Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. desember 1982 Bóksalan: Tvær nýjar á Ustanum Æviminningar Kristjáns eru enn í efsta sætinu Tvær nýjar bækur hafa skotist upp á lista Félag ísl. bókasala yfir söluhæstu bækurnar, en könnunin var gerð 20. des. Hér er um að ræða Kvistir í lífstrénu, - 20 sam- talsþætti eftir Árna Johnsen og Seld norðurljós, - viðtöl Björns I’h. Björnssonar við 14 fornvini Einars Benediktssonar. Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis eru enn í efsta sæti og hafa reyndar verið það allan mánuðinn. Annars lítur listinn yfir 10 mest seldu bækurnar þannig út: 1. (1) Æviminningar Kristjáns Sveinssonar augnlæknis. 2. (2) Dauðafljótið eftir Alistair MacLean. 3. (6) Bréfin hans Þprbergs. 4. (-) Kvistir í lífstrénu. 5. (3-4) Persónur og leikendur eftir Pétur Gunnarsson. 6. (5) Hverju svarar læknirinn? 7. (3-4) Jólalögin í léttum útsetn- ingum fyrir píanó eftir Jón Þórar- insson. 8. (-) Seld norðurljós. 9. (10) Albert. Gunnar Gunnars- son skráði. 10. (7) Landið þitt, ísland eftir Þor- stein Jósepsson, Steindór Steindórsson og Pál Líndal. Tölurnar í svigunum sýna hvar bækurnar voru í röðinni á síðasta lista. Listi yfir 5 söluhæstu barna- og unglingabækurnar 20. des. sl. 1. (2) 555 gátur. Sigurveig Jóns- dóttir þýddi og staðfærði. 2. (1) Mömmustrákur eftir Guðna Kolbeinsson. 3. (3) Svalur og félagar: Móri eítir Fournier. 4. (4) Lukku Láki: Sara Beinharða eftir Morris o.fl. 5. (-) Viltu byrja með mér? eftir Andrés Indriðason. Var ekki á síð- asta lista. Gull & sllfttr hf. hefur í 12 ár lagt áherslu á vandaða skartgripi — góða þjónustu og ábyrgð á allri vöru. í dag bjóðum við okkar ágætu við- skiptavinum glæsilegra úrval af demants- skartgripum en nokkru sinni áður ásamt hefðbundnum skartgripum úr gulli og silíri. Veitum sérfræðiaðstoð við val á demants- skartgripum og fullkomnaviðgerðarþjónustu. Sendum í póstkröfu um allt land. <§ull & i&Ufur í)/f LAUGAVEGI 35 - REYKJAVÍK - S. 30630 Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir nóvember mánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viður- lögin 5% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar. Fjármálaráðuneytið, 20. desember 1982. Akureyri Hallgrims Akureyri - 1895 til 1930 - Ljósmyndir. Hallgrímur Kinarssun Hagall, Reykjavík 1982 Hér er á ferð enn ein ljósmynda- bókin frá eldri tíð. Eftir bókina Gamlar niyndir og Ljósmyndir Sigfúsar Eymundssonar, fáurn við Halldór B. Runólfsson skrifar um bókmenntir nú að kynnast einum ágætasta myndasmið Norðurlands, Hall- grími Einarssyni. Forspjall þessar- arbókarereftir ValgerðiH. Bjarn- adóttur, forseta bæjarstjórnar Ak- ureyrar, formáli er eftir Gísla Jóns- son og myndatextar eru eftir Har- ald Sigurgeirsson. Um ljósmynda- vinnu sá Leifur Þorsteinsson og Hafsteinn Guðmundsson um útlit. Prentun og filmugerð er verk Kass- agerðar Reykjavíkur. Bókin er gerð í samvinnu við afkomendur Ijósmyndarans. Myndirnar í bókinni eru ekki nema brot af þeim myndum sem Hallgrímur tók, því ekki eru afrek hans eingöngu bundin við Akur- eyri heldur starfaði hann á Seyðis- firði og víðar fyrir austan og norðan. Hallgrímur var aðeins 16 ára þegar hann hélt til náms til Kaupmannahafnar. Þar lærði hann Ijósmyndun hjá Christian Christi- ansen, formanni félags Ijósmynd- ara í Höfn. Eftir eins árs nám hélt hann aftur til íslands með ágætis- einkunn upp á vasann. Eftir nokkúriral ára dvöl á Seyðislirði fluttist hann til Ákureyrar og starfaði þar sem eftir var ævinnar. Synir hans tóku við rekstri stof- unnar eftir hans dag og alls urðu lærisveinar hans 19 talsins. Það sem fyrst og fremst gefur bókinni gildi er hvernig Hallgrímur fylgir þróun Akureyrar stig af stigi þessi 35 ár sem bókin spannar. Þaö er ekki einungis nreð yfirlitsmynd- um af kaupstaðnum og húsbygg- ingum, heldur einnig mannlífslýs- ingum, atvinnumyndum og tæki- færismyndum alls konar sem allar eru teknar af rniklu öryggi og næmu auga fyrir anda og blæ- brigðum bæjarlífsins. Tilfinning Hallgríms er mikil fyrir andrúms- lofti því sem ríkti í veðuríari og Richard Humblc. Marco Polo. Dagur Þorleifsson íslcnskaði. Örn og Órlygur 1982. Þessi bók kemur út í fiokki sem nefnist „frömuðir sögunnar“. Ekki er nú víst að sú einkunn eigi vel við Árni Bergmann skrifar um bókmenntir Marco Polo. En nógu merkur var þcssi Feneyingur og sú ferð sem hann fór austur í hið mikla veldi móngóla á þrcttándu öld til að um séu skrifaðar margar bækur. Höfundurinn sem er breskur birtu, þannig að margar myndir hans má kalla impressiónískar. Þarna ríkir víða andi Monets og Renoirs, eða er það kannski Tsjekov? En á móti þessari sumarkvöld- stemmningu við skrúðhús og púrt- vínsdrykkju, gefur Hallgrímur veruieik atvinnulífsins gaum. Kon- ur við síldarsöltun og heyannir, sjómenn, bændur, verslunarfólk, skólastofur, og kennsla, já jafnvel skurðstofa, allt eru þetta heimildir skráðar á plötur af manni með óvenjudjúpa skynjun á umhverfi sínu. sagnfræðingur, hefur þann hátt á, að fylgjast með Marco Polo með því að skoða ferðasögu hans í ljósi ýmissa heimilda annarra og seinni tíma vitneskju. Ekki er beinlínis um það að ræða, að verið sé að skoða hve áreiðanleg frásögn Marco Polos af undrum Asíu var. En úr öllu saman verður aðgengi- leg og læsileg bók, sem gleymir hvorki gagnrýninni hugsun né því, að það sem Marco Polo sá skömmu eftir að íslendingar gengu á hönd Noregskonungi var sannarlega stórfenglegt og undursamlegt. Bókin er prýdd ágætum mynda- kosti af söguslóðum og úr fornum ritum. Dagur Þorleifsson þýðir bókina á kjarngott mál. ÁB. Slegist í för meö Marco Polo

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.