Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Miðvikudagur 29. desember 1982 DJOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir1 Afgreiöslustjori: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guömundur Andri Thorsson. Áugíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Davíð undanfari, aukagjöldin og umhyggjan fyrir hag aldraðra • Sjálfstæðisflokkurinn hefur ástundað stefnu- leysi á síðustu misserum eftir að leiftursóknarboð- skapurinn, sem sýndi hans rétta innræti, var gerður afturreka í kosningum. En það verður ekki lengur dulið eftir að Davíð Oddsson og Sjálfstæðis- meirihlutinn hefur tekið völdin í Reykjavíkurborg. Fyrsta fjárhagsáætlun Davíðs Oddssonar hefur verið lögð fram og líta má á hana sem undanfara þess sem koma skal ef Sjálfstæðisflokkurinn nær úrslitavöldum í landsstjórninni í komandi kosn- ingum. • Enn hefur fjárhagsáætlun borgarinnar ekki ver- ið afgreidd, og búast má við einhverjum breyting- um á henni. Meginstefnan er þó þegar komin í Ijós: Stóreignamenn í Reykjavík munu fá afslátt á fast- eignagjöldum á sama tíma og almenningur verður látinn standa undir verulegri hækkun á þjónustu- gjöldum. 20 miljón króna afsláttur á fasteigna- gjöldum kemur fyrst og fremst til góða stóreigna- mönnum en skiptir venjulega íbúðareigendur litlu. 50 miljónir króna í aukagjöld fyrir m.a. þjónustu strætisvagna, bókasafna, sundstaða og afnot barna af gæsluvöllum koma harðast niður á þeim efna- minni í borginni. • Það er hægt að jafna kjörin á margvíslegan hátt. Ein leiðin er sú að halda þjónustugjöldum í lág- marki og standa undir félagslegum rekstri á þjónustustofnunum borgarinnar með skattheimtu, sem leggst á í samræmi við tekjur. Strax í fyrstu fjárhagsáætlun sinni sækir Davíð Oddsson á önnur mið. Reykvíkingar geta búist við stighækkandi þjónustugjöldum án verulegra almennra skatta- lækkana, og vafalítið verður reynt að fara á flot með hugmyndir um beinar greiðslur fyrir heilsugæslu- og skólaþjónustu, jafnvel til einka- aðilja. Verði um einhverjar skattalækkanir að ræða á móti aukagjöldum á þjónustu munu þær fyrst og fremst hygla eignafólki og tekjuháum. Þetta er íhaldsmunstrið jafnt hér heima sem erlendis. • Davíð undanfari lætur ekki við það sitja að stór- hækka þjónustugjöld langt umfram lækkun á fast- eignagjöldum. Að mati undanfarans eru aðrir hlutir brýnni en áframhaldandi uppbygging dvalarheimila aldraðra og dagvista fyrir börn. Stefnt er að helmings niðurskurði á framkvæmdum við dagvistir barna og byggingar aldraðra. í nærf-l áratug hefur verið reynt að miða framlag til bygginga aldraðra við um 7% af útsvarstekjum borgarinnar. Nú á þetta hlutfall að detta niður í 2.7% af áætlaðri útsvarsálagningu. í dagvistar- málum hefur verið fylgt markvissri áætlun um að fullnægja áætlaðri þörf fyrir dagvistarrými, en auðséð er að frá henni á nú að víkja. • Það er athyglisvert að á sama tíma og Davíð Oddsson er sem undanfari Geirs Hallgrímssonar að boða stórfelldan niðurskurð á félagslegum fram- kvæmdum eru samþykkt lög á alþingi fyrir for- göngu félagsmálaráðherra, um málefni aldraðra þar sem gert er ráð íyrir áframhaldandi sókn í aðhlynn- ingu og uppbyggingu fyrir aldraða. Við munum storkunarorð íhaldsins fyrir síðustu kosningar um að ekki væri nóg gert fyrir aldraða. Við sjáum nú hver hugur fylgir máli. - ekh Þjóðleikhúsið: Höfundur: Guðmundur Kamban Handrit og leikstjórn: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Jón Þórarinsson Lýsing: David Walters Frumsýning Þjóðleikhússins annan dag jóla á „Jómfrú Ragn- heiði“ eftir Guðmund Kamban í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur var viðburður sem lengi mun í minnum hafður. Sviðsetningin var fágæt- lega myndræn og hrein í öllum út- línum, heilsteypt, samfelld og nær- göngul. Leikmynd og búningar Sigurjóns Jóhannssonar skiptu þar ekki iitlu máli. Hann hefur búið sýningunni glæsilega umgerð með tréverki sem er stílfærð mynd kirkjuskips og drottnar yfir leiknum frá upphafi til loka, hvort heldur atriðin fara fram í biskups- Helga Bachman og Guðbjörg Thoroddscn í hlutverkum sínum í Jómfrú Ragnheiði. Jómfrú Ragnheiður stofu, kirkjukór eða kirkjunni sjálfri. í útiatriðum er Skálholtskirkja jafnan í bakgrunni. Tréverkið kall- ar ékki einungis fram í hugann ógn- andi nálægð hins kirkjulega valds, heldur vísar það einnig með tákn- rænum hætti til þess völundarhúss flókinna tilfinninga sem er inntak verksins. Húsgögnin eru einföld í sniðum, efnismikil og fornleg og draga fram þunga hins kirkjulega valds. Búningar þjóna sama til- gangi, flestir dökkir og efnismiklir, nema búningar Daða og Ragn- heiðar framanaf leiknum, en allir glæsilegir og mynda áhrifamikla heild. Fjölmörg atriði leiksins minntu á fornan kirkjulegan mynd- vefnað. Lýsing Davids Walters átti sinn ótvíræða þátt í að magna hina stór- fenglegu leikmynd og ljá henni nýj- ar víddir, en tónlist Jóns Þórarins- sonar, blönduð gamalkunnum sálmastefjum, dró fram og undir- strikaði andrúmsloft leiksins og rak glæsilegt smiðshögg á þá ytri um- gerð sem átti svo ríkan þátt í að lyfta sýningunni í listrænt veldi. Og er þá komið að hlut Bríetar Héðinsdóttur sem hafði allan veg og vanda af leikgerð jafnt og leik- stjórn. Bríet hefur unnið leiktext- ann uppúr þremur verkum Kamb- ans um Skálholt, tveimur leikgerðum, annarri firnalangri sem hefur aldrei verið sýnd hér- lendis og styttri gerð sem síðast var sviðsett í Þjóðleikhúsinu 1960, og loks skáldsögu Kambans, „Skál- holt“, einkum tveimur fyrstu bind- unum. Mér hefur ekki gefist tóm til að bera saman styttri leikgerð Kambans og þessa leikgerð Bríet- ar, enda skiptir slíkur samanburð- ur engu meginmáli í þessari um- sögn. Hitt er ljóst, að allt efni leiksins er frá Kamban komið, en Bríet hefur rofið hin hefðbundnu þáttaskipti og raðað atriðum þann- ig saman að úr verður samfelld heild með stöðugri stígandi og mörgum dramatískum risum. Um það má vitaskuld endalaust deila hvort leikverk Kambans gefi trúverðuga mynd af hugsunarhætti og tíðaranda seytjándu aldar þegar galdrafár var hér landlægt. Guð- mundur Kamban mun ekki hafa verið mikill trúmaður og því kann- ski átt erfitt með að skilja Brynjólf biskup þeim samúðarskilningi sem hann á vissulega heimtingu á. Hann var barn síns tíma, víst er um það, en hann má líka eiga það að hann spornaði af alefli gegn galdra- fárinu og átti sinn ósmáa þátt í að kveða það niður. En Kamban hafði ekki verulegan áhuga á þessum þætti sögunnar, heldur var það sál- arlíf persónanna sem heillaði hann, þær hneigðir og hvatir sem að hans dómi réðu atferli þeirra og af- drifum. í því tafli tilfinninganna verður Brynjólfur hinn harði og ósveigjanlegi fulltrúi valdsins, sem sér stöðu sinni í þjóðfélagi og kirkju ógnað, ef hann lætur þær frumlægu kenndir, sem bærast í brjósti sérhvers föður, ná tökum á sér og sveigja sig til að sýna sínum nánustu meiri linkind en öðrum brotlegum sálum. Gagnvart hon- um stendur Ragnheiður dóttir Siguður A. Magnússon skrifar um leikhús hans, fulltrúi hjartans, hins óhamda æskufjörs og lífslöngunar, sem gefur dauðann í boð og bönn samfélags og æðri máttarvalda ef þau stangast á við boð hjartans. Valdataflið er megininntak verksins og segja má að bæði Brynjólfur og Ragnheiður séu í túlkun Kambans miklu fremur af- sprengi tuttugustu aldar en þeirrar seytjándu, þó leiknum sé af sögu- legum orsökum valinn vettvangur á galdraöld. Petta verður meðal annars ljóst sé Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir borin saman við aðra kunna konu úr norrænum bók- menntum, Kristínu Lafransdóttur, sem þráttfyrir synd sína og upp- reisn losnar ekki undan þeim sam- viskukvölum sem aldaraldi og trú- arlegt uppeldi hafa áskapað henni. Meðal annars af ofangreindum sökum held ég að varhugavert sé að skoða skáldverk Kambans sem einskonar lykilverk um Brynjólf biskup og samtíma hans. Þó Kamb- an hagnýti sér sögulegar persónur, þá eru þær varla annað og meira en tákn eða lauslegur rammi. Sjálfar persónur leiksins eru sköpun höf- undar og lúta þeim lögmálum sem skáldverkið setur. Pær verða ein- ungis túlkaðar og skildar sam- kvæmt þessunt sömu lögmálum og vitatilgangslaust að hafa hinar sögulegu persónur til hliðsjónar. Sem fyrr segir eru átökin milli föður og dóttur uppistaða hinnar dramatísku framvindu í leiknum. Þó ung sé að árum og létt í lund, á Ragnheiður skapfestu föður síns og lætur sig hvergi í átökum þeirra, uns tæringin tekur í taumana. Yfir fyrri hluta leiksins er blær allur létt- ari þó undir dynji sláttur skapa- norna, en eftir hvörfin sem verða við barnsburð Ragnheiðar syrtir í lofti og þungi hinna örlagaríku at- burða magnast þartil yfir lýkur. Um þetta viðkvæma efni hefur Bríet Héðinsdóttir farið ákaflega nærfærnum höndum og með lág- stemmdri en hnitmiðaðri túlkun náð þeim áhrifum sem að var stefnt, hrært hjörtu leikhúsgesta til þátttöku í sköpum hinna lánlausu feðgina, þannig að þau snerta kvik- una í okkur sjálfum, enda voru margir hvarmar þrútnir þegar upp var staðið í leikslok. Hlutverk Ragnheiðar er í hönd- um ungrar leikkonu, Guðbjargar Thoroddsen, sem nú þreytir frum- raun sína á sviði Þjóðleikhússins, en hafði áður skilað hlutverkinu á Akureyri við góðan orðstír. Fyrir minn smekk og með tilliti til þess sem fyrr var sagt um skilning Kambans á Ragnheiði tók Guðbjörg hlutverkið hárréttum tökum, var í öndverðu ærslafull, áhyggjulaus, sjálfsörugg og kenjótt dekurrófa, vön því að fá vilja sín- um framgengt og duttlungum sín- um fullnægt, einbeitt í þeim ásetn- ingi að hreppa manninn sem hún leggur ást á og óhrædd við afleið- ingar gerða sinna. í henni er ekki að finna snefil af þeim guðsótta sem hin sögulega alnafna hennar hefur vafalaust átt í ríkum mæli. Túlkun Guðbjargar óx og magn- aðist eftir því sem á leikinn leið og náði hámarki eftir hlé, í örvænting- aratriðinu vegna hins fjarstadda barns, í átökunum við Brynjólf, í aflausnaratriðinu og loks á bana- beðinum. Ég varð hvergi var við feilnótu í túlkun Guðbjargar á þessu margslungna hlutverki og hlýt að játa að Ragnheiður hennar er með minnisverðari kvenlýsing- um sem ég hef lengi séð á sviði. Gunnar Eyjólfsson fer með hið erfiða og á margan hátt vanþakk- láta hlutverk Brynjólfs biskups, sem varla sýnir vott af mannúð hvaðþá mennskri hlýju fyrren rétt í lokin. Hlutverkið má vafalaust túlka á ýmsa vegu, til dæmis þannig að biskupinn fái reisn hins volduga kirkjuhöfðingja og gefi í skvn bak- við alla hörkuna að í brjösti hans bærist mannlegur skilningur og föðurkærleikur. Gunnar hefur val- 'Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.