Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.12.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. desembér 1982 | ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Ólafsvík - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Ólafsvíkur verður í Sjóbúðum, Ól- afsvík, fimmtudaginn 30. desember n.k. og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Aðalfundarverkefni. Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Kvöldsamkoma (tilefni 60 ára afmælis Sovétríkjanna efnir MÍR til kvöldsam- komu í veitingahúsinu Snorrabæ þriðjudaginn 28., desem- ber kl. 20.30 Ávörp flytja: Mikhaíl N. Streltsov sendiherra og Margrét Guðnadóttir, prófessor, óperusöngvararnir Siglinde Ka- mann og Sigurður Björnsson syngja við undirleik Agnesar Löve píanóleikara. Baldvin Halldórsson leikari les upp. Skyndihappdrætti. Veitingar. Aðgangur öllum heimill meðan húsrúm leyfir. MÍR Jólagleði SÍNE verður haldin í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut 29. desember kl. 21-03. Dagskrá: Guðmundur Ingólfsson og félagar kynna plötuna Nafnakall. Bubbi Morthens syngur og spilar. SÍNE Big Band leikur létta tónlist. Hressilegt Diskótek: nýja íslenska rokkið og fjölþjóðleg stuðmúsík. SÍNE-félagarog gestir þeirra eru hvattirtil að fjölmenna og sýna af sér kæti. Stjórn SÍNE. Jólafundir SINE verða haldnir í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut dagana 29. desember 1982 og 3. janúar 1983 og hefjast kl. 15 báða dagana. SÍNE-félagar eru hvattir til að mæta allir sem einn á fundinn. Stjórn SÍNE Starfsmaður óskast í hlutastarf Prentsmiðja Þjóðviljans óskar að ráða mann í hlutastarf við hreingerningar, kaffihitun, o.fl. frá og með næstu mánaðamótum. Æskilegur vinnutími 7-10.00. Upplýsingar gefur Jóhannes Harðarson í síma 81333. Afkomendum og fjölda vina þökkum við af alhug, okkur sýndan hlýhug og vinsemd á 60 ára hjúskapardegi okkar nú í desember. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gott nýtt ár. Guöbjörg Jónsdóttir og Björn Eiríksson frá Sjónarhóli. Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Kristjönu Kristjánsdóttur Skúlagötu 62 fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 13.30. Björgvin Ágústsson Guðbjartur A. Björgvinsson, Erna Einarsdóttir, Águst Björgvinsson, Margrét Halla Guðmundsdóttir, Guðmundur Ingi Björgvinsson, Margrét Andrésdóttir og barnabörn. Eimskip tekurfrysti skip á Nýtt frystiskip, M.s. Selfoss, er komið til landsins. Það er Eim- skip sem tekið hefur þetta skip á leigu frá Faereyjum. Það losaði tómar síldartunnur á Reyðarfirði og mun lesta frystan fisk í næstu viku. M.s. Selfoss, en því nafni hefur skipinu verið gefið, leigt þurrleigu og er áhöfn skipsins ís- leigu lensk að undanskildum skipstjóra og yfirvélstjóra. Þetta er fyrsta skipið í rekstri félagsins, sem er sérstaklega út- búið til brettaflutninga á frystum fiski. Skipið var smíðað í Skála Skipasmiðja í Færeyjum á þessu ári fyrir færeyskt fyrirtæki. Af- hending til Eimskips fór fram þann 20. októbér s.l. M.s. Selfoss hefur 1520 tonna burðargetu, og er 67,3m á lengd og 12 m á breidd. Lestarnar eru sérstaklega gerðar með tilliti til brettaflutnings á frystum fiski og er lestarrými 75.000 rúmfet. Hliðarlúgur og brettalyfta er á skipinu, sem auðvelda og flýta lestun og losun með lyfturum, en auk þess eru lúgur á þilfari. Á skipinu er krani, sem getur lyft 20 tonnum. Selfoss er leigður til 12 mánaða með framlengingar- heimild og forkaupsrétti. Nýr doktor í eðlisfræði Hinn 30. september síðastliðinn varði Hans Kr. Guðmundsson, eðlisverkfræðingur, doktorsritgerð í eðlisfræði fastra efna við Tækni- háskólann í Stokkhólmi. Ritgerðin nefnist: „The Electrical Resistivity in Transition Metal Metalloid Glasses“ og fjallar um eiginleika óraðaðra málma, svo kallaðra málmglerja. Doktorsritgerðin er byggð á niðurstöðum rannsókna frá árun- um 1977-1980 viðTækniháskólann í Stokkhólmi í nánu samstarfi við nokkra háskóla og Bell tilrauna- stofumar í Bandaríkjunum. Hlutar hennar hafa þegar birst í ýmsum alþjóðlegum vísindaritum og verið kynntir á allmörgum ráðstefnum víðs vegar um heim. Lokaúrvinnsla Hans Kr. Guðmundsson. var unnin við Raunvísindastofnun Háskólans. Andmælandi við dokt- orsvörnina var Dr. Sidney R. Nag- el, prófessor við Chicagoháskóla og fór vörnin fram á ensku. Hans er fæddur í Reykjavík 2. desember 1946 og er sonur Kristín- ar Kristjánsdóttur, iðnverkakonu við Vinnufatagerð fslands. Hann er kvæntur Sólveigu Georgsdóttur þjóðfræðingi. Þau eiga einn son Gunnar Ólaf fæddan 1969. Hans lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1966 og eðlis- verkfræðiprófi frá Tækniháskól- anum í Stokkhólmi 1973. Hann hefur verið aðstoðarkennari þar frá 1970 og starfað jafnhliða að rannsóknum síðan 1973. Hans hef- ur starfað sem sérfræðingur við Raunvísindastolhum Háskólans síð- an 1980 og annast stundakennslu slu við Verkfræði- og raunvísinda- deild Háskóla íslands. Hann vinn- ur nú að uppbyggingu aðstöðu til grunnrannsókna í storkufræði við Raunvísindastofnun, þar sem hægt verður að stunda rannsóknir við hitastig allt að 1 gráðu frá alkuli, en slík aðstaða hefur ekki verið fyrir hendi áður á íslandi. Hans er for- maður Eðlisfræðifélags íslands. Globus stækkar við sig á 35 ára afmælinu: Yfir 2000 Zetordráttar vélar hafa selst Globus hf. hefur nýlega tekið í notkun 2000 fermetra þjónustu- miðstöð og opnað glæsilegan sýn- ingarsal fyrir bíla og búvélar í hús- næði félagsins að Lágmúla 5, en á þessu ári eru liðin 35 ár frá stofnun félagsins. 1 upphafi hafði Globus hf. um- boð fyrir Gillette verksmiðjurnar auk þess sem fyrirtækið hóf inn- flutning á landbúnaðartækjum í samvinnu við heildversíunina Heklu. Hefur fyrirtækið verið brautryðjandi í tækninýjungum í íslenskum landbúnaði en sem dæmi má nefna að það selur fullan Zetor dráttarvélin hefur verið vin- sæl hjá íslenskum landbúnaðar- frömuðum. helming allra þeirra dráttarvéla sem seldar eru í landinu. Landbúnaðartæki hafa verið flutt inn frá Hollandi, rakstrarvélar, og árið 1969 gengust forráðamenn Globus hf. fyrir stofnun íslensk- tékkneska verslunarfélagsins, og hafa verið seldar hérlendis yfir 20Ö Zetor dráttarvélar frá Tékkósló- vakíu. Þá flytur fyrirtækið einnig inn vélar og tæki frá JCB verk- smiðjunum í Bretlandi. Árið 1973 tók fyrirtækið við Citroen bifreiðaumboðinu og hafa verið seldar um 2000 bifreiðar á beim 9 árum sem liðin eru síðan. í upphafi störfuðu 2 menn í fullu starfi og stúlka í hálfu starfi hjá fyrirtækinu en í dag starfa hjá Glo- bus um 50 manns. Forstjóri fyrir- tækisins er Árni Gestsson. Elíeser Jónsson: Vinnur að loftljós myndun í Neapel Elíeser Jónsson, flugmaður fór í byrjun desember á tveggja hreyfla skrúfuþotu sinni austur til Neapei í Himalajafjölium til að vinna þar að loftljósmyndun fyrir breskt fyrir- tæki. Flugvél hans hefur sérstakan útbúnað til þessa starfs og Elíeser mikla reynslu af loftljósmyndun. í fyrra vann hann að samskonar verkefni í Afríku, en þar var um að ræða kortagerð fyrir væntanlegt raforkuver. Elíeser flaug í 5 áföngum austur í byrjun desember og gekk ferðin í alla staði vel og hefur raunar allt gengið að óskum hjá honum þar eysíra. Elíeser er ekki væntanlegur heim fyrr en eftir áramót. -S.dór Ný þjónusta Hárskerans Breytingar hafa verið gerðar á Hárskeranum. Nú geta viðskipta- vinir beðið í blómaskála og fengið sér kaffi á meðan þeir bíða. Einnig hafa bílastæði við Hár- skerann verið löguð þannig að viðskiptavinir eiga mjög auðvelt með að fá bílastæði. Eigandi Hárskerans,Pétur Mel- steð^ hefur á síðasta ári verið að stúdera nýja tækni í París og London, hjá Vidal Sassoon, Alan International og Pierre Alexandre International Academy. Perman- ent og strípur eru alltaf að verða vinsælli í herra- og dömulínunni. Opið á laugardögum. Pétur í Harskeranum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.