Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. desember 1982 Andropov boðar GAGNKWMA AFVOPNUN Júríj Andropov: Erum reiðubúnir að fækka meðaldrægum kjarn- orkuvopnum í Evrópu til samræmis við vopnaforða Breta og Frakka. Sovétríkin eru reiðubúin að undirrita samning við Vesturveldin cr feli í sér gagnkvæma skuldbindingu um að verða ekki fyrri til að beita kjarnorkuvopnum og hefðbundnum vopnum. Þá eru þau rciðubúin að takmarka fjölda sovéskra meðaldrægra eldflauga í Evrópu við þann fjölda sem Bretar og Frakkar ráða yfir af hliðstæðum vopnum að því tilskildu að ckki komi til uppsetningar bandarískra meðaldrægra cldflauga í Evrópu. Þá eru Sovétríkin jafnframt tilbúin til að semja við Bandaríkin um gagnkvæma 25% fækkun á langdrægum kjarn- orkuvopnum. Þetta eru meginatriðin í þeirn tillögum Sovétríkjanna sem Júríj Andropov, formaður sovéska kommúnistaflokksins kynnti í ræðu, sem hann hélt þriðjudag- inn 21. desember í tilefni af 60 ára afmæli Sovétríkjanna. Andropov sagði að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið, sem þau standa í forystu fyrir, hefðu nú hafið hervæðingu af áður ó- þekktri stærðargráðu. Hann sagði að þeir menn hlytu að vera blindir á raunveruleika samtím- ans sem gerðu sér ekki grein fyrir því, að hvernig svo sem og hvar svo sem kjarnorkufellibylurinn brjótist út, þá muni hann verða stjórnlaus og leiða til gjör- eyðingar. Hann minnti á fyrri einhliða yfiriýsingar Sovétríkjanna um að þau mundu aldrei verða fyrri til að beita kjarnorkuvopnum, og sagði að það yrði mikilvægt fram- lag til að hindra kjarnorkustríð að önnur kjarnorkuveldi gæfu út hliðstæðar skuldbindingar. Langdrægar eldflaugar Varðandi tillöguna um tak- rnörkun langdrægra vopna sagði hann að tillagan tæki til allra gerða langdrægra (strategískra) vopna án undantekninga, og skyldi stefnt að því að fækka þeim um fleiri hundruð einingar. Sagði hann að tillaga Sovétríkjanna myndi loka fyrir allt frekara víg- búnaðarkapphlaup á þessu sviði. Slíkt samkomulag ætti hins vegar að vera grundvöllur fyrir enn frekari gagnkvæmri afvopnun, sem aðilar gætu sameinast um út frá mati á hernaðarstöðunni í heiminum almennt. Hins vegar myndi öll framleiðsla slíkra vopna sjálfkrafa stöðvast á með- an á samningaviðræðum stæði. Andropov sagði að áform um aukningu vígbúnaðar á Vestur- löndum myndu ekki verða til þess að þvinga Sovétríkin til einhliða afvopnunar. „Við munum sjá okk- ur nauðbeygða til þess að svara ögrunum frá Bandaríkjunum með hliðstæðum aðgerðum. Þannig munum við svara MX- eldflaugunum með hliðstæðum sovéskum eldflaugum og nýjum langdrægum bandarískum stýri- flaugum munum við svara með hliðstæðum sovéskum stýriflaug- um, sem nú er verið að prófa“. Þetta var í fyrsta skipti sem til- kynnt hefur verið um nýjar so- véskar stýriflaugar, en bandarísk yfirvöld sögðu nýlega að Sov- vétmenn væru að smíða nýja langdræga eldflaug sem andsvar við MX. Gagnkvæmt traust Andropov talaði um nauðsyn þess að skapa gagnkvæmt traust á milli stórveldanna og sagði að Sovétríkin hefðu sett fram til- lögur er miðuðu í þá átt við samn- ingaborðið í Genf. Hann sagði að Sovétríkin væru reiðubúin að taka til yfirvegunar þær tillögur, sem Bandaríkin hefðu lagt fram um þessi efni. Hins vegar hefðu ýmsar af tillögum Reagans þar að lútandi ekki verið til þess fallnar að uppræta gagnkvæmt van- traust. Þar þyrfti meira til: að hætt yrði haturspredikunum með hótunum um kjarnorkustríð. En tryggasta leiðin til gagnkvæms trausts væri hins vegar fólgin í því að koma í veg fyrir öll stríð, að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og að snúa aftur til yfirvegaðra samskipta þar sem slökun spennu væri markmiðið. Hættuástand í Evrópu Andropov talaði sérstaklega um það hættuástand sem skapast hefði í Evrópu. Hann sagði að vel mætti treysta öryggi og frið í álfunni. Hann minnti á þrjár til- lögur sem Sovétríkin hefðu lagt fram í þessu skyni. í fyrsta lagi samkomulag um eyðileggingu allra kjarnorkuvopna er væru til þess gerð að vera notuð í Evrópu, bæði meðaldræg vopn og skantm- dræg (taktísk) vopn. „Við höfum einnig komið með þá tillögu að Sovétríkin og Nató- ríkin takmarki meðaldrægu vopnin við innan við þriðjung þess sem nú er. Þá erum við einn- ig reiðubúnir til þess að gera sam- komulag er feli í sér að við höld- um eftir jafn mörgum meðal- drægum vopnum og Bretar og Frakkar búa yfir í Evrópu. Hann sagði að gagnvart Bandaríkjun- um væri þetta raunveruleg „núll- lausn“ eins og Reagan hefði stungið upp á, en Sovétmenn væru jafnframt reiðubúnir að fækka enn frekar þessum vopn- um í takt við Breta og Frakka. Þá sagði hann að samfara þessu ættu að fara fram samningar um gagn- kvæma fækkun flugvéla er bæru meðaldræg vopn. „Við hvetjum samningsaðila okþar til þess að ganga til þessara skýru og réttlátu samninga og nota þannig möguleikana á með- an þeir eru fyrir hendi“, sagði Andropov. „Enginn ætti að mis- reikna sig: Við munum aldrei leyfa að öryggi okkar og banda- manna okkar verði stefnt í hættu“. Neikvæð viðbrögð við afvopnunartillögum Andropovs Viðbrögð við tillögum And- ropovs í afvopnunarmálum voru neikvæð meðal stjórn- valda í Bandaríkjunum, Bret- landi og Frakklandi en já- kvæðari í V-Þýskalandi. Þá tóku ýmsir áhrifamiklir fjöl- miðlar elns og The Guardian, New York Times og Washing- ton Post jákvætt í tillögurnar. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins, John Hughes, sagði að tillaga Sovétmanna fæli í sér að þeir mundu halda eftir 260 SS-20 eldflaugum án þess að Bandaríkin hefðu tæki til þess að „ögra þessari ógnun“. Margarct Thatcher sagði á breska þinginu að tillaga Sovét- manna fæli það í sér, að Banda- ríkin fengju ekki að hafa neinar meðaldrægar eldflaugar í Evrópu á meðan Sovétríkin hefðu „um- talsverðan fjölda“ slíkra vopna, og því væri tillaga Andropovs óaðgengileg. „Tillagan er ekki í samræmi við það jafnvægi, sem nauðsynlegt er til þess að tryggja öryggi okkar“, sagði Thatcher. Bretland ræður nú yfir kafbáta- flota, sem hefur að geyma 64 Polaris-eldflaugar með kjarn- orkuvopn. Afstaða Frakka Claudc Cheysson utanríkisráð- herra Frakka sagði að tillaga Andropovs væri ófullnægjandi. Hann sagði í viðtali við franska sjónvarpið strax eftir að tillögur Andropovs voru gerðar opinber- ar, að Frakkar væru alls ekki til viðtals um takmörkun á kjarn- orkuvopnaforða sínum. Hann sagði að forði Frakka væri af ásettu ráði hafður í lágmarki, og hann sagðist ekki skilja, hvers vegna Andropov væri að blanda kjarnorkuvopnaforða Frakka inn í þetta dæmi, þar sem hann til- heyrði ekki kjarnorkuvopna- forðabúri Nato-ríkjanna. Hann spurði hvort það væri vilji And- ropovs að Frakkar gengju inn í hernaðarsamvinnu Nato-ríkj- anna. Kjarnorkuvopnaforði Frakka byggist á 5 kafbátum og þeim sjötta, sem er í smíðum og verður tekinn í notkun 1985. Kafbátar þessir, sem bera kjarnorkueld- flaugar, eru studdir af 36 lang- fleygum Mirage sprengjuvélum og 18 kjarnorkueldflaugum, sem staðsettar eru á landi. Þá hafa Frakkar einnig ge'fið i' skyn, að þeir muni innan skamms netja framleiðslu og uppsetningu nift- eindasprengja. V-Þýskaland Stjórnin í Bonn hefur verið varkárari í ummælum um frum- kvæði Andropovs og talsmaður stjórnarinnar sagði að tillögurnar yrði vandlega athugaðar og að stjórnin rnyndi leggja mat á þær í samráði við aðra aðila Nato. Bæði stjórnarflokkarnir og Jafn- aðarmenn sögðu að tillögurnar væru „jákvætt framlag til afvopn- unarumræðnanna". Einn af leið- togum Jafnaðarmanna á þinginu í Bonn sagði að „það væri pólitískt ábyrgðarleysi að hafna tillögun- um einhliða“. Willy Brandt, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins, sagði að tillögur Andropovs um tak- mörkun kjarnorkuvopnaforðans í Evrópu væru mjög mikilvægar og myndu skipta miklu máli varð- andi gang samningaviðræðnanna í Genf. Á blaðamannafundi, sem Brandt hélt í Bonn, sagði hann að tillögur Andropovs um takmörk- un kjarnorkuvopnaforðans í Ev- rópu væru nálægt þeim hugmynd- um sem þýski Jafnaðarmanna- flokkurinn hefði haft. Þýskir jafnaðarmenn hafa, sagði hann, óttast að tillögur Bandaríkjanna um einhliða eyðileggingu sov- éskra meðaldrægra eldflauga væru til þess fallnar að hleypa samningaviðræðunum í strand. Þess vegna hefði flokkurinn verið því fylgjandi að hætt yrði við upp- setningu 572 nýrra Evrópueld- flauga gegn því að Sovétmenn eyðilegðu „umtalsverðan hluta" af meðaldrægum eldflaugum sínum. Á blaðamannafundinum gagn- rýndu Brandt og Karsten Voigt, sérfræðingur flokksins í utanrík- ismálum, bæði þýsku ríkisstjórn- ina, Reagan og aðrar þær Nato- ríkisstjórnir, sem vísað hafa til- lögum Andropovs á bug, fyrir óá- byrga stefnu, og þeir hvöttu jafn- framt þýsku stjórnina til þess að- beita áhrifum sínum til þess að fá Ronald Rcagan til að ganga til Willy Brandt: Tillögum Androp- ovs svipar til hugmynda vestur- þýskra jafnaðarmanna um vopnajafnvægið í Evrópu og þær eru því mikilvægt framlag til af- vopnunarviðræðna stórveldanna í Genf. móts við hið sovéska frumkvæði. Þessi afstaða þýskra jafnaðar- manna kemur í kjölfar jreirrar á- kvörðunar flokksins, að gera andstöðuna við staðsetningu hinna bandarísku kjarnorkueld- flauga í V-Þýskalandi að megin- máli í kosningabaráttunni sem nú er að hefjast. Hans Jochen Vog- el, kanslaraefni flokksins, til- kynnti þetta er hann lagði fram kosningastefnuskrá flokksins á blaðamannafundi í Bonn 20. des- ember sl. Jákvæð viðbrögð fjölmiðla Breska blaðið The Guardian segir um tillögur Andropovs að þær séu „álitlegar", og segir jafn- framt að stöðugt verði augljós- ara, að Sovétmenn muni mæta hinum nýju bandarísku Evrópu- eldflaugunt með vopnum er feli í sér enn meiri ógnun, og að það jafnvægi, sem nú ríki „sé eins hagstætt og við eigum kost á“. Margaret Thatcher: Tillögur Andropovs eru ófullnægjandi af því þær samrýmast ekki því jafn- vægi sem tryggir öryggi okkar.... Bandaríska dagblaðið „The New York Times“ fagnaði í gær frumkvæði Andropovs sem já- kvæðu framlagi. Danska blaðið Information segir, að ef það hafi verið eitt af markmiðum Andropovs með til- lögum sínum af afhjúpa tvöfeldni Atlantshafsbandalagsins í af- vopnunarmálum, þá hafi Ieið- togarar bandalagsins með við- brögðum sínum gengið í giidr- una og standi nú berstípaðir frammi fyrir heiminum. Blaðið segir að verði tilboðum Andro- povs einhliða hafnað þá muni það verða sovéskum áhrifum í heiminum mun haldbetra en hin umdeildu vopnaforðabúr. Blaðið segir að hin vestrænu lýðræðisríki séu um það bii að tapa í valdatafl- inu við Sovétríkin vegna þess að þau hafi glatað hinni pólitísku yfirsýn í umræðunni um vígbún- aðarkapphlaupið. Ekki hefur heyrst að íslenska ríkisstjórnin hafi tekið afstöðu til þessara mála. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.