Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 1
UOmiUINN Jólaknall var haldið í Laugardalshöll á 2. í jólum. Fámennt var um miðjan daginn á fjölskyldu- skemmtuninni, en fjölmenntáung- lingaskemmtuninni umkvöldið. Sjá 3 desember 1982 þriðjudagur 47. árgangur 289. tölublað flugið gekk vel „Innanlandsflug gekk allt með besta móti yfir jólin og síðustu dag- ana fyrir jól. Tókst að flytja ailt það fólk sem til stóð, sem og varning,“ sagði Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi Flugleiða í samtali við Þjóðviljann í gær. Sagði hann að aðfangadagur jóla hefði verið vel nýttur og fjöldi fólks komist heim til sín í tæka tíð fyrir jólin. Á öðrum degi jóla hófst innan- landsflug að nýju og voru þá farnar 9 ferðir. Einhverjar seinkanir urðu vegna snjóa, en ekki varð að fella niður ferðir. Millilandaflugið gekk allt fyrir sig með eðlilegum hætti. í í ófærðinni um jólin tóku margir fram skiðin til að komast í jóla- boðin. Ljósm. - cik. gær gekk áætlun Flugleiða upp að öllu leyti. Þó vel hafi viðrað til flugs gekk farþegum þeim sem kusu að fara landleiðina ekki eins vel. Miklar tafir urðu á fjölmörgum leiðurn langferðabíla og var það í öilum tilvikum vegna mikilla snjóa. hól. Stórefling Framkvæmdasjóðs aldraðra: Áburðarverksmiðjan og Ríkisskip: Fá vörubretti erlendis frá / Islensk trésmíða- verkstæði ekki samkeppnisfær hvað verð snertir Tvö ríkisfyrirtæki, Áburðar- verksmiðjan og Ríkisskip sem bæði nota mjög mikið af svonefndum vörubrettum úr tré, láta smíða brettin fyrir sig erlendis, vegna þess að íslensk trésmíðaverkstæði eru ckki samkeppnisfær hvað viðkem- ur verði. Að sögn Þóris Sveinssonar hjá Ríkisskip kostar efni í bretti hér á landi jafn mikið og bretti full- smíðað í Danmörku. Ríkisskip er að láta smíða fyrir sig 500 bretti erlendis. Hjá Áburðarverksmiðjunni er um margfalt meira ntagn af brettum að ræða, því hún lét srníða 5 þúsund bretti erlendis á þessu ári. Grétar Ingvarsson hjá Áburðar- verksmiðjunni sagði að þar hefðu fastráðnir starfsmenn sntíðað brettin til þessa, en vegna stækkun- ar verksmiðjunnar hefði orðið að kaupa svona ntikið magn inn nú. Áburðarverksmiðjan leitaði til- boða hér innanlands, og kom þá í ljós að verðið er margfalt á við það sem er erlendis. Bretti smíðuð er- lendis eru flutt inn sem umbúðir og því enginn tollur á þeim. Aftur á moti er allt að 25% tollur á óunnu timbri, misjafnt að vísu eftir því hvernig timbrið er og hvaða tegund er unt að ræða. Sú spurning hlýtur að vakna: Hvers vegna kostar efni í brettin jafn mikið hér á landi og fullsmíðað bretti erlendis, fyrst tollur á timbri er ekki meiri en raun ber vitni? Hann a.m.k. skýrir ekki þennan mikla verðmun. - S.dór Maður ferst í Skerjafirði Tæplega sextugur Reykvíkingur, Gunnar Guðjónsson rennismiöur, til hcimilis að Blikahólum 2 í Breið- holtinu, fórst í Skerjafirðinum að- fararnótt aðfangadags jóla. Hann hafði farið ásamt syni sínum í skútu frá smábátahöfninni í Fossvogi og lenti í nauðum þegar skútan strandaði á Lönguskerjum í Skerjafirði. Málsatvik voru þau að þeir feðg- ar, Gunnar Guðjónsson og Baldur Gunnarsson, hugðust færa skútuna frá Fossvoginum í Reykjavíkur- höfn. Veður var afleitt þegar skút- an strandaði á Lönguskerjum. Þeg- ar Gunnar heitinn reyndi að losa skútuna frá litlum bát, jullu, sem var meðferðis í skútunni, hvolfdi jullunni og féll Gunnar í sjóinn. Tókst Baldri syni hans ekki að bjarga honuin um borð í skútuna, enda veður slæmt og atfstæður all- ar. Baldur varð eftir þetta að láta fyrirberast í skútunni í unt hálfan sólarhring. Menn um borð í björg- unarbátnum Gísla J. Johnsen björguðu honunt með aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Að- stæður við björgunina voru slæm- ar, vindasamt og gekk á nteð élj- unt. Tafði það björgunina. - hól. ní kvöld mætir íslenska landsliðið í handknattleik frændum vorum Dönumáfjölum Laugardalshallar. Framlag ríkisins hækkar um 264%! Var 11 miljónir 1982, en verður 40 miljónir 1983 Beint framlag úr ríkissjóði til Framkvæmdasjóðs aldraðra hækkar um 264% á milli áranna 1982 og 1983, en samkvæmt ný- samþykktum fjárlögum er ætlun- in að veita 40 milljónum króna til sjóðsins á næsta ári. Sjóðurinn fékk af fjárlögum í fyrra 11 mill- jónir króna. Annar megin-tekjustofn Framkvæmdasjóðs aldraðra er sérstakt gjald sem lagt er á hvern gjaldanda og nam það í ár 200 krónum. Á árinu senr er að líða greiddu þetta gjald rúmlega 91 þúsund manns, alls 18.3 milljónir króna. Miðað er við að unt það bil 85% af þessari álagningu inn- heimtist í ár, þannig að sjóðurinn fær 15.6 nrilljónir úr þeirri tekju- lind á árinu. Auk þess hafa sjóðnum borist frjáls frantlög, og ber þar hæst 35.627 krónur sem Kaffibrennsla Akurcyrar gaf sjóðnum. Alls hefur sjóðurinn í ár veitt 27.9 milljónum króna til bygg- inga dvalar-, hjúkrunar- og lang- legudeilda fyrir aldraða. B-álma Borgarspítalans hefur þegar fengið 13.8 milljónir og auk þess hefur verið ákveðið að til bygg- ingarinnar renni 4.2 milljónir nú strax eftir áramótin auk þess sent síðar kann að verða ákveðið á næsta ári. Dvaiarheimili aldraðra sjómanna i Hafnarfirði hefur fengið 4 milljónir, Dvalar- og hjúkrunarheimilið á Sauðárkróki 2.2 milljónir og 12 aðrar bygg- ingar ntinni upphæðir á bilinu 300 þúsund til einnar milljónar króna. - v. Franski farsinn „F orsetaheimsókn- in“ verður frumsýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.