Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 16
WÐVILJINN Þriðjudagur 28. desember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakl öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Unnið er að því að bera út skemmda búslóðina að Fjarðarseli 18 í gærdag. Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á húsinu og innanstokksmunum. (Ijósm. Atli). Tvennt hætt komið Eldur kom upp í húsinu að Fjarðarseli 18 í Breiðholti aðl'ara- nótt mánudagsins, og urðu íbúarn- ir að bjarga sér útúr húsinu um svalir þess. Tvennt fékk reykeitrun og var flutt á slysavarðsstofuna. Það var um kl. 03.30 að slökkvil- iðinu í Reykjavík barst tilkynning um að eldur væri laus í húsinu. Þeg- Húsið stórskemmt ar að var komið var mjög ntikili reykur í húsinu, sem er raðhús á 3 pöllum. Eldur var nokkur í stof- unni þar sent hann mun hafa komið upp. Greiðlega gekk að slökkva hann, en hús og innbú er ntjög mik- ið skemmt af reyk og í stofunni af eldi. Þess má geta að enginn reykskynjari var í húsinu og íbúar þess vöknuðu ekki fyrr en húsið var orðið fullt af reyk. - S.dór 825 miljóna kr. lán Fyrr í þessum mánuði var undirritaður í London samningur um skulda- bréfaútgáfu íslenska ríkisins að fjárhæð 50 milljónir Bandaríkjadollara, eða um 825 mil|jónir króna. Lán þetta er til tíu ára og eru vextir 12.75%. Útgáfufengi bréf- anna var 98 og kentur féð til greiðslu 30. þessa mánaðar. I frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að lánsféð verði notað í sam- ræmi við fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun ríkisstjórnarinnar 1982. Dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri undirritaði lánssamninginn fyrir hönd íslenska ríkisins. Treg innheimta námsvistargjalda í Rvík: Utanbæjarnemar fá ekki skólavist í haust í auglýsingu frá borgarstjóran- um í Reykjavík er vakin athygli á því, að frá og með næsta hausti fái nemendur úr öðrum sveitarfé- lögum en á höfuðborgarsvæðinu ekki aðgang að framhaldsskólum borgarinnar nema gegn framvísun greiðsluskuldbindingar síns sveitafélags eða kvittun fvrir greiðslu námsvistargjalds. Þessi auglýsing er til komin þar sem illa hefur gengið að innheimta námsvistargjöld við framhalds- skólana í Reykjavík fyrir nema frá öðrum sveitarfélögum en Kópa- vogi, Mosfellshreppi, Seltjarnar- nesi, Garðabæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði, en þessi sveitarfé- lög hafa ásamt Reykjavík gert sam- komulag um uppgjör slíkra gjalda sín í milli. Önnur sveitarfélög eru ekki aðilar að því samkomulagi og hafa sum þeirra neitað greiðslu námsvistargjalda. Skólarnir sent hér um ræðir eru fjölbrautaskólar í Reykjavík, iðn- skólinn, Kvennaskólinn og fram- haldsdeildir. - ÁI Sex þumlunga þorskfiskanet: till5.janúar Sjávarútvegráðuneytið hef- ur heimilað notkun á þorsk- fiskaneti með 6 þumlunga möskva til 15. janúar n.k. eða til hálfs mánaðar lengur en undanfarin ár. Breyting þessi er gerð vegna tilmæla útgerð- armanna báta sem stundað hafa ýsuveiðar í Faxaflóa og við suðurströndina nú í haust, en óvenjumikil ýsuveiði hefur verið á þessum slóðum. Rétt cr að geta þess, að allar netaveiðar eru bannaðar fram til áramóta. Engin aukning kennslu fyrir sex ára böm Borgarráð hundsaði fræðslustjóra við gerð fjárhagsáætlunar í fjárhagsáætlun borgarinnar veitingum til aukinnar kennslu 6 1983 er ekki gert ráð fyrir fjár- ára barna sem fræðsluráð og fé- lagsmálaráð hafa lagt mikla á- herslu á. í samþykkt sem fræösluráð gerði einróma í september s.l. er farið frant á að borgin veiti á næsta ári sem nemur 2.5 miljónum króna til bráðabirgða eða þar til samningar hafa tekist við menntamálaráðu- neytið um greiðslu þess kostnaðar. Er þá miðað við að 6 ára börn fái ekki nrinna en 18 tíma í viku, strax frá byrjun janúar. f fjárhagsáætluninni er sem sagt ekki orðið við þessari beiðni, og í ræðu borgarstjóra kom frant að umræðum um aukna kennslu fyrir 6 ára börn hafi verið vísað til þeirrar nefndar sem ræða á breytt hlutverk fræðsluskrifstofunnar í Reykjavík. Þær viðræður koma sem kunn- ugt er í kjölfar þess að mennta- málaráðherra skipaði Áslaugu Brynjólfsdóttur í embætti fræðslu- stjóra, þvert á vilja Sjálfstæðis- flokksins. Viðræðurnar eru ekki hafnar og miðar fjárhagsáætlunin því viö óbreytta skipan á fræðslu- skrifstofunni 1983. Hækka rekstr- argjöld unt 54% milli ára. Það kont fram í umræðum í borg- arstjórn að í fyrsta sk.ipti var fræðslustjóri nú ekki boöaður í bo- arráð til að ræða fjárveitingar til fræðslumála. Sagði Sigurjón Pét- ursson að sú skýring hefði verið gefin á fundinum að „embættis- menn ríkisins ættu ekki erindi á fundi borgarráðs." ÁI Fiskborgaraframleiðsla fyrir Bandaríkjamarkað: Hefur gengið vel, það sem af er í haust er leið hóf Fiskiðju- sanilag Húsavíkur framleiðslu á svonefndum „fiskborgurum“ til sölu á Bandaríkjamarkaði. Til- raunir með framleiðsluna hóf- ust í sumar, en framlciðslan í haust, og að sögn Tryggva Finnssonar framkvæmdastjóra samlagsins hefur bæði fram- lciðslan og salan gengið vel. Sölufyrirtæki SÍS í Bandaríkj- unum liefur annast um söluna vestra, og er það einkum eitt matsölufyrirtæki, sem hefur keypt fiskborgarana. Þeir eru búnir til úr þeim fiski sem ann- ars færi í hinar svonefndu blokkir, en með því að búa til fiskborgara fæst ívið hærra Dalvíkingar og Hríseyingar að hefja framleiðslu verð fyrir framleiðsluna en með blokkunum. Nú berast þær fréttir að KEA ætli að hefja framleiðslu á fisk- borgurum í frystihúsum sínum á Dalvík og í Hrísey. Hafa þegar verið keypt tæki til fram- leiðslunnar og munu þau koma til landsins eftir áramótin. Tryggvi Finnsson sagði að tæki til framleiðslunnar væru nokkuð dýr og þyrfti að breyta þeim nokkuð, þar sem þau eru framleidd til að búa til hamborg- ara úr kjöti, og hefði gengið vel að breyta þeim. Einnig þarf lausfrystingartæki til frarn- letðslunnar. Paö sem af er heíur Fiskiðjusamlagið á Húsavík sent út um 140 tonn af „fisk- borgurum" og sagðist Tryggvi vera bjartsýnn á þessa fram- leiðslu, sem til þessa hefði gengið betur en menn bjuggust við. Varðandi ntarkaðinn í Bandaríkjunum sagði hann að Húsvíkingar næðu ekki að metta hann, en ef öll frystihús landsins ætluðu í „fiskborg- ara“-framleiðslu, yrði án efa um offramleiðslu að ræða. - S.dór Dómnefndin að störfum (frá v.): Olafur Stephensen, Björn Theódórsson og Leifur Magnússon. Samkeppni um nöfn á Flugleiðavélarnar: Um 780 tillögur bárust Mikil þátttaka var í samkeppni Flugleiða um nöfn á flugvélar fé- lagsns. Tillögur bárust frá 423 aðil- um innanlands sem utan. Allmarg- ir sendu fleiri en eina tillögu, cn alls bárust um 780 tillögur um nafna- raðir á flugvélarnar. Dómnefnd sem skipuð var til að velja úr aðsendunt tillögum hefur frest til 15. janúar til að skila áliti. Tillagan sem dómnefndin velur verður verðlaunuð með heiðurs- skjali, ferð fyrir tvo til Puerto Rico í boði Flugleiða og gullpenna fé- lagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.