Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN. Þriðjudagur 28. desember 1982
DIOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Lltgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjðmsdóttirj
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson.
Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, GísliSigurðsson, Guðmundur Andri
Thorsson.
Áuglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Slmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóitir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Frentun: Blaðaprent h.f.
Verjum ísland
gegn atvinnuleysi
• „Eining um íslenska leið“ var yfirskrift flokksráðsfundar
Alþýðubandalagsins, sem haldinn var í síðasta mánuði.
• Með þessu kjörorði vill Alþýðubandalagið leggja áherslu
á nauðsyn einingar um að verja ísland og íslenskt efnahagslíf
fyrir boðaföllum heimskreppunnar svo sem frekast má
verða.
• ísland er nú eitt örfárra ríkja, þar sem atvinnuleysi er ekki
umtalsvert. í nær öllum nálægum löndum er atvinnuleysið
meiriháttar þjóðfélagsböl með hinum hrikalegustu afleið-
ingum fyrir marga tugi milljóna manna. Það er ekki síst unga
fólkið, sem atvinnuleysið bitnar á, en víða er um fjórðungur
fólks á aldrinum milli tvítugs og þrítugs atvinnulaus og dæm-
um fer sífellt fjölgandi um fólk sem kemst á fertugsaldur án
þess að hafa nokkru sinni fengið vinnu, sem nafn sé gefandi.
• í bæði Bretlandi og Danmörku er fjöldi atvinnuleysingja
slíkur, að það samsvarar því að hér væru um 14.000 manns
atvinnulausir, eða álíka fjöldi og allt það fólk, sem hér
starfar við fiskveiðar og fiskvinnslu.
• í stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Alþýðubandalags-
ins segir: „ísland er nú eina landið í Evrópu, sem atvinnu-
leysið hrjáir ekki. Sérstaða Islands í þessu efni er þó ekki
sjálfgefin. Hún er niðurstaða stjórnmálabaráttu þar sem
hagsmunir launafólks voru metnir meira en kröfur fjár-
magnsins.“
• Enginn vafi er á því, að ef sú stefna leiftursóknar gegn
lífskjörunum með ótakmörkuðu frelsi fjármagnsins, sem
Sjálfstæðisflokkurinn boðaði í síðustu alþingiskosningum,
hefði sigrað, þá væri komið hér bullandi atvinnuleysi eins og
allt í kringum okkur. Sérstaða íslands í þessum efnum er
nefnilega ekki sjálfgefin, heldur er hún niðurstaða stjórn-
málabaráttu, eins og bent er á í ályktun flokksráðsfundar
Alþýðubandalagsins.
• Að sjálfsögðu getur ekki hjá því farið, að heimskreppan
setji mark sitt með margvíslegum hætti á atvinnu- og efna-
hagsmál okkar íslendinga eins og annarra þjóða, svo mjög
sem við erum háðir utanríkisviðskiptum. Þetta hefur nú
þegar gerst eins og alkunna er, en hér skiptir mestu máli
hvernig vörnunum er hagað, hvernig að þeim málum er
staðið, sem við höfum á okkar eigin valdi. Við verjumst
kreppunni aldrei til fulls, en við getum komið í veg fyrir
þyngstu áföllin með skynsamlegri stjórn, með stjórn sem
setur hagsmuni launafólks og allrar íslenskrar alþýðu í bráð
og lengd ofar blindum gróðalögmálum fjármagnsins.
• Sú íslenska leið, sem Alþýðubandalagið vill skapa ein-
ingu um byggir m.a. á þessu sjónarmiði.
• Alþýðubandalagið hefur sett fram sérstaka áætlun um
ráðstafanir gegn kreppu og atvinnuleysi. Markmið þeirrar
áætlunar er aukin framleiðsla, full atvinna og jöfnun lífs-
kjara.
• Nú þegar afleiðingar hinnar alþjóðlegu kreppu setja víða
strik í reikninginn á ókkar útflutningsmörkuðum, þá ber
okkar að bregðast við með harðri sókn á þeim vettvangi,
með aleflingu íslenskrar framleiðslu, vandaðri vöru og
öflugri sölustarfsemi. Við skulum ekki láta okkur detta í
hug, að í þessum efnum séu okkur allar bjargir bannaðar.
Svo er ekki, hvorki í sjávarútvegi, landbúnaði eða iðnaði
smáum og stórum. En hér þarf líka skeleggar ráðstafanir í
því skyni að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu á okkar
heimamarkaði, en í þeim efnum hefur hvað lakast til tekist á
síðustu árum undir merkjum hömlulausrar gjaldeyrissóun-
ar, sem kallast fríverslun. Þannig búskaparhættir geta máske
gengið meðan allt leikur í lyndi og heimsviðskiptin á lygnum
sjó, en þegar stormar kreppunnar æða, þá verður dvergríki
eins og ísland fyrr eða síðar að grípa til tímabundinna
ráðstafana tii varnar eigin atvinnulífi, ef forðast á atvinnu-
leysi.
• Pess vegna leggur Alþýðubandalagið til, að um tíma verði
teknar upp nokkrar hömlur á vissa þætti innflutnings og
meðferð erlends gjaldeyris svo heimskreppan nái ekki að
brjóta niður okkar atvinnulíf. -k.
klippt
Menningar-
imperialismi
í bandaríska vikuritinu News-
week er verið að rifja upp
heimsráðstefnu UNESCO um
menningarstefnu, sem haldin var
í Mexíkóborg á sl. sumri. Þar
hellti menningarmálaráðherra
Frakka, Jack Lang, úr skálum
reiði sinnar og hóf umræðu sem
fyrirferðarmikil var erlendis á ár-
inu um heimsvaldastefnu í menn-
ingarmálum „Meirihluti allra
sjónvarpsþátta hjá okkur saman-
stendur af staðlaðri, einhæfri
framleiðslu sem útþynnir okkar
þjóðlegu menningu og breiðir út
samskonar lífsstíl um alla plánet-
una. Hin fjárhagslega og menn-
ingariega heimsvaldastcfna lætur
sér ekki lengur nægja landvinn-
inga, heldur leggur hún undir sig
hugmyndaheiminn, hvernig við
hugsum og hvernig við lifum“,
sagði Jack Lang á áðurnefndri
ráðstefnu.
Rœktun smekks
Og enginn skyldi halda að
auðvelt sé að snúast ti! varnar.
Frönsku sósíalistarnir komu því
til leiðar m.a. að franska sjón-
varpið hætti sýningum á nokkr-
um bandarískum framhaldsþátt-
um. Um tíma íhuguðu þeir að
takmarka flutning erlendra rokk-
laga í útvarpi. En sjónvarpsgláp
minnkaði svo hrikalega við brott-
nám bandarísku þáttanna að sýn-
ingar á þeim voru teknar upp að
nýju í franska sjónvarpinu eftir
nokkrar vikur.
Engar slíkar tilraunir hafa átt
sér stað í okkar bresk-bandaríska
sjónvarpi, en ætli það færi ekki á
sömu lund, margra áratuga rækt-
un smekks á staðlaðri iðnaðar-
framleiðslu á filmum segir til sín.
Og svona er þetta einnig á öðrum
sviðum. Dagana fyrir jólin voru
a.m.k. tveir kvöldþættir þar sem
leikin voru erlend jólalög. Það
vakti athygli klippara að í báðum
þáttunum voru eingöngu leikin
bandarísk jólalög. Mörg þeirra
eru sungin hér með íslenskum
textum, eða eru alþjóðlegt góss,
sem heyrist á mörgum málum.
En skyldu ekki vera til frönsk.
þýsk, sænsk, sovésk, ítölsk jóla-
lög sem bragð er að? Og ef þau
eru nú til: Ætli okkur þyki nokk-
uð gaman að þeim, samanborið
við bandarísk jólalög sem samin
eru samkvæmt metsöluplötu-
uppskrift?
Lœvíst og lipurt
Menningaráhrifin eru lævís og
lipur, og það er víðar en á íslandi
sem spurt er hvort bandarísk
filmu- og músíkframleiðsla geri
ekki of stórt strandhögg í menn-
ingarhelgina. í Vestur-Evrópu
eru víða 50 til 70% kvikmynda,
sem sýndar eru í kvikmyndahús-
um, af bandarískum uppruna, og
bandarískar sjónvarpsstöðvar
framleiða 20.000 klukkustundir
af sjónvarpsefni á ári. Samt sem
áður er bandarískt efni ekki
nema þriðjungur af því sjón-
varpsefni sem sýnt er í Vestur-
Evrópu. Og bandarískir filmu-
framleiðendur segja að sé um
einstefnu að ræða á kvikmynda-
og sjónvarpsmarkaðnum sé hann
af efnahagslegum toga og pólit-
ískum en ekki menningarlegum.
Bandarískir framleiðendur fram-
leiða sjónvarpsefni og kvikmynd-
ir í gróðaskyni, en í mörgum
Vestur-Evrópulöndum er meira
lagt upp úr „gæðum“ að mati
gagnrýnenda, og þeirri „mynd“
sem kvikmyndaframleiðslan gef-
ur af þjóðlífinu. Dreifingar-
stjórar í Bandaríkjunum kvarta
t.d. yfir því að í staðinn fyrir
myndir með Belmondo og Del-
on, sem hrópaðar eru niður af
kvikmyndagagnrýnendum í Par-
ís, fái þeir aðeins til dreifingar í
Bandaríkjunum myndir sem
gagnrýnendur hafa lofað, en eng-
inn vill sjá. Franskir kvikmynda-
framleiðendur kvarta hinsvegar
yfir hinum lokuðu dreifingarkerf-
um stóru aðilanna í Bandaríkjun-
um og ýmsum lykkjum sem
lagðar eru á leið þeirra sem vilja
koma myndum á framfæri á hin-
um stóra sjónvarps- og kvik-
myndamarkaði vestra.
Meira fé
En frönsku sósíalistarnir virð-
ast hafa dregið þann lærdóm af
tilraunum sínum að betra en boð
og bönn sé að veita meira fé til
kvikmyndagerðar, og auka þann-
ig framboð af frönskum myndum
á nokkurra ára bili.
Hér heima er einnig verið að
píra meira fé í kvikmyndasjóð,
hvort sem það nú hrekkur lengra
eða skemmra til þess að viðhalda
þeirri myndabylgju sem risið hef-
ur hátt síðustu ár.
En enda þótt ódýrast og fyrir-
hafnarminnst sé að ná í banda-
rískt og breskt útvarps-
kvikmynda- og sjónvarpséfni, er
þó altént hægt að hafa uppi þá
kröfu, að forráðamenn menning-
armála og Ríkisútvarpsins leiti
fanga sem víðast í dagskrárgerð.
- ekh
Lítill
hljómgrunnur
Hvort skyldi nú vanta inn á
þing fleiri konur, eða konur með
„réttar" skoðanir? Þetta virðist
vefjast nokkuð fyrir höfundi for-
ystugreinar Veru, 3. hefti 1982,
sem er málgagn kvennafram-
boðsins í Reykjavík. Byrjað er á
því að leggja út af prófkjörum
stjórnmálaflokkanna í Reykja-
vík, en reyndar hefur aðeins
helmingur þeirra skipað í efstu
sæti á lista sína við komandi þing-
kosningar. Jafnréttisbarátta
kvenna á sér lítinn hljómgrunn í
flokkunum, og þeir eru hugsaðir
sem valdakerfi fárra útvaldra
karlmanna, er niðurstaðan og
kemur ekki á óvart.
„Það sem við konur höfum
fram að færa til samfélagsins er
ekki talið það merkilegt, að við
eigum erindi inn á þing. Þessi nið-
urstaða bendir ótvírætt til þess,
að jafnrétti sé aðeins í orði en
ekki á borði. Við í Kvennafram-
boðinu fáum ómögulega séð,
hvernig hægt er að koma á jafn-
rétti í samfélaginu, ef aðeins lítill
hluta þjóðarinnar fær tækifæri til
að hafa áhrif á gang þjóðmála."
Þá er vikið að alþjóðlegri her-
ferð geng fóstureyðingum.
„Réttur kvenna til fóstureyðinga
er ein megin forsenda lýðræðis-
legra réttinda kvenna. En frum-
varp um skerðingu þessara
lýðréttinda liggur nú fyrir alþingi.
Flutningsmenn telja, að konur
hafi ekkert með að ráða yfir eigin
lífi“. Síðan segir að úrslit prófkjör-
anna og fóstureyðingarfrumvarpið
séu stríðsyfirlýsing gegn konum.
„Kvenna er ekki talin þörf á þingi
- afnema á frelsi kvenna til að ráða
og stjórna eigin lífi.“
Stríðsyfirlýsing
Hér er ekki lítið sagt. En það
hefði ef til vill mátt fljóta með að
meðflutningsmaður Þorvaldar
Garðars að fóstureyðingarfrum-
varpinu er Salóme Þorkelsdóttir,
og varaþingmennirnir Sigurlaug
Bjarnadóttir og Ragnhildur
Helgadóttir hafa báðar lýst
stuðningi við það. Þær eru því
aðilar að stríðsyfirlýsingu gegn
konum samkvæmt skilgreiningu
Veru.
Konur gegn konum, karlar
gegn körlum, stétt gegn stétt,
hagsmunir gegn andstæðum
hagsmunum, lífsskoðun gegn
öndverðri lífsskoðun, stjórnmála-
stefna gegn annarri, vinstri gegn
hægri. Það má enda ráða af loka-
orðum forystugreinarinnar að
hið almenna viðhorf um fleiri
konur á þing sé hjá Kvennafram-
boðinu að víkja fyrir áherslu á
það sjálft og skoðanir þeirra
kvenna sem það aðhyllast.
Kvennaframboðið er nauðsynleg
hreyfing vegna þess „að enginn
heldur vörð um okkar mannrétt-
indi og okkar frelsi nema við
sjálfar“.
- ekh