Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 23. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Björn í Kjötbúð Suðurvers vissi hvað hann gerði, er hann valdi Ishida Cosmic tölvuvog og er hann nú einn af fjölmörgum ánægðum eigendum Ishida tölvuvoga. Við bendum sérstaklega á eftirfarandi eiginleika: ★ Vatnsvariö takkaborö ..........................= Minni bilanatíöni ★Vog og prentari sambyggt.......................= Minni bilanatíðni ★ Hægt að setja inn 5 föst einingaverð..........= Fljótari afgreiðsla ★ Margföldun og samlagning......................= Fljótari afgreiðsla ★ Prentun með föstu heildarverði................= Fljótari afgreiðsla ★ Sjálfvirk eða handvirk prentun................= Hentar hvort sem er ★ Fljótlegt að skipta um miðarúllu við afgreiðslu eða ★ Hægt að taka út summu (tótal) alls við pökkun, bakatil semvigtaðeryfirdaginneðahvenær íverslunum. sem er. ★ Tvær dagsetningar, pökkunardagur og síðasti söludagur. ★ Þeir eigendur ISHIDA COSMIC með einni dagsetningu, sem óska eftir að breyta voginni í tveggja dagsetninga, vinsamlegast hafi samband við okkur. ★ Nýjar og eldri pantanir óskast staðfestar. um afgerandi listamenn. Hér á ég við listamenn sem ruddu brautir fyrir fjölda annarra, en voru ekki að sama skapi spámenn í sínu föður- landi og sáu því ekki, eða hafa enn ekki séð ávöxt ævistarfs síns á prenti. hvað þá í veglegri listaverk- abók. Þetta er ekki sagt Eiríki til lasts, nema síður væri, og vissulega er hann vel að þessari bók konrinn. En það er ávallt spurt um forgang, einkunr þegar verið er að koma nýrri ritröð á laggirnar. Bókin um Eirík Smith er hins vegar vegleg og myndir eru skýrar og vel litgreindar. Að vísu þykir nrér alltaf galli þegar myndir ná yfir á aðra blaðsíðu og eru skornar sundur af broti arkarinnar og saumi kjalarins, en við það verður illa ráðið vegna stærðarhlutfalla. Flestar myndirnar sleppa við slíka útreið sem betur fer. Burtséð frá þessu smáræði er bókin öll hin vandaðasta og frágangur góður. Listaverkabók Eirík Smith Eiríkur Smith Inngangur og viðtal: Aðalsteinn Ingólfsson Lögberg, Reykjavík 1982 Þessa listaverkabók prýða ótal myndir af verkunr Eiríks og er bókin um 100 blaðsíður. Hún kont út unr líkt leyti og sú um Ragnar í Snrára. Þetta er því fyrsta bókin um íslenskan myndlistarmann í bóka- flokki þeinr, sem Lögberg og Lista- safn alþýðu helga íslenskri mynd- list. Hér er rakin í nráli og myndum þróun Eiríks, ævi og ferill og skýrir hann sjálfur frá á einkar ljósan hátt. Lesandinn kynnist ýmsum hliðum íslenskra og erlendra lista eftirstríðsáranna, samferða- mönnum Eiríksog vinum. Þá ræðir Eiríkur unr viðhorf sín til listarinn- ar og listar sinnar, en það þart' vart að taka það franr hér, að eftir sýn- ingu hans á Kjarvalsstöðum og ný- veriö í Listasafni alþýðu, er Eiríkur í brennidepli vinsælda þótt um- deildur sé. Halldór B. Runóifsson skrifar um bókmenntir Það er því ekki undarlegt að um liann sé gerð bók, einnritt nú þegar stílbreyting hans er um garð gengin og hið ljóöræna raunsæi hans hefur hlotið þær viðtökur sem raun ber vitni. Sennilega er þetta hárréttur tími til að gefa út veglega bók um listamanninn. Hitt er svo annað mál, að bókaflokkur á borð við ís- lenska myndlist hefði betur hleypt af stokkunum í byrjun einni eða tveimur bókum unr eldri og meir Mannlýsingar Kaldal: Ljósmyndir Formáli eftir Thor Vilhjálmsson Lögberg, Reykjavík 1982 Komin er út bók um ljósmynd- arann og langhlaupagarpinn Jón Kaldal og verk hans. Þessi bók er gefin út hjá bókaforlaginu Lögberg í samvinnu við Ljósmyndasafnið h.f. Bókina prýða unr 60 myndir eftir Kaldal, allt portrett af þekktu fólki eða sérstæðu. Thor Vil- hjálmsson ritar stuttan en ágætan formála að bókinni þar sem hann rekur ævi Jóns heitins, frá bernsku til námsára og starf hans í fimm áratugi við Laugaveginn. Enginn stúdíó-ljósmyndari hef- ur notið jafn mikillar virðingar og Kaldal og sterkar mannlýsingar hans eru meðal merkustu lista- verka þjóðarinnar og ekki aðeins á sviði ljósmyndunar. í þessari bók fæst ágætt yfirlit yfir þessa list og eru meistaraverkin ófá. Þekktar eru myndirnar af Jóhannesi S. Kjarval, en Kaldal konrst nær því að lýsa persónu listmálarans en nokkur annar. í bókinni eru 6 myndir af Kjarval. teknar á ólíkurn tímum. Jón Kaldal notaði ekki neinar framtíðarvélar við töku mynda sinna, heldur gamla, norska stand- vél með lofttuðru og allar voru myndirnar festar á plötu. Það sést vel í hinu klassíska portretti af frú Hönnu Þórðarson og andliti Vil- hjálms Jónssonar. Kannski eru þetta dýpstu myndirnar í bókinni. Fyrmefnda ljósmyndin er leonard- ísk. Lýsingin, stelling frú Hönnu, tillit og handaburður stafa frá sér geistlegri dulúð. Myndin af Vil- hjálmi er hins vegar tragísk í anda Rembrandts. Hér er beiting ljóss- ins fullkomlega í anda 17. aldar chi- aroscuro. Eða hvað eiga menn að segja unr hinar frábæru andlitsmyndir af Jóni Pálssyni frá Hlíð og Astu Sig- urðardóttur, tveimur „nrisheppn- uðum sniliingum"? Þá eru mannlýsingar sem einungis virðast byggðar á augum og augnaráði, fjarrænu og spenntu í andliti frú Guðrúnar, eiginkonu Kaldals, viðkvæmu og spyrjandi í svip Vil- hjálms S. Vilhjálmssonar. Það er verðugt að hefja syrpu ljósmyndabóka á Jóni Kaldal, reyndar kæmi vart annað til greina. Þótt erfitt verði að fylgja slíkri bók eftir, er vonandi að fleiri komi í kjölfarið, jafn vandaðar og vel út- færðar og þessi. —HR :ú I ru II.iihu ln>ft'arv>n Það er komin 5 ára reynsla aí ISHIDA — tölvuvogum og ekki siðri reynsla af þjónustu M.’ISl.OS NAKVÆMNI — HRAÐI — ORYGGI i | *ISHIDA tölvuvogir .V' ' l yf NÁKVÆMNI — HRAÐI — ÖRYGGI Allar gerðir tölvuvoga fyrir verksmiðjur og verslanir lll Simi: 82655 ISHIDA COSMIC: Litla vogin með stóru möguleikana

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.