Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. dcsember .1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Súkkulaði handa Silju frumsýnt annað kvöld Annað kvöld frumsýnir Þjóðlcikhúsið nýtt íslcnskt lcikrit á Litla sviðinu í Þjóðlcikhúskjallar- anum. Er hér á ferðinni nýjasta verk Nínu Bjarkar Árnadóttur og bcr heitið Súkkulaði handa Silju. Nína Björk Árnadóttir hefur e.t.v. fyrst og fremst gctið sér orð sem Ijóðskáld, en lcíkrit hennar hafa ekki síður vakið athygli og verið leikin í Þjóðleikhúsinu, hjá L.R., í útvarp og sjónvarp, cn síðasta sviðsverk hennar, Hvað sögðu eng- larnir?, var sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins leikárið 1979 - 80. Leikstjóri sýningarinnar er Mar- ía Kristjánsdóttir, en Messíana Tómasdóttir gerir leikmynd og búninga, Egill Ólafsson semur tónlistina og flytur hana sjálfur á sviðinu. en lýsingu annast Sveinn Benediktsson. Níu leikarar fara með hlutverk í sýningunni og er hlutverk Þórunn- ar Magneu Magnúsdóttur stærst, en hún leikur Önnu sem er einstæð ntóðir í Reykjavík. Bára Magnús- dóttir, ung menntaskólastúlka, leikur Silju dóttur hennar, en Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikur Önnu og er hér á myndinni ásamt Sigurði Skúlasyni. leikritið fjallar aðallega um þær mæðgur. Anna Kristín Arngríms- dóttir leikur Dollý vinkonu Önnu. Aðrir leikendur eru Inga Bjarna- son, Ellert A. Ingimundarson, en þau tvö leika nú sín fyrstu hlutverk í Pjóðleikhúsinu; Sigurður Skúla- son. Þórhallur Sigurðsson, Guðjón P. PedersenogJónS. Gunnarsson. Súkkulaði handa Silju verður frumsýnt á morgun fimmtudags- kvöldiö 30. desember, eins og áður sagði. kl. 20.30ogerþegar uppselt. Önnur sýning verður sunnudaginn 2. janúar kl. 20.30. Leiðrétting vegna fréttar í frétt Þjóðviljans í gær um framlag ríkisins til Framkvæmdasjóðs aldraðra, varð blaðamanni á mcinleg reikningsvilla. Staðhæft var að framlag ríkisins samkvæmt fjárlögum hækkaði um 264% á milli áranna 1982 og 1983. Betur er svo væri. Skyssa blaðamanns fólst í því að bera sarnan II miljón króna fram- lagið á þessu ári og svo 40 miljón- irnar sem ákveðið er á fjárlögum Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gengst í dag kl. 15 fyrir samkomu t tilefni af ári aldraðra og öldruðum borgurum í Hafnarfirði til heiðurs. Samkoman er í félagsheimili fyrir næsta ár. Inni í seinni tölunni er sérstakur skattur kr. 300 á hvern gjaldanda sem innheimtur verður á næsta ári svo sem gert hefur verið íþróttahússins Strandgötu. Ým- is skemmtiatriði verða á dagskrá, svo sem ræðuhöld, upplestur, fjöldasöngur o.fl. frá 1981. Til viðbótar 11 miljónun- unt sem veitt var til Framkvæmd- asjóðs aldraðra á árinu sem er að líða koma 15.6 ntiljónir í formi þessa gjalds. Auk þess hefur DAS fengið 1.711.800 í ár frá ríkissjóði og Hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi 940.000 krónur. Samtals hefur því runnið til uppbyggingar bygginga fyrir aldraða í ár 29.2 miljónir króna. Samsvarandi tala fyrir næsta ár er eins og áður hefur komið fram, 40 miljónir, auk þess sent sam- þykkt hefur verið að DAS fái á' næsta ári beint af fjárlögum 2.9 miljónir og Hjúkrunarheimili aldr- aðra í Kópavogi 1 miljón króna. - v. Litlafellið selt úr landi Sambandið og Olíufélagið hafa nú selt olíuskipið Litla- fell, sem hefur verið í eigu þeirra sl. 12 ár. Kaupandi Litlafells er Sig- urður Ó. Markússon skip- stjóri í Reykjavík. Sigurður skírði skipið upp og nefnist það nú Þyrill. Hyggst eigand- inn verða með það í leigusigl- ingurn erlendis og hér heima, eftir því sem verkefni falla til. Fyrst um sinn verður skipið í siglingum fyrir danska aðila. -mhg GOTTBILMILLI BÍLA — Minningarspjöld Byggingarsjóös Listasafns íslands fást í skrifstofu safnsins, Bókabúö Máls og menningar, Laugavegi 18, og Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti 18. Listasafn íslands Útför eiginmanns míns Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara verður qerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 30. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á Byggingasjóð Listasafns íslands. , Birgitta Spur Ólafsson. Hafnarfjörður: Samkoma fyrir aldraða í dag Útboð 1 milliveggi fyrir Rafmagnsveituna: Vfldu útfloka innlenda smíð Borgarráð var á öðru máli „Stofnanir verða hins vegar að stilla í hóf óskum sínum um nýjar stöður. Það er ekki stefna mciri- hluta borgarstjórnar að auka umsvif þjónustunnar, nema fyrir liggi óvefcngjanlcg rök fyrir nauðsyn fjölgunar starfa.“ Þetta sagði Da- víð Oddsson borgarstjóri m.a. í umræðum um fjárhagsáætlun 1982 og hcindi orðuin sínum til starfs- manna félagsmálastofnunar. Félagsmálastofnun óskaði að ráða í 8 og 1/2 stöðugildi til viðbót- ar við starfslið á aðalskrifstofunni í Vonarstræti, útibúum við Aspar- fell og í Síðumúla og á skrifstofu dagvistunar barna og gæsluvalla, en á þessum stöðum eru heimildir fyrir samtals 59 manns í fullu starfi. Þá óskaði stofnunin eftir því að koma á bakvöktum vegna barna- verndarmála og er kostnaður við það áætlaður 2 miljónir króna. Þegar fjárhagsáætlunin var lögð fram fyrir jól, var ekki gert ráð fyrir að orðið yrði við þessum óskum, en borgarstjóri sagði að allar beiðnir um nýjar stöður yrðu athugaðar á milli umræðna. Verður athyglis- vert að fylgjast með niðurstöðum þeirrar athugunar. -ÁI. Nýlistasafnið: / Áramótatónleikar verða í Ný- eldarokksveit. Vonhrigði og listasafninu, Vatnsstíg 3, í dag kl. Trúðurinn. 21. Þar leika Hin konunglega flug- Aðgangseyrir er kr. 80. Sigurlaug Bjarnadóttir: Fylgja þarf nú- gildandi lögum Sigurlaug Bjarnadóttir hafði samband við blaðið vegna skrifa í Klippt og skorið í gær, þar sem því var haldið fram, að hún hefði lýst stuðningi við frumvarp Þorvaldar Garðars Kristjánssonar cr varðar lög um íóstureyðingar. Hún kvaðst aldrei hafa gefið neinar opinberar yfirlýsingar um þetta mál , og ef til þess ræki myndi hún væntanlega gera það annarsstaðar en í Þjóð- viljanum. Hinsvegar kvað hún það vera sína almennu skoðun að það sem gera þyrfti væri að fylgja þeim lögum seni fyrir væru, en ntikið skorti á aö það væri gert, bæði hvað varöar fræðsluþáttinn, svo og allt er snertir aðhald og leiðbeiningar. ekh Happdrætti styrktar- félags vangefinna 1982. Vinningsnúmer: 1. vinningur: Saab Turbo, bifreiö, árgerö 1983, nr. 23225. 2. vinningur: Bifreið aö eigin vali aö upphæö kr. 130.000, nr. 86656. 3. -10. vinningur: Húsbúnaður aö eigin vali, hver aö upphæö kr. 30.000,- nr. 27742 - 38673 - 41197 - 60102 - 69420 - 82644 - 84001 og 88904. Félagið flytur öllum hugheilar þakkir fyrir veittan stuðning. Styrktarfélag vangefinna. Styrkir til Noregsfarar. Stjórn sjóðsins Þjóöhátíðargjöf Norðmanna auglýsir eftir umsókn- um um styrki úr sjóðnum vegna Noregsferða 1983. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins „að auðvelda is- lendingum að ferðast til Noregs. í þessu skyni skal veita viðurkenndum félögum, samtökum, og skipulögðum hópum ferö- astyrki til Noregs í því skyni að efla samskipti þjóðanna t.d. með þátttöku í mótum, ráðstefnum, eða kynnisferðum, sem efnt er til á tvíhliða grundvelli, þ.e.a.s. ekki eru veittir styrkir til þátttöku í sam- norrænum mótum, sem haldin eru til skiptis á Norðurlöndunum. Ekki skal úthlutað ferðastyrkjum til einstaklinga, eða þeirra sem eru styrkhæfir af öðrum aðilum.'' I skipulagsskránni segir einnig, að áhersla skuli lögð á að veita styrki, sem renna til beins feröakostnaðar, en umsækjendur sjálfir beri dvalarkostnað í Noregi. Hér með er auglýst eftir umsóknum frá þeim aðilum, sem uppfylla framangreind skilyrði. í umsókn skal getið um hvenær ferð verður farin, fjölda þátttakenda og tilgang fararinnar. Auk þess skal til- greina þá upphæð, sem farið er fram á. Umsóknir óskast sendar til stjórnar sjóðsins, Forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu, Reykjavík, fyrir 1. febrúar 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.