-1200 börn séu stöðugt
á slíku flökti inn og út um
Greiningarstöðina (með öllum
þeim tilkostnaði sem því er sam-
fara) - og eru þá aðeins talin börn
innan 6 ára aldurs, þó stöðinni sé
sinnig ætlað að sinna börnunum frá
7—18 ára aldurs. Starfslíkan
Greiningarstöðvarinnar miðast við
það að sérfræðingarnir sem þar
siga að starfa vinni á athugunar-
tímabilinu meðferðaráætlun handa
foreldrum og starfsliði meðferðar-
stofnunarinnar, sem barninu er vís-
að til. Þessa áætlun á síðan að
sndurskoða með vissu millibili.
Hér gefa menn sér ýmsar vafa-
;amar forsendur, m.a. þá að unnt
sé á tiltölulega skömmum tíma að
gera marktæka uppeldislega
greiningu sem hægt sé að byggja á
lcennslu/meðferð/þjálfun í tiltölu-
ega langan tíma án endurskoðun-
rr. Ennfremur að starfslið
■neðferðarstofnana sé svo fræði-
ega vanmegna að það sætti sig við
rð taka á móti forskriftum af slíku
:agi. Ef tekið er tillit til þeirrar öru
aróunar sem orðið hefur undanfar-
n ár á þjónustustofnunum fyrir
/atlaða og breytinga sem eru fyrir-
ijáanlegar í næstu framtíð verður
ikki betur séð en hugmyndin um
miðstýrða uppeldislega greiningu
sé algerlega úr tengslum við íslen-
skan raunveruleika í dag.
í þessu samhengi er rétt að
minna á að greiningar og ráðgjafar-
aðilum hefur fjölgað mjög veru-
lega á allra síðustu árum. í svipinn
man ég eftir þessum: Heyrnar- og
talmeinastöð ríkisins, Göngudeild
Kópavogshælis, Athugunardeild
Heyrnleysingjaskóla, Sálfræðiráð-
gjöf Barnaverndarráðs, Sálfræði-
deildum skóla á Akureyri, Blöndu-
ósi og í Borgarnesi (í undirbúningi
er ráðning sálfræðiráðgjafa til
Vestmannaeyja, á Selfoss og til fs-
afjarðar - allt á vegum fræðslu-
skrifstofanna). Þá hefur tekið til
starfa á vegum Dagvistarstofnana
Reykjavíkurborgar teymi fjögurra
sérfræðinga. Enn má nefna að ung-
ur sálfræðingur, sérfræðingur í
greiningu og uppeldi þroskaheftra
ungbarna, byrjar starf á vegum
menntamálaráðuneytisins á sínu
sérsviði 3. janúar nk. Loks er óget-
ið sérfræðideildar Öskjuhlíðar-
skóla og dagdeildar sama skóla
fyrir forskólabörn ásamt leikfang-
asafninu sem enn er staðsett í
Kj arvalshúsi. Öskj uhlíðarskóiinn
er sem kunnugt er aðalstofnun
ríkisins á sínu sviði (sérskóli fyrir
andlega þroskahefta og fjölfatlaða
nemendur). Sérfræðideild skólans
verður ugglaust til að styrkja það
ágæta starf sem í skólanum er unn-
ið loksins þegar hægt verður að
sameina stofnunina undir einu
þaki.
c) Félagsleggreining. Þetta starf
yrði að mínu mati betur rækt á veg-
um svæðisstjórnanna heldur en á
fyrirhugaðri Greiningarstöð. Uti í
héruðunum ætti t.d. að vera
auðveldara að framkvæma slíka
greiningu af starfsmanni svæðis-
stjórnar heldur en starfsmanni á
miðstöð í Reykjavík. Sú tilhögun
gæti líka auðveldað svæðisstjórun-
um að fá hæft starfslið til sinna
margvíslegu verkefna.
3. Leiðbeiningarstarf og þjálfun
starfsmanna er annast þjónustu
við þroskahefta á almennum
stofnunum og sérstofnunum
fyrir þá.
Þetta hlutverk má auðveldlega
fá öðrum í hendur en fyrirhugaðri
greiningarstöð.
Niðurstaðan af þessum hug-
leiðingum mínum er því sú, að
æskilegt sé að hætta við fyrirætlan-
írnar um Greiningarstöð ríkisins,
en styrkja í þess stað núverandi
greiningar- og meðferðarstofnanir
með þeim fjármunum og mannafla
sem til ráðstöfunar er. Jafnframt
þyrfti að leggja áherslu á að efla
skilvirk vinnubrögð á hverri
stofnun og koma á betri samvinnu
þeirra á milli með öflugri stýringu
svæðisstjórnanna og
stjórnarnefndarinnar. Þannig ætti
bæði að vera unnt að tryggja eins
vandaða þjónustu og kostur er á og
forðast hvimleiðan og allendis óþ-
arfan tvíverknað.
GUNN.4R -BJAJtjNASON • ‘•RÁDUNAUrU!
S / r \ .
qSISENZKAcHESTSÍNScÁ 20. ÖISi
Ættbók og saga
íslenska hestsins
Síðarabindið
Út er komið fjórða og síðasta
bindið af því mikla ritverki Gunn-
ars Bjarnasonar: Ættbók og saga
íslenska hestsins á 20. öld. í tilefni
af því efndu þeir Geir S. Björnsson,
prentsmiðjustjóri á Akureyri og
Gunnar Bjarnason til blaðamanna-
fundar á Loftleiðahótelinu sl.
fimmtudag.
Geir S. Björnsson gat þess að um
20 ár væru nú liðin síðan þeir
Gunnar áttu fyrst tal um þessa út-
gáfu. Svo hefði virst sem enginn
fengist til að gefa ritverkið út og því
hefði hann orðið til þess og sæi ekki
eftir. Fyrsta bókin kom út 1978,
önnur 1980, þriðja 1981 og sú síð-
asta nú. Segja mætti, að ritverkið
væri einskonar starfssaga Gunnars
sem hrossaræktarráðunautar, jafn-
framt því að vera ættbók.
Gunnar Bjarnason sagðist ekki
hafa samið þetta verk vegna þess
að hann hefði út af fyrir sig, talið
sér það skylt heldur miklu fremur
sér til ánægju. Þetta gerðist svona
af sjálfu sér þegar ég fór að vinna
með bændunum, hestunum og
náttúrunni, sagði Gunnar, - en ís-
lenskir bændur búa yfir sérstakri
ræktunartækni. Eitt bindið, um
stóðhestana, hefur þegar verið þýtt
á þýsku og Pétur Behrens er að
þýða þetta síðasta.
í þessari síðustu bók er fjallað
um 380 kynbótahesta hérlendis og
erlendis. Einn kafli bókarinnar
nefnist „Lítil kynbótafræði fyrir
hestamenn". Eru þar dregnar upp í
stuttu en skýru máli hinar fræði-
legu grundvallarreglur hrossakyn-
bóta. Þá er kafli um hina athygl-
isverðu myndun gæðingastofna
innan íslenska hestakynsins, en
það efni hefur vakið mikla athygli
meðal erlendra búfjárræktar-
manna eftir erindaflutning Gunn-
ars um það á sl. tveimur árum.
Margar litmyndir af hestum prýða
bókina, þar á meðal litmyndir með
upplýsingum um heiti á litaraf-
brigðum íslenskra hrossa. Má telja
mikinn feng að slíkri nýlundu, ekki
síst fyrir yngri kynslóðir hesta-
manna. Heilsíðumyndir eru af
þeim heiðursverðlaunastóðhest-
um.semnotaðirverðaívor. í heild
er þetta verk um 1200 bls. og í því
eru 1540 myndir.
íslenska ættbókin nær til allra
skráðra kynbótahesta til nr. 963,
þar með taldir stóðhestar, sem
sýndir voru á landsmótinu á Vind-
heimamelum í sumar. í þessu bindi
er einnig skrá yfir alla útflutta stóð-
hesta til þessa og mun þykja for-
vitnileg, enda hvergi annarsstaðar
til. Þá er þarna aukaættbók þeirra
stóðhesta, sem notaðir eru á
meginlandi Evrópu, Loks er svo
nafnaskrá manna þeirra og hrossa
sem koma fyrir í bindunum öllum.
- mhg
Don Quixote styttur
Mosfell hefur gefið út stytta út-
gáfu á hinu mikla verki Cervantes,
Don Quixote. Maja Baldvins þýddi
þessa sögugerð Leighton Barretts,
en hún kom fyrst út á forlagi Pálma
H. Jónssonarárið 1944. Umþær
mundir var allmikið í tísku að gera
styttar útgáfur af ýmsum helstu
verkum heimsbókmenntanna.
Voru þær ætlaðar unglingum eða
öðrum lítt vönum lesendum.