Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 28. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsspn Fyrri leikurinn vid Dani í Laugardalshöll í kvöld 11 marka sigur fyrir ári á Skipaskaga Gleymist seint í I-'inhver ótrúlegasti sigur Islendinga f i landsleik fyrr og siðar Dauir ^arðaðii [á Skipaskaga Landsleikurinn við Dani í kvöld er 35. landsleikur þjóðanna í hand- knattleik. Fyrsti leikurinn fór fram í Kaupmannahöfn í fcbrúar árið 1950 og þá sigruðu Danir yfir- burðasigur 20-6. Alls hafa Danir sigrað 25 sinn- um, íslendingar 7 sinnum og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Fyrsti sigur okkar á Dönum vannst í Laugardalshöllinni í apríl árið 1968, þá sigruðum við 15-10 og eini sigurinn á danskri grund var í janúar fyrir tæpum fjórum árum í Randers-höllinni á Jótlandi. Best lifir þó í minnum landans stórsigur okkar á danska lands- liðinu í síðasta leik sem þjóðirnar háðu með sér fyrir réttu ári á Akranesi. Lokatölurnar urðu 32- 21 í stórskemmtilegum leik sem seint mun gleymast þeim sem sáu. Dómarar í kvöld verða V- Þjóðverjarnir Heger og Buhr- mester. -•g- íslenska liðið Ólafur Jónsson Víking 67 Sigurður Sveinss. Nettelstedt 58 Alfreð Gíslason K.R. 37 Páll Ólafss. Þrótti 31 Kristján Arason F.H. 30 Guðmundur Guðm.son Víking 25 Sigurður Gunnarss. Víking 24 Þorgils Óttar Mathiesen F.H. 19 Jóhannes Stefánss. K.R. 12 Gunnar Gíslason K.R. 7 Haukur Gcirmundss. K.R. 4 Andrés Kristjánss. G.U.I.F. 6. Hans Guðmundss. F.H. 6. í íslenska landsliðshópnum sem leikur við Dani í kvöld og annað kvöld eru eftirtaldir leikmenn: Markverðir: leikir Kristján Sigmundss. Víking 77 Einar Þorvarðars. Valur 31 Brynjar Kvaran Stjarnan 19 Aðrir leikmenn: Bjarni Guðmundss. Nettelstedt 118 Steindór Gunnarsson Valur 99 „Og svo er það bara að taka Danina f gegn í kvöld" gæti Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari verið að segja íslensku strákunum á æfíngu í hádeginu suður í Hafn- arfírði í gær. Annars er það dæmigert fyrir stöðu íslenskra handknattleiksmanna sem etja kapp við er- lenda atvinnumcnn, að fresta varð æfíngunni í Hafn- arfirði um stutta stund þar sem tveir landsliðsmenn gátu ekki fcngið sig lausa úr vinnu fyrr en á hádegi. - Mynd - eik. „Verðum að bæta okkur” segir Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari „Danirnir eru með mjög sterkt lið. Þetta er nær óbreytt lið frá því í heimsmeistarakeppn- inni þar sem þeir urðu í 4. sæti“, sagði Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari í samtali í gær- morgun. íslenska landsliðið æfði tvisvar í gær fyrir leikinn við Dani í kvöld. Aðspurður hvort búast mætti við hörkuleik í Höllinni í kvöld sagði Hilmar: „Útkoman hefur ekki verið glæsileg hjá okkur upp á síðkastið, og við verðum að bæta okkur veru- llega fyrir leikina við Dani." Byrjunarliðið fyrir leikinn í kvöld var tilkynnt á æfingu í gær- kvöld, en ljóst er að allir í lands- liðshópnum fá að spreyla sig í leikjununt gegn Dönum. Það kom fram á fréttamanna- fundi með stjórn HSÍ og landsliðs- þjálfara fyrir jólahátíðina, að Hilmar er ekki beint hrifinn af því að landsliðið sé sífellt látið spila gegn bestu handknattleiksþjóðum heims. „Slíkt hlýtur að vera niður- drepandi til lengdar að standa sí- fellt í stríði við ofjarla okkar" sagði Hilmar. Hann benti á að auðvitað réðu fjármálin þessari skipan ntála og tók Júlíus Hafstein formaður HSI undir það. Sagði að íslenskir áhorfendur vildu ekki annað en bestu lið hingað í heintsókn. í kvöld eru það Danir sem sækja Laugardalshöliina heim og það er víst að nú verður róðurinn þyngri fyrir okkar menn en á Skipaskaga fyrir ári. í það minnsta eru Danir staðráðnir í að láta slíka niður- lægingu ekki henda sig aftur. Blómaleikir Danska landsliðið hefur verið í stöðugri sókn að undanförnu og valinn maður í hverju rúmi. Leikreyndustu menn liðsins eru þeir Morten Stig Christensen sem leikur með Gladsaxe og Carsten Haurum sem lcikur með þýsku snillingunum í Dank- ersen, en báðir munu þeir fé- iagarnir leika sinn 100. lands- leik í kvöld. Sannkallað blómakvöld hjá Dönum. Báðir hafaþeirChristiansen og Haururn skorað yl'ir 200 mörk hvor en einn helsti markaskorari liðsins um þessar mundir Erik Veje Rasmussen mun að líkind- unt brjóta 200 marka múrinn í kvöld en hann hefur skorað 199 mörk í leikjunt danska lands- liðsins. hjá Dönum Þjálfari danskra er Leif Mikk- elsen sem er tslenskum hand- knaUleiksáhugamönnum vel kunnur, en annars erdanska liðið skipað þessum leikmönnum: Poul Sorensen, Rodovrc HK Karstcn Holm, NNFll Jens Erik Röcpstorff, Helsinger 1F Erik Veje Rasmussen, Iielsinger IF Keld Nielsen, SAGA Nicls Moller, Helsingor IF Morten Stig Christensen, Gladsaxe/ IIG Carsten Ilaurum, GW Dankersen Hans Hcnrik Hattcsen, Virutn- Sorgenfri HK Jorgen Gluver. Rodovre HK Nils-Erik Winther. Gladsaxc/HG Miehael Kisbye Strom, Ires de Mayo Pallc .luul Jensen, Helsingor IF Per Skaarup, Gladsaxe/llG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.