Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. desember 1982 Alröng stefna í fjárhagsáætlun 1983 er með sérstökum hætti vegið að Borgar- bókasafninu, sagði Sigurjón Pét- ursson, m.a. í umræðum í borgar- stjórn. Ekki er gert ráð fyrir neinni aukningu á bókakosti safnsins og miðar áætlunin að því að láta safn- ið skapa tekjur fremur en að vera menningarstofnun. Bókasöfn og menningarstofnanir yfirleitt eru hvergi reknar með slíkum sjónarm- iðum, sagði hann, enda er þetta al- röng stefna. í heild hækka fjárveitingar til rekstrar safnsins aöeins umi25% á milli ára, en þess ber aö geta að Hljóðbókasafnið sem borgin og Blindrafélagið hafa rekið á vegum Borgarbókasafnsins leggst af um áramót þegar Blindrasafn Islands tekur til starfa. Fjárveitingar til bókakaupa hækka aðeins um 20% á milli ára, og er þar um stórfelldan niðurskurð að ræða í 60% verð- bólgu. Dugir fjárhæðin rétt til þess að endurnýja bækur sem slitna eða skemmast, og var hart deild á þá stefnu í umræðum í borgarstjórn. Útibú í Breiðholti frestað í fjárhagsáætluninni er heldur sagði Sigurjón Pétursson ekki gert ráð fyrir því að húsnæði Borgarbókasafnsins í Menning- armiðstöðinni við Gerðuberg verði innréttað á næsta ári, en húsið tekur til starfa skönrmu eftir ára- mót. Fjárveiting sem stjórn Borg- arbókasafnsins óskaði eftir til bókakaupa í þetta nýja útibú í Breiðholti, 7.5 miljónir króna, var ekki samþykkt. 230% hækkun til lánþega En þó bókasafnið fái enga aukningu á fjárveitingum til rekstr- ar eða bókakaupa, þá ætlar borgarsjóður sér auknar tekjur frá notendum safnsins. Þannig miðar fjárhagsáætlunin að því að skír- teinisgjöld fullorðinna hækki úr 3o krónum í 100, skírteinisgjöld barna úr 15 krónum í 25 krónur og dag- sektir úr 15 aurum í 25 aura á dag. Stjórn Borgarbókasafnsins gerði ráð fyrir mun minni hækkunum á þessum þjónustugjöldum, en tekj- uaukinn, sem þannig er náð af not- endum safnsins nemur hálfri milj- ón króna. Samtals greiða notendur 1.5 miljón á næsta ári til safnsins. Útlánum fækkar í ræðu borgarstjóra kont fram að útlánum úr safninu fer fækkandi. Árið 1975 voru Iánaðar út 1140 þúsund bækur, en á þessu ári innan við 960 þúsund. í þeirri tölu eru yfir 20 þúsund útlán í gegnurn Hljóð- bókasafnið, en notkun þar hefur stöðugt farið vaxandi undanfarin ár, var t.d. 1975 innan við 1000 útlán. Með fækkun útlána og vaxandi verðbólgu hefur kostnaður á hvert útlán úr Borgarbókasafninu vaxið á undanförnum árunt úr 5 krónum og 30 aurum á bók árið 1975 í 8 krónur 85 aura á árinu 1982. Hækkun sú sem nú verður á skír- teinisgjöldum og nemur 230% fyrir fullorðna, kemur þessum kostnaði niður í 7 krónur og 20 aura á bók. -ÁI Borgarleikhús Framlagið fjórfaldað Uppsteypu lokið á næsta ári Framlag borgarinnar til bygg- ingar Borgarleikhúss á næsta ári verður 14 miljónir króna, en nam á þessu ári 3,5 miljónum. Hér er því um fjórföldun að ræða og er miðað við að húsið verði steypt upp að mestu á árinu 1983 og komið undir þak 1984. Stefnt er að því að taka einhvern hluta þess í notkun á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar ár- ið 1986. Á árunum 1984, 1985 og 1986 er áætlað að borgin verji sem nemur 40 miljónum hvert ár til byggingar- innar. í ár lagðí byggingasjóður Leikfélagsins fram 1,7 míljónir en gert e'r ráð fyrir að hann leggi fram 1 miljón á næstaári. Verður sótt um ríkisframlag? í ræðu si ni í borgarstjórn sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, sem jafnframt er formaður bygginga- nefndar Borgarleikhúss m.a.: „Þetta hús á að mínum dómi eftir að gegna mjög mikiivægu hlutverki í menningaríífi borgarinnar og samskiptum borgarbúa og lands- manna allra við umheiminn. Það kemur þess vegna til álita hvort ekki eigi að fara fram á bein fram- lög úr ríkissjóði til smíðinnar." Á borgarstjórnarfundinum var mjög gagnrýnt hvernig saumað er að annarri menningarstarfsemi í þessari fyrstu fjárhagsáætlun Dav- íðs Oddssonar. Vísaði hann þeirri gagnrýni á bug og benti á þá rniklu aukningu sem yrði á framlögum til Borgarleikhússins. Einnig vitnaði hann til ummæla leikhússtjóra lönós í dagblaði skömmu fyrir síð- ustu kosningar, þar sem þeir lýstu vonbrigðum nteð vinstri meiri- hlutann. -ÁI Ný tegund af þökum Verið er nú að taka í notkun hjá Sambandinu nýja tegund af þaki, sem ekki hefur áður verið reynd hérlendis. Verður það notað á hið nýja vörugeymsluhús Skipa- deildarinnar í Norður-Svíþjóð, sem Innflutningsdeild hefur umboð fyrir hér á landi. Að sögn Gunnars Þorsteins- sonar, forstöðumanns Teiknistofu Sambandsins, geta sperrur í þök- um af þessari tegund verið af hvaða gerð sem er. í byggingunni í Holt- agörðum eru þær úr límtré og 7-10 m. talin heppileg fjarlægð milli þeirra. Ofan á sperrurnar eru fest- ar um 20 sm. háar plötur sem snúa á langveginn og þar ofan á kemur plastdúkur. Yfir hann koma svo bitafestingar með 105 sm. millibili, sem festar eru með draghnoðum, ásamt einangrun, sem getur verið 16-27 srn. þykk. Yfir henni koma svo þakplöturnar, sem eru hnoðaðar og skrúfaðar fastar í bita- festingarnar. Þyngd slíks þaks er um 30 kg. á fermetrann og einangr- un getur verið steinull eða glerull. Að áliti Gunnars er þak af þessari Grunnskólanemendum fækkaöi aðeins um 39 Nú eru 12.764 nemeadur í grunnskólum Rcykjavíkurborgar, en voru 12.725 í fyrra. Nemendum í þessum skólum fækkar því urn 39 á niilii ára, en fækkaði una 168 árið áður og 260 áríð þar áður. Flestir eru nemendur í Fella- skóla, 1089, en voru 1158 í fyrra. Fátnennasti skólinn er Laugalækj- arskóli. Þar eru nú 170 börn, en voru 202 í fyrra. í Vesturbæjar- skóla eru nú 1% börn. en voru 188 í fyrra. Til viðbótar þessum tölum eru svo 6 árn böm í skólunum. Þau eru nú 1109, en voru 1080 í fyrra. -ÁJ gerð alls ekki dýrari en ef byggt væri á hefðbundinn hátt, fremur ódýrara, og frá einangrunarsjón- armiði er það mjög gott. Þök af þessari gerð eru í notkun víða á Norðurlöndum m.a. í öllum héruðum Noregs, í Færeyjum og á Bretlandi. Á Svalbarða var svona þak sett á hús fyrir fimm árum og reyndist svo vel, að tveimur hefur nú verið bætt við. Reynslan af þess- um þökum þykir hvarvetna góð og sé rétt frá þeim gengið eiga þau að standa af sér öll venjuleg veður. Allmikið er um að þök þessi hafi verið seld til suðlægari landa, m.a. Arabalanda, Heildarframleiðsla fyrirtækisins á undirplötunum er nú um 5 þús. ferm. á ári. Þakið á vörugeymslunni á Holta- bakka er um 3.600 ferm. en auk þess er fyrirhugað að setja sams- konar þak á nýbyggingu flutninga fyrirtækisins Landflutninga hf., sem er að rísa við Skútuvog í Reykjavík. Það þak verður 1600 ferm. - mhg Landflutningar byggja Nýbygging Landflutninga við Skútuvog 8 í Reykjavík hefur mið- að allvel að undanförnu og er nú að því stefnt að taka hana í notkun í mars. Landflutningar er fyrirtæki um afgreiðslu á flutningabílum, sem allmörg kaupfélög standa að. Afgreiðsla Landflutninga hefur undanfarin ár verið til húsa við Héðinsgötu á Laugamesi. Húsnæð- ið þar er orðið alls ófullnægjandi og bætir nýbyggingin því úr brýnni þörf. Húsið við Skútuvog er nú að mestu uppsteypt og fljótlega hægt að fara að setja á það þak og hurðir Síðan er eftir að ganga frá gólfinu en úr því fer að sjá í land. Móttöku- dyr verða sjö en tólf afgreiðsludyr fyrir flutningabílana. Húsið er að hluta á tveimur hæðum, gólfflötur alls um 1700 ferm. Vel er hugsað fyrir allri aðstöðu fyrir bílstjórana, m.a. verða þarna sérstök böð ætluð þeim. Lóðin er rúmir 10 þús. ferm. Tókst að malbika allstóran hluta hennar fyrir frost í haust. Bygg- ingin er örstutt frá Holtagörðum og liggur vel við akstursleiðum. Þarna er að rísa aðstaða fyrir bíla- flutninga kaupfélaganna frá Reykjavík og út um land, sem verður hin ákjósanlegasta í alla staði. - mhg Kjöt til Noregs og Póllands Norðmenn eru nú til með að kaupa héðan 50 tonn af hrossakjöti og góðar horf'ur taldar á að þeir rnuni einnig kaupa allt að 600 tonn- um af dilkakjöti. I undirbúningi er og að gefa Pólverjum 300 tonn af frystu ærkjöti. Samkvæmt upplýsingum Jó- hanns Steinssonar, deildarstjóra í Búvörudeild SÍS vilja Norðmenn kaupa af okkur 50 tonn af hrossa- kjöti, sem kæmu til afgreiðsluí jan- úar og febrúar, að því tilskildu, að þeir fái nauðsynleg innflutnings- leyfi heima fvrir. Horfur eru og á að þeir muni kaupa allt að 600 tonnum af dilkakjöti, sem afgreitt yrði í maí og júní. Ösamið er um verð og er þessi sala einnig háð til- skildum leyfum. Þá er og í undirbúningi gjafa- sending af kjöti til Póllands. Er það 300 tonn af frystu ærkjöti, send á vegum Hjálparstofnunar kirkjunn- ar og Rauða krossins. Ríkissjóður og Framleiðsluráð landbúnaðarins eru einnig aðilar að sendingunni. -nihg Nýskipan optikverslunarinnar Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur í dag skipað nefnd sem falið er að gera tillögur um starfsemi og hlutverk sjónstöðvar, um skipulagningu sjónverndar í landinu (þ.m.t. forvarnarstarf), út- hlutun hjálpartækja og hlutdeild hins opinbera í henni, um augnlækningaferðir úti á land, samvinnu við aðra aðila er vinna að málefnum á þessu sviði, og um aðrar úrbætur, sem nefndin teldi nauðsynlegar með það fyrir augum að gera hlut sjónskertra ekki minni en annarra þjóðfélagsþegna, sem þurfa á séraðstoð að halda. Ennfremur er nefndinni falið að gera tillögur um það hvernig optik- verslun skuli háttað í landinu t.d. með það fyrir augum að rekin verði ein aðaloptikverslun í tengslum við hagsmunaaðila t.d. Blindrafélagið. Nefndinni er ennfremur falið að gera tillögur að reglum um úthlut- un gleraugna og niðurfellingu aðflutningsgjalda í samræmi við breytingar á tollalögum sem sam- þykktar voru á sl. vori. í nefndina hafa verið skipaðir eftirtaldir: Ingimar Sigurðsson, deildarlög- fræðingur, formaður, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Óskar Guðnason, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, Guðmundur Björnsson, augnlæknir og Margrét Sigurðardóttir, blindrakennari. Við birtingu á ljóðinu Hisnti í Þjóðviljanum á aðfangadag urðu þau leiðu mistök að nafn höfundar misritaðist. Greta Hallgrímsson heitir hún en ekki Grétar og biðst blaðið velvirðingar á mistökunum. —Ritstj. Greta Hallgrímsson TT T • * Hismi Hve djúpt getur sorgin rist mörg sárin hjartað kysst án þess eftir séu eilíf spor í huga. Margt er lífsins streð, -fyrir hugann - sitt geð er spunnið af hismi nafnfrœgðar loga. En til hvers er unnið - stritað - vakað - nema ei skyldi vera saðning í mammons ask. Vökunceturnar - til einskis nýttar. Boginn - strengurinn - - beygist - reigist - - loks slitnar alveg ef ei að er gáð. Þar oft á stundum of sterklega strekktur er' ann af hismisins töggl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.