Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN
Jómfrú Ragnheiður
í Þjóðleikhúsinu er
stórbrotin sýning
sem verðskuldar að
lciklistarunnendur
flykkist í leikhúsið,
segir Sigurður A.
Magnússon.
Sjá 4.
29
>desember 1982
miðvikudagur
47. árgangur
290. tölublað.
„Okkar
verður
stcerst“
„Það er búið að vera hálfleiðin-
legt veður en okkur gengur samt
ágætlega að safna. Við ætlum að
taka okkur verulega á fram á gaml-
árskvöld, en þá ætlum við að
kveikja á kestinum, klukkan níu
um kvöldið,“ sögðu þessir hressu
strákar sem hafa frá því í byrjun
desember staðið í brennustússi í
fjörunni fyrir neðan Sörlaskjól.
Innar með ströndinni er annar
myndarlegur bálköstur sem krakk-
ar á Ægisíðunni hafa hlaðið.
„Er ekki kapp á milli ykkar hvor
kösturinn er stærri?" spurðum við
Sörlaskjólsstrákana.
„Jú, það er mikið rifist. Þeir eru
með stærri köst eins og stendur, en
við bætum úr því fyrir gamlárs-
kvöld.“
Þeir tóku fram, að þetta brenn-
ukapp Vesturbæjarkrakkanna færi
fram með mikilli vinsemd. Engu
stolið né reynt að eyðileggja, eins
og því miður vill stundum verða
þegar brennusöfnun er annars
vegar.
Veitt hefur verið leyfi fyrir yfir
20 áramótabrennum í Reykjavík,
sem eru heldur fleiri brennur en
voru í fyrra.
-lg-
Fiskverðið:
Engar
ákveðnar
tillögur
ennþá
Talað er um 10%
til 14% fiskverðs-
hækkun — mikil
fundahöld í gær
og í dag
í allan gærdag voru hagsmunaaðilar
og aðrir þeir sem nálægt fiskverðs-
ákvörðun koma á fundum með sjávar-
útvegsráðherra, og í dag verða fundir
um málið, meðal annars í þingflokkum
stjórnarflokkanna.
Ýmsir möguleikar hvaö varðar fisk-
veröshækkun um áramótin hafa veriö
ræddir og er talað um 10% til 14%
hækkun og frá þessum tölum síöan
reiknáö út hvaða hliðarráðstafanir þarf
að gera. Ljóst er að framlengja verður
lög um 7% olíugjald þar sem þau renna
út nú um áramótin og talað er um hækk-
un á útflutningsgjöldum, sem renna
myndi í sjóð olíusjóð fiskiskipa.
Steingrímur Hermannsson hefur
látið hafa það eftirsér opinberlega að
gengisfelling komi ekki til greina í sam-
bandi við fiskverð, en fróðir menn telja
litla möguleika á að hækka fiskverð, án
þess að „gengisaðlögun“ komi til, hvort
heldur um er að ræða hratt gengissig
ellegar beina gengisfellingu. Talið er að
á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið verði
tekin ákvörðun um hvernig að fisk-
verðsákvörðun nú um áramótin verður
staðið. - S.dór
Þeir tylltu sér niður smástund. Talið frá v.: Ómar Bentsen, Gunnar Richter, Guðniundur I. Hauksson,
Kjartan Bcntsen, og neðst situr Tómas Gíslason. - Mynd - eik.
Helmings niðurskurður á byggingum aldraðra:
Eins og við má búast
undir stjórn íhaldsins
nDanir voru lagðir
að velliílandslcikí
handknattleik sem
fram fór í Laugar-
dalshöll í gærkvöldi
„Hinn nýi borgíystjóri tafði fyrir
undirbúningi framkvæmda við
hjúkrunar- og dvalarheimili aldr-
aðra í Seljahlíðum fram eftir öllu
hausti, svo það er nú bara í stíl við
annað, að hann lækkar um helming
framlagið til bygginga fyrir aldr-
aða“, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir
í gær. „Þetta er auðvitað ekki ann-
að en það sem við mátti búast af
íhaldsstjórn í borginni.“
Framlag til bygginga fyrir aldr-
aða á að lækka tölulega um 5 milj-
sagði Adda Bára
Sigfúsdóttir
ónir króna milli áranna 1982 og
1983; verða 20 miljónir á næsta ári
í stað 25. Miðað við byggingavísi-
tölu hefði þessi fjárhæð átt að
hækka í 40 miljónir, þannig að hér
er um helmings niðurskurð að
ræða. Albert Guðmundsson fékk
því framgengt 1973 með stuðningi
þáverandi minnihlutaflokka að
7.5% af útsvarstekjum yrði varið
til bygginga fyrir aldraða. Hefur
síðan Verið við það miðað, þó ekki
hafi það alltaf tekist, og nam fram-
lagið 1982 t.d. 6,5% af útsvarstekj-
unum. Á næsta ári verður það hins
vegar 3,2%.
„Það má glöggt sjá að tök Al-
berts á þessum málum nú eru ekki
jafn sterk og þau voru í tíð annarra
borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins,“
sagði Adda Bára. _ ÁI
Bandalag fólks og
hópa með ólíkar
skoðanir cða
harðsvíraður kerf-
isflokkur? Fyrri
hluti greinar um Al-
þýðubandalagið
birtist í dag.
Myndin er af fyrstu
stjórn AB.
Lítill verðmunur
á okkar tilboöi og lægsta erlenda tilboöinu í smíöi
vörubrettanna segir Ágúst Magnússon í Búöardal
Munurinn á okkar tilboði og
lægsta erlcnda tilboðinu var svo lít-
ill, að fullkomlega hefði verið hægt
að réttlæta það að smíða vöru-
brettin hér á landi, sagði Ágúst
Magnússon, forstöðumaður tré-
smíðaverkstæðis kaupfélagsins í
Búðardal, en það átti eitt lægsta
tilboðið frá innlendum aðilum í
smíði vörubretta fyrir Áburðar-
verksmiðjuna. Frétt Þjóðviljans í
gær um að Áburðarverksmiðjan og
Ríkisskip hafl látið smíða mörg
þúsund vörubretti erlendis hefur
að vonum vakið athygli, þar sem
hér er um verk að ræða sem hefði
veitt fjölda manns vinnu hér á landi.
Ágúst nefndi að í útboði
Áburðarverksmiðjunnar hefði ver-
ið tekið fram að ekki mætti nota
lakara timbur en 5. flokk, en ekk-
ert slíkt hefði verið nefnt í erlendu
tilboðunum.
Þá er einnig ljóst að Ríkisskip
a.m.k. fær flutning á brettunum er-
lendis frá frían, vegna þess að hin-
um íslensku skipafélögunum eru
lánuð brettin undir varning er-
lendis og síðan fær Ríkisskip
brettin þegar þau eru komin heim.
Ágúst sagði að kanadískt fyrirtæki
hefði boðist til að selja þeim í Búðardal
niðursagað timbur í brettin, en flutn-
ingskostnaður hefði verið of mikill.
Loks gat Ágúst þess að ef þeir í Búðar-
dal hefðu fengið þetta verk, hefði það
veitt fjölda manns vinnu allt þetta ár
sem nú er að líða og jafnvel lengur.
-S.dór